Innlent

Alþingi fordæmir Guantanamo-búðir og vill loka þeim

MYND/Reuters

Utanríkismálanefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi fordæmi ómannúlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa og hvetji til þess að búðunum verði lokað. Enn fremur að ríkisstjórn Íslands verði falið að koma þessari afstöðu á framfæri við bandarísks stjórnvöld.

Um er að ræða þingsályktunartillögu sem Vinstri - grænir lögðu fram fyrr í vetur en orðalagi hennar var breytt. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög séu ætíð virt af öllum ríkjum heims. Nefndin hefur skilning á mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum, en áréttar að sú barátta getur aldrei réttlætt mannréttindabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×