Innlent

Íslendingarnir voru út úr heiminum

Andri Ólafsson skrifar
Af vettvangi
Af vettvangi

Íslendingurinn sem varð fyrir árás inn í söluturninn Bobby´s Kiosk í Kaupmannahöfn gær var "út úr heiminum" þegar hann kom þangað inn.

Þetta segir vitni að árásinni. Vitnið sá Ragnar Davíð Bjarnason stunginn sjö sinnum með hníf. Ragnar var einnig barinn með járnstöng.

Vitnið segir að Ragnar og félagi hans hafi komið ofurölvi inn í söluturninn og að þeir hafi verið afar ófriðsamlegir. Þegar þeir hafi svo byrjað að hreyta rasískum ummælum í átt að verslunareigandanum og vini hans hafi upp úr soðið.

Til átaka hafi komið sem enduðu með því að verslunareigandinn tók upp járnstöng en 17 ára vinur hans lagði til Ragnars með hníf með fyrrgreindum afleiðingum.

Athygli vekur að hvorki verslunareigandinn, né vinur hans sem lagði til Ragnars, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Þeir voru þess í stað leystir úr haldi af dómara. Sú ákvörðun var byggð á frásögn vitnissins sem vitnað er til hér að ofan. Dómari sagði að verslunareigandinn og vinur hans hafi beitt hnífnum og járnstönginni í sjálfsvörn.

Athygli vekur að framburður íslendingsins sem var í för með Ragnari fær ekki stoð í eftirlitsmyndavélum verslunarinnar né í framburði annara vitna. Lögreglan í Kaupmannahöfn segist ætla að yfirheyra hann aftur. Þá ætlar lögreglan einnig að taka skýrslu af Ragnari en hann hefur verið of kvalinn í dag til þess að treysta sér í skýrslutöku.

Eins og Vísir greindi frá í dag er Ragnar Davíð ekki alls ókunnugur hnífárásum því hann var árið 2000 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir til raun til manndráps. Ragnar stakk mann tvisvar sinnum í síðuna með veiðihníf með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut miklar blæðingar.

 

 


Tengdar fréttir

Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn

Átök í söluturni við Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt enduðu með því að 25 ára gamall Íslendingur sem þar var staddur var stunginn sjö sinnum með hníf.

Íslendingur lét niðrandi orð falla um árásarmenn

Tveir ungir menn, sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á 25 ára íslenskan karlmann á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt, voru látnir lausir samkvæmt ákvörðun dómara í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×