Innlent

Kornspretta góð að undanförnu

Kornspretta hefur verið óvenju góð síðustu vikurnar, en sáning dróst í vor vegna kulda og bleytu. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að korn sé ræktað víðar og á stærri svæðum en nokkru sinni fyrr, sem komi bændum vel, þar sem kornverð á heimsmarkaði fari snar hækkandi. Uppskeruhorfur þykja nú góðar, en kornið sparar bændum kaup á erlendum fóðurbæti. Uppskeran var 11,500 tonn í fyrra, sem er sjö þúsund tonna aukning frá því sem var fyrir tíu árum, og er búist við að hún verði talsvert meiri í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×