Fleiri fréttir

Aðgerðum vörubílstjóra lokið

Aðgerðum vörubílstjóra við Alþingishúsið er lokið en þangað komu þeir um hádegisbil og þeyttu flautur bíla sinna. Lögregla kom fljótlega á vettvang og varð að samkomulagi að bílstjórar færu eftir að hafa verið um 45 mínútur á vettvangi.

Geir Haarde: Farið varlega!

„Farið varlega í lántökur! Ekki steypa ykkur í skuldir sem þið ráðið ekki við," sagði Geir Haarde forsætisráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Kynntu sér starfsemi ÍE

Friðrik Danaprins og María prinsessa heimsóttu Íslenska erfðagreiningu í morgun. Fjögurra daga heimsókn þeirra hingað til lands lýkur í dag.

Ræddu samstarf Íslands og Litháens í fangelsismálum

Dómsmálaráðherra Litháens heimsækir Litla-Hraun í dag til að kynna sér starfsemi fangelsisins. Hann átti í morgun fund með dómsmálaráðherra Íslands í morgun þar sem rædd voru náin samskipti ráðuneyta landanna í fangelsismálum.

Enginn niðurstaða hjá flugfreyjum á kjarafundi í gær

Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugmanna hjá félaginu og skýrist væntanlega í næstu viku hvort þeir hefja undirbúning verkfallsaðgerða á ný. Flugfreyjur gæru beitt þeirri aðferð líka.

Skoða tengsl bruna í bryggjuhverfi

Enginn hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna bílabrunans á Naustabryggju þegar kveikt var í Volkwagen Touareg á dögunum. Möguleiki er á því að tengsl séu á milli atviksins og annars bruna á sömu slóðum aðfaranótt laugardagsins síðasta en þá kviknaði í tveimur hjólhýsum.

Heimasíða Vals hökkuð

Heimasíða íþróttafélagsins Vals liggur nú niðri eftir að tölvuþrjótar réðust inn á hana í fyrradag og eyðilögðu.

Umhverfisráðherra ekki samþykkur eignarnámi við Þjórsá

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist ekki samþykk því að eignarnámi verði beitt við Þjórsá til þess að Urriðafossvirkjun verði að veruleika. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri - grænna. Þá sagði ráðherra að forstjóri Landsvirkjunar hefði ekkert umboð frá ríkisstjórninni til eignarnáms þótt hann héldi því fram.

Hálf milljón í fundarlaun - Enginn gefið sig fram

"Ég hef ekki fengið neinar haldbærar ábendingar," segir Benjamín Þór Þorgrímsson líkamsræktarmaður og einkaþjálfari en hann leitar mannsins sem kveikti í VW Touareq lúxusjeppanum hans fyrir skömmu.

Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum

Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar.

Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum.

Sjóræningjafáni í grenndarkynningu

Slökkviliðsmaður í London á yfir höfði sér málsókn fyrir að flagga sjóræningjafána í garðinum sínum. David Waterman var að halda upp á átta ára afmæli dóttur sinnar og eins og tíðkast oft í afmælum var ákveðið þema í veislunni.

Stórfótur fær bætur frá Volvo

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sænska bílaframleiðandann Volvo til að greiða manni bætur vegna þess að fætur hans pössuðu ekki á pedala bílsins hans. Dómarinn komst að því að Volvo ætti að sjá til þess að stjórntæki bílsins pössuðu manninum ellegar að endurgreiða honum fimm prósent af verði bílsins.

Pútín verður forsætisráðherra

Búist er við því að rússneska þingið gefi í dag samþykki sitt fyrir því að Vladimír Pútin verði skipaður forsætisráðherra Rússlands.

Dýr dropinn

Verð á bensínlítra á stöðvum með fullri þjónustu er komið yfir 160 krónur, eftir fjögurra króna hækkun hjá stóru olíufélögunum í gær. Lítrinn kostar nú röskar 156 krónur í sjálfsafgreislu og svo er hann heldur ódýrari á mannlausu stöðvunum.

Bankaræningja enn leitað

Lögregla leitar enn mannsins, sem framdi vopnað rán í útibúi Landsbnkans við Bæjarhraun í Hafnarfirði í gærmorgun. Rannsóknadeild lögreglunnar var í gærkvöldi að vinna úr ýmsum vísbendingum, sem bárust í gær, en ekki liggur fyrir hvort einhver ákveðinn liggur undir grun.

Jarðskjálfti í Japan

Sterkur jarðskjálfti átti sér stað undan ströndum Japans í nótt. Talið er að skjálftinn hafi verið sex komma átta á Richter kvarðanum og fannst hann greinilega í hundrað kílómetra fjarlægði í höfuðborginni Tokyo.

Ók of hratt á ótryggðum bíl

Lögreglumenn frá Selfossi stöðvuðu í gær bíl, eftir að hann hafði mælst á 129 kílómetra hraða. Fyrir það fær ökumaðurinn 70 þúsund króna sekt. Þegar lögreglumenn voru að gera skýrslu um málið í nótt kom í ljós að bíllinn var auk þess ótryggður.

Ísrael á afmæli

Hátíðarhöld eru hafin í Ísrael til að fagna sextíu ára afmælis ríkisins. Götur í Jerúsalem voru fullar af fólki í nótt sem fylgdist með glæsilegum flugeldasýningum en í dag er fyrirhuguð mikil flugsýning í höfuðborginni Tel Aviv. Ísreael lýsti yfir sjálfstæði 14. maí 1948 en Palestínumenn kalla daginn hamfaradaginn.

Ólympíueldurinn á tindi Everest fjalls

Hópur kínverskra og Tíbetskra fjallaklifrara náði í nótt á tind Everest fjalls með Ólympíueldinn. Kínverska sjónvarpið sýndi í beinni útsendingu þegar hópurinn náði á topp fjallsins sem er það hæsta í heimi.

Engin lausn í sjónmáli í flugmannadeilu

Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugmanna hjá félaginu. Síðasti samningafundur var stuttur og árangurslaus, en nýr fundur hefur verð boðaður í næstu viku.

Herforingjarnir í Búrma draga lappirnar

Áhyggjur manna aukast dag frá degi yfir þeirri tregðu sem yfirvöld í Búrma virðast vera haldin til að samþykkja aðstoð erlendis frá vegna hamfarana sem riðið hafa yfir landið í kjölfar fellibylsins Nargis.

Augljós pólitísk ráðning á sérkjörum

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar í starf framkvæmdarstjóra miðborgar vera augljósa pólitíska ráðningu á sérkjörum. Hann segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þurfa að axla ábyrgð í þessu máli þar sem borgarstjóri sitji í skjóli þeirra.

Ekkert að frétta af bankaræningjanum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu nú í kvöld hefur hún ekki haft hendur í hári bankaræningjans sem réðst inn í útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun.

Byssumaðurinn í London átti í vandræðum með áfengi

Byssumaðurinn sem skotinn var til bana eftir fimm tíma umsátur í vesturhluta London í gærkvöldi var 32 ára gamall lögfræðingur að nafni Mark Saunders. Vinir lögfræðingsins segja hann hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Síðustu skilaboð hans til eiginkonunnar voru að hann elskaði hana afar heitt.

Jakob Frímann með tæpar 900 þúsund á mánuði

Jakob Frímann Magnússon fær rúmar 860.000 krónur á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinnar. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og er nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps nú fyrir stundu.

Búrma: Talið að rúmlega 100 þúsund hafi farist

Bandarískir sendifulltrúar segjast hafa heimildir fyrir því að rúmlega hundrað þúsund manns hafi farist þegar fellibylur gekk yfir Búrma um síðustu helgi. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, var í Búrma 2003. Hann óttast að mun fleiri hafi farist en herforingjastjórnin í landinu hefur viðurkennt.

Sakar Stöð 2 um stjórnmálastarfsemi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra segir flokkinn enn beita sér fyrir því að lífeyriskjörum æðstu ráðamanna verði breytt, en vill ekki svara því hvort það gerist fyrir þinglok í vor.

Sjá næstu 50 fréttir