Telur fjölda spurninga ósvarað vegna Varnarmálastofnunar Atli Steinn Guðmundsson skrifar 8. maí 2008 11:43 Stefán Pálsson. MYND/Gunnar V. Andrésson „Er ekki verið að byrja á vitlausum enda? Ef þú átt eftir að skilgreina varnarþörfina af hverju ferðu þá fyrst og myndar stofnunina og regluverkið um það hvernig þú ætlar að verja þig gagnvart þessari ógn sem þú veist ekki hvort er til?" spyr Stefán Pálsson, einn umsækjenda um stöðu forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Stefán sótti atvinnuviðtal hjá Capacent í fyrradag vegna umsóknarinnar. „Þetta eru svo sem engin tíðindi. Mér skilst að allir umsækjendur sem stóðust formlegu kröfurnar hafi verið kallaðir inn, þar á meðal ég," segir Stefán, inntur eftir tildrögum viðtalsins. Hann segir viðtalið hafa átt að taka tæpa klukkustund en það hafi þegar upp var staðið verið nær einni og hálfri. „Stúlkan sem framkvæmdi viðtalið bar fram fjöldann allan af spurningum og skrifaði ótt og títt niður svo ég geri ráð fyrir að ráðuneytið hafi úr nægum upplýsingum að moða," upplýsir hann. Sterk sýn á reksturinn Stefán segist hafa mjög sterka sýn á það hvernig reka beri Varnarmálastofnun en það sé einmitt með því að draga saman seglin og færa áhersluna frá hernaðarþættinum, skipulagningu á heræfingum og öðru slíku. Þannig mætti ná fram verulegum sparnaði sem ætti að vera gleðiefni fyrir ráðamenn þessa dagana, telur Stefán. „Þegar [varnarmála]lögin voru samþykkt gengum við í Samtökum herstöðvarandstæðinga á fund utanríkisnefndar og gerðum mjög ákveðnar athugasemdir. Okkar greinargerð var upp á fimm eða sex blaðsíður sem er nú meira en gerist og gengur. Þar lögðum við til að málinu yrði vísað frá, menn væru hreinlega á villigötum. Við töldum að mjög stórir málaflokkar ættu ekki heima þarna undir. Ratsjárstöðvanetið á t.d. bara að vera samgöngumál og heyra undir samgönguráðuneytið," segir Stefán, ómyrkur í máli. Sögulegur arfur á Íslandi Hann bætir því við að í nágrannalöndum okkar séu starfrækt sérstök innanríkisráðuneyti sem fari með öryggismál. Á Íslandi sé það sögulegur arfur að það sem falli undir öryggismál feli einkum í sér samskipti við herinn og Atlantshafsbandalagið. „Þess vegna töldu menn að þetta ætti undir utanríkisráðuneytið. Á sama tíma eru alls konar stofnanir á borð við lögreglu og Almannavarnir sem falla undir dómsmálaráðuneytið og telja að þau eigi líka að vera við stjórnvölinn þegar alvarleg staða kemur upp," segir Stefán og hnýtir því við að verið sé að smygla mjög stórum málum í gegnum þingið í einhvers konar framhjáhlaupi. Til dæmis sé reiknað með þátttöku Íslands í hermálaráði NATO sem Ísland hafi aldrei tekið þátt í. „Ég lagði áherslu á að stofnunin yrði til ráðgjafar frekar en framkvæmdaaðili og fyrsta verkið yrði að fara í endurskilgreiningu á stofnuninni. Það gerist allt of oft hérna á Íslandi að löggjöf er ekki nógu vel ígrunduð og þess vegna er alltaf verið að taka upp spánýja lagabálka. Þarna er skilgreint það hlutverk stofnunarinnar að skipuleggja og halda utan um heræfingar. Það er enga löggjöf um heræfingar að finna í íslenskum lögum. Það er fjöldi spurninga um umhverfismál og bótamál vegna skaða sem kynni að hljótast af slíku. Það er mikill ábyrgðarhluti að ætla einhverri ríkisstofnun að framkvæma slíka gjörninga án þess að stórum spurningum sé svarað," eru lokaorð Stefáns Pálssonar. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Er ekki verið að byrja á vitlausum enda? Ef þú átt eftir að skilgreina varnarþörfina af hverju ferðu þá fyrst og myndar stofnunina og regluverkið um það hvernig þú ætlar að verja þig gagnvart þessari ógn sem þú veist ekki hvort er til?" spyr Stefán Pálsson, einn umsækjenda um stöðu forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Stefán sótti atvinnuviðtal hjá Capacent í fyrradag vegna umsóknarinnar. „Þetta eru svo sem engin tíðindi. Mér skilst að allir umsækjendur sem stóðust formlegu kröfurnar hafi verið kallaðir inn, þar á meðal ég," segir Stefán, inntur eftir tildrögum viðtalsins. Hann segir viðtalið hafa átt að taka tæpa klukkustund en það hafi þegar upp var staðið verið nær einni og hálfri. „Stúlkan sem framkvæmdi viðtalið bar fram fjöldann allan af spurningum og skrifaði ótt og títt niður svo ég geri ráð fyrir að ráðuneytið hafi úr nægum upplýsingum að moða," upplýsir hann. Sterk sýn á reksturinn Stefán segist hafa mjög sterka sýn á það hvernig reka beri Varnarmálastofnun en það sé einmitt með því að draga saman seglin og færa áhersluna frá hernaðarþættinum, skipulagningu á heræfingum og öðru slíku. Þannig mætti ná fram verulegum sparnaði sem ætti að vera gleðiefni fyrir ráðamenn þessa dagana, telur Stefán. „Þegar [varnarmála]lögin voru samþykkt gengum við í Samtökum herstöðvarandstæðinga á fund utanríkisnefndar og gerðum mjög ákveðnar athugasemdir. Okkar greinargerð var upp á fimm eða sex blaðsíður sem er nú meira en gerist og gengur. Þar lögðum við til að málinu yrði vísað frá, menn væru hreinlega á villigötum. Við töldum að mjög stórir málaflokkar ættu ekki heima þarna undir. Ratsjárstöðvanetið á t.d. bara að vera samgöngumál og heyra undir samgönguráðuneytið," segir Stefán, ómyrkur í máli. Sögulegur arfur á Íslandi Hann bætir því við að í nágrannalöndum okkar séu starfrækt sérstök innanríkisráðuneyti sem fari með öryggismál. Á Íslandi sé það sögulegur arfur að það sem falli undir öryggismál feli einkum í sér samskipti við herinn og Atlantshafsbandalagið. „Þess vegna töldu menn að þetta ætti undir utanríkisráðuneytið. Á sama tíma eru alls konar stofnanir á borð við lögreglu og Almannavarnir sem falla undir dómsmálaráðuneytið og telja að þau eigi líka að vera við stjórnvölinn þegar alvarleg staða kemur upp," segir Stefán og hnýtir því við að verið sé að smygla mjög stórum málum í gegnum þingið í einhvers konar framhjáhlaupi. Til dæmis sé reiknað með þátttöku Íslands í hermálaráði NATO sem Ísland hafi aldrei tekið þátt í. „Ég lagði áherslu á að stofnunin yrði til ráðgjafar frekar en framkvæmdaaðili og fyrsta verkið yrði að fara í endurskilgreiningu á stofnuninni. Það gerist allt of oft hérna á Íslandi að löggjöf er ekki nógu vel ígrunduð og þess vegna er alltaf verið að taka upp spánýja lagabálka. Þarna er skilgreint það hlutverk stofnunarinnar að skipuleggja og halda utan um heræfingar. Það er enga löggjöf um heræfingar að finna í íslenskum lögum. Það er fjöldi spurninga um umhverfismál og bótamál vegna skaða sem kynni að hljótast af slíku. Það er mikill ábyrgðarhluti að ætla einhverri ríkisstofnun að framkvæma slíka gjörninga án þess að stórum spurningum sé svarað," eru lokaorð Stefáns Pálssonar.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira