Innlent

Olía hreinsuð upp eftir að lyftari valt

Olíuslys varð nærri gatnamótum Borgartúns og Höfðatúns um eittleytið í dag þegar gafallyftari sem var flytja tank fór á hliðina. Í tanknum voru 200 lítrar af dísilolíu sem fóru á götuna og tók slökkvilið þátt í að hreinsa olíuna upp. Hreinsibíll frá Hreinsitækni var einnig sendur á vettvang. Slökkvilið hefur lokið sínum störfum. Engan sakaði í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×