Fleiri fréttir

Uppskerubrestur úr sögunni?

Finnskir og bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað genasamband plantna sem orðið gæti til þess að uppskerur gætu þolað mikla þurrka.

Sjómaður synti 10 klukkutíma til lands

Ástralskur sjómaður synti í meira en 10 klukkutíma eftir hjálp fyrir tvo félaga sína sem hann skildi eftir á sökkvandi bát. Maðurinn var að niðurlotum kominn þegar hann komst á austurströnd Ástralíu. Þar fannst hann og strandgæslu tókst að finna einn mannanna sem voru á bátnum. Sá hafði haldið dauðahaldi í brak úr bátnum í um 30 klukkustundir.

Ekki ástæða til sérstakrar rannsóknar á fangaflugi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ekki ástæðu til þess að ráðast í sérstaka rannsókn á fangaflugi hér á landi líkt og gert hefur verið í nágrannalöndunum. Ef vísbendingar fáist hins vegar um að íslenskir flugvellir hafi verið notaðir með ólögmætum hætti þá sé ástæða til þess að skoða málið.

Nýs forseta bíða miklar áskoranir í utanríkismálum

Næsti forseti Bandaríkjanna mun standa frammi fyrir mun meiri áskorunum í utanríkismálum en núverandi forseti þegar hann tók við embætti. Möguleikinn á fyrsta kvenforsetanum, eða svarta forsetanum hefur beint sjónum manna að demókrataflokknum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til óánægju á alþjóðavettvangi með utanríkisstefnu Bush sem þykir hafa orsakað sundrungu og sundurlyndi.

Litháarnir bera af sér sakir í héraðsdómi

Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem ákærðir eru fyrir líkamsárás gegn tveimur lögreglumönnum úr götuhóp fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásin var gerð þegar hópurinn var við skyldustörf á Laugavegi þann 11. janúar síðastliðinn.

Töfin kostar þrjá milljarða

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi formaður framkvæmdanefndar um byggingu háskólasjúkrahúss við Hringbraut, segir að töfin sem orðið hefur á framkvæmdinni kosti að minnsta kosti þrjá milljarða króna. Alfreð var settur af þegar Guðlaugur Þór Þórðarson settist í stól heilbrigðisráðherra.

Óðinn mátaður við bryggjuna við Sjóminjasafið

Nú klukkan hálfellefu var ætlunin að máta varðskipið Óðinn við bryggjuna við Sjóminjasafnið í Reykjavík en ætlunin er að gera skipið að safni um björgunarsögu Landhelgisgæslunnar og þorskastríðin.

Chavez hvetur til betri aðbúnaðar FARC gísla

Hugo Chavez forseti Venesúela biðlaði í dag til FARC skæruliðasamtakanna í Kólumbíu að bæta aðstæður háttsetts stjórnmálamanns sem er í haldi þeirra. Þetta kom fram á fundi Chavez í forsetahöllinni með fjórum gíslum sem leystir voru úr haldi mannræningjanna í gær, en forsetinn hafði milligöngu um lausn þeirra.

Með fiðrildi á fyrsta fundinum

Ég var með fiðrildi í maganum áður en fundurinn hófst," segir Amal Tamimi sem í fyrradag varð fyrsti innflytjandinn til að taka sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Grunnskólanemendum fækkar næstu árin

Grunnskólanemendur í íslenskum skólum reyndust um 43.800 síðastliðið haust sem er fjölgun um innan við hundrað nemendur frá fyrra ári.

Grænland tengt við umheiminn

Norræni fjárfestingabankinn og fjarskiptafyrirtækið Tele Greenland hafa undirritað lánasamning um fjármögnun á neðansjávarljósleiðara sem mun tengja Grænland við Kanada og Ísland.

Metfé fyrir listaverk

Metfé var greitt fyrir nútímalistaverk á uppboði hjá Sothebys í gær en meðal þeirra voru verk eftir Francis Bacon og Andy Warhol. Alls fengust um 13 milljarðar króna fyrir verkin í heild. Dýrasta verkið, Stúdía á naktri konu í spegli, eftir Bacon frá árinu 1969 var slegið á 2,6 milljarða króna og Þrjár sjálfsmyndir eftir Warhol frá árinu 1986 var slegið á 1,5 milljarð króna.

Eldhúsið fór í kássu

Það varð heldur lítið úr kvöldmáltíðinni hjá 66 dönskum vist-spilurum sem komu saman í Hróarskeldu í vikunni til spilamennsku. Spilararnir höfðu sett upp pott með 30 kílóum af danskri kássu eða skipperlabskovs , oft kölluð lafglás hérlendis.

Thaksin frjáls ferða sinna í Taílandi

Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra Tailands er frjáls ferða sinna í landinu eftir að hann greiddi rúmlega 13 milljón króna tryggingu.

Vilja fá að kaupa litað bensín

Fjögur þúsund og fimm hundruð manns hafa ritað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld heimili Atlantsolíu að selja litað bensín á tæki, sem ekki nota vegakerfið. Það eru meðal annars þyrlur, skemmtibátar og sláttuvélar.

Eiginkona skopmyndateiknarans rekin og ráðin

Morðhótanirnar gegn Kurt Westergaard sem teiknaði skopmyndina af Mohammed spámanni í Danmörku leiddu til þess að eiginkonu hans, Gitte, var vikið úr starfi sem fóstru við leikskóla í Árósum í gær en ráðin aftur í dag.

Kínverska leyniþjónustan njósnar um íþróttafréttamenn

Á morgun kemur út í Frakklandi bók sem greinir frá því að hin umfangsmikla leyniþjónusta Kína sé nú í fullum gangi að njósna um alla fréttamennina og fleiri sem verða viðstaddir Olýmpíuleikana í Bejing í sumar.

Nokkur loðnuskip fengu risaköst

Loðnuveiðar hofust af fullum krafti um leið og veiðibanninu var aflétt í gær. Nokkur skip fengu risaköst, eða vel á annað þúsund tonn í kasti, og eru farin heim til löndunar.

Hafa áhyggjur af öryggi hinsegin fólks í Belgrad

Full ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af öryggi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgenderfólks sem hyggjast fara til Belgrad í Serbíu þegar Eurovision verður haldið þar í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gay Pride á Íslandi.

Fagna nýjum jafnréttislögum

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nýtt jafnréttisfrumvarp er nú orðið að lögum. Sérstaklega ber að fagna nýjum ákvæðum í lögunum um rétt einstaklinga til að segja þriðja aðila frá launum sínum, auknu umboði og eftirlitsheimildum Jafnréttisstofu og því að úrskurður kærunefndar jafnréttismála er nú bindandi fyrir málsaðila.

Stúlkan fundin

Harpa Rut Þórlaugsdóttir, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin.

Nýtt háskólasjúkrahús skal vera við Hringbraut

Besta staðsetningin fyrir nýtt háskólasjúkrahús er við Hringbraut að mati nefndar sem hefur síðan í nóvember endurmetið og farið yfir allar forsendur fyrir byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Nefndin kynnti fjölmiðlum þessa niðurstöðu sína í dag og kemst hún að sömu niðurstöðu og nefnd sem áður hafði verið skipuð vegna málsins en var leyst upp af heilbrigðisráðherra síðasta haust. Stefnt er að forvali hönnunarsamkeppni á næstu vikum vegna nýja spítalans.

Vilja heilsuhótel á Vestfirði

Á Vestfjörðum gæti hugsanlega risið ákjósanlegt heilsuhæli sem hægt væri að kynna á erlendum vettvangi. Þetta var á meðal þeirra hugmynda sem ræddar voru á Vetrarþingi Framtíðarlandsins, sem haldin var fyrir jól. Tilgangur þingsins var að ræða möguleg atvinnutækifæri á Vestfjörðum og framtíðarhorfur þar. Rit með samantekt af þinginu kom út í vikunni.

Einar: Sæll og glaður yfir tíðindum dagsins

„Ég er sæll og glaður yfir því að það skyldi takast að finna loðnu í nægilega miklu magni til að hægt væri að hefja veiðar að ný," sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

Yfirlögregluþjónn áminntur

Sýslumaðurinn í Skagafirði hefur veitt yfirlögregluþjóni þar formlega áminningu í sex liðum, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirlögregluþjónninn unir ekki áminningunni og hyggst höfða ógildingarmál. Lögmaður mannsins hefur farið fram á að áminningin verði dregin til baka en sýslumaður hyggst ekki verða við þeirri beiðni.

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Suðurnesjum þurfti að beita klippum til að ná tveimur mönnum úr bílunum. Reykjanesbrautin var lokuð um stund en búið er að hleypa umferð á að nýju.

Sundlaugarperrinn reyndi að flýja land

Maðurinn sem handtekinn var á sunnudaginn í Sundmiðstöð Keflavíkur var úrskurðaður í 6 vikna farbann nú síðdegis. Undanfarna daga hafa borist sex kærur vegna mannsins sem er útlendingur. Hann reyndi að komast úr landi eldsnemma í morgun.

Íslendingar heiðursgestir á Bókamessunni í Frankfurt

Stjórn bókakaupstefnunnar í Frankfurt (Frankfurter Buchmesse) hefur ákveðið að bjóða Íslandi að verða heiðursgestur á sýningunni sem haldin verður haustið 2011. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í byrjun september í fyrra að sækjast eftir því að Ísland hlyti þennan sess.

Odinga hættir við fjöldamótmæli í Kenía

Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía hefur hætt við fjöldamótmæli í dag og á morgun að ósk Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan hefur stýrt samningaviðræðum Odinga og Mwai Kibaki forseta síðasta mánuðinn. Í gær sleit hann viðræðunum en sagðist ætla að þrýsta á leiðtogana að ná samkomulagi í stað þess að tala "í hringi" eins og AP fréttastofan orðaði það.

Mótmælum á þaki breska þingsins lokið

Sex mótmælendur sem komust upp á þak breska þingsins í London í morgun og mótmæltu þar stækkun Heathrow flugvallar hafa verið handteknir af lögreglu.

Gaukur áfrýjar til Hæstaréttar

Gaukur Úlfarsson, sem í gær var fundinn sekur um meiðyrði í héraðsdómi hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Gauks við fréttastofu Stöðvar 2. Gauki var gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni 800 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað vegna ummæla sem hann lét falla um Ómar á bloggsíðu sinni. Þar kallaði Gaukur Ómar meðal annars „Aðal rasista bloggheima."

Frelsun fjögurra gísla í Kólumbíu

Tvær þyrlur frá Venesúela eru lagðar af stað í sendiför sem miðar að því að frelsa fjóra gísla sem uppreisnarmenn Farc hafa lofað að láta lausa. Þarlendir fjölmiðlar segja að þyrlurnar hafi farið frá Venesúela rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Fjórmenningarnir eru kólumbískir þingmenn. Þeir eru meðal 40 háttsettra gísla sem haldið hefur verið af Farc.

Vill ræða Breiðavíkurskýrslu í borgarráði

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að Breiðavíkurskýrslan svokallaða verði tekin til umfjöllunar á fundi borgarráðs á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir