Fleiri fréttir

Zapatero til Líbanon

Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fór í dag í óvænta heimsókn til Suður-Líbanon. Zapatero hyggst þar heimsækja 1100 spænska hermenn sem þjóna með friðargæsluliði Sameinuðu þjóðana á svæðinu. Með Zapatero í för var varnarmálaráðherra landsins. Jose Antonio Alonso.

Bandarísk sendinefnd komin til Kenía

Sendinefnd á vegum Bandaríkjanna er nú komin til Kenía til að miðla málum í stjórnmálakreppunni sem þar ríkir eftir úrslit forsetakosninganna síðustu helgi.

Fjórtán saknað eftir flugslys

Fjórtán er saknað eftir að flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Venesúela seint í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir, Svisslendingur og fimm Venesúelamenn sem meðal annars skipuðu flugáhöfnina.

Ógnuðu fólki og þverbrutu umferðarreglur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu og karl á þrítugsaldri eftir að karlmaðurinn hafði ógnað starfsmönnum í Laugardalshöll með hnífi. Þar fóru fram tónleikar Bubba Morthens.

Á 134 með útrunnin ökuréttindi

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í nótt eftir að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði för hans á Vesturlandsvegi. Hann var þá á 134 kílómetra hraða á klukkustund með útrunnin ökuréttindi.

Sinubruni við Akureyri í nótt

Slökkviliðið á Akureyri var um hálf tvö leytið í nótt kallað út vegna sinubruna við sumarhúsabyggð í Pétursborg rétt norðan við bæinn. Um fjögurleytið var slökkviliðið svo aftur kallað út vegna elds í skúr við borholu við Þelamörk í Eyjafjarðarsveit.

Með uppsteyt við tollverði

Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Einn vegna fíkninefnamáls sem upp kom um nóttina en annar var handtekinn við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði hann verið ölvaður og með uppsteyt við tollverði.

Lipur eins og fólksbíll

Þótt hressilega gusti á Kjalarnesinu á köflum kemst Þorsteinn Einarsson sjúkraliði allra sinna ferða. Hann ekur um á Hummer sem haggast ekki þó að vindurinn fari í sextíu metra á sekúndu.

Brjálaðist á Bubbatónleikum

Maðurinn sem handtekinn var í kvöld í Meðalholti af sérsveitarmönnum hafði verið á tónleikunum hjá Bubba Morthens í Laugardalshöll. Þar hafði hann að sögn lögreglu brjálast og otað hnífi að dyravörðum.

Sérsveitin handtók hnífamann í Meðalholti

Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu handtóku tvo menn í bíl í Meðalholti í kvöld. Tilkynning hafði borist um mann sem otað hafði hnífi að fólki. Ekki er vitað hvort hnífamaðurinn var ökumaður eða farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum og hafði hann ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni.

H.R.F.Í. orðið bitbein hundaræktenda

Deilur virðast í uppsiglingu meðal hundaræktenda um réttinn til þess að nota skammstöfunina H.R.F.Í. Hundaræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og hefur starfað undir þessum merkjum síðan þá. Félagið heldur meðal annars úti vefsíðu sinni á slóðinni www.hrfi.is.

Stúlkan fundin heil á húfi

Stúlkan sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, Ástríður Rán Erlendsdóttir, er komin í leitirnar, heil á húfi.

Íhuga að kæra Hjörleif Kvaran

Eigendur fornbókabúðarinnar Bókin íhuga að höfða meiðyrðamál á hendur Hjörleifi Kvaran vegna ummæla sem hann lét falla í 24 stundum í dag. Þar sakaði hann eigendurnar um að vera vitorðsmenn í þjófnaði á tugum fágætra bóka.

Framsókn sleit stjórnarsamstarfinu

Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta ríkisstjórnarsamtarfinu í vor, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um endalok síðustu ríkisstjórnar í grein sem hann skrifaði um áramótin í Morgunblaðið. Fyrir kosningar hafi það legið fyrir af hálfu stjórnarflokkanna að halda áfram stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir meirihluta. Það fengu þeir, en aðeins upp á einn mann.

Lögregla vill að Exodus hætti að selja úðabrúsa

Rannsóknarlögreglan mætti í verslunina Exodus við Hverfisgötu í dag og óskaði þess að eigandi hætti sölu á úðabrúsum sem notaðir eru við veggjakrot. Eigandi verslunarinnar segist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja brúsana.

Húsin mikilvægur hluti götumyndar en ómerkileg í sjálfu sér

Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar segir ákveðna mótsögn felast í því að flytja húsin á Laugavegi 4 – 6 og byggja þau upp á öðrum stað, til að mynda í Hljómskálagarðinum eins og nefnt hefur verið. Hann segir húsin hafa ótvírætt gildi þegar kemur að því að varðveita þessa elstu götumynd við Laugaveginn en ein og sér séu þau ekki sérstaklega merkileg.

Brjóstastækkun kostaði hermann starfið

Kvenkyns hermaður í Þýskalandi hefur áfrýjað ákvörðun yfirmanna hennar um að vísa henni úr hernum vegna þess að hún fór í brjóstastækkun. Alessija Dorfmann sagði að það hefði alltaf verið draumur hennar að vera vel vaxinn hermaður, en nú hafi brjóstin af D stærð kostað hana starfið.

Frægasta hóruhúsi í Amsterdam lokað

Yab Yum, frægasta hóruhúsið í Amsterdam verður að loka dyrum sínum næstkomandi mánudag, samkvæmt dómsúrskurði sem kveðinn var upp í dag.

Sektaður fyrir fiskveiðibrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað skipstjóra á línubát um 250 þúsund krónur fyrir fiskveiðibrot með því að hafa verið gripinn við línuveiðar á skyndilokunarsvæði norðvestur af Deild í júlí í fyrrasumar.

Mátturinn var með honum

Ellefu ára breskur strákur brást skjótt við þegar maður veittist að móður hans í Swardeston, skammt frá Norwich. Mæðginin voru að koma út úr bakaríi.

Met í fjölda gesta Bláa lónsins

Gestir Bláa Lónsins hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar tæplega 408 þúsund manns sóttu þennan vinsæla áfangastað. Tveir þriðju hlutar gestanna voru útlendingar. Þetta er rúmlega sjö prósent aaukning frá fyrra ári.

Kerru stolið í Mosfellsbæ

Kerru var stolið í Mosfellsbæ skömmu fyrir jól. Hún er af gerðinni Marco 03 með upphækkun og loki en á meðfylgjandi mynd er kerra sömu tegundar. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um kerruna að hafa samband í síma 444-1000.

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Skipar nefndir til að styrkja byggðir á Norður- og Austurlandi

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa tvær nefndir til þess að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi en þar eru byggðarlög sem eiga undir högg að sækja.

Dakar rallinu aflýst vegna hryðjuverkahættu

Dakar rallinu hefur verið aflýst aðeins sólarhring áður en það átti að hefjast. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Máritaníu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum keppninnar segir að margt spili þarna inn í.

Ferðamannaiðnaður í Kenía hrynur

Ferðamannaiðnaðurinn í Kenía sem er afar ábatasöm tekjulind í landinu hefur orðið fyrir miklum skaða vegna óeirðanna sem nú geisa. Ferðamenn flykkjast frá landinu og þeir sem höfðu pantað frí hafa flestir hætt við. Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa varað landa sína við að fara til Kenía.

Játa á sig veggjakrot á Laugaveginum

Piltarnir tveir sem handteknir voru í tengslum veggjakrot á Laugaveginum í fyrradag hafa játað brot sitt. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Landsvirkjun Power eins og REI

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir útrásarfyrirtæki Landsvirkjunar svipað fyrirtæki og REI og að ekki eigi að blanda saman opinberum rekstri við einkarekstur.

Snjóflóð féll á spænskt skíðasvæði

Þrír skíðamenn lentu undir snjóflóði sem féll utanbrautar á skíðasvæði í Pyrenneafjöllum á Spáni í dag. Talsmaður bæjaryfirvalda á staðnum gat ekki staðfest hvort einhverra væri saknað, en sagði að björgunarsveitir væru á leið á slysstaðinn.

Er Gro Harlem skattsvikari?

Norskir fjölmiðlar velta því mjög fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stórfelldur skattsvikari.

Nýr skólameistari við FSu

Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008.

Verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu sem skemmdist mikið í óveðri um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er en vitað er að það nemur milljónum.

Sjá næstu 50 fréttir