Fleiri fréttir Hvetja utanríkisráðherra til að taka af skarið í loftlagsmálum Náttúruverndarsamtök Íslands vonast til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynni metnaðarfulla í loftlagsmálum fyrir hönd Íslands á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 24.9.2007 09:32 Munkar leiða mestu mótmæli í Burma Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í. 24.9.2007 09:31 Fannst látinn í klefa sínum Karlmaður fæddur 1972 fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni um helgina. Frá þessu er greint á heimasíðu fanga, Timamot.is. Þar segir að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi tekið sitt eigið líf. Hinn látni var við það að ljúka afplánun á 16 ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir morð. Hann strauk af áfangaheimilinu Vernd fyrir hálfum mánuði og var greint frá því í fjölmiðlum. 24.9.2007 09:25 Hillary segist ekki vera lesbía Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía. 24.9.2007 09:09 Segir Írani ekki vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir Írani ekki stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 24.9.2007 08:34 Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við Norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna. 24.9.2007 08:06 Kveikti í skattstofunni Þolinmæði tæplega fimmtugs dana gagnvart skattstofunni í Árósum, þraut gersamlega í gær. Hann hélt með blaðabunka að húsi skattstofunnar, vætti blöðin eldfimum vökva og bar að húsinu. 24.9.2007 08:01 Vonskuveður í kringum landið Vonskuveður er á nær öllum miðum í kringum landið og eru aðeins um 150 fiskiskip skráð á sjó. Þar af liggja mörg í vari , til dæmis undir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp og inni á fjörðum bæði fyrir austan og vestan. 24.9.2007 07:56 Eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Eldur kviknaði í geymslu á efri hæð í iðnaðarhúsnæði við Kaplahraun í Hafnarfirði í gærkvöldi og hafði teygt sig í þakið þegar slökkvilið kom á vettvang. 24.9.2007 07:17 Eldur í bakhúsi við Laugaveg Öryggi tuga erlendra verkamanna var stefnt í hættu þegar eldur kviknaði í bakhúsi við Laugaveginn í Reykjavík undir morgun. Vegfarandi tilkynnti slökkviliðinu um reyk og þegar það kom á staðinn reyndist loga glatt í sófa, sem stóð við húsið og lagði reyk inn í stigagang. 24.9.2007 07:16 Stjórnarsáttmáli útilokar ekki aðildarumsókn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra bendir á það í viðtali við Stöð tvö að ekki sé kveðið upp úr um það í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. 23.9.2007 19:00 Heilbrigðar konur fjarlægja jafnvel brjóst sín til að forðast krabbamein Pétur Hauksson geðlæknir telur ákaflega vafasamt að bjóða almenningi að kaupa greiningu á erfðamengi sínu eins og Íslensk erfðagreining áformar að gera. Hann segir að svo geti farið að heilbrigðar konur með kortlagða áhættuþætti láti jafnvel fjarlægja brjóst sín til að fá ekki krabbamein. 23.9.2007 18:45 Stunginn hundrað sinnum Það draup hunang af hverju strái í húsdýragarðinum í dag þegar býflugnabændur héldu uppskeruhátíð og kynntu afurðir sínar. Framleiðslan gengur þó ekki alltaf áfallalaust fyrir sig og einn bóndi segist hafa verið stunginn mörg hundruð sinnum. 23.9.2007 18:45 Líður sem hústökumanni í eigin íbúð Íbúar við Skúlagötu 32 í Reykjavík eru ósáttir við fyrirhugaða framkvæmdir á hinum svokallaða Barónsreit. Þeir fréttu fyrst fyrir nokkrum dögum að reisa ætti verslunarmiðstöð þar sem íbúðir þeirra standa í dag. 23.9.2007 18:45 Smyglskútan sigldi langa leið Smyglskútan sem kom til Fáskrúðsfjarðar á fimmtudag var tekin á leigu í Bergen og þaðan siglt til ýmissa landa áður en henni var siglt hingað til lands. Íslendingnum, sem var í haldi norsku lögreglunnar, hefur verið sleppt. 23.9.2007 18:45 Skotið á skútusmyglara í fyrra Skotárás fyrir tveimur árum á tvo af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, gefur innsýn í veruleika íslenska fíkniefnaheimsins en sjónarvottar lýsa árásinni sem framhjá-aksturs-skothríð. 23.9.2007 18:45 Fara yfir öryggismál í Soginu Stangaveiðifélag Reykjavíkur mun á næstunni fara ítarlega yfir öryggismál í Soginu til að reyna að koma í veg fyrir að slys verði í ánni, meðal annars í samráði við Landsvirkjun. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, segir félagið einnig ætla að fara yfir öryggismál almennt í ám landsins og fá til liðs við sig björgunarsveitarmenn og aðra sem til þekkja. 23.9.2007 18:45 Flugvél KLM-flugfélagsins lenti óvænt í Keflavík Flugvél frá KLM-flugfélaginu á leið til Kanada lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan fjögur í dag. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar segir að í vélinni hafi verið töskur sem ekki fylgdu þeim farþegum sem um borð voru. Í þeim tilfellum sé alltaf gripið til ákveðinna ráðstafana „Flugvél á ekki að fara í loftið með farangur sem tilheyrir ekki farþega um borð," segir Friðþór. 23.9.2007 18:22 Kærði nauðgun til lögreglunnar Kona á fertugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Fljótlega beindist grunur að erlendum ríkisborgara. 23.9.2007 16:23 Bílvelta við Skarðsmýrafjall Bíll valt á Þúsundvatnaleið í átt að Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiðinni nú á fimmta tímanum. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. 23.9.2007 16:15 Yfirheyrslur yfir amfetamínsmyglurum halda áfram Rannsókninni á smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði á fimmtudag miðar vel en yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir handtekni. 23.9.2007 15:33 Nágrannar Kompáslögmannsins óttast um börnin sín Íslenskir foreldrar sem búa í nálægð við Kompáslögmanninn á Spáni óttast um börnin sín. Fjallað var um mál lögmannsins í Kompási síðastliðinn miðvikudag. Hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisafbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, fjórtán og fimmtán ára gömlum. 23.9.2007 15:09 Bílvelta á Hafnafjarðarvegi Bíll velti á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk nú á þriðja tímanum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað til þess að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. Tildrög slyssins eru ókunn. 23.9.2007 14:38 Nunnur bætast í hóp mótmælenda í Myanmar Nunnur bættust í dag í hóp Búddamunka sem mótmæla herforingjastjórninni í Myanmar. Sjötta daginn í röð mótmæltu Búddamunkar á friðsamlegan hátt með því að ganga um götur Yangon höfuðborgar Myanmar. 23.9.2007 12:33 Eldur í íþróttahúsinu á Bolungarvík Eldur kviknaði í íþróttahúsinu á Bolungarvík um ellefuleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum gekk slökkvistarf vel og er því lokið. Lögreglan segir að upptök eldsins hafi verið í þaki hússins og er stór hluti af því ónýtur. Vestfjarðamótið í sundi stóð yfir í Bolungarvík þegar eldurinn kviknaði og var því talsverður fjöldi fólks í húsinu. Greiðlega gekk að koma fólkinu út og segir lögreglan að enginn hafi verið í hættu. 23.9.2007 11:40 Býflugnabændur kynna afurðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík milli klukkan tvö og fjögur í dag. Þar munu býflugnabændur kynna býflugnarækt og gefa gestum kost á að bragða á íslensku hunangi. Lifandi býflugur verða til sýnis. Einnig verður íslenskt hunang boðið til sölu. 23.9.2007 10:57 Ætla að auka hlutverk sitt í Írak Sameinuðu þjóðirnar ætla að auka hlutverk sitt í Írak og aðstoða við að ná sáttum milli andstæðra fylkinga. 23.9.2007 10:50 Yasuo Fukuda verður forsætisráðherra Japans Stjórnarflokkurinn í Japan kaus í dag Yasuo Fukuda sem formann flokksins, sem þýðir að hann verður forsætisráðherra Japans. 23.9.2007 10:45 Þekktasti látbragðsleikari heims látinn Þekktasti látbragðsleikari heims, Marcel Marceau, er látinn. Skrifstofa forsætisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag. Marceau var 84 ára. Hann var heimsþekktur fyrir list sína og gat galdrað fram bæði hlátur og grát hjá áhorfendum. 23.9.2007 10:34 Vatnflóð ógna Afríkuríkjum Hjálparstofnanir segja að mikillar aðstoðar sé þörf á flóðasvæðum í Afríku, þar sem ein og hálf milljón manna í átján löndum hafa orðið fyrir búsifjum. 23.9.2007 10:25 Enn spáð óveðri Engar fréttir hafa borist af tjóni vegna hvassviðris á landinu en stormviðvörun er enn í gildi hjá Veðurstofu Íslands. 23.9.2007 10:21 Tveir gistu fangageymslur á Suðurnesjum í nótt Erill hefur verið hjá lögreglu á Suðurnesjum um helgina. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar þar í bæ í nótt, annar vegna ölvunar og óláta á skemmtistað og hinn er grunaður um líkamsárás. Er það mál í rannsókn. 23.9.2007 10:14 Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tuttugu og sex voru handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt og voru fangageymslur fullsetnar. Talsvert var um minniháttar slagsmál en enginn slasaðist alvarlega í þeim. Nokkrir voru teknir grunaðir um neyslu eða vörslu fíkniefna. 23.9.2007 10:08 Pólska skútan fundin Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. 23.9.2007 09:57 Pólska skútan komin í leitirnar Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. Sjö voru um borð í skútinni og sakaði engan samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunarbátur frá Orkneyjum er nú að færa skútuna til hafnar. 23.9.2007 09:46 Samgönguvika við Tjörnina Fjölmargir tóku þátt í lokadegi Samgönguvikunnar við Tjörnina í miðborg Reykjavíkur í dag. Boðið var upp á hóphjólreið og spennandi hjólreiðakeppni. 22.9.2007 19:00 Tíu þúsund munkar mótmæla í Myanmar Nærri tíu þúsund Búddamunkar mótmæltu herstjórninni í Myanmar í dag. Þetta eru umfangsmestu mótmælaaðgerðir í landinu í tæp tuttugu ár. 22.9.2007 18:58 Rannsaka hvort aukning á vatnsmagni hafi átt þátt í slysi í Soginu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort breyting á vatnsrennsli í Soginu þegar meira vatni var hleypt í gegnum Írafossvirkjun hafi haft áhrif á það að mennirnir sem voru þar á veiðum á miðvikudag féllu í ána. Annar mannanna komst við illan leik til lands en hinn er látinn. 22.9.2007 18:45 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um kókaínsmygl Um 1800 millítrar af kókaíni í fljótandi formi fundust við húsleit í Laugarneshverfi síðdegis í gær. Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna málsins 22.9.2007 18:32 Rannsóknin teygir anga sína til Tékklands Fáskrúðsfjarðarmálið teygir anga sína alla leið til Tékklands þar sem einn hinna grunuðu var eftirlýstur. Þá rannsakar lögreglan nú meðal annars hvort skútan hafi verið notið til fíkniefnaflutnings fyrir tveimur árum þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar. 22.9.2007 18:28 Búið að úrskurða meinta kókaínsmyglara í gæsluvarðhald Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn um fertugt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 26. september. Þeir eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku 22.9.2007 17:18 Segir baráttu fyrir sameign á náttúruauðlindum tvísýna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar á Selfossi í dag að stjórnlaust kapphlaup um náttúruauðlindir, sem með réttu væru þjóðarinnar allrar, kallaði á tvísýna varnarbaráttu þeirra sem vildu tryggja skilgreinda sameign þjóðarinnar á sínum auðlindum. 22.9.2007 16:55 Velti bíl undir áhrifum fíkniefna Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys i Þrengslunum um eittleytið í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók bíl sínum aftan á annan bíl sem stefndi í sömu átt. Við áreksturinn missti hann stjórn á bílnum og keyrði út af veginum með þeim afleiðingum að bíllin velti. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. 22.9.2007 16:14 Segir mannræningjann hafa falið sig inni á herberginu Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, er sannfærður um að sá sem rændi dóttur hans hafi falið sig inni á hótelherbergi fjölskyldunnar þegar hann leit inn til barnanna sinna þann örlagaríka dag þegar dóttir hans hvarf. 22.9.2007 15:15 Átján hundruð millilítrar af kókaíni í fljótandi formi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur körlum sem eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Talið er að um sé að ræða 1800 ml af kókaíni í fljótandi formi. Mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn um fertugt, voru handteknir í Laugarneshverfi í Reykjavík síðdegis í gær. 22.9.2007 14:07 Sjá næstu 50 fréttir
Hvetja utanríkisráðherra til að taka af skarið í loftlagsmálum Náttúruverndarsamtök Íslands vonast til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynni metnaðarfulla í loftlagsmálum fyrir hönd Íslands á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 24.9.2007 09:32
Munkar leiða mestu mótmæli í Burma Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í. 24.9.2007 09:31
Fannst látinn í klefa sínum Karlmaður fæddur 1972 fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni um helgina. Frá þessu er greint á heimasíðu fanga, Timamot.is. Þar segir að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi tekið sitt eigið líf. Hinn látni var við það að ljúka afplánun á 16 ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir morð. Hann strauk af áfangaheimilinu Vernd fyrir hálfum mánuði og var greint frá því í fjölmiðlum. 24.9.2007 09:25
Hillary segist ekki vera lesbía Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía. 24.9.2007 09:09
Segir Írani ekki vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir Írani ekki stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 24.9.2007 08:34
Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við Norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna. 24.9.2007 08:06
Kveikti í skattstofunni Þolinmæði tæplega fimmtugs dana gagnvart skattstofunni í Árósum, þraut gersamlega í gær. Hann hélt með blaðabunka að húsi skattstofunnar, vætti blöðin eldfimum vökva og bar að húsinu. 24.9.2007 08:01
Vonskuveður í kringum landið Vonskuveður er á nær öllum miðum í kringum landið og eru aðeins um 150 fiskiskip skráð á sjó. Þar af liggja mörg í vari , til dæmis undir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp og inni á fjörðum bæði fyrir austan og vestan. 24.9.2007 07:56
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Eldur kviknaði í geymslu á efri hæð í iðnaðarhúsnæði við Kaplahraun í Hafnarfirði í gærkvöldi og hafði teygt sig í þakið þegar slökkvilið kom á vettvang. 24.9.2007 07:17
Eldur í bakhúsi við Laugaveg Öryggi tuga erlendra verkamanna var stefnt í hættu þegar eldur kviknaði í bakhúsi við Laugaveginn í Reykjavík undir morgun. Vegfarandi tilkynnti slökkviliðinu um reyk og þegar það kom á staðinn reyndist loga glatt í sófa, sem stóð við húsið og lagði reyk inn í stigagang. 24.9.2007 07:16
Stjórnarsáttmáli útilokar ekki aðildarumsókn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra bendir á það í viðtali við Stöð tvö að ekki sé kveðið upp úr um það í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. 23.9.2007 19:00
Heilbrigðar konur fjarlægja jafnvel brjóst sín til að forðast krabbamein Pétur Hauksson geðlæknir telur ákaflega vafasamt að bjóða almenningi að kaupa greiningu á erfðamengi sínu eins og Íslensk erfðagreining áformar að gera. Hann segir að svo geti farið að heilbrigðar konur með kortlagða áhættuþætti láti jafnvel fjarlægja brjóst sín til að fá ekki krabbamein. 23.9.2007 18:45
Stunginn hundrað sinnum Það draup hunang af hverju strái í húsdýragarðinum í dag þegar býflugnabændur héldu uppskeruhátíð og kynntu afurðir sínar. Framleiðslan gengur þó ekki alltaf áfallalaust fyrir sig og einn bóndi segist hafa verið stunginn mörg hundruð sinnum. 23.9.2007 18:45
Líður sem hústökumanni í eigin íbúð Íbúar við Skúlagötu 32 í Reykjavík eru ósáttir við fyrirhugaða framkvæmdir á hinum svokallaða Barónsreit. Þeir fréttu fyrst fyrir nokkrum dögum að reisa ætti verslunarmiðstöð þar sem íbúðir þeirra standa í dag. 23.9.2007 18:45
Smyglskútan sigldi langa leið Smyglskútan sem kom til Fáskrúðsfjarðar á fimmtudag var tekin á leigu í Bergen og þaðan siglt til ýmissa landa áður en henni var siglt hingað til lands. Íslendingnum, sem var í haldi norsku lögreglunnar, hefur verið sleppt. 23.9.2007 18:45
Skotið á skútusmyglara í fyrra Skotárás fyrir tveimur árum á tvo af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, gefur innsýn í veruleika íslenska fíkniefnaheimsins en sjónarvottar lýsa árásinni sem framhjá-aksturs-skothríð. 23.9.2007 18:45
Fara yfir öryggismál í Soginu Stangaveiðifélag Reykjavíkur mun á næstunni fara ítarlega yfir öryggismál í Soginu til að reyna að koma í veg fyrir að slys verði í ánni, meðal annars í samráði við Landsvirkjun. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, segir félagið einnig ætla að fara yfir öryggismál almennt í ám landsins og fá til liðs við sig björgunarsveitarmenn og aðra sem til þekkja. 23.9.2007 18:45
Flugvél KLM-flugfélagsins lenti óvænt í Keflavík Flugvél frá KLM-flugfélaginu á leið til Kanada lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan fjögur í dag. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar segir að í vélinni hafi verið töskur sem ekki fylgdu þeim farþegum sem um borð voru. Í þeim tilfellum sé alltaf gripið til ákveðinna ráðstafana „Flugvél á ekki að fara í loftið með farangur sem tilheyrir ekki farþega um borð," segir Friðþór. 23.9.2007 18:22
Kærði nauðgun til lögreglunnar Kona á fertugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Fljótlega beindist grunur að erlendum ríkisborgara. 23.9.2007 16:23
Bílvelta við Skarðsmýrafjall Bíll valt á Þúsundvatnaleið í átt að Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiðinni nú á fimmta tímanum. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. 23.9.2007 16:15
Yfirheyrslur yfir amfetamínsmyglurum halda áfram Rannsókninni á smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði á fimmtudag miðar vel en yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir handtekni. 23.9.2007 15:33
Nágrannar Kompáslögmannsins óttast um börnin sín Íslenskir foreldrar sem búa í nálægð við Kompáslögmanninn á Spáni óttast um börnin sín. Fjallað var um mál lögmannsins í Kompási síðastliðinn miðvikudag. Hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisafbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, fjórtán og fimmtán ára gömlum. 23.9.2007 15:09
Bílvelta á Hafnafjarðarvegi Bíll velti á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk nú á þriðja tímanum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað til þess að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. Tildrög slyssins eru ókunn. 23.9.2007 14:38
Nunnur bætast í hóp mótmælenda í Myanmar Nunnur bættust í dag í hóp Búddamunka sem mótmæla herforingjastjórninni í Myanmar. Sjötta daginn í röð mótmæltu Búddamunkar á friðsamlegan hátt með því að ganga um götur Yangon höfuðborgar Myanmar. 23.9.2007 12:33
Eldur í íþróttahúsinu á Bolungarvík Eldur kviknaði í íþróttahúsinu á Bolungarvík um ellefuleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum gekk slökkvistarf vel og er því lokið. Lögreglan segir að upptök eldsins hafi verið í þaki hússins og er stór hluti af því ónýtur. Vestfjarðamótið í sundi stóð yfir í Bolungarvík þegar eldurinn kviknaði og var því talsverður fjöldi fólks í húsinu. Greiðlega gekk að koma fólkinu út og segir lögreglan að enginn hafi verið í hættu. 23.9.2007 11:40
Býflugnabændur kynna afurðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík milli klukkan tvö og fjögur í dag. Þar munu býflugnabændur kynna býflugnarækt og gefa gestum kost á að bragða á íslensku hunangi. Lifandi býflugur verða til sýnis. Einnig verður íslenskt hunang boðið til sölu. 23.9.2007 10:57
Ætla að auka hlutverk sitt í Írak Sameinuðu þjóðirnar ætla að auka hlutverk sitt í Írak og aðstoða við að ná sáttum milli andstæðra fylkinga. 23.9.2007 10:50
Yasuo Fukuda verður forsætisráðherra Japans Stjórnarflokkurinn í Japan kaus í dag Yasuo Fukuda sem formann flokksins, sem þýðir að hann verður forsætisráðherra Japans. 23.9.2007 10:45
Þekktasti látbragðsleikari heims látinn Þekktasti látbragðsleikari heims, Marcel Marceau, er látinn. Skrifstofa forsætisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag. Marceau var 84 ára. Hann var heimsþekktur fyrir list sína og gat galdrað fram bæði hlátur og grát hjá áhorfendum. 23.9.2007 10:34
Vatnflóð ógna Afríkuríkjum Hjálparstofnanir segja að mikillar aðstoðar sé þörf á flóðasvæðum í Afríku, þar sem ein og hálf milljón manna í átján löndum hafa orðið fyrir búsifjum. 23.9.2007 10:25
Enn spáð óveðri Engar fréttir hafa borist af tjóni vegna hvassviðris á landinu en stormviðvörun er enn í gildi hjá Veðurstofu Íslands. 23.9.2007 10:21
Tveir gistu fangageymslur á Suðurnesjum í nótt Erill hefur verið hjá lögreglu á Suðurnesjum um helgina. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar þar í bæ í nótt, annar vegna ölvunar og óláta á skemmtistað og hinn er grunaður um líkamsárás. Er það mál í rannsókn. 23.9.2007 10:14
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tuttugu og sex voru handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt og voru fangageymslur fullsetnar. Talsvert var um minniháttar slagsmál en enginn slasaðist alvarlega í þeim. Nokkrir voru teknir grunaðir um neyslu eða vörslu fíkniefna. 23.9.2007 10:08
Pólska skútan fundin Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. 23.9.2007 09:57
Pólska skútan komin í leitirnar Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. Sjö voru um borð í skútinni og sakaði engan samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunarbátur frá Orkneyjum er nú að færa skútuna til hafnar. 23.9.2007 09:46
Samgönguvika við Tjörnina Fjölmargir tóku þátt í lokadegi Samgönguvikunnar við Tjörnina í miðborg Reykjavíkur í dag. Boðið var upp á hóphjólreið og spennandi hjólreiðakeppni. 22.9.2007 19:00
Tíu þúsund munkar mótmæla í Myanmar Nærri tíu þúsund Búddamunkar mótmæltu herstjórninni í Myanmar í dag. Þetta eru umfangsmestu mótmælaaðgerðir í landinu í tæp tuttugu ár. 22.9.2007 18:58
Rannsaka hvort aukning á vatnsmagni hafi átt þátt í slysi í Soginu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort breyting á vatnsrennsli í Soginu þegar meira vatni var hleypt í gegnum Írafossvirkjun hafi haft áhrif á það að mennirnir sem voru þar á veiðum á miðvikudag féllu í ána. Annar mannanna komst við illan leik til lands en hinn er látinn. 22.9.2007 18:45
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um kókaínsmygl Um 1800 millítrar af kókaíni í fljótandi formi fundust við húsleit í Laugarneshverfi síðdegis í gær. Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna málsins 22.9.2007 18:32
Rannsóknin teygir anga sína til Tékklands Fáskrúðsfjarðarmálið teygir anga sína alla leið til Tékklands þar sem einn hinna grunuðu var eftirlýstur. Þá rannsakar lögreglan nú meðal annars hvort skútan hafi verið notið til fíkniefnaflutnings fyrir tveimur árum þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar. 22.9.2007 18:28
Búið að úrskurða meinta kókaínsmyglara í gæsluvarðhald Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn um fertugt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 26. september. Þeir eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku 22.9.2007 17:18
Segir baráttu fyrir sameign á náttúruauðlindum tvísýna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar á Selfossi í dag að stjórnlaust kapphlaup um náttúruauðlindir, sem með réttu væru þjóðarinnar allrar, kallaði á tvísýna varnarbaráttu þeirra sem vildu tryggja skilgreinda sameign þjóðarinnar á sínum auðlindum. 22.9.2007 16:55
Velti bíl undir áhrifum fíkniefna Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys i Þrengslunum um eittleytið í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók bíl sínum aftan á annan bíl sem stefndi í sömu átt. Við áreksturinn missti hann stjórn á bílnum og keyrði út af veginum með þeim afleiðingum að bíllin velti. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. 22.9.2007 16:14
Segir mannræningjann hafa falið sig inni á herberginu Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, er sannfærður um að sá sem rændi dóttur hans hafi falið sig inni á hótelherbergi fjölskyldunnar þegar hann leit inn til barnanna sinna þann örlagaríka dag þegar dóttir hans hvarf. 22.9.2007 15:15
Átján hundruð millilítrar af kókaíni í fljótandi formi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur körlum sem eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Talið er að um sé að ræða 1800 ml af kókaíni í fljótandi formi. Mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn um fertugt, voru handteknir í Laugarneshverfi í Reykjavík síðdegis í gær. 22.9.2007 14:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent