Fleiri fréttir Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. 1.7.2007 19:24 Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. 1.7.2007 19:08 Þurrviðrið kallar á að fólk vökvi garðana sína Þurrviðrið undanfarnar vikur kallar á að fólk vökvi garðana sína oftar en venjulega, segir garðyrkjufræðingur. Garðeigendur í borginni segjast sjaldan hafa þurft að vökva eins mikið og núna. 1.7.2007 18:52 Nýir erfðaþættir fundnir sem auka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og gáttatifi Íslensk erfðagreining hefur uppgötvað erfðaþætti sem auka líkur á að fólk fái blöðruhálskirtilskrabbamein og draga á sama tíma úr líkum á áunninni sykursýki. Þá hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu einnig fundið erfðaþætti sem valda gáttatifi, algengustu orsök hjartsláttaróreglu. 1.7.2007 18:47 Þyrlan fylgist með þungri umferð Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina. 1.7.2007 18:43 Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum. 1.7.2007 18:40 Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. 1.7.2007 18:25 Atlantis á austurleið Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa. 1.7.2007 17:47 Óvæntur fundur við gröf Kínakeisara Óþekktur og afar dularfullur klefi fannst á dögunum í gröf Qin Shihuang, fyrsta keisara Kína. Klefinn fannst fyrir tilviljum með leitartækjum en engar heimildir voru þekktar um tilvist hans. Gröfin sjálf, sem er um 2200 ára gömul, fannst 1974. 1.7.2007 16:10 Bíll sprengdur við sjúkrahús í Paisley Sprengjuérfræðingar bresku lögreglunnar sprengdu bíl við Royal Alexandra spítalann í Paisley fyrir stundu. Bifreiðin þótti grunsamleg og var talin tengjast árásinni á flugvöllinn í Glasgow. 1.7.2007 15:57 Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega. 1.7.2007 15:28 Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins. 1.7.2007 15:06 Fimmti maðurinn handtekinn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow Breska lögreglan hefur handtekið fimmta manninn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow. Sá var handtekinn í Liverpool. 1.7.2007 14:32 Aukinn öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa aukið öryggisviðbúnað á flugvöllum vegna hryðjuverkaógna í Bretlandi síðastliðna daga. Meðal annars með því að fjölga öryggisvörðum. 1.7.2007 14:05 Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær. 1.7.2007 13:55 Miklar hækkanir hjá Já Gjald fyrir aukaskráningar í símaskránni hafa hækkað um hundrað prósent að meðaltali frá því á síðasta ári. Kvörtun hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun vegna þessa 1.7.2007 13:48 Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. 1.7.2007 13:42 Segir fyrrum starfsmenn Varnarliðsins verr launaða nú Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. 1.7.2007 13:37 Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum. 1.7.2007 13:34 Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. 1.7.2007 13:29 Litla Danaprinsessan heitir Ísabella Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét. Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni. Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það. 1.7.2007 11:44 Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08 Pútín heimsækir Bush Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki. 1.7.2007 11:06 Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir. 1.7.2007 10:43 Kínverjar krefjast lýðræðis Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum. 1.7.2007 10:32 Vinsæl mús lamin til bana Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári. 1.7.2007 10:23 Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14 Fjórir í haldi í Glasgow Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Skotlandi eftir að logandi jeppabifreið var ekið inn í aðal flugstöðina í Glasgow í gær. Tveir þeirra handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina og liggur annar illa brunninn á sjúkrahúsi. 1.7.2007 10:09 Sjá næstu 50 fréttir
Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. 1.7.2007 19:24
Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. 1.7.2007 19:08
Þurrviðrið kallar á að fólk vökvi garðana sína Þurrviðrið undanfarnar vikur kallar á að fólk vökvi garðana sína oftar en venjulega, segir garðyrkjufræðingur. Garðeigendur í borginni segjast sjaldan hafa þurft að vökva eins mikið og núna. 1.7.2007 18:52
Nýir erfðaþættir fundnir sem auka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og gáttatifi Íslensk erfðagreining hefur uppgötvað erfðaþætti sem auka líkur á að fólk fái blöðruhálskirtilskrabbamein og draga á sama tíma úr líkum á áunninni sykursýki. Þá hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu einnig fundið erfðaþætti sem valda gáttatifi, algengustu orsök hjartsláttaróreglu. 1.7.2007 18:47
Þyrlan fylgist með þungri umferð Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina. 1.7.2007 18:43
Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum. 1.7.2007 18:40
Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. 1.7.2007 18:25
Atlantis á austurleið Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa. 1.7.2007 17:47
Óvæntur fundur við gröf Kínakeisara Óþekktur og afar dularfullur klefi fannst á dögunum í gröf Qin Shihuang, fyrsta keisara Kína. Klefinn fannst fyrir tilviljum með leitartækjum en engar heimildir voru þekktar um tilvist hans. Gröfin sjálf, sem er um 2200 ára gömul, fannst 1974. 1.7.2007 16:10
Bíll sprengdur við sjúkrahús í Paisley Sprengjuérfræðingar bresku lögreglunnar sprengdu bíl við Royal Alexandra spítalann í Paisley fyrir stundu. Bifreiðin þótti grunsamleg og var talin tengjast árásinni á flugvöllinn í Glasgow. 1.7.2007 15:57
Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega. 1.7.2007 15:28
Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins. 1.7.2007 15:06
Fimmti maðurinn handtekinn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow Breska lögreglan hefur handtekið fimmta manninn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow. Sá var handtekinn í Liverpool. 1.7.2007 14:32
Aukinn öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa aukið öryggisviðbúnað á flugvöllum vegna hryðjuverkaógna í Bretlandi síðastliðna daga. Meðal annars með því að fjölga öryggisvörðum. 1.7.2007 14:05
Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær. 1.7.2007 13:55
Miklar hækkanir hjá Já Gjald fyrir aukaskráningar í símaskránni hafa hækkað um hundrað prósent að meðaltali frá því á síðasta ári. Kvörtun hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun vegna þessa 1.7.2007 13:48
Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. 1.7.2007 13:42
Segir fyrrum starfsmenn Varnarliðsins verr launaða nú Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. 1.7.2007 13:37
Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum. 1.7.2007 13:34
Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. 1.7.2007 13:29
Litla Danaprinsessan heitir Ísabella Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét. Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni. Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það. 1.7.2007 11:44
Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08
Pútín heimsækir Bush Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki. 1.7.2007 11:06
Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir. 1.7.2007 10:43
Kínverjar krefjast lýðræðis Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum. 1.7.2007 10:32
Vinsæl mús lamin til bana Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári. 1.7.2007 10:23
Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14
Fjórir í haldi í Glasgow Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Skotlandi eftir að logandi jeppabifreið var ekið inn í aðal flugstöðina í Glasgow í gær. Tveir þeirra handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina og liggur annar illa brunninn á sjúkrahúsi. 1.7.2007 10:09