Fleiri fréttir Krefjast gagna vegna hlerana Öldungadeild bandaríska þingsins hefur krafið Hvíta Húsið um skjöl sem tengjast eftirliti stjórnvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum. Ráðamenn í Hvíta húsinu hafa hingað til neitað að afhenda gögnin og Bush forseti hefur þvertekið fyrir að lög hafi verið brotin þegar hleranir voru fyrirskipaðar án þess að fyrir þeim væru heimildir. 27.6.2007 20:25 Sjávarútvegur í Færeyjum vill engan samdrátt Ráðgjafanefnd sjómanna og útgerðarmanna í Færeyjum leggur til að tillögur fiskifræðinga um samdrátt í veiðum við Færeyjar verði algerlega hunsaðar. Einn nefndarmanna segir nánast ekkert hafi verið hlustað á varnaðarorð fræðinganna í tíu ár og reynslan sýni að ráðgjöf þeirra hafi verið vitlaus. 27.6.2007 19:20 Nasdaq og OMX funda í Keflavík Sendinefndir frá Nasdaq og OMX hafa setið á fundum í Reykjanesbæ í allan dag. Frá þessu er greint á heimasíðu Víkurfrétta. Samtals mættu um 30 manns til þessa fundar bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq og sænska fyrirtækisins OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. 27.6.2007 19:12 Öryrki eftir gálausan akstur Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. 27.6.2007 19:06 Hakvæmast að stöðva þorskveiðar Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar er það besta leiðin til að byggja upp þorskstofninn að stöðva veiðar alveg í nokkur ár. Heildarniðurstaða stofnunarinnar styður tillögur Hafró um stórfelldan samdrátt í þorskveiðum. Hagfræðistofnun metur áhrif þess að 250-550 smaár útgerðir leggi upp laupana. 27.6.2007 19:05 Brýnir heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra tekur gagnrýni sem birtist í minningargrein föður í gær mjög alvarlega. Hann segir athugasemdirnar brýna yfirvöld enn frekar í að taka á þessum málum. 27.6.2007 19:02 380 beinar útsendingar í vetur Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. 27.6.2007 19:00 Ekki séð aðra eins úrkomu fyrr Íslendingur sem búið hefur í Hull í 20 ár segir ástandið skelfilegt á flóðasvæðunum í Bretlandi. Samgöngur eru enn í lamasessi á Englandi og í Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Íbúarnir bíða milli vonar og ótta því spáð er meiri úrkomu á svæðinu um næstu helgi. 27.6.2007 18:45 Aðsókn að kaffihúsum dregst saman Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. 27.6.2007 18:43 Sjávarútvegsnefnd Alþingis ræðir skýrslu Hagfræðistofnunar um aflaregluna Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist telja að nánast sé pólitísk samstaða sé um það að fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunar og skera niður afla. 27.6.2007 18:30 Valgerður segir viðsnúning Samfylkingarinnar grátbroslegan Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir viðsnúning Samfylkingarinnar í stóriðjumálum grátbroslegan. Alcan vill endurnýja raforkusamnings sinn við Landsvirkjun um sex mánuði en niðurstaða Landsvirkjunar gæti ráðið miklu um frekari stóriðjuuppbyggingu í landinu. 27.6.2007 18:30 Boðar breytingar Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. 27.6.2007 18:30 Ingibjörg Sólrún á leið til Gana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Gana þar sem hún mun sækja leiðtogafund Afríkusambandsins sem hófst 25. júní og lýkur 3. júlí. Á meðan á fundinum stendur munu utanríkisráðherrar álfunnar sitja framkvæmdaráðsfund og á fimmtudag og föstudag mun ráðherrann eiga tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Afríkuríkja. 27.6.2007 18:07 Tennur faraós Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið múmíu Hatshepshut sem er 3000 ára gömul. Hún var ein fárra kvenna sem voru faraóar og frægasti kvenleiðtogi Egyptalands. „Mesta fornleifauppgötvun síðan grafhýsi faraósins Tutankhamons fannst 1922,“ segir yfirmaður fornleifamála í Egyptalandi. 27.6.2007 17:43 Utanríkisráðherra ætlar að taka fangaflug til nánari skoðunar Utanríkisráðherra ákvað í dag að taka til nánari skoðunar lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þetta var ákveðið í framhaldi af umfjöllun þings Evrópuráðsins í dag um skýrslu sem fjallar um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA. Í skýrslunni er sagt frá fangaflugvélum sem meðal annars eiga að hafa lent hér á landi. 27.6.2007 17:43 Bæjarráð vill nýta fyrirliggjandi næturferðir fyrir Shellmót og goslokahátíð Á bæjarráðsfundi í Vestmannaeyjum í dag var fjallað málefni Herjólfs en Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur undanfarið gagnrýnt seinagang yfirvalda við að koma á næturferðum með ferjunni. Ákveðið hefur verið að koma á næturferðum fyrir Shellmót og goslokahátíð en þrýst er á stjórnvöld um að efna loforð um 20 ferðir. 27.6.2007 17:15 Símaskráin hækkar verðið um 246% Skráningar í símaskrá hafa hækkað mikið milli ára. Athugull greiðandi vakti athygli Skessuhorns á þessu. Gjald fyrir hverja aukalínu í símaskrá fór úr 491,25 krónum í 1.210 krónur og á ja.is, sem er um 246% hækkun. Viðkomandi greiðandi sem rekur fyrirtæki á Akranesi hafði 16 línur skráðar í símaskrá, greiddi í fyrra 7.856 krónur fyrir þetta en 19.360 krónur í ár. 27.6.2007 17:12 Kim Larsen með tónleika á Íslandi í haust Íslandsvinurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken koma hingað til lands í haust og halda tónleika í Vodafone-höllinni, nýrri höll Valsmanna. Tónleikarnir fara fram þann 24. nóvember en þetta er í fjórða sinn sem Larsen sækir Ísland heim. 27.6.2007 16:32 Blair verður sérstakur erindreki Miðausturlanda-kvartettsins Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið tilnefndur sérstakur erindreki hins svokallaða Miðausturlandakvartetts sem vinnur að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Frá þessu greindi talsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Blair hefur jafnframt sagt af sér sem þingmaður á breska þinginu. 27.6.2007 16:15 Meira en helmingur jarðarbúa í borgum árið 2008 Meira en helmingur jarðarbúa mun búa í borgum árið 2008, flestir í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fólksfjöldi í þéttbýli mun tvöfaldast í borgum Afríku og Asíu næstu 30 árin. 27.6.2007 16:11 Samvinnutryggingar styrkja Bifröst Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar veitti í dag Háskólanum á Bifröst 20 milljóna króna styrk og hvatti til þess að önnur fyritæki sýndu menntastofnunum stuðning með svipuðum hætti. 27.6.2007 15:52 Eftirlitsmenn fá leyfi til að skoða kjarnaofn í N-Kóreu Bráðlega fá eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna leyfi til að skoða kjarnaofn í Norður Kóreu. Þetta verður fyrsta alþjóðlega eftirlitssveitin sem fær leyfi til að skoða Yongbyon kjarnaofninn síðan 2002. Fjórir menn munu skipa sveitina. 27.6.2007 15:39 Grunaður um að hafa nauðgað sjötugri konu ítrekað 34 ára gamall Marokkóbúi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur í Árósum vegna gruns um að hafa nauðgað sjötugri konu ítrekað í íbúð konunnar á mánudag. 27.6.2007 15:35 Leikir í undankeppni HM mega fara fram í 3000 metra hæð Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað í dag að heimila landsleiki í undankeppni heimsmeistararmótsins í allt að 3000 metra hæð yfir sjávarmáli að ósk Knattspyrnusambands Suður-Ameríku. 27.6.2007 15:10 Íslenski refurinn Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins. 27.6.2007 15:08 MCC styrkir Mósambík um 507 milljónir dala Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að MCC sjóðurinn muni veita Mósambík fjárhagslega aðstoð. Sjóðurinn hyggst veita Mósambík 507 milljónir dala til vegagerðar og til að styrkja baráttuna við malaríu. Malaría banar 150 manns á dag í Mósambík, meirihluti þeirra eru börn. 27.6.2007 14:54 Fær bætur vegna slyss við kúasmölun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að greiða 19 ára stúlku nærri tvær milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir við kúasmölun hjá manninum. 27.6.2007 14:46 Þýskir stjórnmálamenn fordæma tölvugerða mynd Þýskir stjórnmálamenn hafa fordæmt tölvugerða mynd af leiðtogum Póllands vera að sjúga brjóst þýska kanslarans, Angelu Merkel. Myndin birtist á forsíðu pólska vikuritsins Wprost, og er titluð sem „Stjúpmóðir Evrópu." 27.6.2007 14:24 Framkvæmdastjóraskipti hjá Viðskiptaráði Dr. Finnur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og tekur hann við starfinu af Höllu Tómasdóttur sem lætur af störfum í haust til að stofna eigið fyrirtæki. 27.6.2007 14:23 Geri mitt allra besta fyrir bresku þjóðina Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagðist myndu gera sitt allra besta í starfi fyrir bresku þjóðina og boðaði breytingar á tröppum Downing-strætis 10 þangað sem hann mun flytjast. Þangað kom hann skömmu eftir að Blair-fjölskyldan hafði kvatt þessi híbýli sín til síðustu tíu ára. 27.6.2007 14:08 Missti hluta fótanna í skemmtigarði í Nashville Líðan 13 ára stúlku sem missti hluta af báðum fótum sínum í síðustu viku er stöðug. Kaitlyn Lasitter var í leiktæki í skemmtigarði í Nashville þegar vír úr tækinu slitnaði og hjó lappinar af henni fyrir ofan ökla. 27.6.2007 13:44 Ellefu ára piltur undir stýri Selfosslögregla stöðvaði í gær bifreið á sandinum vestan við Óseyrarbrú eftir að hún hafði veitt ökumanni bílsins athygli. Fram kemur á fréttavefnum Suðurland.is að ellefu ára gamall piltur hafi setið undir stýri en forráðamaður hans sat í aftursætinu og leiðbeindi honum við aksturinn. 27.6.2007 13:37 Asparglytta herjar á íslensk tré Meindýrið asparglytta sem herjar á tré hefur í fyrsta sinn fundist hér á landi að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Asparglytta ber latneska heitið Phratora vitellinae og er bjalla en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu. 27.6.2007 13:15 Fuglaflensa í Þýskalandi Þjóðverjar fundu þrjá sýkta svani í Leipzig í gær, og um helgina fundust sex tilfelli í fuglum í Nürnberg. Þetta er fyrstu tilfellin sem að fuglaflensan finnst í Þýskalandi á þessu ári. 27.6.2007 13:14 Athygli vakin á pyndingaraðferðum á Austurvelli Íslandsdeild Amnesty International efnir til uppákomu á Austurvelli Laugardaginn 30. júní til að vekja athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Uppákoman stendur yfir frá 13-17 og eru það ungir Amnesty-félagar sem standa fyrir henni. 27.6.2007 12:36 Björn áfram formaður Þingvallanefndar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður áfram formaður Þingvallanefndar en hann var kosinn til starfans á fyrsta fundi nýrrar Þingvallanefndar í gær. 27.6.2007 12:34 Ólöglegum innflytjanda bjargað um borð í Búðafell við Möltu Ólöglegum innflytjanda var bjargað um borð í togarann Búðafell úti fyrir ströndum Möltu í síðustu viku. Aðrir þrír björguðu sér með því að hanga á fleka sem skipið dró á eftir sér. Talið er að tuttugu félagar mannanna hafi drukknað þegar lítilli bátskænu þeirra hvolfdi. 27.6.2007 12:19 Kostnaður við nýja Grímseyjarferju yfir 400 milljónir Nýja Grímseyjarferjan er komin á flot. Samgönguráðherra vonast til að hún verði komin í áætlunarsiglingar eftir þrjá mánuði. Forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir deilur um endurbætur nánast leystar. Heildarkostnaður er 130 milljónum meira en áætlað var og fer yfir 400 milljónir króna. 27.6.2007 12:12 Lithái kominn af gjörgæslu Lithái sem höfuðkúpubrotnaði í samkvæmi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags var útskrifaður af gjörgæslu í gær. Hann liggur nú á heila og taugadeild. Annar maður sem hlaut stungusár í sama samkvæmi reyndist ekki alvarlega slasaður. 27.6.2007 12:05 Skerðing þorskkvóta kallar á skerðingu í veiðum á öllum bolfisktegundum Sjómenn og útvegsmenn segja að draga verði sjálfkrafa úr veiðum á öllum bolfisktegundum verði þorskvótinn lækkaður niður í 130 þúsund tonn nema að menn vilji gerast brotlegir við lög. 27.6.2007 12:00 Ellý kjörin forseti bæjarstjórnar í stað Gunnars Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á fundi í gær. Hún tekur við af Gunnari Svavarssyni sem gengt hefur stöðunni til þriggja ára en hann sóttist ekki eftir endurkjöri þar sem hann hefur tekið sætið á Alþingi. 27.6.2007 11:58 Hjörtur fagnar úrskurði siðanefndar Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands með ummælum sínum um Þjóðkirkjuna. Hjörtur fagnar úrskurðinum og því að deiluaðilar eru hvattir af siðanefndinni til að takast á opinberlega. 27.6.2007 11:56 Ný sjónvarpsstöð kynnt í hádeginu Ný sjónvarpsstöð verður formlega kynnt í hádeginu í dag. Sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur nafnið Sýn 2, mun nánast eingöngu sýna efni tengt enska boltanum. Fyrirferðarmest verða beinar útsendingar úr ensku Úrvalsdeildinni, en einnig verða sendar út beinar útsendingar frá leikjum úr 1. deildinni. 27.6.2007 11:49 Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða. Þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum. 27.6.2007 11:45 Réttargeðlæknar í Svíþjóð óttast sjúklinga sem hafa í hótunum Réttargeðlæknar í Sundsvall í Svíþjóð hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að hætta að leggja mat á ástand hættulegra sjúklinga, sem haldnir eru ofsóknarhugsunum eða hafa í hótunum, undir eigin nafni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að geðveikur maður er grunaður um að hafa skotið lögreglumann í Nyköping í Svíþjóð til bana. 27.6.2007 11:40 Sjá næstu 50 fréttir
Krefjast gagna vegna hlerana Öldungadeild bandaríska þingsins hefur krafið Hvíta Húsið um skjöl sem tengjast eftirliti stjórnvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum. Ráðamenn í Hvíta húsinu hafa hingað til neitað að afhenda gögnin og Bush forseti hefur þvertekið fyrir að lög hafi verið brotin þegar hleranir voru fyrirskipaðar án þess að fyrir þeim væru heimildir. 27.6.2007 20:25
Sjávarútvegur í Færeyjum vill engan samdrátt Ráðgjafanefnd sjómanna og útgerðarmanna í Færeyjum leggur til að tillögur fiskifræðinga um samdrátt í veiðum við Færeyjar verði algerlega hunsaðar. Einn nefndarmanna segir nánast ekkert hafi verið hlustað á varnaðarorð fræðinganna í tíu ár og reynslan sýni að ráðgjöf þeirra hafi verið vitlaus. 27.6.2007 19:20
Nasdaq og OMX funda í Keflavík Sendinefndir frá Nasdaq og OMX hafa setið á fundum í Reykjanesbæ í allan dag. Frá þessu er greint á heimasíðu Víkurfrétta. Samtals mættu um 30 manns til þessa fundar bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq og sænska fyrirtækisins OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. 27.6.2007 19:12
Öryrki eftir gálausan akstur Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. 27.6.2007 19:06
Hakvæmast að stöðva þorskveiðar Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar er það besta leiðin til að byggja upp þorskstofninn að stöðva veiðar alveg í nokkur ár. Heildarniðurstaða stofnunarinnar styður tillögur Hafró um stórfelldan samdrátt í þorskveiðum. Hagfræðistofnun metur áhrif þess að 250-550 smaár útgerðir leggi upp laupana. 27.6.2007 19:05
Brýnir heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra tekur gagnrýni sem birtist í minningargrein föður í gær mjög alvarlega. Hann segir athugasemdirnar brýna yfirvöld enn frekar í að taka á þessum málum. 27.6.2007 19:02
380 beinar útsendingar í vetur Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. 27.6.2007 19:00
Ekki séð aðra eins úrkomu fyrr Íslendingur sem búið hefur í Hull í 20 ár segir ástandið skelfilegt á flóðasvæðunum í Bretlandi. Samgöngur eru enn í lamasessi á Englandi og í Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Íbúarnir bíða milli vonar og ótta því spáð er meiri úrkomu á svæðinu um næstu helgi. 27.6.2007 18:45
Aðsókn að kaffihúsum dregst saman Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. 27.6.2007 18:43
Sjávarútvegsnefnd Alþingis ræðir skýrslu Hagfræðistofnunar um aflaregluna Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist telja að nánast sé pólitísk samstaða sé um það að fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunar og skera niður afla. 27.6.2007 18:30
Valgerður segir viðsnúning Samfylkingarinnar grátbroslegan Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir viðsnúning Samfylkingarinnar í stóriðjumálum grátbroslegan. Alcan vill endurnýja raforkusamnings sinn við Landsvirkjun um sex mánuði en niðurstaða Landsvirkjunar gæti ráðið miklu um frekari stóriðjuuppbyggingu í landinu. 27.6.2007 18:30
Boðar breytingar Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. 27.6.2007 18:30
Ingibjörg Sólrún á leið til Gana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Gana þar sem hún mun sækja leiðtogafund Afríkusambandsins sem hófst 25. júní og lýkur 3. júlí. Á meðan á fundinum stendur munu utanríkisráðherrar álfunnar sitja framkvæmdaráðsfund og á fimmtudag og föstudag mun ráðherrann eiga tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Afríkuríkja. 27.6.2007 18:07
Tennur faraós Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið múmíu Hatshepshut sem er 3000 ára gömul. Hún var ein fárra kvenna sem voru faraóar og frægasti kvenleiðtogi Egyptalands. „Mesta fornleifauppgötvun síðan grafhýsi faraósins Tutankhamons fannst 1922,“ segir yfirmaður fornleifamála í Egyptalandi. 27.6.2007 17:43
Utanríkisráðherra ætlar að taka fangaflug til nánari skoðunar Utanríkisráðherra ákvað í dag að taka til nánari skoðunar lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þetta var ákveðið í framhaldi af umfjöllun þings Evrópuráðsins í dag um skýrslu sem fjallar um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA. Í skýrslunni er sagt frá fangaflugvélum sem meðal annars eiga að hafa lent hér á landi. 27.6.2007 17:43
Bæjarráð vill nýta fyrirliggjandi næturferðir fyrir Shellmót og goslokahátíð Á bæjarráðsfundi í Vestmannaeyjum í dag var fjallað málefni Herjólfs en Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur undanfarið gagnrýnt seinagang yfirvalda við að koma á næturferðum með ferjunni. Ákveðið hefur verið að koma á næturferðum fyrir Shellmót og goslokahátíð en þrýst er á stjórnvöld um að efna loforð um 20 ferðir. 27.6.2007 17:15
Símaskráin hækkar verðið um 246% Skráningar í símaskrá hafa hækkað mikið milli ára. Athugull greiðandi vakti athygli Skessuhorns á þessu. Gjald fyrir hverja aukalínu í símaskrá fór úr 491,25 krónum í 1.210 krónur og á ja.is, sem er um 246% hækkun. Viðkomandi greiðandi sem rekur fyrirtæki á Akranesi hafði 16 línur skráðar í símaskrá, greiddi í fyrra 7.856 krónur fyrir þetta en 19.360 krónur í ár. 27.6.2007 17:12
Kim Larsen með tónleika á Íslandi í haust Íslandsvinurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken koma hingað til lands í haust og halda tónleika í Vodafone-höllinni, nýrri höll Valsmanna. Tónleikarnir fara fram þann 24. nóvember en þetta er í fjórða sinn sem Larsen sækir Ísland heim. 27.6.2007 16:32
Blair verður sérstakur erindreki Miðausturlanda-kvartettsins Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið tilnefndur sérstakur erindreki hins svokallaða Miðausturlandakvartetts sem vinnur að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Frá þessu greindi talsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Blair hefur jafnframt sagt af sér sem þingmaður á breska þinginu. 27.6.2007 16:15
Meira en helmingur jarðarbúa í borgum árið 2008 Meira en helmingur jarðarbúa mun búa í borgum árið 2008, flestir í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fólksfjöldi í þéttbýli mun tvöfaldast í borgum Afríku og Asíu næstu 30 árin. 27.6.2007 16:11
Samvinnutryggingar styrkja Bifröst Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar veitti í dag Háskólanum á Bifröst 20 milljóna króna styrk og hvatti til þess að önnur fyritæki sýndu menntastofnunum stuðning með svipuðum hætti. 27.6.2007 15:52
Eftirlitsmenn fá leyfi til að skoða kjarnaofn í N-Kóreu Bráðlega fá eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna leyfi til að skoða kjarnaofn í Norður Kóreu. Þetta verður fyrsta alþjóðlega eftirlitssveitin sem fær leyfi til að skoða Yongbyon kjarnaofninn síðan 2002. Fjórir menn munu skipa sveitina. 27.6.2007 15:39
Grunaður um að hafa nauðgað sjötugri konu ítrekað 34 ára gamall Marokkóbúi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur í Árósum vegna gruns um að hafa nauðgað sjötugri konu ítrekað í íbúð konunnar á mánudag. 27.6.2007 15:35
Leikir í undankeppni HM mega fara fram í 3000 metra hæð Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað í dag að heimila landsleiki í undankeppni heimsmeistararmótsins í allt að 3000 metra hæð yfir sjávarmáli að ósk Knattspyrnusambands Suður-Ameríku. 27.6.2007 15:10
Íslenski refurinn Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins. 27.6.2007 15:08
MCC styrkir Mósambík um 507 milljónir dala Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að MCC sjóðurinn muni veita Mósambík fjárhagslega aðstoð. Sjóðurinn hyggst veita Mósambík 507 milljónir dala til vegagerðar og til að styrkja baráttuna við malaríu. Malaría banar 150 manns á dag í Mósambík, meirihluti þeirra eru börn. 27.6.2007 14:54
Fær bætur vegna slyss við kúasmölun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að greiða 19 ára stúlku nærri tvær milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir við kúasmölun hjá manninum. 27.6.2007 14:46
Þýskir stjórnmálamenn fordæma tölvugerða mynd Þýskir stjórnmálamenn hafa fordæmt tölvugerða mynd af leiðtogum Póllands vera að sjúga brjóst þýska kanslarans, Angelu Merkel. Myndin birtist á forsíðu pólska vikuritsins Wprost, og er titluð sem „Stjúpmóðir Evrópu." 27.6.2007 14:24
Framkvæmdastjóraskipti hjá Viðskiptaráði Dr. Finnur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og tekur hann við starfinu af Höllu Tómasdóttur sem lætur af störfum í haust til að stofna eigið fyrirtæki. 27.6.2007 14:23
Geri mitt allra besta fyrir bresku þjóðina Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagðist myndu gera sitt allra besta í starfi fyrir bresku þjóðina og boðaði breytingar á tröppum Downing-strætis 10 þangað sem hann mun flytjast. Þangað kom hann skömmu eftir að Blair-fjölskyldan hafði kvatt þessi híbýli sín til síðustu tíu ára. 27.6.2007 14:08
Missti hluta fótanna í skemmtigarði í Nashville Líðan 13 ára stúlku sem missti hluta af báðum fótum sínum í síðustu viku er stöðug. Kaitlyn Lasitter var í leiktæki í skemmtigarði í Nashville þegar vír úr tækinu slitnaði og hjó lappinar af henni fyrir ofan ökla. 27.6.2007 13:44
Ellefu ára piltur undir stýri Selfosslögregla stöðvaði í gær bifreið á sandinum vestan við Óseyrarbrú eftir að hún hafði veitt ökumanni bílsins athygli. Fram kemur á fréttavefnum Suðurland.is að ellefu ára gamall piltur hafi setið undir stýri en forráðamaður hans sat í aftursætinu og leiðbeindi honum við aksturinn. 27.6.2007 13:37
Asparglytta herjar á íslensk tré Meindýrið asparglytta sem herjar á tré hefur í fyrsta sinn fundist hér á landi að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Asparglytta ber latneska heitið Phratora vitellinae og er bjalla en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu. 27.6.2007 13:15
Fuglaflensa í Þýskalandi Þjóðverjar fundu þrjá sýkta svani í Leipzig í gær, og um helgina fundust sex tilfelli í fuglum í Nürnberg. Þetta er fyrstu tilfellin sem að fuglaflensan finnst í Þýskalandi á þessu ári. 27.6.2007 13:14
Athygli vakin á pyndingaraðferðum á Austurvelli Íslandsdeild Amnesty International efnir til uppákomu á Austurvelli Laugardaginn 30. júní til að vekja athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Uppákoman stendur yfir frá 13-17 og eru það ungir Amnesty-félagar sem standa fyrir henni. 27.6.2007 12:36
Björn áfram formaður Þingvallanefndar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður áfram formaður Þingvallanefndar en hann var kosinn til starfans á fyrsta fundi nýrrar Þingvallanefndar í gær. 27.6.2007 12:34
Ólöglegum innflytjanda bjargað um borð í Búðafell við Möltu Ólöglegum innflytjanda var bjargað um borð í togarann Búðafell úti fyrir ströndum Möltu í síðustu viku. Aðrir þrír björguðu sér með því að hanga á fleka sem skipið dró á eftir sér. Talið er að tuttugu félagar mannanna hafi drukknað þegar lítilli bátskænu þeirra hvolfdi. 27.6.2007 12:19
Kostnaður við nýja Grímseyjarferju yfir 400 milljónir Nýja Grímseyjarferjan er komin á flot. Samgönguráðherra vonast til að hún verði komin í áætlunarsiglingar eftir þrjá mánuði. Forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir deilur um endurbætur nánast leystar. Heildarkostnaður er 130 milljónum meira en áætlað var og fer yfir 400 milljónir króna. 27.6.2007 12:12
Lithái kominn af gjörgæslu Lithái sem höfuðkúpubrotnaði í samkvæmi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags var útskrifaður af gjörgæslu í gær. Hann liggur nú á heila og taugadeild. Annar maður sem hlaut stungusár í sama samkvæmi reyndist ekki alvarlega slasaður. 27.6.2007 12:05
Skerðing þorskkvóta kallar á skerðingu í veiðum á öllum bolfisktegundum Sjómenn og útvegsmenn segja að draga verði sjálfkrafa úr veiðum á öllum bolfisktegundum verði þorskvótinn lækkaður niður í 130 þúsund tonn nema að menn vilji gerast brotlegir við lög. 27.6.2007 12:00
Ellý kjörin forseti bæjarstjórnar í stað Gunnars Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á fundi í gær. Hún tekur við af Gunnari Svavarssyni sem gengt hefur stöðunni til þriggja ára en hann sóttist ekki eftir endurkjöri þar sem hann hefur tekið sætið á Alþingi. 27.6.2007 11:58
Hjörtur fagnar úrskurði siðanefndar Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands með ummælum sínum um Þjóðkirkjuna. Hjörtur fagnar úrskurðinum og því að deiluaðilar eru hvattir af siðanefndinni til að takast á opinberlega. 27.6.2007 11:56
Ný sjónvarpsstöð kynnt í hádeginu Ný sjónvarpsstöð verður formlega kynnt í hádeginu í dag. Sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur nafnið Sýn 2, mun nánast eingöngu sýna efni tengt enska boltanum. Fyrirferðarmest verða beinar útsendingar úr ensku Úrvalsdeildinni, en einnig verða sendar út beinar útsendingar frá leikjum úr 1. deildinni. 27.6.2007 11:49
Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða. Þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum. 27.6.2007 11:45
Réttargeðlæknar í Svíþjóð óttast sjúklinga sem hafa í hótunum Réttargeðlæknar í Sundsvall í Svíþjóð hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að hætta að leggja mat á ástand hættulegra sjúklinga, sem haldnir eru ofsóknarhugsunum eða hafa í hótunum, undir eigin nafni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að geðveikur maður er grunaður um að hafa skotið lögreglumann í Nyköping í Svíþjóð til bana. 27.6.2007 11:40