Innlent

Ingibjörg Sólrún á leið til Gana

Utanríkisráðherra heimsækir afríska kollega sína í Gana.
Utanríkisráðherra heimsækir afríska kollega sína í Gana. MYND/GVA

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Gana þar sem hún mun sækja leiðtogafund Afríkusambandsins sem hófst 25. júní og lýkur 3. júlí. Á meðan á fundinum stendur munu utanríkisráðherrar álfunnar sitja framkvæmdaráðsfund og á fimmtudag og föstudag mun ráðherrann eiga tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Afríkuríkja.

„Markmið ferðarinnar er annars vegar að ræða í nálægð afstöðu til þróunarsamvinnu og málefna Afríku, en íslensk stjórnvöld leggja nú stóraukna áherslu á þróunarmál, og hins vegar að ræða málefni öryggisráðsins, en starfstími ráðsins fer að miklu leyti í að fjalla um málefni Afríku," segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×