Innlent

Sjávarútvegsnefnd Alþingis ræðir skýrslu Hagfræðistofnunar um aflaregluna

Einar Oddur Kristjánsson segir pólitíska samstöðu um niðurskurð á kvóta nánast í höfn.
Einar Oddur Kristjánsson segir pólitíska samstöðu um niðurskurð á kvóta nánast í höfn. MYND/GVA

Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist telja að nánast sé pólitísk samstaða sé um það að fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunar og skera niður afla.

Sjávarútvegsnefnd átti fund í morgun um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif aflareglu. Nefndarmenn sögðu fundinn eingöngu hafa verið til upplýsingar en í næstu viku verða fundir með fulltrúum hagsmunahópa.

Þingmenn VG og Frjálslyndra telja að ekki sé byggjandi á upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar þar sem allar rannsóknir skorti. Endurskoða þurfi kerfið frá grunni. Sjávarútvegsnefnd hittir hagsmunahópa í Sjávarútvegi í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×