Fleiri fréttir

Eimskip yfirtekur stórfyrirtæki

Eimskip verður stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heiminum með yfirtöku á fyrirtækinu Versacold. Hjá Versacold starfa fjögurþúsund og fimmhundruð starfsmenn sem reka 180 frysti- og kæligeymslur í fimm heimsálfum. Velta Eimskips eykst um helming við yfirtökuna sem er uppá sextíu og sjö milljarða króna. .

Nýr forstjóri Straums-Burðaráss

William Fall, sem áður var forstjóri alþjóðasviðs Bank og America sem er annars stærsti banki heims, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss. Stefnt er að því að Straumur verði stærsti fjárfestingarbanki norðurlanda og segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins að mikill fengur sé af því að fá þennan þungaviktarmann til starfa.

Sjö dæmdir til dauða fyrir alsæluframleiðslu

Frakki, Hollendingur og fimm Kínverjar hafa verið dæmdir til dauða í Indónesíu fyrir að framleiða fíkniefnið ecstasy eða alsælu. Hæstiréttur landsins tók til þess að mennirnir hefðu í verksmiðju sinni framleitt fleiri milljónir taflna.

Hverfisráð Árbæjar ánægt með breytingar á leiðakerfi

Meirihluti Hverfisráðs Árbæjar fagnar aukinni þjónustu Strætó bs. við íbúa í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hverfisráðinu en fulltrúar minnihlutans í borginni hafa látið bóka mótmæli vegna breytinganna. Í bókunni furða borgarfulltrúarnir sig á því að ekki skuli hafa verið haft samráð við hverfisráðið.

Fimmtán ára drengur gripinn með hníf í sænska þinghúsinu

Fimmtán ára piltur var í dag gripinn með hníf í sænska þinghúsinu í Stokkhólmi. Hann var þar á ferð með bekknum sínum og hugðist fá sér sæti á áhorfendapöllum í þinghúsinu þegar málmleitartæki, sem fólk þarf að fara í gegnum, pípti á hann.

Stöðumælasektir fyrir reiðhjól

Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum.

130 japanar í sóttkví í Kanada

Um 130 japanskir ferðamenn hafa verið settir í sóttkví í fjallahóteli í Banff í Kanada, af ótta við að þeir séu smitaðir af mislingum. Japanarnir eru flestir skólabörn. Kona í hópnum var veik við komuna til Kanada síðastliðinn fimmtudag.

Hringrás sýknuð af skaðabótakröfu slökkviliðsins

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag endurvinnslufyrirtækið Hringrás af kröfu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna mikils bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar í nóvember 2004. Slökkvilið krafði fyrirtækið um rúmar 25,6 milljónir króna.

Skemmdir unnar á öryggisbúnaði í jarðgöngum

Unnin hafa verið nokkur spellvirki á öryggisbúnaði jarðganganna um Breiðdals- og Botnsheiði undanfarna daga. Fimm slökkvitæki hafa verið tæmd og flutt til innan ganganna og þá hefur sóðaskapur í göngunum aukist umtalsvert. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta.

Vilja nýjar lausnir í þjófnaðarmálum

Æskilegt er að hér á landi verði tekin upp svokölluð borgaraleg sátt þegar kemur að þjófnaði í verslunum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin telja að með því megi spara lögreglunni sporin en jafnframt að þetta leiði til aukinnar hagræðingar fyrir verslunarfyrirtæki. Samtökin hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að þessi leið verði skoðuð.

Herskáir Palestínumenn farast í sprengingu

Þrír íslamskir uppreisnarmenn úr samtökunum Heilagt stríð létu lífið í sprengingu á Gasaströndinni í dag. Haft er eftir heimildarmönnum innan palestínsku öryggissveitanna að svo virðist sem mennirnir hafi verið að búa til sprengju en að sprengiefnið að hafi sprungið í höndunum á þeim.

Strengdi kaðal þvert yfir götu sér til gamans

Bifreið skemmdist illa á veginum um Syðridal í Bolungarvík á laugardaginn þegar ökumaður hennar keyrði á nælonkaðal sem búið var að strengja yfir götuna. Ungur drengur viðurkenndi seinna að hafa gert sér þetta að leik en ekki áttað sig á þeirri hættu sem þetta skapaði.

Ögmundur áfram þingflokksformaður Vinstri - grænna

Ögmundur Jónasson verður þingflokssformaður Vinstri grænna á komandi kjörtímabili en þingflokkurinn skipti í dag með sér verkum. Varaformaður þingflokksins verður Katrín Jakobsdóttir og ritari er Kolbrún Halldórsdóttir.

Vill einhver karrí ?

Flugfreyja hjá British Airways var orðin hundleið á flugvélamat og því keypti hún tilbúinn karrí rétt til þess að hafa með sér í flug. Hún hugðist nota örbylgjuofn flugvélarinnar til þess að hita réttinn. Hún virðist ekki hafa vitað að örbylgjuofnar í flugvélum eru rúmlega helmingi öflugri en örbylgjuofnar sem eru notaðir á jörðu niðri. Það þarf því að pakka flugvélamat í sérstakar umbúðir til þess að þær þoli geislunina.

Sektaður fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmannn til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu barnakláms. Efnið, alls 54 ljósmyndir og ein hreyfimynd, fannst í tölvu mannsins en lögregla gerði húsleit á heimili hans eftir að alþjóðalögreglan Interpol hafði tilkynnt henni um að maðurinn hefði sótt sér efnið.

Metaðsókn á Listahátíð Reykjavíkur

Talið er að yfir 180 þúsund manns hafi sótt viðburði á vegum Listahátíðar Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni. Munar þar mest um ferðir risessunar og risans um borgina en áætlað er að allt að 150 þúsund manns hafi séð til ferða feðginanna sem einnig var lokaviðburður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi Pas? Frá upphafi hafa aldrei jafn margir sótt viðburði Listahátíðarinnar.

Mótmæla breytingum á leiðarkerfi S5

Þjónusta við íbúa Árbæjarhverfis mun skerðast verulega gangi boðaðar breytingar á leiðarkerfi hraðleiðar Strætó bs. númer S5 eftir. Þetta kemur fram í bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram í borgarstjórn. Þeir segja einboðið að breytingarnar bitni fyrst og fremst á námsmönnum.

Ásakanir Steingríms tilhæfulausar

Ásakanir Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag, um að Ríkisjónvarpið standi í hótunum við fólk eru tilhæfulausar og rangar að sögn Þórhalls Gunnarsson, ritstjóra Kastljóss. Hann segist ekki blanda saman störfum sínum sem ritstjóri Kastljóss og dagskrástjóri RÚV. Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, segir Ríkissjónvarpið ekki hafa beitt sig þrýstingi.

Tannlæknar samþykkja samning við HTR

Tannlæknafélag Íslands samþykkti í póstkosningu samning við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tannlækningar tveggja aldurshópa.

Kona flutt á slysadeild eftir bruna á Nesinu

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í morgun. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá feiti sem var á pönnu á eldavél og náði hann að læsa sig í eldhúsinnréttinguna.

Tveggja enn leitað vegna líkamsárásar

Eftir handtökur lögreglu í gær á nú aðeins eftir að hafa upp á tveimur meintum árásarmönnum eftir hrinu líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt.

Jól og páskar hjá sjómönnum

Sjómenn segja að nú séu jól og páskar í senn því bæði kolmunni og norsk-íslensk síld eru gengin inn í fiskveiðilögsöguna í veiðanlegu magni.

Vísindahvalveiðar lítillækka Japani

Ástralir segja hvalveiðar Japana í vísindaskyni gera lítið úr vísindum. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Alaska, sem hófst í gær, sögðu þeir að Japanir notuðu útskýringuna einungis til að komast hjá hvalveiðibanninu. Veiðarnar lítillækki bæði Japani og Hvalveiðiráðið.

Stjórn og stjórnarandstaða funda um sumarþing

Forystumenn stjórnarflokkanna hitta forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag til að ræða fyrirkomulag sumarþings sem kemur saman á fimmtudag. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram aðgerðaráætlun í málefnum barna og frumvarp til breytingar á lögum um ráðuneyti þar sem verkefni færast á milli.

Sektaðir fyrir að standa fyrir drykkjukeppni

Uppákoman „Brjáluð Skothelgi" sem haldin var á veitingastaðnum Bar-inn á Sauðárkróki í fyrravetur hlaut þann endi í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun að báðir veitngamennirnir voru dæmdir til fjársekta.

Segir Ríkissjónvarpið hóta viðmælendum

Ríkisjónvarpið beitir hótunum til að koma í veg fyrir að viðmælendur fari í viðtal í Íslandi í dag í stað Kastljóss. Þetta kemur fram á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag. Hann segir Ríkissjónvarpið hafa hótað að hætta við að kaupa kvikmynd af manni sem var búinn að lofa að mæta í viðtal í Íslandi í dag.

Stytta opnunartíma skemmtistaða til að draga úr ofbeldi

Opnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur og dyravarsla aukin samkvæmt nýju samkomulagi bæjaryfirvalda, lögreglunnar og eigenda skemmtistaða þar í bæ. Markmiðið er að draga úr ofbeldi og fíkniefnaneyslu á skemmtstöðum í bæjarfélaginu. Einstaklingar sem ítrekað eru til vandræða verður framvegis meinuð aðganga að veitingastöðum.

Einar Karl verður aðstoðarmaður Össurar

Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur ráðið Einar Karl Haraldsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

Fyrirlesurum rænt í Bagdad

Byssumenn í lögreglubúningum rændu að minnsta kosti þrem erlendum fyrirlesurum og lífvörðum þeirra í Bagdad í morgun. Vitni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að mönnunum hafi verið rænt í fjármálaráðuneytinu í hjarta höfuðborgarinnar. Talið er að þeir séu bandarískir sérfræðingar sem hafa verið að kenna starfsfólki ráðuneytisins hvernig á að gera rafræna samninga.

Útlensk fiskiskip hreinsa upp miðin

Íslenskum línuskipum reynist erfitt að fóta sig á keilumiðunum fyrir sunnan land vegna erlendra fiskiskipa. Skipstjóri á línuskipinu Sighvati GK segir færeysk og norsk línuskip raða sér á kantana suður af landinu og hreinsa upp miðin áður en íslensku skipin koma á vettvang.

Skutu Hamas liða

Ísraelskir hermenn fóru í morgun inn á Gaza ströndina og drápu þar tvo Hamas liða sem voru að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hamas hafa staðfest að mennirnir hafi verið skotnir en segjast munu halda áfram árásum sínum á Ísrael.

Sýknaðir af smygli á yfir 800 e-töflum

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra.

Sekt fyrir að sigla óhaffærum bát

Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarðar í dag dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að sigla bát sem ekki hafði haffærisskírteini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar.

Bíll við bíl á suðurleið

Fólk streymir enn inn til borgarinnar og að sögn lögreglu í Borgarnesi hefur lítið dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn. Allt hefur þó gengið vel og engin óhöpp átt sér stað.

Forseti Kazakhstan vill láta handtaka tengdason sinn

Hópur lögfræðinga frá Kazakhstan er nú í Vínarborg þar sem þeir reyna fyrir hönd stjórnvalda að fá tengdason forseta landsins handtekinn. Tengdasonurinn var sendiherra Kazakhstan í Austurríki þangað til á laugardaginn þegar hann var rekinn af forsetanum. Handtökubeiðnin virðist vera liður í harðvítugri fjölskyldudeilu.

Slóst við hlébarða í rúminu

Ísraelskur maður vaknaði upp við það í nótt að hlébarði stökk inn um gluggann á heimili hans og upp í rúm þar sem maðurinn svaf ásamt ungri dóttur og heimiliskettinum. Hann stökk strax á hlébarðann, hafði hann undir og hélt honum í tuttugu mínútur uns hjálp barst.

Hitað upp fyrir G8

Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi tók hart á mótmælendum í borginni í dag en þangað söfnuðust þúsundir andstæðinga alþjóðavæðingar vegna fundar ASEM, sem eru samtök Evrópu- og Asíulanda.

Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu

Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést. Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum.

Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup

Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag. Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid.

SAS aflýsir flugi á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst flugi til og frá Svíþjóð á morgun. Það er fimmti dagurinn í röð sem verkfall sænskra flugliða lamar rekstur félagsins. Verkfallið hófst á föstudag. SAS hætti þá við flest flug til og frá Svíðþjóð vegna deilunnar um vinnuaðstæður flugliðanna. Samningaumleitanir stóðu fram á nótt og báru ekki árangur.

Heimakærar lundapysjur

Það er alkunna að sumir atburðir eru árstíðabundnari en aðrir. Einn slíkra atburða er koma lundapysjanna á haustin. Á þessu eru þó til undantekningar eins og Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum komst að þegar lundapysjum var sleppt nú á vordögum í Stórhöfða.

Sjá næstu 50 fréttir