Fleiri fréttir Garðar Thor söng fyrir þúsundir á Wembley Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. 28.5.2007 15:25 Crocker hljóp Reykjavíkurmaraþon Sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, sem er í sviðsljósinu þessa dagana vegna fundar hans við kollega sinn í Íran, telst til Íslandsvina. Ryan Crocker hljóp nefnilega Reykjavíkurmaraþon fyrir 23 árum síðan. 28.5.2007 14:50 Hamleys opnar búð á Indlandi Þekktasta leikfangaverlsun í heimi, Hamleys í London sem er í eigu Baugs, mun væntanlega opna útibú innan tíðar í Nýju Delhi á Indlandi. Það yrði í fyrsta skipti sem Hamleys verður annars staðar en á Regent street í London, ef undan eru skilin útibú verslunarinnar í Magasin í Danmörku. Samningaviðræður við þarlenda aðila eru sagðar ganga vel og búðin gæti opnað strax á næsta ári. 28.5.2007 13:41 Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01 Heimildamynd um dauða Díönu prinsessu veldur deilum Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 ætlar ekki að hætta við sýningu á umdeildri heimildamynd um dauða Díönu prinsessu þrátt fyrir hávær mótmæli. Í myndinni eru sýndar ljósmyndir af vettvangi sem þykja óhugnanlegar. 28.5.2007 12:34 Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00 21 látinn í sprengingu í Baghdad Að minnsta kosti 21 dó og 66 særðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Baghdad í morgun. Sprengingin heyrðist um alla miðborgina og eldur kom upp í að minnsta kosti 10 bílum í grendinni. 28.5.2007 11:59 Jákvæðar viðræður í Baghdad Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Ryan Crocker segir að viðræður hans við sendiherra Írana í landinu hafi gengið vel og verið jákvæðar. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn hyggist bíða átekta og sjá til hverskonar aðgerða verði gripið af hálfu Írana, en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Íran fyrir að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. 28.5.2007 11:48 Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32 Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22 Allt strand hjá SAS Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu skandinavíska flugfélagsins SAS og flugliða þess í Svíþjóð. Samningafundur deiluaðila stóð yfir fram á nótt en bar ekki árangur. Verkfallið heldur því áfram í dag, en fulltrúar flugliða munu funda með baklöndum sínum og ákveða með framhald aðgerðanna. 28.5.2007 10:57 Danir skipta um kúrs í hvalveiðimálum Danir sæta nú harðri gagnrýni Breta og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að þeir breyttu um stefnu í hvalveiðimálum. Þeir styðja nú skipulegar hvalveiðar og vísindaveiðar. Þetta kom fram á ársfundi hvalveiðiráðsins sem hófst í Anchorage í Alaska í gær. 28.5.2007 10:46 Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30 Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54 Íbúar Caracas búa sig undir frekari mótmæli Búist er við enn frekari mótmælum á götum Caracas, höfuðborgar Venezuela í nótt þegar slökkt verður á útsendindingum sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hefur forseta landsins Hugo Chavez. 27.5.2007 20:54 Hvalveiðiráðið fundar í Alaska Íbúar Ancorage í Alaska hafa undirbúið sig síðustu daga fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á morgun. Greenpeace liðar hafa staðið fyrir mótmælum um allan heim í tengslum við fundinn og búist er við mótmælum í borginni þegar fundurinn hefst. 27.5.2007 20:35 Rúmensk mynd hlaut Gullpálmann Það var rúmenska kvikmyndin „4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" í leikstjórn Christians Mungiu sem hlaut Gullpálmann í Cannes þetta árið. Verðlaunin eru á meðal þeirra eftirsóttustu í kvikmyndaheiminum og þetta árið höfðu þau á sér nokkuð alþjóðlegt yfirbragð. 27.5.2007 20:10 Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00 Krókódílum komið burt Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur. 27.5.2007 19:30 Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25 Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05 Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02 Ráðist að samkynhneigðum Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum. 27.5.2007 19:00 Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56 Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49 Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23 Ellefu ára strákur felldi ófreskju í Alabama Ellefur ára strákur frá Alabama gæti hafa drepið heimsins stærsta villisvín í síðasta mánuði ef fréttir af stærð skepnunar reynast réttar. Strákurinn elti svínið í marga tíma með föður sínum og hann fékk heiðurinn af því að veita því náðarskotið. Það var níunda kúlan sem felldi svínið því þeir feðgar höfðu skotið það átta sinnum án þess að fella það. 27.5.2007 17:44 Beið dauðans á Everest fjalli 22 ára gömul fjallgöngukona, Usha Bista, sem bjargað var úr hlíðum Everest fjalls á dögunum, segir að klifurfélagar hennar hafi skilið hana eftir. Það var annar hópur klifurgarpa sem gekk fram á stúlkuna sem lá meðvitundarlaus á „dauðasvæðinu“ svokallaða á Everest. 27.5.2007 17:25 Ofbeldi í Moskvu Rússneska lögreglan handtók í dag samkynhneigða mótmælendur sem kröfðust þess að fá að halda Gay Pride hátíð á götum Moskvuborgar. Mótmælendurnir sættu miklu harðræði frá öfgafullum þjóðernissinumm sem börðu fólkið og hreyttu í það ókvæðisorðum. 27.5.2007 16:50 Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19 Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03 Einn virtasti skrautritari múslíma myrtur Khalil al-Zahawi, einn virtasti skrautritari arabísks leturs í heiminum, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Baghdad í gær. Listgreinin er afar hátt skrifuð í Írak jafnt sem í öðrum löndum hins múslímska heims og skrautritarar njóta mikillar virðingar. 27.5.2007 14:50 Fjöldi ábendinga vegna Madeleine Lögreglan í Portúgal segist hafa fengið mikinn fjölda ábendinga í máli Madeleine McCann eftir að ítarlegri lýsing var gefin af manni sem grunaður er í málinu. 24 dagar eru nú liðnir síðan hinni fjögurra ára gömlu telpu var rænt. 27.5.2007 14:10 Hernaðaraðgerðir í Sadr borg Bandarískir og íraskir hermenn gerði í dag árás á Sadr borg, fátækrahverfi í Baghdad, þar sem shía uppreisnarmenn hafa mikil ítök. Hverfið er kennt við múslímaklerkinn shía klerkinn Muqtada al-Sadr sem kom úr felum á föstudaginn var og hvatti shía og súnnía til þess að sameiast gegn innrásarliðinu. 27.5.2007 13:23 Stjórnmálakreppunni afstýrt Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. 27.5.2007 13:00 Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað. 27.5.2007 12:52 Breskir skólar skiptast eftir kynþáttum Skólar á Englandi eru sífellt að verða einsleitnari þegar kemur að kynþætti. Nýjar tölur frá breskum stjórnvöldum þykja sína fram á þessa þróun en þar kemur fram að mörg sveitarfélög séu að skipuleggja skóla þar sem nemendur eru að miklum meirihluta annað hvort hvítir, svartir eða af asískum uppruna 27.5.2007 11:38 Fréttaritari BBC heill á húfi Alan Johnston, fréttaritari BBC, sem rænt var á Gaza ströndinni 12. mars síðastliðinn, er heill á húfi. Þetta er haft eftir Dr. Ghazi Hamad, háttsettum meðlimi í Hamas. Hamad segist vita hverjir það voru sem stóðu að mannráninu og að hann sé sjálfur að vinna í því að fá hann leystan úr haldi. 27.5.2007 10:56 Mótmælt á götum Caracas Tugþúsundir íbúa Venesúela þustu út á götur höfuðborgarinnar Caracas í gær til að mótmæla lokun sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hafði ríkisstjórn Hugos Chavez. RCTV-stöðin hafði sent út dagskrá sína í 53 ár en þegar kom að því að endurnýja leyfi hennar á dögunum var því synjað 27.5.2007 10:14 Rændur í húsasundi við Laugaveg Eldri maður var rændur og barinn á Laugaveginum um klukkan fjögur í nótt. Ung kona tældi hann inn í húsasund, en þar beið karlkyns félagi hennar og gekk í skrokk á manninum. Hann rændi hann veski og farsíma, en að því búnu sló hann manninn niður og sparkaði í hann. Ræningjarnir komust undan. 27.5.2007 10:07 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði verða bæði opin í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði svæðið klukkan átta í morgun og verður það opið til klukkan tvö síðdegis. Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið frá klukkan eitt til fimm í dag. Nægur snjór er á svæðinu og færið gott enda búið að vera kalt í veðri undanfarið. 27.5.2007 10:03 Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag. 27.5.2007 09:58 Sakaðir um að senda klasasprengur og taugagas til Líbanon Bandaríkjastjórn hefur undanfarna daga sent talsvert af hergögnum til Líbanon til að aðstoða her landsins við að uppræta hóp herskárra íslamista. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að á meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn hefðu sent væru klasasprengjur og taugagas. 27.5.2007 09:51 Stormur og flóð granda fimm í Texas Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt. 26.5.2007 20:45 Uriah Heep enn í fullu fjöri Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki. 26.5.2007 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Garðar Thor söng fyrir þúsundir á Wembley Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. 28.5.2007 15:25
Crocker hljóp Reykjavíkurmaraþon Sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, sem er í sviðsljósinu þessa dagana vegna fundar hans við kollega sinn í Íran, telst til Íslandsvina. Ryan Crocker hljóp nefnilega Reykjavíkurmaraþon fyrir 23 árum síðan. 28.5.2007 14:50
Hamleys opnar búð á Indlandi Þekktasta leikfangaverlsun í heimi, Hamleys í London sem er í eigu Baugs, mun væntanlega opna útibú innan tíðar í Nýju Delhi á Indlandi. Það yrði í fyrsta skipti sem Hamleys verður annars staðar en á Regent street í London, ef undan eru skilin útibú verslunarinnar í Magasin í Danmörku. Samningaviðræður við þarlenda aðila eru sagðar ganga vel og búðin gæti opnað strax á næsta ári. 28.5.2007 13:41
Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01
Heimildamynd um dauða Díönu prinsessu veldur deilum Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 ætlar ekki að hætta við sýningu á umdeildri heimildamynd um dauða Díönu prinsessu þrátt fyrir hávær mótmæli. Í myndinni eru sýndar ljósmyndir af vettvangi sem þykja óhugnanlegar. 28.5.2007 12:34
Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00
21 látinn í sprengingu í Baghdad Að minnsta kosti 21 dó og 66 særðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Baghdad í morgun. Sprengingin heyrðist um alla miðborgina og eldur kom upp í að minnsta kosti 10 bílum í grendinni. 28.5.2007 11:59
Jákvæðar viðræður í Baghdad Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Ryan Crocker segir að viðræður hans við sendiherra Írana í landinu hafi gengið vel og verið jákvæðar. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn hyggist bíða átekta og sjá til hverskonar aðgerða verði gripið af hálfu Írana, en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Íran fyrir að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. 28.5.2007 11:48
Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32
Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22
Allt strand hjá SAS Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu skandinavíska flugfélagsins SAS og flugliða þess í Svíþjóð. Samningafundur deiluaðila stóð yfir fram á nótt en bar ekki árangur. Verkfallið heldur því áfram í dag, en fulltrúar flugliða munu funda með baklöndum sínum og ákveða með framhald aðgerðanna. 28.5.2007 10:57
Danir skipta um kúrs í hvalveiðimálum Danir sæta nú harðri gagnrýni Breta og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að þeir breyttu um stefnu í hvalveiðimálum. Þeir styðja nú skipulegar hvalveiðar og vísindaveiðar. Þetta kom fram á ársfundi hvalveiðiráðsins sem hófst í Anchorage í Alaska í gær. 28.5.2007 10:46
Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30
Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54
Íbúar Caracas búa sig undir frekari mótmæli Búist er við enn frekari mótmælum á götum Caracas, höfuðborgar Venezuela í nótt þegar slökkt verður á útsendindingum sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hefur forseta landsins Hugo Chavez. 27.5.2007 20:54
Hvalveiðiráðið fundar í Alaska Íbúar Ancorage í Alaska hafa undirbúið sig síðustu daga fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á morgun. Greenpeace liðar hafa staðið fyrir mótmælum um allan heim í tengslum við fundinn og búist er við mótmælum í borginni þegar fundurinn hefst. 27.5.2007 20:35
Rúmensk mynd hlaut Gullpálmann Það var rúmenska kvikmyndin „4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" í leikstjórn Christians Mungiu sem hlaut Gullpálmann í Cannes þetta árið. Verðlaunin eru á meðal þeirra eftirsóttustu í kvikmyndaheiminum og þetta árið höfðu þau á sér nokkuð alþjóðlegt yfirbragð. 27.5.2007 20:10
Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00
Krókódílum komið burt Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur. 27.5.2007 19:30
Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25
Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05
Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02
Ráðist að samkynhneigðum Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum. 27.5.2007 19:00
Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56
Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49
Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23
Ellefu ára strákur felldi ófreskju í Alabama Ellefur ára strákur frá Alabama gæti hafa drepið heimsins stærsta villisvín í síðasta mánuði ef fréttir af stærð skepnunar reynast réttar. Strákurinn elti svínið í marga tíma með föður sínum og hann fékk heiðurinn af því að veita því náðarskotið. Það var níunda kúlan sem felldi svínið því þeir feðgar höfðu skotið það átta sinnum án þess að fella það. 27.5.2007 17:44
Beið dauðans á Everest fjalli 22 ára gömul fjallgöngukona, Usha Bista, sem bjargað var úr hlíðum Everest fjalls á dögunum, segir að klifurfélagar hennar hafi skilið hana eftir. Það var annar hópur klifurgarpa sem gekk fram á stúlkuna sem lá meðvitundarlaus á „dauðasvæðinu“ svokallaða á Everest. 27.5.2007 17:25
Ofbeldi í Moskvu Rússneska lögreglan handtók í dag samkynhneigða mótmælendur sem kröfðust þess að fá að halda Gay Pride hátíð á götum Moskvuborgar. Mótmælendurnir sættu miklu harðræði frá öfgafullum þjóðernissinumm sem börðu fólkið og hreyttu í það ókvæðisorðum. 27.5.2007 16:50
Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19
Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03
Einn virtasti skrautritari múslíma myrtur Khalil al-Zahawi, einn virtasti skrautritari arabísks leturs í heiminum, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Baghdad í gær. Listgreinin er afar hátt skrifuð í Írak jafnt sem í öðrum löndum hins múslímska heims og skrautritarar njóta mikillar virðingar. 27.5.2007 14:50
Fjöldi ábendinga vegna Madeleine Lögreglan í Portúgal segist hafa fengið mikinn fjölda ábendinga í máli Madeleine McCann eftir að ítarlegri lýsing var gefin af manni sem grunaður er í málinu. 24 dagar eru nú liðnir síðan hinni fjögurra ára gömlu telpu var rænt. 27.5.2007 14:10
Hernaðaraðgerðir í Sadr borg Bandarískir og íraskir hermenn gerði í dag árás á Sadr borg, fátækrahverfi í Baghdad, þar sem shía uppreisnarmenn hafa mikil ítök. Hverfið er kennt við múslímaklerkinn shía klerkinn Muqtada al-Sadr sem kom úr felum á föstudaginn var og hvatti shía og súnnía til þess að sameiast gegn innrásarliðinu. 27.5.2007 13:23
Stjórnmálakreppunni afstýrt Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. 27.5.2007 13:00
Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað. 27.5.2007 12:52
Breskir skólar skiptast eftir kynþáttum Skólar á Englandi eru sífellt að verða einsleitnari þegar kemur að kynþætti. Nýjar tölur frá breskum stjórnvöldum þykja sína fram á þessa þróun en þar kemur fram að mörg sveitarfélög séu að skipuleggja skóla þar sem nemendur eru að miklum meirihluta annað hvort hvítir, svartir eða af asískum uppruna 27.5.2007 11:38
Fréttaritari BBC heill á húfi Alan Johnston, fréttaritari BBC, sem rænt var á Gaza ströndinni 12. mars síðastliðinn, er heill á húfi. Þetta er haft eftir Dr. Ghazi Hamad, háttsettum meðlimi í Hamas. Hamad segist vita hverjir það voru sem stóðu að mannráninu og að hann sé sjálfur að vinna í því að fá hann leystan úr haldi. 27.5.2007 10:56
Mótmælt á götum Caracas Tugþúsundir íbúa Venesúela þustu út á götur höfuðborgarinnar Caracas í gær til að mótmæla lokun sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hafði ríkisstjórn Hugos Chavez. RCTV-stöðin hafði sent út dagskrá sína í 53 ár en þegar kom að því að endurnýja leyfi hennar á dögunum var því synjað 27.5.2007 10:14
Rændur í húsasundi við Laugaveg Eldri maður var rændur og barinn á Laugaveginum um klukkan fjögur í nótt. Ung kona tældi hann inn í húsasund, en þar beið karlkyns félagi hennar og gekk í skrokk á manninum. Hann rændi hann veski og farsíma, en að því búnu sló hann manninn niður og sparkaði í hann. Ræningjarnir komust undan. 27.5.2007 10:07
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði verða bæði opin í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði svæðið klukkan átta í morgun og verður það opið til klukkan tvö síðdegis. Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið frá klukkan eitt til fimm í dag. Nægur snjór er á svæðinu og færið gott enda búið að vera kalt í veðri undanfarið. 27.5.2007 10:03
Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag. 27.5.2007 09:58
Sakaðir um að senda klasasprengur og taugagas til Líbanon Bandaríkjastjórn hefur undanfarna daga sent talsvert af hergögnum til Líbanon til að aðstoða her landsins við að uppræta hóp herskárra íslamista. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að á meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn hefðu sent væru klasasprengjur og taugagas. 27.5.2007 09:51
Stormur og flóð granda fimm í Texas Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt. 26.5.2007 20:45
Uriah Heep enn í fullu fjöri Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki. 26.5.2007 20:30