Fleiri fréttir Fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka úr verslun á Akureyri. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. 22.5.2007 13:44 Aðalmeðferð í klórgasmáli á Austurlandi Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli á hendur tveimur starfsmönnum Olís vegna klórgasslyssins á Eskifirði í fyrrasumar 22.5.2007 13:40 Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22.5.2007 13:10 Siv boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknar Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, var kjörin þingflokksformaður Framsóknarflokksins á fundi þingflokksins í morgun. Hún boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknarflokks gegn því sem hún kallar frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 22.5.2007 12:54 Öryrkjar kæra auglýsingar með Lalla Johns Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að kæra auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands með Lalla Johns til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. Telur Öryrkjabandalagið að Öryggismiðstöðin sé að misnota aðstöðu Lalla og ala á ótta almennings gagnvart heimilislausu fólki. 22.5.2007 12:54 Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi. Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs. 22.5.2007 12:45 Þingmenn Samfylkingar funda með Ingibjörgu Sólrúnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er nú að kalla til sín þingmenn flokksins einn af öðrum. Fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af Steinunni Valdís Óskarsdóttur, nýjum þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra þegar hún var að koma af fundi með Ingibjörgu Sólrúnu. 22.5.2007 12:26 Kvenkyns stjórnarformönnum fækkar á milli ára Kvenkyns stjórnarformönnum í hundrað stærstu fyrirtækjum landsins hefur fækkað á milli ára og sömuleiðis hefur konum í stjórnum þeirra fækkað. 22.5.2007 12:15 Peningamálastefna stjórnvalda gengur að sjávarútvegi dauðum Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segir nauðsynlegt að horfið verði frá núverandi peningamálastefnu stjórnvalda og vextir lækkaðir. Núgildandi stefna sé að ganga frá sjávarútveginum dauðum og ný ríkisstjórn hljóti að breyta stefnunni. 22.5.2007 11:59 Ný ríkisstjórn tekur við á morgun Samkomulag hefur tekist um myndun ríkisstjórnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og er fastlega búist við að ríkisstjórnarskipti verði á Íslandi á morgun. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir og formennirnir kynna hann nú þingmönnum sínum. 22.5.2007 11:56 Á annað þúsund ökutæki kolefnisjafna útblástur sinn Á annað þúsund ökutæki á vegum fyrirtækja og einstaklinga hafa kolefnisjafnað útblástur sinn. Rúmlega sextíu þúsund tré verða gróðursett á Geitasandi sem er fyrsta skógtæktarland fyrir kolviðaskóga hér á landi. Ef kolefnisjafna ætti alla bíla á Íslandi þyrfti að gróðursetja um sjö milljónir trjáa á ári. 22.5.2007 11:52 Stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða Vinstri græn á Ísafirði vilja að stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og búsetuflótta frá Flateyri eftir lokun fiskvinnslufyrirtækisins Kambs í bænum. 22.5.2007 11:42 Sofnaði á rauðu ljósi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glímdi við heldur óvenjulegt mál á einum af fjölförnustu gatnamótum borgarinnar aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt hafði verið um kyrrstæða bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þar var ökumaður í fastasvefni í bifreið sinni. 22.5.2007 11:25 „Hélt að þeir myndu drepa vin minn“ Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga sjálfboðaliðans og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. 22.5.2007 11:17 Vopnahlé boðað í Líbanon Fatah al-Islam ætlar að leggja niður vopn klukkan 11:30 að íslenskum tíma í von um að friður og ró komist á í einhvern tíma. Talsmaður hópsins sagði frá þessu nú í morgun og sagði að vopnahléið myndi halda svo lengi sem líbanski herinn gerði ekki árás. Hópurinn hefur barist við líbanska herinn í þrjá daga samfleytt. Hann tilkynnti í morgun að liðsmenn hans hefðu staðið á bak við sprengjutilræði í borginni en það hefur enn ekki verið staðfest. 22.5.2007 11:11 Sýknaður af óspektum vegna breytts tíðaranda Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa verið ölvaður og valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri á þeim grundvelli að viðhorf til drykkjskapar og óspekta sé allt annað nú en það var þegar lögreglusamþykkt sem snýr að málinu var gerð. 22.5.2007 11:00 Sumarið kemur seinna Það er í alvörunni 22. maí. Samkvæmt dagatalinu allavega Þeim sem þurftu að skafa af bílum sínum í morgun væri þó fyrirgefið að halda að þeir hafi tekið feil á dagsetningunni. 22.5.2007 10:38 Alitalia fellir niður 400 flug Ítalska flugfélagið Alitalia hefur fellt niður næstum 400 flug í dag vegna verkfalls flugliða og flugumferðarstjóra. Verkfallið tekur til bæði innan- og utanlandsflugs og stendur til klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Deila stendur milli aðilanna og flugfélagsins vegna kjarasamninga. 22.5.2007 10:30 Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. 22.5.2007 10:30 Fresta atvinnuviðtölum vegna mögulegrar vanhæfni Fresta þarf atvinnuviðtölum við 72 umsækjendur um starf markaðsstjóra Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sökum þess að ferðamálstjóri telur sig mögulega vanhæfan til að fjalla um ráðninguna. Einn af umsækjendunum er skyldur starfsmanni Ferðamálastofu. 22.5.2007 10:30 Valt með átján tonn af fiski Stór fiskflutningabíll ásamt tengivagni ultu á hliðina í gær þegar vegkantur á Þverfjallsvegi í Skagafirði gaf sig undan þunga þeirra. Ökumaður slapp ómeiddur. 22.5.2007 10:23 Ofnæmisfrí jarðarber Sænskur vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að rækta jarðarber sem valda ekki ofnæmi. Lífefnafræðingurinn Rikard Alm hefur skrifað doktorsritgerð um þetta og segist hafa verið í sambandi við áhugasama ræktendur. Það má því búast við að ofnæmisfrí jarðarber líti dagsins ljós á næstunni. 22.5.2007 10:00 Chavez fjármagnar mynd um þrælauppreisn Þing Venezuela hefur samþykkt að styrkja bandaríska leikarann Danny Glover um 18 milljónir bandaríkjadala en hann vinnur nú að gerð myndar um þrælauppreisn á Haiti. Hugo Chavez forseti landsins segist vonast til þess að myndin nýtist sem vopn í baráttunni við bandaríska heimsvaldastefnu. 21.5.2007 23:02 Jón vísar fregnum af afsögn á bug Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Í Íslandi í dag fyrr í kvöld var sagt frá því að Jón hefði tilkynnt samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér. 21.5.2007 22:27 Ruslahaugur nefndur í höfuðið á John Cleese Stórleikarinn og „Íslandsvinurin“ John Cleese móðgaði borgarbúa í Palmerston á Nýja Sjálandi svo heiftarlega að ruslahaugur borgarinnar hefur verið nefndur eftir leikaranum. 21.5.2007 22:03 Danskur ráðherra vill nota GPS tækni til þess að fylgjast með öldruðum Danski félagsmálaráðherrann Eva Kjer Hansen hefur lagt fram tillögur þess efnis að eldri borgarar í Danmörku sem þjást af heilabilun eða elliglöpum verði útbúnir búnaði sem gerir umsjónarmönnum kleift að finna þá með GPS tækjum ef þeir týnast. 21.5.2007 21:33 Jimmy Carter segir orð sín mistúlkuð Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjana segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en fyrir nokkrum dögum var haft eftir honum í dagblaði í Arkansas að George W. Bush sé versti forseti í sögu landsins. 21.5.2007 21:20 Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum hvetur til umbóta Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum segir í pistli á vefsíðu Brunavarna Suðurnesja að breytingar og stækkun á samfélaginu á Suðurnesjum hvetji kalli á ábyrgari þjónustu. Aðeins fjórir eru á vakt auk stjórnenda bakvaktar á hverjum tíma. 21.5.2007 20:25 Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. 21.5.2007 19:30 Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. 21.5.2007 19:15 Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. 21.5.2007 19:02 Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. 21.5.2007 18:59 Jón Sigurðsson ætlar að segja af sér Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins hefur tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér. Þetta kom fram í Íslandi í dag nú rétt áðan. 21.5.2007 18:58 Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. 21.5.2007 18:45 Konur í Grímsey byggja upp ferðaþjónustu Ellefu konur í Grímsey hafa með uppbyggingu ferðaþjónustu aukið fjölbreytni í atvinnulífi eyjarinnar. Þær reka nú saman gistiheimili, kaffihús og gallerí. 21.5.2007 18:41 Sagði af sér vegna faðmlags Ráðherra ferðamála í Pakistan tilkynnti í dag um afsögn sína vegna faðmlags. Ráðherrann, Nilofar Bakhtiar, tók þátt í söfnun til handa fórnarlömbum jarðskjálftans sem skók landið fyrir tveimur árum síðan. Til þess að safna áheitum fór hún í fallhlífastökk. 21.5.2007 18:37 Kambur þegar selt hluta aflaheimildanna Eigandi Kambs á Flateyri er þegar búinn að selja stóran hlut aflaheimilda sinna út af Vestfjarðasvæðinu. Bæjarstjórinn á Ísafirði reynir nú að stuðla að því að nokkrir útgerðaraðilar á norðanverðum Vestfjörðum kaupi það sem eftir er af heimildunum. 21.5.2007 18:30 Reynt að ná saman um stóru málin Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eiga enn eftir að ná saman um tvo málaflokka en hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna klukkan fjögur í dag. Ætla má að leiðtogunum reynist erfiðast að ná saman um stóriðjumál og Evrópumál og að jafnvel verði þeim erfitt að ná lendingu varðandi lándbúnaðinn. 21.5.2007 18:30 Hlé á viðræðum um myndun stjórnar meðan ákveðnum málum er lent Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar tilkynntu á tröppum Ráðherrabústaðarins nú síðdegis að þeir hefðu gert hlé á viðræðum um ríkisstjórnarmyndun. Ekki er ákveðið hvenær næsti fundur verður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir hléð gert vegna þess að ákveðnum málum þurfi að lenda. 21.5.2007 18:29 Norðanflug á loft í júní Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, hefur hafið starfsemi. Fyrsta flugferðin verður farin 3. júní og áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu. 21.5.2007 17:28 Óeirðir vegna barneignastefnu í Kína Til óeirða kom í Guangxi-héraði í Suðvestur-Kína um helgina þar sem íbúar í héraðinu mótmæltu þeirri stefnu stjórnvalda að heimila hjónum að eignast aðeins eitt barn. 21.5.2007 17:04 Fluttur á slysadeild eftir aftanákeyrslu við Grímsbæ Bústaðarvegur var lokaður á milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar um tíma í kringum fjögurleytið vegna aftanákeyrslu til móts við Grímsbæ. Ökumaður bílsins sem ekið var á á var fluttur á sjúkrahús þar sem hann kvartaði undan eymslum en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. 21.5.2007 16:50 Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir. 21.5.2007 16:43 Þóra Sigríður nýr forstöðumaður Blindrabókasafnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Þóru Sigríði Ingólfsdóttur í embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands til fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi. 21.5.2007 16:30 Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21.5.2007 16:29 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka úr verslun á Akureyri. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. 22.5.2007 13:44
Aðalmeðferð í klórgasmáli á Austurlandi Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli á hendur tveimur starfsmönnum Olís vegna klórgasslyssins á Eskifirði í fyrrasumar 22.5.2007 13:40
Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22.5.2007 13:10
Siv boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknar Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, var kjörin þingflokksformaður Framsóknarflokksins á fundi þingflokksins í morgun. Hún boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknarflokks gegn því sem hún kallar frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 22.5.2007 12:54
Öryrkjar kæra auglýsingar með Lalla Johns Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að kæra auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands með Lalla Johns til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. Telur Öryrkjabandalagið að Öryggismiðstöðin sé að misnota aðstöðu Lalla og ala á ótta almennings gagnvart heimilislausu fólki. 22.5.2007 12:54
Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi. Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs. 22.5.2007 12:45
Þingmenn Samfylkingar funda með Ingibjörgu Sólrúnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er nú að kalla til sín þingmenn flokksins einn af öðrum. Fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af Steinunni Valdís Óskarsdóttur, nýjum þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra þegar hún var að koma af fundi með Ingibjörgu Sólrúnu. 22.5.2007 12:26
Kvenkyns stjórnarformönnum fækkar á milli ára Kvenkyns stjórnarformönnum í hundrað stærstu fyrirtækjum landsins hefur fækkað á milli ára og sömuleiðis hefur konum í stjórnum þeirra fækkað. 22.5.2007 12:15
Peningamálastefna stjórnvalda gengur að sjávarútvegi dauðum Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segir nauðsynlegt að horfið verði frá núverandi peningamálastefnu stjórnvalda og vextir lækkaðir. Núgildandi stefna sé að ganga frá sjávarútveginum dauðum og ný ríkisstjórn hljóti að breyta stefnunni. 22.5.2007 11:59
Ný ríkisstjórn tekur við á morgun Samkomulag hefur tekist um myndun ríkisstjórnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og er fastlega búist við að ríkisstjórnarskipti verði á Íslandi á morgun. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir og formennirnir kynna hann nú þingmönnum sínum. 22.5.2007 11:56
Á annað þúsund ökutæki kolefnisjafna útblástur sinn Á annað þúsund ökutæki á vegum fyrirtækja og einstaklinga hafa kolefnisjafnað útblástur sinn. Rúmlega sextíu þúsund tré verða gróðursett á Geitasandi sem er fyrsta skógtæktarland fyrir kolviðaskóga hér á landi. Ef kolefnisjafna ætti alla bíla á Íslandi þyrfti að gróðursetja um sjö milljónir trjáa á ári. 22.5.2007 11:52
Stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða Vinstri græn á Ísafirði vilja að stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og búsetuflótta frá Flateyri eftir lokun fiskvinnslufyrirtækisins Kambs í bænum. 22.5.2007 11:42
Sofnaði á rauðu ljósi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glímdi við heldur óvenjulegt mál á einum af fjölförnustu gatnamótum borgarinnar aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt hafði verið um kyrrstæða bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þar var ökumaður í fastasvefni í bifreið sinni. 22.5.2007 11:25
„Hélt að þeir myndu drepa vin minn“ Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga sjálfboðaliðans og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. 22.5.2007 11:17
Vopnahlé boðað í Líbanon Fatah al-Islam ætlar að leggja niður vopn klukkan 11:30 að íslenskum tíma í von um að friður og ró komist á í einhvern tíma. Talsmaður hópsins sagði frá þessu nú í morgun og sagði að vopnahléið myndi halda svo lengi sem líbanski herinn gerði ekki árás. Hópurinn hefur barist við líbanska herinn í þrjá daga samfleytt. Hann tilkynnti í morgun að liðsmenn hans hefðu staðið á bak við sprengjutilræði í borginni en það hefur enn ekki verið staðfest. 22.5.2007 11:11
Sýknaður af óspektum vegna breytts tíðaranda Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa verið ölvaður og valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri á þeim grundvelli að viðhorf til drykkjskapar og óspekta sé allt annað nú en það var þegar lögreglusamþykkt sem snýr að málinu var gerð. 22.5.2007 11:00
Sumarið kemur seinna Það er í alvörunni 22. maí. Samkvæmt dagatalinu allavega Þeim sem þurftu að skafa af bílum sínum í morgun væri þó fyrirgefið að halda að þeir hafi tekið feil á dagsetningunni. 22.5.2007 10:38
Alitalia fellir niður 400 flug Ítalska flugfélagið Alitalia hefur fellt niður næstum 400 flug í dag vegna verkfalls flugliða og flugumferðarstjóra. Verkfallið tekur til bæði innan- og utanlandsflugs og stendur til klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Deila stendur milli aðilanna og flugfélagsins vegna kjarasamninga. 22.5.2007 10:30
Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. 22.5.2007 10:30
Fresta atvinnuviðtölum vegna mögulegrar vanhæfni Fresta þarf atvinnuviðtölum við 72 umsækjendur um starf markaðsstjóra Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sökum þess að ferðamálstjóri telur sig mögulega vanhæfan til að fjalla um ráðninguna. Einn af umsækjendunum er skyldur starfsmanni Ferðamálastofu. 22.5.2007 10:30
Valt með átján tonn af fiski Stór fiskflutningabíll ásamt tengivagni ultu á hliðina í gær þegar vegkantur á Þverfjallsvegi í Skagafirði gaf sig undan þunga þeirra. Ökumaður slapp ómeiddur. 22.5.2007 10:23
Ofnæmisfrí jarðarber Sænskur vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að rækta jarðarber sem valda ekki ofnæmi. Lífefnafræðingurinn Rikard Alm hefur skrifað doktorsritgerð um þetta og segist hafa verið í sambandi við áhugasama ræktendur. Það má því búast við að ofnæmisfrí jarðarber líti dagsins ljós á næstunni. 22.5.2007 10:00
Chavez fjármagnar mynd um þrælauppreisn Þing Venezuela hefur samþykkt að styrkja bandaríska leikarann Danny Glover um 18 milljónir bandaríkjadala en hann vinnur nú að gerð myndar um þrælauppreisn á Haiti. Hugo Chavez forseti landsins segist vonast til þess að myndin nýtist sem vopn í baráttunni við bandaríska heimsvaldastefnu. 21.5.2007 23:02
Jón vísar fregnum af afsögn á bug Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Í Íslandi í dag fyrr í kvöld var sagt frá því að Jón hefði tilkynnt samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér. 21.5.2007 22:27
Ruslahaugur nefndur í höfuðið á John Cleese Stórleikarinn og „Íslandsvinurin“ John Cleese móðgaði borgarbúa í Palmerston á Nýja Sjálandi svo heiftarlega að ruslahaugur borgarinnar hefur verið nefndur eftir leikaranum. 21.5.2007 22:03
Danskur ráðherra vill nota GPS tækni til þess að fylgjast með öldruðum Danski félagsmálaráðherrann Eva Kjer Hansen hefur lagt fram tillögur þess efnis að eldri borgarar í Danmörku sem þjást af heilabilun eða elliglöpum verði útbúnir búnaði sem gerir umsjónarmönnum kleift að finna þá með GPS tækjum ef þeir týnast. 21.5.2007 21:33
Jimmy Carter segir orð sín mistúlkuð Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjana segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en fyrir nokkrum dögum var haft eftir honum í dagblaði í Arkansas að George W. Bush sé versti forseti í sögu landsins. 21.5.2007 21:20
Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum hvetur til umbóta Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum segir í pistli á vefsíðu Brunavarna Suðurnesja að breytingar og stækkun á samfélaginu á Suðurnesjum hvetji kalli á ábyrgari þjónustu. Aðeins fjórir eru á vakt auk stjórnenda bakvaktar á hverjum tíma. 21.5.2007 20:25
Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. 21.5.2007 19:30
Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. 21.5.2007 19:15
Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. 21.5.2007 19:02
Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. 21.5.2007 18:59
Jón Sigurðsson ætlar að segja af sér Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins hefur tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér. Þetta kom fram í Íslandi í dag nú rétt áðan. 21.5.2007 18:58
Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. 21.5.2007 18:45
Konur í Grímsey byggja upp ferðaþjónustu Ellefu konur í Grímsey hafa með uppbyggingu ferðaþjónustu aukið fjölbreytni í atvinnulífi eyjarinnar. Þær reka nú saman gistiheimili, kaffihús og gallerí. 21.5.2007 18:41
Sagði af sér vegna faðmlags Ráðherra ferðamála í Pakistan tilkynnti í dag um afsögn sína vegna faðmlags. Ráðherrann, Nilofar Bakhtiar, tók þátt í söfnun til handa fórnarlömbum jarðskjálftans sem skók landið fyrir tveimur árum síðan. Til þess að safna áheitum fór hún í fallhlífastökk. 21.5.2007 18:37
Kambur þegar selt hluta aflaheimildanna Eigandi Kambs á Flateyri er þegar búinn að selja stóran hlut aflaheimilda sinna út af Vestfjarðasvæðinu. Bæjarstjórinn á Ísafirði reynir nú að stuðla að því að nokkrir útgerðaraðilar á norðanverðum Vestfjörðum kaupi það sem eftir er af heimildunum. 21.5.2007 18:30
Reynt að ná saman um stóru málin Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eiga enn eftir að ná saman um tvo málaflokka en hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna klukkan fjögur í dag. Ætla má að leiðtogunum reynist erfiðast að ná saman um stóriðjumál og Evrópumál og að jafnvel verði þeim erfitt að ná lendingu varðandi lándbúnaðinn. 21.5.2007 18:30
Hlé á viðræðum um myndun stjórnar meðan ákveðnum málum er lent Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar tilkynntu á tröppum Ráðherrabústaðarins nú síðdegis að þeir hefðu gert hlé á viðræðum um ríkisstjórnarmyndun. Ekki er ákveðið hvenær næsti fundur verður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir hléð gert vegna þess að ákveðnum málum þurfi að lenda. 21.5.2007 18:29
Norðanflug á loft í júní Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, hefur hafið starfsemi. Fyrsta flugferðin verður farin 3. júní og áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu. 21.5.2007 17:28
Óeirðir vegna barneignastefnu í Kína Til óeirða kom í Guangxi-héraði í Suðvestur-Kína um helgina þar sem íbúar í héraðinu mótmæltu þeirri stefnu stjórnvalda að heimila hjónum að eignast aðeins eitt barn. 21.5.2007 17:04
Fluttur á slysadeild eftir aftanákeyrslu við Grímsbæ Bústaðarvegur var lokaður á milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar um tíma í kringum fjögurleytið vegna aftanákeyrslu til móts við Grímsbæ. Ökumaður bílsins sem ekið var á á var fluttur á sjúkrahús þar sem hann kvartaði undan eymslum en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. 21.5.2007 16:50
Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir. 21.5.2007 16:43
Þóra Sigríður nýr forstöðumaður Blindrabókasafnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Þóru Sigríði Ingólfsdóttur í embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands til fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi. 21.5.2007 16:30
Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21.5.2007 16:29