Fleiri fréttir

Fatlaðir sýndu vortískuna í Kringlunni

Ungt fólk með fötlun sýndi í dag vortískuna á nýstárlegan hátt. Með tískusýningunni vildu öryrkjar sýna fram á hve ósveigjanlegur veruleiki fatlaðra er.

Innflytjendur verða að læra frönsk gildi

Nicolas Sarkozy hefur oftar en einusinni verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um innflytjendur í Frakklandi. Það var því hent á lofti þegar hann sagði að innflytjendur yrðu að gera sér grein fyrir að í Frakklandi væri frönsk þjóðarvitund og frönsk gildi.

Mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að jálfstæðismenn komi einhuga fram í kosningabaráttunni og nái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir flokkinn ekki leggja til einkavæðingu í heilbrigðismálum, þótt heilbrigðisverkefni yrðu færð til einkaaðila.

Haukastúlkur unnu þrefalt í vetur

Ljóst varð í dag að Haukastúlkur ynnu alla titla sem í boði voru í vetur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1.

Kallaður heim frá útlöndum til yfirheyrslu

Viggó Þórir Þórisson, framkvæmdarstjóri verðbréfasjóðs Sparisjóðanna hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna meintrar bókhaldsóreiðu. Framkvæmdastjóranum var fyrirvaralaust vikið úr starfi og þótti málið það alvarlegt að hann var kallaður heim frá útlöndum, en hann var á ferðalagi þegar málið kom upp.

Með hassmola í sokknum á lögreglustöðinni

Heldur óvenjulegt fíkniefnamál kom upp í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Suðurnesjum í morgun. Fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli átti leið um afgreiðsluna og hafði hann mikinn áhuga á manni sem þar var staddur.

25 sækjast eftir 11 sætum í miðstjórn

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri eru í hópi 25 manna sem bjóða sig fram til setu í miðstjórn flokksins á landsfundi sem fram hefur farið síðustu daga og lýkur á morgun. Kosið verður í miðstjórnina á morgun en ellefu manns eru kosnir í stjórnina á landsfundi.

Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum

Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag.

Farþegalistinn af Titanic birtur á Netinu

Farþegalistinnn af frægasta farþegaskipi heims, Titanic, var í dag birtur í fyrsta sinn á Netinu, 95 árum eftir að skipið steytti á ísjaka og sökk í Atlantshafið. Alls týndu ríflega 1500 manns lífi í slysinu í þessari jómfrúrferð Titanic frá Southampton til Bandaríkjanna en skipið var á sínum tíma talið ósökkvandi.

Kasparov: Rússnesk yfirvöld sýndu sitt rétta andlit

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og nú leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, sakaði rússnesk stjórnvöld um að brjóta á bak aftur með ólöglegum hætti mótmæli sem stjórnarandstæðingar höfðu boðað til í Moskvu í dag. Þá sagði hann Rússlandsstjórn hafa sýnt sitt rétta andlit með aðgerðunum í dag.

Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar

Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi þingmaður, var í dag kjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í Egilshöll. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin.

Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggst algjörlega gegn þeim hugmyndum að hækka fjármagnstekjuskatt og segir slíkt tilræði við sparnað í landinu sem myndi án efa leiða til fjármagnsflótta úr landinu.

Framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna rekinn

Stjórn Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hefur vikið Viggó Þórissyni, framkvæmdastjóra þjónustunnar, fyrirvaralaust úr starfi. Í tilkynningu frá Verðbréfaþjónustunni segir að mistök hafi átt sér stað í störfum framkvæmdastjórans.

Benedikt og Bush funda í júní

George Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Benedikt sextánda páfa í fyrsta sinn í júní. Frá þessu greindi Vatíkanið í dag. Forsetinn og páfinn ræða saman 9. og 10. júní eftir að Bush hefur sótt fund átta helstu iðnríkja heims í Þýskalandi.

Vopnahlé framlengt í Úganda

Ríkisstjórnin í Úganda og fulltrúar í Frelsisher Drottins samþykktu í dag að framlengja vopnahlé sem verið hefur í gildi á milli þeirra um tvo mánuði. Þá var jafnframt samþykkt að efna til friðarfundar 26. apríl í borginni Júba í suðurhluta landsins.

Reynt að draga dráttarbát til hafnar á Hjaltlandseyjum

Björgunarskip hóf í dag að reyna að bjarga norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin, sem hvolfdi úti fyrir Hjaltlandseyjum í fyrrakvöld, til hafnar. Fimm Norðmannamanna er saknað eftir að bátnum hvolfdi, þar á meðal 15 mánaða drengs og föður hans.

Kveiktu í neyðarblysi í jarðgöngum vestra

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kvatt að jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiði seint í gærkvöld vegna reyks í göngunum. Á vef Bæjarins besta segir að bæði dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á staðinn og kom þá í ljós að óprúttnir aðilar höfðu kveikt á neyðarreykblysi við gatnamótin í göngunum.

Níu fiskvinnslukonum sagt upp á Flateyri

Níu konum í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri hefur verið sagt upp. Það var gert um síðustu mánaðamót og borið við hagræðingu. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta hafa konurnar allar eins mánaðar uppsagnarfrest.

Mikill viðbúnaður vegna fylkisstjórakosninga í Nígeríu

Mikill viðbúnaður er í borgum og bæjum í Nígeríu í dag vegna fylkisstjórakosninga sem þar fara fram. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir forsetakosningar í landinu sem fram fara um næstu helgi í þessu fjölmennasta ríki Afríku.

Göran Persson hættir þingmennsku

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, hættir þingmennsku um næstu mánaðamót.

Monu Sahlin vel gætt

Monu Sahlin, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er vel gætt en fjórir lífverðir fylgja henni hvert fótmál í heimsókn hennar hingað til lands. Öryggæsgsæsla ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð var hert verulega eftir morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra árið 2003.

Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun

Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana.

Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum

Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða.

Sjálfsmorðsárás í Casablanca í morgun

Tveir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sjálfa sig í loft upp nærri ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Casablanca í Marokkó í morgun. Engan annan sakaði í árásinni.

Kasparov sleppt úr haldi

Rússneska lögreglan hefur sleppt Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák og einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, úr haldi en hann var handtekinn í morgun í tengslum við mótmæli sem stjórnarandstæðingar hugðust efna til á Pushkin-torgi í Moskvu.

Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi

Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í Egilshöll morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Sýnt er beint frá fundinum í dag svo og frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll..

Mikið mannfall í árás í Karbala í morgun

Lögregla í hinni helgu borg Karbala hefur lýst yfir útgöngubanni og lokað öllum leiðum inn og út úr borginni eftir að hátt í fimmtíu manns létust og yfir 60 særðust í sjálfsmorðsárás í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjuna við fjölfarna strætisvagnastöð nærri bænahúsi sjía í borginni þar sem barnabarn Múhameðs spámanns er sagt grafið.

Lögreglan í Moskvu handtók 170 mótmælendur

Lögregla í Moskvu segist hafa handtekið um 170 manns sem ætluðu að taka þátt í óheimilum mótmælum í borginni gegn stjórnvöldum. Eins og greint var frá fyrr í morgun var Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í hópi hinna handteknu.

Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt og gistu fimm mennn fangageymslur í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarksráði er 90 kílómetrar.

Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt

Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt.

Efri-Brú verður Ásgarður

Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú.

Óveður á Vestfjörðum

Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum. Hún segir krapa á Steingrímsfjarðarheiði, hálku á Hálfdáni, snjóþekju á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði en að öðru leyti eru vegir greiðfærir. Í öðrum landshlutum eru vegir víðast hvar auðir.

Á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi

17 ára gamall ökumaður var tekinn á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur og Akureyrar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og missir þau í lágmark eitt ár.

Björguðu erlendum ferðamönnum af Langjökli

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út í gærkvöldi til að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Mennirnir höfðu verið á nokkura daga göngu á jöklinum og voru komir að jökulröndinni hvar ferðaþjónusta ætlaði að sækja þá.

Kasparov handtekinn í Moskvu

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var handtekinn í Moskvu í dag. Reuters hefur eftir aðstoðarmanni hans að hann hafi reynt að komast upp í jarðlest í Moskvu til þess að taka þátt í mótmælagöngu sem yfirvöld höfðu bannað en lögregla stöðvaði för hans og handtók hann.

Slasaðist á hálsi í Laugardalslaug

Karlmaður slasaðist á hálsi eftir að hann rak höfuðið í botn Laugardalslaugar á níunda tímanum í gær. Líklegt er talið að hann hafi stungið sér í grunnan hluta laugarinnar og slasast þannig. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti manninn á Landspítalann.

Vilhjálmur hættur með kærustunni

Vilhjálmur erfðaprins Bretlands er hættur með Kate Middleton, kærustu sinni til margra ára. Breska blaðið The Sun segir að vinir Vilhjálms hafi staðfest þetta. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði hinsvegar aðeins að ekki yrði rætt um einkamál prinsins. Sun segir að skilnaðurinn hafi verið vinsamlegur.

Ferðamennirnir bíða enn björgunnar.

Björgunnarsveitarmenn voru kallaðir út frá Borgarnesi um klukkan 21:30 í kvöld til þess að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Ferðaþjónustuaðili sem átti að sækja mennina sat fastur og komst því ekki til móts við þá.

Vaðandi í hundaskít

Hundaskítur gerir trillukörlum á Akureyri lífið leitt þessa dagana og stofnar matvælaiðnaði þeirra í voða að sögn trillukarls. Hundaeigendur eru sakaðir um fullkomið virðingarleysi gagnvart sjómönnum.

ESSO verður N1

Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu.

VG: Engar frekari stóriðjuákvarðanir

Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs beinir tilmælum til formanna stjórnarflokkanna og um leið iðnaðarráðherra að öllum undirbúningi og hvers kyns aðgerðum er tengjast stórvirkjunum og uppbyggingu frekari stóriðju verði hætt. Krafa stjórnar VG er að ekkert verði frekar aðhafst og engar frekari ákvarðanir teknar á þessu sviði fram yfir kosningar 12. maí nk. og þar til nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.

Sjá næstu 50 fréttir