Fleiri fréttir

Kosningabaráttan í Frakklandi formlega hafin

Kosningabaráttan fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi 22. apríl er hafin. Tólf frambjóðendur ætla sér að feta í fótspor Jacques Chirac, hins aldna forseta sem nú lætur af völdum. Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri flokksins UMP þykir líklegastur til sigurs. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista fylgir honum fast á hæla. Ekki langt á eftir þeim er Francis Bayrou og Jean-Marie Le Pen situr í fjórða sæti.

Kirkjan í Zimbabwe varar stjórnvöld við

Biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Zimbabwe vöruðu við því að ef ekki yrðu haldnar frjálsar kosningar myndi almenningur rísa upp á afturlappirnar og bylting yrði raunin. Þetta var fullyrt í bréfi sem hengt var upp í kirkjum víðs vegar um landið í gær.

Búast við mikilli umferð úr bænum

Lögreglan á Akureyri býst við mikilli umferð í kringum bæinn í dag enda lagði mikill fjöldi fólks leið sína á Akureyri um páskana. Margir komu til að skella sér á skíði en fjölmennt hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga.

Íranar segja sjóliðana ljúga

Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni.

Reyndist ekki alvarlega slasaður

Ökumaður fjórhjóls, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í gær, reyndist ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Hann var undir eftirliti lækna í nótt en verður útskrifaður af spítalanum í dag.

Slóveni lýkur Amazon sundi

Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Slóveninn var skiljanlega hálf vankaður þegar hann kom á leiðarenda, enda meira en fimm þúsund kílómetrar að baki og mikil og hörð barátta við ofskynjanir, örmögnun og pírana fiska.

Sjíar mótmæla hersetu Bandaríkjanna

Tugþúsundir Sjía gengu morgun fylktu liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Í dag eru fjögur ár liðin frá því bandarískar hersveitir náðu höfuðborginni Baghdad á sitt vald, en afmælisveislan er í daprara lagi.

Talibanar myrtu gísl

Uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Uppreisnarmennirnir höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu létu nokkra uppreisnarmenn lausa úr fangelsum landsins, ef túlkurinn ætti að komast lífs af.

Stúlkan fundin

Sextán ára stúlka sem lögreglan á höfuðborgarssvæðinu hóf leit að í gær, er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til stúlkunnar frá því á föstudaginn langa.

Hálka sunnanlands

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og uppsveitum Árnessýslu og sömuleiðis er rétt að hafa gát á vegunum á norðanverðu Snæfellsnesi, svo sem á Vatnaleið og á Fróðárheiði. Þá er hálka á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum gætir hálku á hálsum og heiðum og sömu sögu er að segja af Langadal og Öxnadalsheiði á Norðurlandi.

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur

Flytja þurfti einn á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjaranna á sjötta tímanum í morgun. Draga þurfti báða bílana af vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Gott skíðafæri víða um land

Enn er mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar að sögn staðarhaldara og verða allar lyftur opnar þar í dag til klukkan sautján síðdegis. Logn er í Hlíðarfjalli, skýjað og hiti við frostmark. Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana, svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði. Einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur.

Lýst eftir sextán ára stúlku

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar að Kristínu Diljá Þorgeirsdóttur 16 ára en ekkert hefur spurst til hennar síðan á föstudaginn langa.

Innbrot á Tangarhöfða

Bíræfnir þjófar stálu rándýru nýju bifhjóli á verkstæði á Tangarhöfða í Reykjavík um helgina og settu það inní sendiferðabíl fyrir utan verkstæðið og námu bæði hjól og bíl á brott. Eigandinn segir tjónið nema um tveimur og hálfri milljón króna en sem betur fer sé hann tryggður fyrir tjóninu. Hvorki bíllinn né bifhjólið hafa komið í leitirnar.

Kjósendur neikvæðastir út í formann Samfylkingar

Kjósendur annarra flokka en Samfylkingarinnar eru neikvæðastir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur af leiðtogum stjórnmálaflokkanna og eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sérstaklega neikvæðir út í hana. Stuðningsmenn flokkanna eru hins vegar flestir jákvæðir til Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins.

Fluttur með þyrlu á slysadeild

Jeppabifreið og fjórhjól skullu saman í Skarðsfjöru, rétt fyrir utan Vík í Mýrdal seinnipartinn í dag. Ökumaður fjórhjólsins kvartaði undan eymslum í baki og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Hún lenti við Landspítalann í Fossvogi nú rétt fyrir fréttir. Maðurinn er ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Þá valt jeppabifreið skammt frá Selfossi í dag og barn flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem grunur lék á innvortis meiðslum.

Róstursamt í Írak í dag

Að minnsta kosti þrjátíu létust í átökum í Írak í dag. Á meðal látinna eru fimmtán almennir borgarar sem létust í bílsprengju í Mahmoudiyah suður af Bagdad höfuðborg Íraks.

Dorrit heppin að vera á lífi

Dorrit Mussayef, forsetafrú, var heppin að láta ekki lífið, þegar hún rakst nýlega harkalega á málmskilti í skíðabrekku í Aspen í Bandaríkjunum. Forsetafrúin brotnaði illa en er byrjuð í endurhæfingu og vonast læknar til þess að hún nái sér að fullu.

Mæðgin í vélsleðaslysi

Kona á fimmtugsaldri og 11 ára gamall sonur hennar lentu í vélsleðaslysi á Grenjárdal ofan Grenivíkur laust fyrir klukkan tvö í dag. Mæðginin misstu stjórn á sleðanum valt yfir þau. Ræstar voru út Björgunarsveitirnar Ægir á Grenivík og Súlur á Akureyri sem og sjúkraflutningamenn frá Akureyri og lögregla.

Gæti skapað meiri verðmæti en útrás bankanna

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum fjögurra stærstu háskóla Bandaríkjanna.

Íranar brýna klærnar

Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina.

Bílar bannaðir í Bagdad

Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags.

Bandarísk sendinefnd um orkumál væntanleg til landsins

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að senda sendinefnd til Íslands í sumar, til að kynna sér nýtingu Íslendinga á jarðvarma til orkuframleiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands greindi frá þessu í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Ungfrú Marple lifir

Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið.

Kona í djúpum.....

Kínversk kona bjargaðist á....undursamlegan ?...hátt þegar hún féll af svölum íbúðar sínnar á sjöttu hæð, í fjölbýlishúsi. Konan var að hengja út þvott, þegar hún missti jafnvægið og hrapaði til jarðar. Það vildi henni til lífs að það var einmitt verið að hreinsa rotþró hússins.

Castro byrjaður að blogga

Fidel Castro, er ekki alveg risinn upp af sjúkrabeðinu en hann er byrjaður að blogga í dagblaðinu Granma, sem er málgagn kúbverska kommúnistaflokksins. Varla kemur á óvart að í hans fyrsta bloggi skammar hann Bandaríkin blóðugum skömmum. Hann fjallar um áætlun Bandaríkjamanna um etanol framleiðslu til að knýja bíla, en til framleiðslu þess er notað korn sem ella færi til manneldis.

Neyðarkall frá Karolinska -læknar þustu að úr öllum áttum

Neyðarástand skapaðist þegar allt rafmagn fór af Karólinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, í Svíþjóð í gær. Sérstaklega átti það við um gjörgæsludeild fyrir nýfædd börn sem voru í súrefniskassa. Vararafhlöðurnar þar tæmdust á aðeins fimmtán mínútum. Sent var út neyðarkall um neyðarboðleiðir sjúkrahússins og læknar og hjúkrunarfólk þusti að úr öllum áttum til þess að halda súrefniskössunum gangandi með handdælum.

Tvö umferðarslys á stuttum tíma

Tvö umferðarslys hafa orðið í norðan verðum Hólmahálsi. Það fyrra aðfaranótt laugardags þegar bíll fór út af veginum og stöðvaðist um 30 metrum utan við veginn. Kallað var út sjúkralið, læknir og tækjabíll frá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þrennt var í bílnum og voru farþegarnir fluttir með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað til frekari aðhlynningar. Ökumaðurinn hlaut handleggsbrot en hinir reyndust minna slasaðir en haldið var í fyrstu.

Óþolandi hegðun fólks

Rúmlega tvöfalt fleiri hafa verið teknir fyrir ölvunaakstur í umdæmi lögeglunnar á Eskifirði það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála í umdæminu en það sem af er ári hafa 18 verið teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á heimasíðu lögreglunnar segir hún það með öllu óþolandi að einstaklingar skuli leyfa sér að lítilsvirða samborgarar sína með þessu háttarlagi.

Biskup segir mannkynið ganga freklega á lífríki jarðar

Biskup Íslands sagði mannkynið ganga freklega gegn lífríki jarðar með græðgi, yfirgangi og rányrkju í páskapredikun sinni í morgun. Messur voru vel sóttar í morgun en í dag minnast kristnir menn upprisu Jésú Krists.

Sjóliðarnir græða á sögu sinni

Bresku sjóliðunum fimmtán sem fangaðir voru af Írönum hefur verið gefið leyfi til að selja fjölmiðlum sögu sína. Breskir fjölmiðlar telja að greiðslur til þeirra vegna þessa muni nema milljónum íslenskra króna.

Fullt á tónleikum hátíðarinnar Aldrei fór ég suður

Tónleikar á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði stóðu yfir í átta klukkustundir á föstudag og í ellefu klukkustundir í gærkvöld. Mugison, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir tónleikaskemmuna sem tekur allt að átta hundrað manns hafa verið yfirfulla nær allan tímann

Páfi harmar blóðbaðið í Írak

Ekkert jákvætt gerist í Írak og blóðbaðið þar virðast engan enda ætla að taka. Þetta sagði Benedikt páfi sextándi í tilfinningaþrungnu páskaávarpi sínu í morgun. Hann harmaði hversu víða þjáningar er að finna í heiminum.

Engin frí á kristnum hátíðum

Leiðtogi hægri manna í Noregi vill afnema frí á páskum og öðrum kristnum helgidögum ef kemur til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Rune Aale Hansen segir að þá verði óeðlilegt að hafa sérstaka trúarlega sem aðeins tengist einni trú. Spurningin verði þá hvort Norðmenn fari eins að og Bandaríkjamenn og Frakkar, sem hafa afnumið frí á mörgum helgidögum.

Frambjóðendur börðust í brekkunum

Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar.

Skíði og messur

Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli.

Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína

Bresku sjóliðarnir fimmtán sem fangaðir voru af Írönum gætu fengið yfir þrjátíu milljónir króna fyrir að sögu sína hjá fjölmiðlum. Breskir hermenn mega ekki selja sögur sínar, en varnarmálaráðneytið ákvað að gefa undanþágu sökum sérstakra aðstæðna.

Tveir handteknir fyrir innbrot á Ísafirði

Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Ísafirði fyrir að hafa brotist inn í heimahús í nótt. Að sögn lögreglu ætluðu þeir að gera upp mál við einn íbúa hússins.

Hálka og hálkublettir á vegum

Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Vilhjálmur Bretaprins syrgir vinkonu

Ung kona, sem lést þegar vegsprengja sprakk í Írak á fimmtudaginn, var náin vinkona Vilhjálms Bretaprins. Konan, sem var tuttugu og fjögurra ára, var meðal bresku hermannanna fjögurra sem létu lífið í árás á eftirlitstöð þeirra í Basra í Írak.

Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk

Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni.

Sjá næstu 50 fréttir