Fleiri fréttir

Skýrsla um umferðarslys kynnt

Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2006 verður kynnt á fundi í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Nauthólsvík. Talsverð fjölgun varð bæði á banaslysum og slysum almennt í umferðinni á síðasta ári. Farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar og úrræði sem hægt er að grípa til.

Banaslys í Ölfusi - Suðurlandsvegur opinn á ný

Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll rákust saman á rétt austanvið Hveragerði í hádeginu. Konan var ein í bíl sínum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Óveður á heiðum norðanlands

Óveður er á Holtavörðuheið og á Öxnadalsheið, þar er ekkert ferðaveður, að sögn vegagerðarinnar. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku. Varað er við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og á Óshlíð. Vegagerðin biður vegfarendur um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu.

Sænska lögreglan umkringir kjarnorkuver

Sænska lögreglan hefur sett upp vegatálma við Forsmark kjarnorkuverið vegna sprengjuhótunar. Forsmark er í grennd við Uppsali, norðan við Stokkhólm. Lögreglan í Uppsölum hefur beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga frá höfuðborginni. Christer Nordström, talsmaður lögreglunnar staðfestir að hótun hafi borist, en gefur ekki frekari upplýsingar að sinni.

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfinu

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfi okkar og það yrði jákvæð þróun að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann veltir upp tillögu um að lengja skólaskyldualdur í 18 ár. Enn fremur fagnar hann ákvörðun sjálfstæðismanna um tilraunaverkefni með rekstur framhaldsskóla.

Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland

Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár.

Glerbrú yfir Grand Canyon

Mikil brú með glergólfi hefur verið reist á barmi Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og nær hún rúma tuttugu metra fram af brúninni. Þegar litið er í gegnum glergólfið blasir gljúfurbotninn við, einum og hálfum kílómetra fyrir neðan. Tæpast fyrir lofthrædda. Það var bandarískur kaupsýslumaður sem reisti brúna og hún kostaði rúma tvo milljarða króna.

X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind

Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Alvarlegt slys lokar Suðurlandsvegi austan Hveragerðis

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hveragerði í hádeginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er búið að loka Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd. Um er að ræða árekstur jeppa og flutningabíls sem fóru framan á hvorn annan.

Dæmdir fyrir að hálshöggva skólastúlkur

Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun þrjá íslamska öfgamenn fyrir að myrða þrjár kristnar skólastúlkur á eynni Sulawesi árið 2005. Mennirnir, eru sagðir tilheyra hinum herskáu samtökum Jemaah Islamiyah. Þeir hálshjuggu stúlkurnar úti á akri og fóru svo með höfuð þeirra í nærliggjandi þorp.

Verkfalli hjá SAS aflýst

Verkfalli flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu SAS sem hófst í morgun var aflýst nú fyrir stundu. Alls þurfti að fresta 83 flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli í Danmörku vegna kjaradeilu starfsfólks í farþegarými, alls um 1.600 manns, við vinnuveitendur sína. Enn á eftir að ná sáttum í deilunni en stjórnendur SAS sögðu í morgun að verkfallið væri með öllu ólöglegt.

Viðræður um kjarnorkuáætlun liggja niðri

Viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna liggja niðri annan daginn í röð. Þeir vilja ekki snúa aftur að samningaborðinu fyrr en þeir hafa fengið aðgang að bankareikningum í Makaó sem voru frystir á sínum tíma.

Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist

Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vegagerðina voru opnuð í gær og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna.

Skrautlegar skýringar sannfærðu ekki Hérðsdóm

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands þrátt fyrir skrautlegar skýringar á sakleysi sínu. Við húsleit áramótin 2005/2006 fann lögregla 12 hundruð grömm af kannabisefnum.

Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar

Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi.

Íslendingar í grænum orkuvanda

Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda.

40 prósent óánægðir með hvalveiðar

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka.

Chirac lýsir yfir stuðningi við Sarkozy

Jacques Chirac, forseti Frakklands lýsti í dag yfir stuðningi við Nocolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna fyrir forsetakosningarnar í vor. Þeir hafa ekki verið miklir vinir til þessa en talið er að stuðningsyfirlýsing Chirac muni hjálpa Sarkozy mikið í baráttunni. Þá sagði Chirac að Sarkozy mun láta af starfi innanríkisráðherra eftir helgi og muni þaðan af helga sig kosningabaráttunni. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram 22. apríl.

Uppreisnarmenn beita börnum fyrir sig

Talsmaður bandaríska hersins sagði í dag að uppreisnarmenn í Írak hefðu notað börn í sprengjuárás. Hershöfðinginn Michael Barbero sagði að bíl hefði verið hleypt í gegnum öryggishlið þar sem tvö börn sátu í aftursætunum. Bíllinn var síðan sprengdur í loft upp.

Betur má ef duga skal í Afganistan

Fulltrúar frá Afganistan og öðrum þjóðum mæltu viðvörunarorð vegna ástandsins í Afganistan á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Hver á fætur öðrum steig í pontu og bentu allir á að ofbeldi í landinu væri enn að aukast, fíkniefnastarfsemi hvers konar blómstraði og hægt gengi að byggja upp stofnanir í landinu.

Gáfu út 10.000 vegabréf til svikahrappa

Þúsundum manna, og þar á meðal tveimur sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverkaárásir, tókst að verða sér út um vegabréf hjá breska innanríkisráðuneytinu á fölskum forsendum á síðastliðnu ári. Allt í allt er talið að um tíu þúsund vegabréf sé um að ræða.

Sólborgin að bryggju um ellefuleytið

Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu.

Segir demókrötum að taka tilboðinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að demókratar ættu að taka tilboði hans um að leyfa tveimur háttsettum aðstoðarmönnum hans að ræða við þingnefnd á þeirra vegum. Bush hefur neitað því að leyfa demókrötum að yfirheyra aðstoðarmenn sína eiðsvarna. Aðstoðarmennirnir sem um ræðir eru Karl Rove og Harriet Miers.

Hóta að draga úr valdi FBI

Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa hótað því að afnema þær lagaheimildir sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur til þess að rannsaka hugsanlega hryðjuverkamenn. Á þetta við um bæði demókrata og repúblikana.

Þriðjungur írösku lögreglunnar spilltur

Háttsettur lögregluforingi í írösku lögreglunni sagði í dag að hann gæti ekki treyst þriðjungi lögreglumanna sinna þar sem hollusta þeirra væri hjá ólöglegum vígahópum. Lögregluforinginn, Abdul Hussein Al Saffe, sagði enn fremur að hann gæti ekki rekið þá þar sem þeir nytu verndar stjórnmálamanna.

Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi

Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna.

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.

Varað við snjóflóðahættu í Skutulsfirði og við Óshlíð

Vegagerðin varar við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og við Óshlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er annars víða hálka. Þá er Eyrarfjall ófært.

Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans

Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu.

Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli

Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld.

Ástandið í Írak veldur vonbrigðum

Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis.

Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna

Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins.

Heilsan á að njóta vafans

Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu.

Morfínfíklum fækkað um helming

Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum.

Lentu í deilum við konu á Hebron

Íslenskur karlmaður um tvítugt var færður til yfirheyrslu hjá ísrelsku lögreglunni í Hebron á Vesturbakkanum í fyrradag. Ísraelsk kona sem þau lentu í útistöðu við hafði þá kært danska vinkonu hans fyrir líkamsárás. Atvikið náðist allt á myndband.

Stytta af Jaka í Breiðholti

Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti. Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins.

Borgin kynnir þriggja ára áætlun

Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð.

Gæsluvarðhald framlengt

Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni.

Ingibjörg ítrekar framburð sinn

Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar.

Handtóku 171 í aðgerðum gegn mafíunni

Ítalska lögreglan handtók í dag vel á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mafíunni í Napólí. Heilu fjölskyldurnar voru þá sendar í steininn en alls var um 171 manns að ræða. Þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Eiturlyfjahringur var leystur upp og afhjúpuð ýmis glæpastarfsemi sem mun að sögn lögreglu hafa skilað jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna í tekjur á mánuði.

Varðskip með Sólborgu í togi

Varðskip Landhelgisgæslunnar nú á leið til Reykjavíkur með Sólborgu RE-270, 115 tonna dragnótarbát, í togi. Báturinn varð vélarvana á Sandvík við Reykjanes um tvöleytið í dag. Ekki er búist við að komið verði til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir