Fleiri fréttir

Semja verður við uppreisnarmenn

David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, segir útilokað að koma á friði í Írak með hernaðaraðgerðum einum saman heldur verði að fá uppreisnarmenn að samningaborðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann teikn á lofti um að átök trúarhópa í landinu væru í rénun.

Tillögur um jafnréttislög of róttækar

Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna við endurskoðun jafnréttislaga, segir tillögur nefndarinnar of róttækar. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. Þverpólitísk nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur hefur síðan í sumar setið við endurskoðun jafnréttislaga, sem fyrst voru sett fyrir 30 árum.

Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður

Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Mannskæður bruni í Bronx

Mannskæður eldsvoði varð í þriggja hæða íbúðablokk í Bronx-hverfinu í New York í nótt. Níu létust í brunanum, þar af átta börn. Þetta er einn mannskæðasti bruni í New York í seinni tíð segja borgaryfirvöld. Talsmaður slökkviliðs borgarinnar staðfesti tölu látinna í morgun. Minnst tíu að auki slösuðust í brunanum, þar af sex alvarlega.

40 prósent telja ójöfnuð milli kynja

Tæp 40 prósent telja konur ekki hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup International í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í henni kemur fram að 56 prósent telja rétt kynjanna jafnan. Rúmlega 90 prósent telja menntun ekki mikilvægari fyrir drengi en stúlkur og 84 prósent telja að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið.

Vilja láta kjósa í lávarðadeildina

Breskir þingmenn kusu um það í kvöld hvort að það ætti að kjósa í lávarðadeild breska þingsins. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hingað til hafa sæti í deildinni erfst eða verið skipað í þau. Engu að síður er kosningin ekki bindandi en hún gefur til kynna hvað þingið mun leggja til þegar lávarðadeildin verður endurskipulögð síðar á árinu.

Bush gagnrýnir Chavez

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birtist í dag að efnahagsstefna Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi leiða til enn meiri fátæktar í landinu. Viðtalið er birt rétt áður en Bush leggst í ferðalag um Suður-Ameríku sem á að vara við hentistefnu af því tagi sem Bush segir Chavez stunda.

Gates vill slaka á innflytjendalögum

Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, varaði við því í dag að höft sem sett eru á að hæfir erlendir starfsmenn megi starfa í Bandaríkjunum skerði samkeppnishæfi landsins. Ummæli Gates eru nýjasta árásin á innflytjendalög í tæknigeiranum í Bandaríkjunum en hann vantar sárlega starfsfólk.

Samkynhneigðir vilja í bandaríska herinn

Tólf fyrrum hermenn í bandaríska hernum, sem eru samkynhneigðir, fóru í dag í mál við ríkisstjórn Bandaríkjanna til þess að fá aftur inngöngu í herinn. Þeim hafði verið vísað úr hernum fyrir að vera samkynhneigð. Í dag er stefna hersins gagnvart samkynhneigðum sú að herinn má ekki spyrja við inngöngu hvort að viðkomandi sé samkynhneigður. Ef það kemst hins vegar upp er hernum heimilt að vísa viðkomandi úr hernum.

Búa til reglur um umgengni við vélmenni

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur sett saman nefnd sem á að setja vinnureglur fyrir þá sem búa til vélmenni. Reglurnar eiga að skilgreina hvernig mannfólkið á að umgangast vélmenni og hvernig þau eiga að umgangast mannfólkið. Skýrslan verður tilbúin síðar á þessu ári.

Nowak rekin frá NASA

Lisa Nowak, geimfarinn sem reyndi að ræna keppinaut sínum um ástir annars geimfara, hefur verið rekin frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Brottreksturinn kemur í kjölfar þess að lögregla kærði hana fyrir tilraun til mannráns.

Tyrkir loka á YouTube

Tyrkir hafa lokað fyrir aðgang að hinni vinsælu vefsíðu YouTube. Ástæðan fyrir þessu er að einhver setti myndskeið á síðuna þar sem gert var grín að stofnanda nútíma Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk, en í Tyrklandi er ólöglegt að gera grín að honum.

Deila Rússa og Írana enn óleyst

Deilan á milli Rússa og Írana varðandi afborganir af kjarnorkuverinu sem Rússar ætla að byggja í Íran er enn óleyst. Þjóðirnar áttu sáttafund í dag en eftir sex tíma setu var fundinum slitið. Viðræðurnar halda áfram á morgun. Bandaríkin hafa reynt að setja pressu á Rússa til þess að koma í veg fyrir að þeir byggi kjarnorkuverið en þeir halda því fram að Íranar ætli sér að auðga úran í því og nota til vopnaframleiðslu.

Abdullah skorar á Bandaríkin

Konungurinn í Jórdaníu, Abdullah, hefur skorað á Bandaríkin til þess að beita sér fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sagði hann á sameiginlegum þingfundi öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar. Hann sagði einnig að deilan á milli Ísraela og Palestínumanna væri mikilvægari en ástandið í Írak.

Loftsteinn á stofugólfinu

búum húss, í Bloomingdale í Illinois í Bandaríkjunum, varð allhverft við í fyrrakvöld þegar heljarinnar brothljóð kvað við úr stofunni . Undrun þeirra varð ekki minni þegar í ljós kom að á stofugólfinu lá loftsteinn sem þeyst hafði úr himingeimnum inn í gufuhvolf jarðar og svo beina leið í gegnum rúðuna hjá þeim.

Sátt um auðlindaákvæðið á næstu dögum

Formenn stjórnarflokkanna stefna að sameiginlegri niðurstöðu um auðlindaákvæðið sem framsóknarmenn hafa lagt þunga áherslu á að fari inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra á von á því að lending náist í málinu á næstu dögum.

Gáfu smákrökkum marijúana

Tveir unglingspiltar, frá Texas í Bandaríkjunum, hafa verið hnepptir í varðhald eftir að myndband sýndi þá láta tvo drengi, tveggja og fimm ára gamla, reykja marijúana.

Fundað með samgöngunefnd Alþingis

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun

Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni

Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess.

Ísland.is komið á netið

Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina.

Launaleynd hugsanlega aflétt

Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára.

Norður-Írar ganga að kjörborðinu

Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman.

Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas

Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning.

26 láta lífið í sprengjuárás í Írak

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni.

Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt

Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu.

Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin

Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu.

Athugasemdum við Kompásumfjöllun svarað

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi nýverið ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kompás bréf þar sem gerðar voru athugasemdir við umfjöllun Kristins Hrafnssonar fréttamanns, í þættinum um trúarlíf Íslendinga. Ritstórn þáttarins sendi biskupi í dag greinagerð frá Kristni þar sem öllum athugasemdum biskups er svarað.

Leeson farinn að fjárfesta á ný

Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga.

Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur

Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.

Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs.

Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur.

Loksins fá Indíánarnir að vinna

Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa

Sturla lætur rannsaka jarðgangarannsóknir

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ákveðið að verða við óskum Eyjamanna um að fá óháða aðila til að fara ofan í þær rannsóknir sem liggja fyrir, leggja mat á þær og kostnað við hugsanleg jarðgöng.

Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga.

„Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur

Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag.

Kínverjar hjálpa netfíklum

Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum.

Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells

Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri.

Alexandra er ófrísk -Se og Hör

Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi.

Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni

Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa. Varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn.

15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnanauðgun

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, vegna kynferðisbrota. Maðurinn misnotaði 10 ára sonardóttur sína ítrekað. 12 mánuðir af refisingunni eru skilorðsbundnir.

Áfengisneysla jókst um helming á áratug

Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis.

Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu

Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring.

Sjá næstu 50 fréttir