Fleiri fréttir

Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands.

Ósanngjörn þjóðlendustefna

Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu.

Marel keypti Póls til að eyða samkeppni

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.

Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa.

Lögreglan ræðst gegn óeirðaseggjum

Danska lögreglan hefur farið hús úr húsi í Kaupmannahöfn í morgun og handtekið grunaða óeirðaseggi. Vel á annað hundrað mótmælendur voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú og í Kristjánshöfn í nótt. Til átaka kom þar aðra nóttina í röð. Mótmælendur boða aðgerðir víða í Kaupmannahöfn í dag.

Þrjú tonn af hassi

Holland er heimsþekkt fyrir væga löggjöf þegar kemur að hassreykingum - þar er auðvelt að kveikja sér í pípu án þess að lenda í vanda gagnvart yfirvöldum. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á það magn sem neytt er í landinu. Í öllu falli hafa lögreglumenn í Hollandi nýverið lagt hald á þrjú tonn af hassi í lestarvagni á leið til Amsterdam.

Almyrkvi á tungli í kvöld

Ástæða er til að hvetja fólk til að horfa til himins í kvöld upp úr átta en þá hefst almyrkvi á tungli. Myrkvin verður algjör upp úr ellefu í kvöld. Myrkvun tunglsins er algjör í allri Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku og eins í austurhluta Norður-Ameríku.

Mannskæðar aurskriður í Indónesíu

Minnst 20 létust í aurskriðum á eyjunni Flores í Indónesíu í gær. Margra er enn saknað eftir skriðurnar. Björgunarmenn reyna að grafa fólk úr skriðunum en hafa lent í vandræðum vegna þess að veður er enn mjög slæmt, rigning og rok.

Ráðherra landhersins segir af sér

Ráðherra bandaríska landhersins, Francis Harvey, hefur sagt af sér. Hann átti að sjá um að herinn gengi eins og smurð vél. Á meðal verka hans var að sjá um hermenn sem höfðu slasast í Írak eða Afganistan.

Þriggja bíla árekstur í kvöld

Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur.

Enn varað við snjóflóðahættu

Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum.

Tunglmyrkvi annað kvöld

Stjörnuáhugamenn bíða nú með óþreyju tunglmyrkvans sem á að vera á morgun. Hann á eftir að sjást best í Evrópu. Hann byrjar klukkan 18 mínútur yfir átta annað kvöld og verður tunglið alfarið í skugga jarðarinnar á milli 22:44 og 23:58 að íslenskum tíma. Hann mun sjást skýrt og greinilega á Íslandi, ef skýjafar leyfir.

Búa sig undir erfiða nótt

Lögreglan í Kaupmannahöfn býr sig nú undir erfiða nótt. Viðbúnaður er í hámarki þar sem fjölmenn mótmæli hófust klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Búist er við því að mesti óróleikinn verði mestur á Nörrebro. Lögregla hefur talsverðar áhyggjur af því að ástandið gæti orðið eins og það var í París árið 2005 en þá kveiktu ungmenni í borginni í bílum og gengu berserksgang um fjölmörg hverfi borgarinnar.

Nowak ákærð fyrir tilraun til mannráns

Lisa Nowak, geimfarinn sem keyrði yfir hálf Bandaríkin íklædd bleyju, til þess að geta náð sér niðri á konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir annars geimfara, hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns.

Árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu

Árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu rétt í þessu. Sem stendur er ekki vitað hvort að það hafi verið slys á fólki en sjúkrabílar eru þó komnir á staðinn. Ekki er vitað hversu margir bílar lentu í árekstrinum. Við verðum með fleiri fregnir af þessu máli um leið og þær berast.

Gatnakerfið á Akureyri hættulegt

Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt.

Miklir viðskiptamöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki

Íslensk fyrirtæki telja mikla möguleika felast í viðskiptum við Suður-Afríku, ekki síst vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem þar fer fram árið 2010. Landsvirkjun er á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í afrísku útrásinni.

Vill greiða fyrir viðskiptum

Á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg í vikunni kom fram gagnkvæmur áhugi á samningum á sviði loftferða og tvísköttunar. Samkomulag um slíkt myndi greiða verulega fyrir viðskiptum landanna.

Stálu 5 hundum

Fjölskylda, í Los Angeles, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær þegar vopnaðir glæpamenn réðust inn á heimili hennar og rændu þaðan fimm hundum, þar af fjórum hvolpum sem voru til sölu. Atgangurinn náðist allur á myndband.

Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar

Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra.

Siv hótar stjórnarslitum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins.

Loftslagsbreytingar jafn mikil ógn og stríð

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir loftslagsbreytingar jafn mikla ógn við mannkynið og styrjaldir. Loftslagsmál verði sett á oddinn meðan hann stýri samtökunum. Skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu segir sjö leiðir hugsanlega færar til lausnar á vandanum.

Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins

Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni.

Bílvelta á Hellisheiði

Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd.

Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári

365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna.

18 lögreglumenn myrtir í Írak

Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem kallar sig „Íslamska ríkið í Írak“ og segist tengjast al-Kaída, skýrði frá því í dag að þeir hefðu rænt og myrt 18 lögreglumenn. Þeir sögðust hafa myrt mennina þar sem stjórnvöld í Írak virtu að vettugi kröfur þeirra.

Svíar lána Dönum lögreglubíla

Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé.

Mæður gegn Jamie Oliver

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur fengið óvænta andstæðinga í baráttu sinni fyrir því að breskir skólar bjóði nemendum sínum upp á hollan mat. Það eru mæður sem mæta við skólann á matmálstímum og troða hamborgurum og fiski og frönskum í gegnum girðinguna. Hinummegin standa börn þeirra og háma í sig góðgætið.

Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála.

Stofnfundur vegna framboðs

Áhugahópur um málefni eldri borgara, öryrkja og aðstandenda þeirra ætlar að halda opinn stofnfund á Hótel Sögu sunnudaginn 14. mars. Hópurinn telur ríka þörf á sérframboði og að áhugi sé fyrir því meðal allra aldurshópa.

Ung kona kærir lögregluna fyrir meint harðræði

Nítján ára kona hefur falið lögmanni sínum að leggja inn kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meints harðræðis við handtöku. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hafa sinnast við dyravörð á skemmtistað.

Segir aðgerðina hefðbundið eftirlit

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir húsleit hafa verið gerða á þremur stöðum í morgun í tengslum við grun um samráð ferðaskrifstofa og að aðgerðin hafi verið liður í hefðbundnu eftirliti.

Snjóflóð felllur á veginn um Hvalnesskriður

Vegagerrðin segir veginn um Hvalnesskriður er ófæran eins og er vegna snjóflóðs. Ekki hefur náðst í lögreglu á Höfn í Hornafirði til þess að athuga hvort einhver hafi verið hætti kominn í flóðinu. Þá varar Vegagerðin við hálkublettum víða á Suðurlandi en á Vesturlandi eru vegir auðir nema á heiðum þar sem er lítilsháttar hálka.

Fær höllina sína aftur

Stjórnvöld í Rúmeníu hafa fallist á að skila aftur þrem höllum sem teknar voru af konungsfjölskyldu landsins skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistastjórn landsins sló eign sinni á hallirnar þegar Mikael konungur afsalaði sér konungdómi árið 1947, undir miklum þrýstingi frá Sovétríkjunum.

Boða til íbúafundar vegna mengunar í hverfinu

Íbúasamtök 3.hverfis, sem eru Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til íbúafundar á mánudaginn vegna þess ástands mengunarmála í hverfinu. Er vísað til þess svifryk og önnur loftmengun hafi ítrekað farið hátt yfir hættumörk í hverfinu og telji samtökin það algjörlega óviðunandi.

Hillary Clinton er andstyggileg kona

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildar bandaríska þingsins, kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu," í viðtali við dagblaðið New York Post. Hann taldi líklegt að hún verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. Gingrich bætti því við að enginn kæmist í hálfkvist við Clinton kosningavélina í skítkasti.

Smitaðist af lifrabólgu C við blóðgjöf

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að kona sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf ætti rétt á bótum frá íslenska ríkinu. Konan greindist með lifrabólgu C árið 1993. Konan smitaðist árið 1990 þegar hún var í meðferð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, þá Ríkisspítalar, vegna nýrnasjúkdóms.

Lét son sinn sofa úr sér í fangageymslu

Móðir sextán ára pilts, sem fluttur var á lögrelustöðina við Hverfisgötu eftir slagsmál á balli í gærkvöldi, ákvað að láta piltinn sofa úr sér á stöðinni.

Segir rökstuðning ráðherra fyrirslátt

Arna Schram, formaður Blaðamannfélags Íslands, segir rökstuðning menntamálaráðherra fyrir því að virða að vettugi tilnefningar félagsins í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans og skipa Ólaf Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, í ráðið, fyrirslátt.

Sýknuð af dauða kjörbarns

Bresk hjón hafa verið látin laus úr fangelsi og sýknuð af því að hafa eitrað fyrir þriggja ára dreng sem þau vildu ættleiða. Ian og Angela Gay voru dæmd í fimm ára fangelsi í janúar árið 2005 fyrir að vera völd að dauða drengsins.

Sjá næstu 50 fréttir