Fleiri fréttir Hættuleg efni í höndum grunnskólanema Samkvæmt nýrri könnun á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eru ýmis atriði í ólagi varðandi meðhöndlun hættulegra efna í mörgum grunnskólum landsins. Efnin eru ýmist illa merkt eða geymd í ólæstum hirslum auk þess sem loftræsting í smíða- og efnafræðistofum er óviðunandi. 2.3.2007 13:21 Loðnan mokveiðist Mokveiði er hjá loðnuskipunum suður af Snæfellsnesi og eru mörg þeirra að slá botn í vertíðina í ár með því að klára kvóta sína í dag. 2.3.2007 13:15 Ósáttur við seljanda radarvara Engum hjáleiðum virðist vera að treysta þegar kemur að því að fara á svig við lög, eins og seinheppni ökumaðurinn komst að fullkeyptu í gærkvöldi. 2.3.2007 13:00 Framsókn ætlar að skerpa sína sérstöðu Framsóknarmenn ætla að skerpa á sérstöðu sinni á flokksþingi, sem Jón Sigurðsson formaður setti á Hótel Sögu í morgun. Þar verður kosningastefnuskrá mótuð sem og áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu. 2.3.2007 12:30 Séra Pétur Þórarinsson látinn Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, er látinn fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í gær. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki, sem hann greindist með á barnsaldri. 2.3.2007 12:30 Ísfirðingar illa sviknir af Marel Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna. 2.3.2007 12:17 Ýmsir tregðast við að lækka matarverð Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð. 2.3.2007 12:12 Leftist Greens Growing 2.3.2007 12:04 Hertóku skrifstofur Sósíaldemókrata Ungir mótmælendur í Kaupmannahöfn hafa hertekið skrifstofur Sósíaldemókrata við Sveasvej í Fredriksberg. Í yfirlýsingu frá hópnum sem hertók skrifstofurnar segir að það hafi greinilega ekki síast inn í höfuð stjórnmálamannana að vandamálin sem skapast hafa vegna Ungdomshússins séu stjórnmálalegs eðlis. 2.3.2007 11:31 Sautján létust í skýstrókum Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum. 2.3.2007 11:20 Fjölbreytt verkefni fengu styrki Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands úthlutaði doktorsnemum ríflega styrki við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Björgólfur Guðmundsson afhenti styrkina, alls 75 milljónir króna, fyrir hönd stjórnar Háskólasjóðsins. Styrkhafarnir koma úr ýmsum deildum skólans og verkefni þeirra eru afar fjölbreytt. 2.3.2007 11:17 Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð í Breiðholti um ellefu leytið. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Fannafelli og logaði töluverður eldur þegar slökkviliði kom á svæðið. 2.3.2007 11:16 Handtóku foringja Talibana Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum. 2.3.2007 11:12 Fjórtán mánaða fangelsi fyrir árás á Kárahnjúkasvæðinu Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn stakk vinnufélaga sinn með hnífi á nýársdag í vinnubúðum á Kárahnjúkasvæðinu. 2.3.2007 11:07 Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti Töluverður eldur logar nú í fjölbýlishúsi í Fannafelli í Breiðholti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum og vinnur að slökkvistarfi. 2.3.2007 11:03 Endurskoðanda Baugs hótað Endurskoðandi Baugs sakaði Jón H. Snorrason, fyrrverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um að hafa hótað sér á meðan á rannsókn Baugsmálsins stóð. Hótunin var í tengslum við skýrslu sem Jón vildi fá tilbaka frá honum. 2.3.2007 11:01 Fleiri birgjar tilkynna verðlækkanir Sterkari staða krónunnar skilar sér til neytenda í formi verðlækkana á vörum. Nú hafa birgjarnir Ásbjörn Ólafsson og Íslensk Ameríska ákveðið að lækka vöruverð í kjölfarið. Heildverslunin Innnes var fyrst allra að lækka vörur sínar en hún hóf verðlækknanir þann 20. febrúar síðast liðinn. 2.3.2007 11:00 Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. 1.3.2007 23:28 Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. 1.3.2007 23:09 Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. 1.3.2007 22:27 Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. 1.3.2007 22:09 Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. 1.3.2007 21:51 Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. 1.3.2007 21:26 Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. 1.3.2007 21:14 Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. 1.3.2007 20:53 Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. 1.3.2007 20:30 MS-félagið fékk 20 milljóna styrk MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. 1.3.2007 20:15 Laun stjórnarmanna hækkuð Stóru bankarnir og fjármálafyrirtækin samþykktu eitt af öðru á nýafstöðnum aðalfundum sínum, að tvö- til þrefalda þóknun stjórnarformanna og stjórnarmanna sinna. Algeng mánaðarlaun fyrir að sitja einn fund í mánuði geta numið 350 þúsund krónum. 1.3.2007 20:00 Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. 1.3.2007 19:30 Dómur fallinn í Bubbamáli Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". 1.3.2007 19:22 Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. 1.3.2007 19:15 Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal að komast í gang Byrjað er að prufukeyra vélar nýju kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal og er stefnt að því að framleiðsla hefjist þar í næstu viku. Formleg opnunarhátíð verður í lok aprílmánaðar. 1.3.2007 19:05 Pétur Blöndal baðst afsökunar á Alþingi Þess var krafist á Alþingi í morgun að Pétur Blöndal yrði víttur fyrir að líkja Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, við Guðmund í Byrginu. Til þess kom þó ekki enda baðst Pétur sjálfur afsökunar á ummælunum. 1.3.2007 18:58 Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1.3.2007 18:55 Steingrími J. mælti með Þjórsárvirkjunum í fyrra Framsóknarþingmenn gerðu harða hríð að Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna, á Alþingi í dag. Þeir minntu á að hann hefði fyrir rúmu ári sagt Neðri-Þjórsá mjög eðlilegan virkjunarkost og að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. 1.3.2007 18:53 Danir styrkja dönskukennslu á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag, 1. mars 2007, samning milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til fimm ára, frá 1. ágúst 2007 - 31. júlí 2011. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis nema um 30 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 6 milljónum. 1.3.2007 18:15 Vinsælasti bloggarinn bloggar á Vísi Nýtt bloggsvæði leit dagsins ljós á Vísi í dag. Meðal þeirra sem blogga þar er Steingrímur Sævarr Ólafsson, vinsælasti bloggari landsins, sem hingað til hefur bloggað á mbl.is. Rúmlega 26 þúsund manns lesa bloggsíðu hans í viku hverri. 1.3.2007 18:03 Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. 1.3.2007 18:00 Innri endurskoðandi og fjármálastjóri spurðir um bókhald Baugs Vitnaleiðslum í Baugsmálinu í dag lauk um fjögurleytið en þrjú vitni komu fyrir dóminn í dag. Það voru þau Auðbjörg Friðriksdóttir, fyrrverandi innri endurskoðandi fyrirtækisins, Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og einn af eigendum Gildingar sem var hluthafi í Baugi. 1.3.2007 17:59 Vikulegar skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar Capacent Gallup, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið undirrituðu í dag samning um gerð og birtingu vikulegra skoðana- og fylgiskannana í aðdraganda alþingiskosninga sem fara fram 12. maí. Síðustu viku fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega. 1.3.2007 17:40 Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. 1.3.2007 17:26 Eggert fékk dularfullt duft í pósti Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ og stjórnarformannI enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, barst í gær dularfullt bréf á skrifstofu sína í Lundúnum með með hvítu dufti. 1.3.2007 16:53 Vilja kanna riftun vegna Heiðmerkur Vinstri-grænir í borgarstjórn vilja að borgarstjóri athugi með að rifta samningi borgarinnar og Kópavogs um lagningu vatnsleiðslu um Heiðmörk 1.3.2007 16:53 Sinfóníuhljómsveitin greiði þrjár milljónir í skaðabætur Sinfóníuhljómsveit Íslands var í dag dæmd til að greiða fyrrum sviðsstjóra hljómsveitarinnar þrjár milljónir auk málskostnaðar vegna ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm úr héraði frá júní á síðasta ári. 1.3.2007 16:49 Dæmdur fyrir að stinga föður sinn Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi, þar af eitt ár og níu mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst með hnífi á föður sinn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 17. júní á síðasta ári og hlaut hann lífshættulega áverka. 1.3.2007 16:31 Sjá næstu 50 fréttir
Hættuleg efni í höndum grunnskólanema Samkvæmt nýrri könnun á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eru ýmis atriði í ólagi varðandi meðhöndlun hættulegra efna í mörgum grunnskólum landsins. Efnin eru ýmist illa merkt eða geymd í ólæstum hirslum auk þess sem loftræsting í smíða- og efnafræðistofum er óviðunandi. 2.3.2007 13:21
Loðnan mokveiðist Mokveiði er hjá loðnuskipunum suður af Snæfellsnesi og eru mörg þeirra að slá botn í vertíðina í ár með því að klára kvóta sína í dag. 2.3.2007 13:15
Ósáttur við seljanda radarvara Engum hjáleiðum virðist vera að treysta þegar kemur að því að fara á svig við lög, eins og seinheppni ökumaðurinn komst að fullkeyptu í gærkvöldi. 2.3.2007 13:00
Framsókn ætlar að skerpa sína sérstöðu Framsóknarmenn ætla að skerpa á sérstöðu sinni á flokksþingi, sem Jón Sigurðsson formaður setti á Hótel Sögu í morgun. Þar verður kosningastefnuskrá mótuð sem og áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu. 2.3.2007 12:30
Séra Pétur Þórarinsson látinn Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, er látinn fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í gær. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki, sem hann greindist með á barnsaldri. 2.3.2007 12:30
Ísfirðingar illa sviknir af Marel Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna. 2.3.2007 12:17
Ýmsir tregðast við að lækka matarverð Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð. 2.3.2007 12:12
Hertóku skrifstofur Sósíaldemókrata Ungir mótmælendur í Kaupmannahöfn hafa hertekið skrifstofur Sósíaldemókrata við Sveasvej í Fredriksberg. Í yfirlýsingu frá hópnum sem hertók skrifstofurnar segir að það hafi greinilega ekki síast inn í höfuð stjórnmálamannana að vandamálin sem skapast hafa vegna Ungdomshússins séu stjórnmálalegs eðlis. 2.3.2007 11:31
Sautján létust í skýstrókum Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum. 2.3.2007 11:20
Fjölbreytt verkefni fengu styrki Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands úthlutaði doktorsnemum ríflega styrki við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Björgólfur Guðmundsson afhenti styrkina, alls 75 milljónir króna, fyrir hönd stjórnar Háskólasjóðsins. Styrkhafarnir koma úr ýmsum deildum skólans og verkefni þeirra eru afar fjölbreytt. 2.3.2007 11:17
Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð í Breiðholti um ellefu leytið. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Fannafelli og logaði töluverður eldur þegar slökkviliði kom á svæðið. 2.3.2007 11:16
Handtóku foringja Talibana Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum. 2.3.2007 11:12
Fjórtán mánaða fangelsi fyrir árás á Kárahnjúkasvæðinu Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn stakk vinnufélaga sinn með hnífi á nýársdag í vinnubúðum á Kárahnjúkasvæðinu. 2.3.2007 11:07
Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti Töluverður eldur logar nú í fjölbýlishúsi í Fannafelli í Breiðholti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum og vinnur að slökkvistarfi. 2.3.2007 11:03
Endurskoðanda Baugs hótað Endurskoðandi Baugs sakaði Jón H. Snorrason, fyrrverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um að hafa hótað sér á meðan á rannsókn Baugsmálsins stóð. Hótunin var í tengslum við skýrslu sem Jón vildi fá tilbaka frá honum. 2.3.2007 11:01
Fleiri birgjar tilkynna verðlækkanir Sterkari staða krónunnar skilar sér til neytenda í formi verðlækkana á vörum. Nú hafa birgjarnir Ásbjörn Ólafsson og Íslensk Ameríska ákveðið að lækka vöruverð í kjölfarið. Heildverslunin Innnes var fyrst allra að lækka vörur sínar en hún hóf verðlækknanir þann 20. febrúar síðast liðinn. 2.3.2007 11:00
Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. 1.3.2007 23:28
Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. 1.3.2007 23:09
Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. 1.3.2007 22:27
Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. 1.3.2007 22:09
Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. 1.3.2007 21:51
Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. 1.3.2007 21:26
Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. 1.3.2007 21:14
Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. 1.3.2007 20:53
Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. 1.3.2007 20:30
MS-félagið fékk 20 milljóna styrk MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. 1.3.2007 20:15
Laun stjórnarmanna hækkuð Stóru bankarnir og fjármálafyrirtækin samþykktu eitt af öðru á nýafstöðnum aðalfundum sínum, að tvö- til þrefalda þóknun stjórnarformanna og stjórnarmanna sinna. Algeng mánaðarlaun fyrir að sitja einn fund í mánuði geta numið 350 þúsund krónum. 1.3.2007 20:00
Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. 1.3.2007 19:30
Dómur fallinn í Bubbamáli Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". 1.3.2007 19:22
Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. 1.3.2007 19:15
Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal að komast í gang Byrjað er að prufukeyra vélar nýju kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal og er stefnt að því að framleiðsla hefjist þar í næstu viku. Formleg opnunarhátíð verður í lok aprílmánaðar. 1.3.2007 19:05
Pétur Blöndal baðst afsökunar á Alþingi Þess var krafist á Alþingi í morgun að Pétur Blöndal yrði víttur fyrir að líkja Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, við Guðmund í Byrginu. Til þess kom þó ekki enda baðst Pétur sjálfur afsökunar á ummælunum. 1.3.2007 18:58
Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1.3.2007 18:55
Steingrími J. mælti með Þjórsárvirkjunum í fyrra Framsóknarþingmenn gerðu harða hríð að Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna, á Alþingi í dag. Þeir minntu á að hann hefði fyrir rúmu ári sagt Neðri-Þjórsá mjög eðlilegan virkjunarkost og að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. 1.3.2007 18:53
Danir styrkja dönskukennslu á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag, 1. mars 2007, samning milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til fimm ára, frá 1. ágúst 2007 - 31. júlí 2011. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis nema um 30 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 6 milljónum. 1.3.2007 18:15
Vinsælasti bloggarinn bloggar á Vísi Nýtt bloggsvæði leit dagsins ljós á Vísi í dag. Meðal þeirra sem blogga þar er Steingrímur Sævarr Ólafsson, vinsælasti bloggari landsins, sem hingað til hefur bloggað á mbl.is. Rúmlega 26 þúsund manns lesa bloggsíðu hans í viku hverri. 1.3.2007 18:03
Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. 1.3.2007 18:00
Innri endurskoðandi og fjármálastjóri spurðir um bókhald Baugs Vitnaleiðslum í Baugsmálinu í dag lauk um fjögurleytið en þrjú vitni komu fyrir dóminn í dag. Það voru þau Auðbjörg Friðriksdóttir, fyrrverandi innri endurskoðandi fyrirtækisins, Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og einn af eigendum Gildingar sem var hluthafi í Baugi. 1.3.2007 17:59
Vikulegar skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar Capacent Gallup, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið undirrituðu í dag samning um gerð og birtingu vikulegra skoðana- og fylgiskannana í aðdraganda alþingiskosninga sem fara fram 12. maí. Síðustu viku fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega. 1.3.2007 17:40
Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. 1.3.2007 17:26
Eggert fékk dularfullt duft í pósti Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ og stjórnarformannI enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, barst í gær dularfullt bréf á skrifstofu sína í Lundúnum með með hvítu dufti. 1.3.2007 16:53
Vilja kanna riftun vegna Heiðmerkur Vinstri-grænir í borgarstjórn vilja að borgarstjóri athugi með að rifta samningi borgarinnar og Kópavogs um lagningu vatnsleiðslu um Heiðmörk 1.3.2007 16:53
Sinfóníuhljómsveitin greiði þrjár milljónir í skaðabætur Sinfóníuhljómsveit Íslands var í dag dæmd til að greiða fyrrum sviðsstjóra hljómsveitarinnar þrjár milljónir auk málskostnaðar vegna ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm úr héraði frá júní á síðasta ári. 1.3.2007 16:49
Dæmdur fyrir að stinga föður sinn Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi, þar af eitt ár og níu mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst með hnífi á föður sinn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 17. júní á síðasta ári og hlaut hann lífshættulega áverka. 1.3.2007 16:31