Fleiri fréttir

Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun

Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins.

Vínið lengir lífið

Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi - minna en eitt glas á dag - eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld.

Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Þýskalandi

Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem á að banna reykingar í almenningssamgöngum og opinberum byggingum. Þó verður hægt að segja upp sérstök reykherbergi á stöðum þar sem bannað verður að reykja.

Anna Nicole verður jörðuð á Bahamas-eyjum

Áfrýjunardómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að móðir Önnu Nicole Smith fái lík hennar afhent. Því er nú ljóst að Anna Nicole verður brátt lögð til hinstu hvílu á Bahamas-eyjunum. Fylkisdómstóll hafði áður hafnað kröfu móður Önnu, Virgie Arthur, en hún var að reyna að fá að grafa dóttur sína í Texasríki þar sem hún var fædd. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður til þess að sjá um útför Önnu Nicole og hefur hann þegar hafið undirbúning að jarðarför hennar.

Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak

Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks.

Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld

Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón.

Prodi fær stuðning þingsins

Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt.

Rykbinding skilar árangri

Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk.

Vill banna alla símanotkun í akstri

Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni.

Myrti börnin sín fimm

Belgísk kona myrti fimm börn sín og reyndi svo að taka eigið líf. Lögregla í bænum Nivelles, sem er um 30 kílómetra fyrir sunnan Brussel, skýrði frá þessu í dag. Lögreglan sagði að hún hefði fundið lík barnanna fimm sem voru á aldrinum þriggja til 14 ára.

Ekki tilefni til lögsóknar

Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar.

Viggó viðutan er fimmtugur

Viggó Viðutan er fimmtugur í dag en þessi klaufi hefur komið mörgum til að hlæja með eindæma bögglulegri framgöngu sinni.

Vantar starfsfólk á Hrafnistu

Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu.

Lögreglumenn sprautuðu á slökkviliðsmenn

Slökkviliðsmönnum og lögreglumönnum laust saman í Belgíu dag þegar þeir fyrrnefndu þustu út á götur borgarinnar til að mótmæla kjörum sínum. Lögreglan brást við með því að sprauta bókstaflega slökkviliðsmönnunum af götum Brusselborgar með vatnsslöngum.Talið er að um þrettán hundruð slökkviliðsmenn hafi verið samankomnir í miðborg Brussel og var andrúmsloftið afar eldfimt. Þrír lögreglumenn og tveir slökkviliðsmenn særðust. Ástæðan fyrir andófi belgísku slökkviliðsmannanna er sú að þeir vilja fá meiri menntun og fulla viðurkenningu á því að starf þeirra sé áhættusamt.

10 þúsund manns sagt upp hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund starfsmönnum verði sagt upp störfum víðsvegar um Evrópu á næstu fjórum árum. Flestum verður sagt upp í Frakklandi og Þýskalandi.

Segir fráleitt að Landsvirkjun undirbúi Þjórsárvirkjanir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir það stórkostlega ámælisvert og fráleitt að opinbert fyrirtæki eins og Landsvirkjun bjóði út hönnun virkjana við Þjórsá þegar fyrir liggi andstaða landeigenda. Fjármálaráðherra segir rangt að slík andstaða hafi komið fram.

Raforkuverð lækkaði hjá mun fleirum

Raforkuverð hækkaði, hjá fjórðungi íbúa landsbyggðarinnar, um allt að sextíu prósent vegna markaðsvæðingar raforkukerfisins. Verðið lækkaði hins vegar hjá þremur fjórðu hluta íbúanna. Þetta kom fram á Alþingi í dag.

Jón Baldvin ekki á lista Samfylkingarinnar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, verður ekki á framboðslista Samfylkingarinnar. Boð um að hann tæki heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavík var, að sögn Jóns Baldvins, dregið til baka í samtali sem þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áttu í kjölfar Silfurs Egils í síðasta mánuði.

Enginn snjór féll í Tókíó í vetur

Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur.

Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Skora á alla að virða áfengislögin

,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu”. Svo segir í 20. grein áfengislaga og nú hafa sex hópar, embætti og félagasamtök tekið sig saman og skorað á alla að virða ákvæði laganna. Þetta eru SAMAN-hópurinn, NÁUM ÁTTUM, SAMFO, SÁÁ, Talsmaður neytenda og Umboðsmaður barna. Í áskorun þeirra segir meðal annars, að fjölmargar rannsóknir gefi til kynna að auglýsingar byggi upp jákvæð viðhorf til áfengis sem hafa áhrif á ákvarðanir um áfengisneyslu. Þær virki því neysluhvetjandi á ungt fólk. Bent er á skoðanakönnun frá sem Lýðheilsustöð gerði í fyrraþar sem kom í ljós að þrír af hverjum fjórum sögðust vera andvígir því að leyfilegt væri að auglýsa áfengi í fjölmiðlum sem börn og unglingar hafa aðgang að.

Úrvalsvísitalan lækkaði um nærri 1,5 prósent

Úrvalsvísitalan hafði lækkað um tæplega eitt og hálft prósent í dag þegar mörkuðum var lokað klukkan 16 en nokkuð flökt var á henni í dag. Hlutabréf fjölmargra fyrirtækja lækkuðu í dag, þar meðal Hf. Eimskipafélags Íslands um nærri níu prósent.

Bandaríkin og Norður Kórea funda

Norður Kóreumenn munu funda með Bandaríkjamönnum í New york 5.-6. mars og ræða hvernig hægt er að koma samskiptum landanna í eðlilegt horf. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna er ekki búist við byltingu í samskiptum landanna eftir þennan fyrsta fund. Sean McCormack talsmaður ráðuneytisins sagði: "Enginn mun veifa skjali um samkomulag eftir fundinn í næstu viku."

Stálu söfnunarbauk til styrktar bágstöddum börnum

Þrjú innbrot framin á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fartölva var tekin úr húsi í Vogahverfinu, sumardekkjum stolið úr geymslu í Kópavogi og skjávarpi hvarf úr einum af grunnskólum borgarinnar. Þá stálu tveir piltar söfnunarbauk frá bensínstöð en verið var að safna peningum til styrktar bágstöddum börnum.

Slökkvilið fjarlægði fljótandi nikótín

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fjarlægði eiturefni úr húsi í Dýrafirði í gær. EFtir því sem segir á vef Bæjarins besta var eigandi hússins að taka til á háalofti þegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín.

Slökkviliðsmenn og lögregla slógust

Sex slösuðust í mótmælagöngu tvö þúsund slökkviliðsmanna sem leystist upp í átök við lögreglu í Belgíu í dag. Átökin brutust út þegar þrjú hundruð lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að slökkviliðsmönnunum tækist að brjótast inn á öryggissvæði við belgíska þingið. Slökkviliðsmennirnir mótmæla vinnuaðstæðum, fara fram á að fara fyrr á eftirlaun og fá betri bætur ef þeir slasast.

Engin leynd yfir reikningum

Lokið var að yfirheyra Lindu Jóhannsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykjavíkur um hádegisbil. Linda sagði enga sérstaka leynd hafa verið yfir reikningum sem bárust frá Nordica til Baugs. Tryggvi hefði yfirleitt samþykkt reikningana og hún vitað að þeir hafi verið í tengslum við Vöruhús Jóns Geralds Sullenberger.

Dótturfélag Icelandair Group gerir samning við Virgin

Lettneska flugfélagið LatCharter, dótturfyrirtæki Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni Boeing 767 milli Lundúna og Jóhannesarborgar með viðkomu í Lagos.

Kannast ekki við andstöðu við samningaviðræður við Landsvirkjun

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að hann myndi ekki beita sér fyrir því að Landsvirkjun hætti virkjanaundirbúningi í neðri hluta Þjórsár og sagðist ekki kannast við að landeigendur væru andsnúnir samningaviðræðum við Landsvirkjun um bætur fyrir það land sem færi undir virkjanirnar þrjár í Þjórsá.

Fjórir létust þegar lest fauk af sporinu

Að minnsta kosti fjórir létust og 30 slösuðust þegar hluti kínverskrar farþegalestar fauk af sporinu í mjög öflugum vindhviðum í Kína í dag. Ellefu vagnar lestarinnar fuku af sporinu og gluggarúður brustu þegar fárviðri skall á í norðvesturhluta landsins. Haft er eftir embættismönnum að veðrið hafi skollið á stuttu eftir að lestin fór frá Turpan stöð í Xinjiang héraði.

Vesturlandsvegur hættulegur segja nemar á barnaþingi

Sjöttu bekkingar í Klébergsskóla bentu í dag á hættuna sem þeim stafar af umferð um Vesturlandsveg, sem liggur norðan við skólann. Krakkarnir sögðu á Barnaþingi í morgun að þau börn sem byggju handan vegarins gætu hvorki farið fótgangandi né hjólandi í skólann, félagsmiðstöðina eða íþróttahúsið.

61 árs kona ól barn í Danmörku

61 árs gömul kona fæddi stúlkubarn á Ríkisspítalunum í Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, að sögn Ekstra blaðsins. Konan er elsta kona sem fætt hefur barn í Danmörku og sú níunda elsta í heimi. Hún er á eftirlaunum og hafði farið í tæknifrjóvgun í Englandi vegna 45 ára efra aldurstakmarks kvenna í tæknifrjóvgunum í Danmörku. Barnið vóg 12 merkur.

Segir ekki satt að tilgangslaust sé að kæra lögreglu vegna harðræðis

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerð er athugasemd við fréttaflutning Stöðvar 2 síðustu daga um meint harðræði lögreglu. Segir embættið ekki satt þar sem haft er eftir ónefndum lögmönnum að það þjóni ekki tilgangi að kæra lögreglu vegna harðræðis.

Óttast minniháttar flóðbylgju

Yfirvöld á Ítalíu óttast að eldgosið á Stromboli eyju geti skapað minniháttar flóðbylgju. Árið 2002 voru nær allir íbúar fluttir af eynni þegar skriðufall orsakaði bylgju og nokkrir slösuðust. Yfirvöld óttast að eldgosið nú gæti komið jarðfalli af stað en telja íbúana á eynni aðeins í lítilli hættu. Stromboli er 60 kílómetra norður af Sikiley og er þekkt fyrir minniháttar eldsumbrot.

Segir ráðherra hafa lofað 400 milljörðum inn í framtíðina

Deilt var á ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag fyrir að skrifa undir samninga við ýmsa aðila nú skömmu fyrir kosningar án þess að leita til Alþingis um fjárveitingar vegna þeirra. Benti fyrirspyrjandinn, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, á að samkvæmt hans samantekt hefðu ráðherrar að undanförnu lofað um 400 milljörðum króna í fjárveitingar til ýmissa mála inn í framtíðina.

Eldur í nýbyggingu í Garðabæ í morgun

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna tilkynningar um eld í nýju húsi í Akrahverfi í Garðabæ. Um var að ræða hús í byggingu við Hallakur og logaði eldur í kassa á eldavél í íbúð á þriðju hæð hússins.

Vill láta flokka kaldastríðsskjöl úti á landi

Öll skjöl sem varða öryggismál Íslands á árunum 1945 til 1991 skulu afhent Þjóðskjalasafni Íslands, sem á að flokka þau og vista í sérstöku öryggismálasafni. Talið er að það muni taka um fjögur ár að flokka skjölin og gera þau aðgengileg fræðimönnum og almenningi og hefur menntamálaráðherra ákveðið að það skuli m.a. gert á Ísafirði og Húsavík.

Áframhaldandi lækkun á hlutabréfum

Hlutabréf héldu áfram að lækka í Asíu og Evrópu í morgun annan daginn í röð í kjölfar mikillar lækkunar á kínverska hlutabréfamarkaðnum í fyrradag. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum lækkuðu töluvert og áhrif þessarar lækkunar mátti merkja hér á Íslandi annan daginn í röð.

Sagði Jón Ásgeir ekki hafa gefið fyrirmæli um færslu bókhalds

Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig færa ætti bókhald Baugs en Jón Ásgeir er meðal annars ákærður fyrir bókhaldsbrot í endurákæru í Baugsmálinu.

Tvennt flutt á slysadeild eftir harðan árekstur

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítalans nú á tólfta tímanum eftir harðan árekstur tveggja jepplinga á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Að sögn slökkviliðs vankaðist annar mannanna nokkuð við áreksturinn en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.

Sjá næstu 50 fréttir