Fleiri fréttir Flugslysaæfing ákveðin Flugslysaæfing verður haldin í Skagafirði í vor en æfingin er hugsuð sem lokahnykkur á endurskoðun flugslysaáætlunar fyrir flugvöllinn á Sauðárkróki. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa viðbragðsaðila í Skagafirði, fulltrúa Flugstoða og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær. 31.1.2007 23:21 Írak ekki vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er þess fullviss að Íranar standi á bakvið nokkrar af þeim árásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn í Írak. Í viðtali sem fréttamaður bandarísku fréttastöðvarinnar CNN tók við hann sagði al-Maliki að hann myndi ekki leyfa það að Írak yrði vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana. 31.1.2007 22:50 Lay Low söngkona ársins og Bubbi söngvari ársins Lay Low var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlununum 2006. Bubbi Morthens var valinn söngvari ársins og sagði af því tilefni að hann hefði alltaf þótt hann sjálfur góður söngvari. Elfa Rún Kristinsdóttir var valin bjartasta vonin. 31.1.2007 21:13 Klósett sprengt upp í grunnskóla Klósett var sprengt upp í einum af grunnskólum borgarinnar í gær. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við uppátækið. 31.1.2007 21:06 Íslensku tónlistarverðlaunin: Barfly með Jeff Who vinsælasta lagið Myndband hljómsveitarinnar Trabant við lagið The One hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006. Verðlaunaafhendingin stendur nú yfir í Borgarleikhúsinu. Lagið Barfly með Jeff Who var vinsælasta lag ársins samkvæmt af gestum vefsins tonlist.is. 31.1.2007 20:31 Ófremdarástand í fangelsismálum á Akureyri Flótti gæsluvarðhaldsfanga úr fangelsinu á Akureyri í gærkvöldi er dæmi um það ófremdarástand sem ríkir í fangelsismálum á Akureyri. Þetta segir Fangelsismálastofnun, en einum fanganna tókst að komast út úr klefa sínum og frelsa tvo aðra. 31.1.2007 20:00 Ábyrgð hjá útgerð og tryggingarfélagi Umhverfisráðherra segir að útgerð og tryggingafélag flutningaskipsins Wilson Muuga beri ábyrgð á því að koma skipinu af strandstað við Sandgerði fyrir nítjánda júní næstkomandi. Útgerðin og tryggingafélagið hafa sagt að þau beri einungis kostnað upp að rúmum 70 milljónum króna en ráðherra segir ábyrgð þeirra í þessum efnum ótvíræða. 31.1.2007 19:32 Öldruðum hjónum stíað í sundur Nítíu og fjögurra ára gamall maður fær ekki að dvelja með eiginkonu sinni á dvalarheimili þar sem hann er sagður of vel á sig kominn. Eiginmaðurinn hefur lést og heilsu hans hrakað síðan þeim hjónum var stíað í sundur. 31.1.2007 19:07 Björgunarafrek á Selfossi Björgunarsveitarmenn á Selfossi þykja hafa unnið frækilegt afrek þegar þeir björguðu ungum manni úr bíl sem féll í Ölfusá í gærkvöldi. Gúmbjörgunarbátur þeirra varð vélarlaus úti í miðri á og samtímis því sem þá rak stjórnlaust niður ólgandi flúðir með meðvitundarlítinn ökumanninn um borð blésu þeir lífi í hann og hnoðuðu. 31.1.2007 19:03 Jarðgöng um Gufudalssveit metin tvöfalt dýrari en þverun fjarða Vegagerðin telur að það yrði tveimur til þremur milljörðum króna dýrara að velja jarðgöng til að bæta Vestfjarðaveg um Gufudalssveit fremur en að brúa tvo firði, eins og hin umdeilda niðurstaða varð. 31.1.2007 18:57 Mótmæltu hækkunum fargjalda með Herjólfi Fjöldi fólks kom saman í Vestmannaeyjahöfn í dag til að mótmæla hækkunum fargjalda með Herjólfi. Einn af mótmælendunum sem fréttastofan ræddi við telur að hátt í fimm hundruð manns hafi tekið þátt í þeim. 31.1.2007 18:56 Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. 31.1.2007 18:45 Lögmaður Færeyja kom í opinbera heimsókn í dag Lögmaður Færeyja, Jóannes Eidesgaard, hóf opinbera heimsókn sína til Íslands í dag er hann lenti á Reykjavíkurflugvelli ásamt fríðu föruneyti. 31.1.2007 18:45 Úrsögnum úr Frjálslynda flokknum fjölgar Enn fjölgar úrsögnum úr Frjálslynda flokknum en nokkuð hefur verið um úrsagnir eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði sig úr flokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segir ekki við öðru að búast þar sem mikil smölun hafi verið á landsfund flokksins um helgina. Því var fyrirfram ljóst að margir hafi fyrst og fremst ætlað að taka þátt í kosningunni. 31.1.2007 18:43 Slíta ætti stjórnarsamstarfinu vegna svika í stjórnarskrármálinu Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. 31.1.2007 18:30 Níu manns handteknir í aðgerðum bresku lögreglunnar Níu manns voru handteknir í nótt, í aðgerðum bresku lögreglunnar, grunaðir um undirbúning hryðjuverka í Bretlandi. Íbúar í Birmingham, þar sem handtökurnar fóru fram, eru felmtri slegnir og hissa. 31.1.2007 18:30 Beita á lagalegum úrræðum vegna uppsagna fangavarða Fangelsismálastofnun ríkisins hafa borist uppsagnir frá 39 fangavörðum sem starfa í fangelsum landsins. Uppsagnirnar eru frá og með 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér segir að kjarasamningar við fangaverði séu í gildi. 31.1.2007 18:29 Lýst eftir sextán ára stúlku Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sextán ára stúlku Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur. Ekkert er vitað um ferðir Sigríðar síðan á síðastliðinn laugardag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. 31.1.2007 18:15 Lögregla átti ekki þátt í dauða manns sem gekk berserksgang Ekki er talið lögreglan hafi átt þátt í dauða karlmanns sem lést í haldi hennar eftir að hann gekk berserksgang á Hótel Sögu. Krufning leiddi í ljós að maðurinn lést vegna æsingsóráðsheilkenna sem orsakaðist af neyslu fíkniefna. 31.1.2007 17:30 Bara ríkið Þúsundir stúdenta og kennara fóru í mótmælagöngu í Aþenu í dag, til þess að mótmæla endurbótum stjórnvalda á menntakerfinu, sem meðal annars felur í sér að einkareknir háskólar verða leyfðir. 31.1.2007 16:54 Tilnefningar Hagþenkis kynntar Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í ReykjavíkurAkademíunni var verið að kynna lista 10 framúrskarandi fræðirita sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis árið 2006. Hagþenkir eru félag höfunda fræðirita og kennslugagna og viðurkenningarnar eru: 31.1.2007 16:54 Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var 31.1.2007 16:52 Svörtum íbúum Frakklands misboðið 31.1.2007 16:44 Bretar safna liði gegn hvalveiðum 31.1.2007 16:37 Flugstoðir leggja ekki niður flugvelli Flugstoðir ohf segja ekkert hæft í fullyrðingum Arngríms Jónssonar flugstjóra og formanns Flugmálafélags Íslands þess efnis, að Flugstoðir hafi lagt niður Ólafsfjarðarflugvöll. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Flugstoða, segir að Ólafsfjarðarflugvöllur hafi verið lagður af um síðustu aldamót í samvinnu við yfirvöld á staðnum, og þá voru Flugstoðir ohf ekki til. 31.1.2007 16:30 Kompás aðgengilegur fyrir iTunes á podcast Fréttaskýringaþátturinn Kompás sem sýndur er á Stöð 2 er nú aðgengilegur fyrir iTunes á Podcast.is. Eins og kunnugt hlaut þátturinn Edduverðlaunin í fyrra í flokknum besti sjónvarpsþátturinn og þá hefur umfjöllun hans um læknadóp, Byrgið og barnaníðinga á Netinu vakið mikla athygli. 31.1.2007 16:29 Tétsenar heiðra Krúsjoff Tétesenar endurskírðu í dag torg í höfuðborg sinni Grozny, eftir Nikita Krúsjoff, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðan fyrir þessum heiðri er sú að fyrir fimmtíu árum leyfði Krúsjoff Tétsenum að snúa aftur heim til sín úr útlegð. 31.1.2007 16:23 Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Bryndís Shcram fjölmiðlakona sem tók sig til og settist fyrir framan vinnuvélar og stöðvaði þannig vinnu þeirra. 31.1.2007 15:57 Mengun verður langt undir mörkum Verði af stækkun álvers Alcan í Straumsvík verða loftgæði með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs undir öllum mörkum sem sett eru innan sem utan lóðamarka álversins. Þetta kom fram á fundi Samtaka Atvinnulífsins um atvinnulíf og umhverfi sem fram fór í morgun. 31.1.2007 15:51 Mágur Osamas myrtur á Madagaskar Óþekktir byssumenn myrtu í dag mág Ósamas bin Laden, á eynni Madagaskar, sem er undan suðausturströnd Afríku. Jamal Khalifa átti þar demantanámu, og verslaði með eðalsteina. Tíu til tuttugu byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á heimili hans, skotið hann til bana, og stolið ýmsum eigum hans. 31.1.2007 15:41 Sala á Morgunblaðinu dregst saman á milli ára Meðaltalssala á Morgublaðinu á dag dróst saman um nærri fimm þúsund eintök á síðari helmingi ársins 2006 miðað við sama tímabil ársins 2005. Þetta eru niðurstöður upplagseftirlits Viðskiptaráðs Íslands sem hefur eftirlit með seldum eintökum Morgunblaðsins og prentun og dreifingu Fréttablaðsins. 31.1.2007 15:26 Skaðræðisrollur í sælgætisleit Ný umhverfisvæn saltkorn sem notuð eru til að selta hála vegi í Wales í Bretlandi hafa reynst of góð – alla vega hjá kindurm í nágrenninu. Sykur-líkur hjúpur saltsins þykir það bragðgóður hjá sauðunum í Flintshire að þeir flokkast upp á vegina eftir að saltbíllinn hefur farið hjá, og borða saltið upp til agna. Hið umhverfisvæna salt er húðað sykurhlaupi svo það festist betur í hálku í stað þess að renna eða fjúka af veginum. 31.1.2007 15:26 Lýsing af leiknum hraðaði akstrinum Sautján ára gömul stúlka var stöðvuð á Vesturlandsvegi í gær á 125 km hraða. Hún gaf lögreglu þá skýringu að hún hefði gleymt sér við lýsingu í útvarpinu á leik Íslendinga og Dana. Í hita leiksins gleymdi hún að fylgjast með hraðamælinum. Skömmu síðar var liðlega tvítugur piltur tekinn á sama vegi á 129 km hraða. 31.1.2007 14:52 Steinaldarþorp í grennd við Stonehenge Breskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir af stóru þorpi í grennd við Stonehenge, sem talið er að hafi tengst hinum fornu steinhleðslum. Þorpið er þá um 4600 ára gamalt og það stærsta sem fundist hefur í Bretlandi, frá síðari hluta steinaldar. Fornleifafræðingarnir telja sig hafa fundið tuttugu og fimm húsastæði og telja að þau séu mun fleiri. Þá grunar að íbúarnir hafi unnið við að reisa Stonhenge. 31.1.2007 14:50 Tefja ferðir ráðherra á HM fyrir störfum þingsins? Spurt var um það á Alþingi hvort ekki væri hægt að taka fyrir fleiri fyrirspurnir á Alþingi vegna þess að ráðherrar streymdu á heimsmeistaramótið í handknattleik. 31.1.2007 14:31 Sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. 31.1.2007 14:23 Reyktu lyfin þín Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. 31.1.2007 14:13 Árni Þór hættir sem Sirkusstjóri Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á Sirkus, og tveir aðrir starfsmenn stöðvarinnar láta af störfum á næstu dögum vegna skipulagsbreytinga. Sjónvarpsstöðin hefur verið rekin sem sjálfstæð eining innan 365 miðla en eftir breytingarnar færist rekstur sjónvarpstöðvarinnar Sirkus undir Stöð 2. Dagskrá stöðvarinnar tekur ekki breytingum, að því er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir í samtali við Vísi. Sirkus er afþreyingarstöð sem höfðar til yngri aldurshópa og er send út í opinni dagskrá. 31.1.2007 14:04 Fjórar milljónir hafa flúið í Írak 31.1.2007 13:55 Fjórir látnir í fjölskylduharmleik í Stafangri Tveir fullorðnir og tvö börn hafa fundist látin í íbúð í Storhaug í Stafangri í Noregi. Frá þessu er greint á vef Stavanger Aftenblad. Haft er eftir lögreglu, sem er nýkomin á staðinn að um fjölskylduharmleik sé að ræða. 31.1.2007 13:36 Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að tugþúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt. 31.1.2007 13:26 Bill Gates segir Ísland góðan kost fyrir þróunarstarf Microsoft Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti fund síðdegis í gær með Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsetans, lýsti Gates yfir áhuga á því að kynna sér nánari möguleika á að Ísland verði tilraunavettvangur fyrir nýjan hugbúnað og þróun upplýsingatækni. 31.1.2007 13:00 Kenndi börnunum að drekka og reykja Lögreglan í Varsjá hefur yfirheyrt pólskan föður vegna grunsemda um að hann hafi kennt ungum sonum sínum að drekka og reykja. Eiginkona mannsins sýndi lögreglu myndskeið úr farsíma af manninum með fjórum sonum þeirra sem eru á aldrinum tveggja til átta ára. Mariuxz Lechniak, 35 ára frá Varsjá, mun hafa sagt lögreglu að hann vildi vera viss að synir hans yrðu “alvöru menn.” 31.1.2007 12:50 Lögmaður Færeyja í opinbera heimsókn Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, kemur í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag, í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Í för með lögmanninum verða embættismenn og fjölmenn viðskiptasendinefnd. 31.1.2007 12:45 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela ostaköku Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hnupla ostaköku úr verslun Nóatúns við Hringbraut í fyrrasumar. Maðurinn játaði verknaðinn en í ljósi þess að hann rauf skilorð með brotinu var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. 31.1.2007 12:43 Sjá næstu 50 fréttir
Flugslysaæfing ákveðin Flugslysaæfing verður haldin í Skagafirði í vor en æfingin er hugsuð sem lokahnykkur á endurskoðun flugslysaáætlunar fyrir flugvöllinn á Sauðárkróki. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa viðbragðsaðila í Skagafirði, fulltrúa Flugstoða og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær. 31.1.2007 23:21
Írak ekki vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er þess fullviss að Íranar standi á bakvið nokkrar af þeim árásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn í Írak. Í viðtali sem fréttamaður bandarísku fréttastöðvarinnar CNN tók við hann sagði al-Maliki að hann myndi ekki leyfa það að Írak yrði vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana. 31.1.2007 22:50
Lay Low söngkona ársins og Bubbi söngvari ársins Lay Low var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlununum 2006. Bubbi Morthens var valinn söngvari ársins og sagði af því tilefni að hann hefði alltaf þótt hann sjálfur góður söngvari. Elfa Rún Kristinsdóttir var valin bjartasta vonin. 31.1.2007 21:13
Klósett sprengt upp í grunnskóla Klósett var sprengt upp í einum af grunnskólum borgarinnar í gær. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við uppátækið. 31.1.2007 21:06
Íslensku tónlistarverðlaunin: Barfly með Jeff Who vinsælasta lagið Myndband hljómsveitarinnar Trabant við lagið The One hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006. Verðlaunaafhendingin stendur nú yfir í Borgarleikhúsinu. Lagið Barfly með Jeff Who var vinsælasta lag ársins samkvæmt af gestum vefsins tonlist.is. 31.1.2007 20:31
Ófremdarástand í fangelsismálum á Akureyri Flótti gæsluvarðhaldsfanga úr fangelsinu á Akureyri í gærkvöldi er dæmi um það ófremdarástand sem ríkir í fangelsismálum á Akureyri. Þetta segir Fangelsismálastofnun, en einum fanganna tókst að komast út úr klefa sínum og frelsa tvo aðra. 31.1.2007 20:00
Ábyrgð hjá útgerð og tryggingarfélagi Umhverfisráðherra segir að útgerð og tryggingafélag flutningaskipsins Wilson Muuga beri ábyrgð á því að koma skipinu af strandstað við Sandgerði fyrir nítjánda júní næstkomandi. Útgerðin og tryggingafélagið hafa sagt að þau beri einungis kostnað upp að rúmum 70 milljónum króna en ráðherra segir ábyrgð þeirra í þessum efnum ótvíræða. 31.1.2007 19:32
Öldruðum hjónum stíað í sundur Nítíu og fjögurra ára gamall maður fær ekki að dvelja með eiginkonu sinni á dvalarheimili þar sem hann er sagður of vel á sig kominn. Eiginmaðurinn hefur lést og heilsu hans hrakað síðan þeim hjónum var stíað í sundur. 31.1.2007 19:07
Björgunarafrek á Selfossi Björgunarsveitarmenn á Selfossi þykja hafa unnið frækilegt afrek þegar þeir björguðu ungum manni úr bíl sem féll í Ölfusá í gærkvöldi. Gúmbjörgunarbátur þeirra varð vélarlaus úti í miðri á og samtímis því sem þá rak stjórnlaust niður ólgandi flúðir með meðvitundarlítinn ökumanninn um borð blésu þeir lífi í hann og hnoðuðu. 31.1.2007 19:03
Jarðgöng um Gufudalssveit metin tvöfalt dýrari en þverun fjarða Vegagerðin telur að það yrði tveimur til þremur milljörðum króna dýrara að velja jarðgöng til að bæta Vestfjarðaveg um Gufudalssveit fremur en að brúa tvo firði, eins og hin umdeilda niðurstaða varð. 31.1.2007 18:57
Mótmæltu hækkunum fargjalda með Herjólfi Fjöldi fólks kom saman í Vestmannaeyjahöfn í dag til að mótmæla hækkunum fargjalda með Herjólfi. Einn af mótmælendunum sem fréttastofan ræddi við telur að hátt í fimm hundruð manns hafi tekið þátt í þeim. 31.1.2007 18:56
Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. 31.1.2007 18:45
Lögmaður Færeyja kom í opinbera heimsókn í dag Lögmaður Færeyja, Jóannes Eidesgaard, hóf opinbera heimsókn sína til Íslands í dag er hann lenti á Reykjavíkurflugvelli ásamt fríðu föruneyti. 31.1.2007 18:45
Úrsögnum úr Frjálslynda flokknum fjölgar Enn fjölgar úrsögnum úr Frjálslynda flokknum en nokkuð hefur verið um úrsagnir eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði sig úr flokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segir ekki við öðru að búast þar sem mikil smölun hafi verið á landsfund flokksins um helgina. Því var fyrirfram ljóst að margir hafi fyrst og fremst ætlað að taka þátt í kosningunni. 31.1.2007 18:43
Slíta ætti stjórnarsamstarfinu vegna svika í stjórnarskrármálinu Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. 31.1.2007 18:30
Níu manns handteknir í aðgerðum bresku lögreglunnar Níu manns voru handteknir í nótt, í aðgerðum bresku lögreglunnar, grunaðir um undirbúning hryðjuverka í Bretlandi. Íbúar í Birmingham, þar sem handtökurnar fóru fram, eru felmtri slegnir og hissa. 31.1.2007 18:30
Beita á lagalegum úrræðum vegna uppsagna fangavarða Fangelsismálastofnun ríkisins hafa borist uppsagnir frá 39 fangavörðum sem starfa í fangelsum landsins. Uppsagnirnar eru frá og með 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér segir að kjarasamningar við fangaverði séu í gildi. 31.1.2007 18:29
Lýst eftir sextán ára stúlku Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sextán ára stúlku Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur. Ekkert er vitað um ferðir Sigríðar síðan á síðastliðinn laugardag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. 31.1.2007 18:15
Lögregla átti ekki þátt í dauða manns sem gekk berserksgang Ekki er talið lögreglan hafi átt þátt í dauða karlmanns sem lést í haldi hennar eftir að hann gekk berserksgang á Hótel Sögu. Krufning leiddi í ljós að maðurinn lést vegna æsingsóráðsheilkenna sem orsakaðist af neyslu fíkniefna. 31.1.2007 17:30
Bara ríkið Þúsundir stúdenta og kennara fóru í mótmælagöngu í Aþenu í dag, til þess að mótmæla endurbótum stjórnvalda á menntakerfinu, sem meðal annars felur í sér að einkareknir háskólar verða leyfðir. 31.1.2007 16:54
Tilnefningar Hagþenkis kynntar Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í ReykjavíkurAkademíunni var verið að kynna lista 10 framúrskarandi fræðirita sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis árið 2006. Hagþenkir eru félag höfunda fræðirita og kennslugagna og viðurkenningarnar eru: 31.1.2007 16:54
Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var 31.1.2007 16:52
Flugstoðir leggja ekki niður flugvelli Flugstoðir ohf segja ekkert hæft í fullyrðingum Arngríms Jónssonar flugstjóra og formanns Flugmálafélags Íslands þess efnis, að Flugstoðir hafi lagt niður Ólafsfjarðarflugvöll. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Flugstoða, segir að Ólafsfjarðarflugvöllur hafi verið lagður af um síðustu aldamót í samvinnu við yfirvöld á staðnum, og þá voru Flugstoðir ohf ekki til. 31.1.2007 16:30
Kompás aðgengilegur fyrir iTunes á podcast Fréttaskýringaþátturinn Kompás sem sýndur er á Stöð 2 er nú aðgengilegur fyrir iTunes á Podcast.is. Eins og kunnugt hlaut þátturinn Edduverðlaunin í fyrra í flokknum besti sjónvarpsþátturinn og þá hefur umfjöllun hans um læknadóp, Byrgið og barnaníðinga á Netinu vakið mikla athygli. 31.1.2007 16:29
Tétsenar heiðra Krúsjoff Tétesenar endurskírðu í dag torg í höfuðborg sinni Grozny, eftir Nikita Krúsjoff, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðan fyrir þessum heiðri er sú að fyrir fimmtíu árum leyfði Krúsjoff Tétsenum að snúa aftur heim til sín úr útlegð. 31.1.2007 16:23
Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Bryndís Shcram fjölmiðlakona sem tók sig til og settist fyrir framan vinnuvélar og stöðvaði þannig vinnu þeirra. 31.1.2007 15:57
Mengun verður langt undir mörkum Verði af stækkun álvers Alcan í Straumsvík verða loftgæði með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs undir öllum mörkum sem sett eru innan sem utan lóðamarka álversins. Þetta kom fram á fundi Samtaka Atvinnulífsins um atvinnulíf og umhverfi sem fram fór í morgun. 31.1.2007 15:51
Mágur Osamas myrtur á Madagaskar Óþekktir byssumenn myrtu í dag mág Ósamas bin Laden, á eynni Madagaskar, sem er undan suðausturströnd Afríku. Jamal Khalifa átti þar demantanámu, og verslaði með eðalsteina. Tíu til tuttugu byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á heimili hans, skotið hann til bana, og stolið ýmsum eigum hans. 31.1.2007 15:41
Sala á Morgunblaðinu dregst saman á milli ára Meðaltalssala á Morgublaðinu á dag dróst saman um nærri fimm þúsund eintök á síðari helmingi ársins 2006 miðað við sama tímabil ársins 2005. Þetta eru niðurstöður upplagseftirlits Viðskiptaráðs Íslands sem hefur eftirlit með seldum eintökum Morgunblaðsins og prentun og dreifingu Fréttablaðsins. 31.1.2007 15:26
Skaðræðisrollur í sælgætisleit Ný umhverfisvæn saltkorn sem notuð eru til að selta hála vegi í Wales í Bretlandi hafa reynst of góð – alla vega hjá kindurm í nágrenninu. Sykur-líkur hjúpur saltsins þykir það bragðgóður hjá sauðunum í Flintshire að þeir flokkast upp á vegina eftir að saltbíllinn hefur farið hjá, og borða saltið upp til agna. Hið umhverfisvæna salt er húðað sykurhlaupi svo það festist betur í hálku í stað þess að renna eða fjúka af veginum. 31.1.2007 15:26
Lýsing af leiknum hraðaði akstrinum Sautján ára gömul stúlka var stöðvuð á Vesturlandsvegi í gær á 125 km hraða. Hún gaf lögreglu þá skýringu að hún hefði gleymt sér við lýsingu í útvarpinu á leik Íslendinga og Dana. Í hita leiksins gleymdi hún að fylgjast með hraðamælinum. Skömmu síðar var liðlega tvítugur piltur tekinn á sama vegi á 129 km hraða. 31.1.2007 14:52
Steinaldarþorp í grennd við Stonehenge Breskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir af stóru þorpi í grennd við Stonehenge, sem talið er að hafi tengst hinum fornu steinhleðslum. Þorpið er þá um 4600 ára gamalt og það stærsta sem fundist hefur í Bretlandi, frá síðari hluta steinaldar. Fornleifafræðingarnir telja sig hafa fundið tuttugu og fimm húsastæði og telja að þau séu mun fleiri. Þá grunar að íbúarnir hafi unnið við að reisa Stonhenge. 31.1.2007 14:50
Tefja ferðir ráðherra á HM fyrir störfum þingsins? Spurt var um það á Alþingi hvort ekki væri hægt að taka fyrir fleiri fyrirspurnir á Alþingi vegna þess að ráðherrar streymdu á heimsmeistaramótið í handknattleik. 31.1.2007 14:31
Sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. 31.1.2007 14:23
Reyktu lyfin þín Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. 31.1.2007 14:13
Árni Þór hættir sem Sirkusstjóri Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á Sirkus, og tveir aðrir starfsmenn stöðvarinnar láta af störfum á næstu dögum vegna skipulagsbreytinga. Sjónvarpsstöðin hefur verið rekin sem sjálfstæð eining innan 365 miðla en eftir breytingarnar færist rekstur sjónvarpstöðvarinnar Sirkus undir Stöð 2. Dagskrá stöðvarinnar tekur ekki breytingum, að því er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir í samtali við Vísi. Sirkus er afþreyingarstöð sem höfðar til yngri aldurshópa og er send út í opinni dagskrá. 31.1.2007 14:04
Fjórir látnir í fjölskylduharmleik í Stafangri Tveir fullorðnir og tvö börn hafa fundist látin í íbúð í Storhaug í Stafangri í Noregi. Frá þessu er greint á vef Stavanger Aftenblad. Haft er eftir lögreglu, sem er nýkomin á staðinn að um fjölskylduharmleik sé að ræða. 31.1.2007 13:36
Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að tugþúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt. 31.1.2007 13:26
Bill Gates segir Ísland góðan kost fyrir þróunarstarf Microsoft Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti fund síðdegis í gær með Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsetans, lýsti Gates yfir áhuga á því að kynna sér nánari möguleika á að Ísland verði tilraunavettvangur fyrir nýjan hugbúnað og þróun upplýsingatækni. 31.1.2007 13:00
Kenndi börnunum að drekka og reykja Lögreglan í Varsjá hefur yfirheyrt pólskan föður vegna grunsemda um að hann hafi kennt ungum sonum sínum að drekka og reykja. Eiginkona mannsins sýndi lögreglu myndskeið úr farsíma af manninum með fjórum sonum þeirra sem eru á aldrinum tveggja til átta ára. Mariuxz Lechniak, 35 ára frá Varsjá, mun hafa sagt lögreglu að hann vildi vera viss að synir hans yrðu “alvöru menn.” 31.1.2007 12:50
Lögmaður Færeyja í opinbera heimsókn Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, kemur í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag, í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Í för með lögmanninum verða embættismenn og fjölmenn viðskiptasendinefnd. 31.1.2007 12:45
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela ostaköku Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hnupla ostaköku úr verslun Nóatúns við Hringbraut í fyrrasumar. Maðurinn játaði verknaðinn en í ljósi þess að hann rauf skilorð með brotinu var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. 31.1.2007 12:43