Slíta ætti stjórnarsamstarfinu vegna svika í stjórnarskrármálinu 31. janúar 2007 18:30 MYND/Ljósmyndadeild Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. Það liggur í loftinu að Kristinn H Gunnarsson sé að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Í hádegisviðtalinu í dag vildi hann ekki segja neitt um framtíðaráform sín annað en að hann hygðist áfram vinna á vettvangi stjórnmálanna. Hann er hins vegar mjög óánægður með vinnubrögð síns eigin flokks. "Ég myndi vera áfram í Framsóknarflokknum þó ég kæmist ekki inn á þing ef flokkurinn væri að vinna að þeirri stefnu sem ætlar sér að gera eða segist ætla að gera," sagði Kristinn. Þannig að þú ert á leið út úr Framsóknarflokknum? "Ég vil ekki vinna með flokknum að framkvæma þá stefnu á næsta kjörtímabili sem hann hefur verið að framkvæma á þessu kjörtímabili.Það er alveg ljóst." Kristinn sagði flokkinn hafa gengið of langt í einkavæðingarmálum og þá hefði flokkurinn beinlínis svikið fyrirliggjandi stefnu sína varðandi Ríkisútvarpið. "Nú tekur flokkurinn U beygju og framkvæmir niðurstöðu eða stefnu sem er þvert á móti því sem flokkurinn hafði kynnt sig fyrir og sagt kjósendum að hann stæði fyrir. Ég get ekki tekið þátt í svona U beygju," sagði Kristinn. Stærsta málið segir Kristinn hins vegar vera það kosningaloforð flokksins að tryggja það í stjórnarskrá að auðlyndir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Þetta atriði hafi verið sett í stjórnarsáttmála en þegar stjórnarskrárnefnd skilaði af sér hafi þetta mál ekki verið inni vegna ágreinings í nefndinni. "Og hver gerir þann ágreining? Það getur varla verið Framsóknarflokkurinn. Og ég spyr, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera þennan ágreining? Og ef Sjálfstæðisflokkurinn er að neita að standa við stjórnarsáttmálann, ef Sjálfstæðismenn vilja ekki standa við stjórnarsáttmálann, þá á Framsóknarflokkurinn að slíta þessari ríkisstjórn," sagði Kristinn. Á þessu, núna? "Á þessu máli núna að sjálfsögðu. Vegna þess að þetta er eitt stærsta málið sem um verður tekist næstu árin; það er eignin á auðlindunum," sagði Kristinn H Gunnarsson. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. Það liggur í loftinu að Kristinn H Gunnarsson sé að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Í hádegisviðtalinu í dag vildi hann ekki segja neitt um framtíðaráform sín annað en að hann hygðist áfram vinna á vettvangi stjórnmálanna. Hann er hins vegar mjög óánægður með vinnubrögð síns eigin flokks. "Ég myndi vera áfram í Framsóknarflokknum þó ég kæmist ekki inn á þing ef flokkurinn væri að vinna að þeirri stefnu sem ætlar sér að gera eða segist ætla að gera," sagði Kristinn. Þannig að þú ert á leið út úr Framsóknarflokknum? "Ég vil ekki vinna með flokknum að framkvæma þá stefnu á næsta kjörtímabili sem hann hefur verið að framkvæma á þessu kjörtímabili.Það er alveg ljóst." Kristinn sagði flokkinn hafa gengið of langt í einkavæðingarmálum og þá hefði flokkurinn beinlínis svikið fyrirliggjandi stefnu sína varðandi Ríkisútvarpið. "Nú tekur flokkurinn U beygju og framkvæmir niðurstöðu eða stefnu sem er þvert á móti því sem flokkurinn hafði kynnt sig fyrir og sagt kjósendum að hann stæði fyrir. Ég get ekki tekið þátt í svona U beygju," sagði Kristinn. Stærsta málið segir Kristinn hins vegar vera það kosningaloforð flokksins að tryggja það í stjórnarskrá að auðlyndir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Þetta atriði hafi verið sett í stjórnarsáttmála en þegar stjórnarskrárnefnd skilaði af sér hafi þetta mál ekki verið inni vegna ágreinings í nefndinni. "Og hver gerir þann ágreining? Það getur varla verið Framsóknarflokkurinn. Og ég spyr, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera þennan ágreining? Og ef Sjálfstæðisflokkurinn er að neita að standa við stjórnarsáttmálann, ef Sjálfstæðismenn vilja ekki standa við stjórnarsáttmálann, þá á Framsóknarflokkurinn að slíta þessari ríkisstjórn," sagði Kristinn. Á þessu, núna? "Á þessu máli núna að sjálfsögðu. Vegna þess að þetta er eitt stærsta málið sem um verður tekist næstu árin; það er eignin á auðlindunum," sagði Kristinn H Gunnarsson.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira