Slíta ætti stjórnarsamstarfinu vegna svika í stjórnarskrármálinu 31. janúar 2007 18:30 MYND/Ljósmyndadeild Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. Það liggur í loftinu að Kristinn H Gunnarsson sé að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Í hádegisviðtalinu í dag vildi hann ekki segja neitt um framtíðaráform sín annað en að hann hygðist áfram vinna á vettvangi stjórnmálanna. Hann er hins vegar mjög óánægður með vinnubrögð síns eigin flokks. "Ég myndi vera áfram í Framsóknarflokknum þó ég kæmist ekki inn á þing ef flokkurinn væri að vinna að þeirri stefnu sem ætlar sér að gera eða segist ætla að gera," sagði Kristinn. Þannig að þú ert á leið út úr Framsóknarflokknum? "Ég vil ekki vinna með flokknum að framkvæma þá stefnu á næsta kjörtímabili sem hann hefur verið að framkvæma á þessu kjörtímabili.Það er alveg ljóst." Kristinn sagði flokkinn hafa gengið of langt í einkavæðingarmálum og þá hefði flokkurinn beinlínis svikið fyrirliggjandi stefnu sína varðandi Ríkisútvarpið. "Nú tekur flokkurinn U beygju og framkvæmir niðurstöðu eða stefnu sem er þvert á móti því sem flokkurinn hafði kynnt sig fyrir og sagt kjósendum að hann stæði fyrir. Ég get ekki tekið þátt í svona U beygju," sagði Kristinn. Stærsta málið segir Kristinn hins vegar vera það kosningaloforð flokksins að tryggja það í stjórnarskrá að auðlyndir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Þetta atriði hafi verið sett í stjórnarsáttmála en þegar stjórnarskrárnefnd skilaði af sér hafi þetta mál ekki verið inni vegna ágreinings í nefndinni. "Og hver gerir þann ágreining? Það getur varla verið Framsóknarflokkurinn. Og ég spyr, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera þennan ágreining? Og ef Sjálfstæðisflokkurinn er að neita að standa við stjórnarsáttmálann, ef Sjálfstæðismenn vilja ekki standa við stjórnarsáttmálann, þá á Framsóknarflokkurinn að slíta þessari ríkisstjórn," sagði Kristinn. Á þessu, núna? "Á þessu máli núna að sjálfsögðu. Vegna þess að þetta er eitt stærsta málið sem um verður tekist næstu árin; það er eignin á auðlindunum," sagði Kristinn H Gunnarsson. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn vegna vanefnda um að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins inn í tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Hann segist ekki eiga samleið með flokki sem hafi farið eins mikið á svig við stefnumál sín og flokkurinn hafi gert á þessu kjörtímabili. Það liggur í loftinu að Kristinn H Gunnarsson sé að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Í hádegisviðtalinu í dag vildi hann ekki segja neitt um framtíðaráform sín annað en að hann hygðist áfram vinna á vettvangi stjórnmálanna. Hann er hins vegar mjög óánægður með vinnubrögð síns eigin flokks. "Ég myndi vera áfram í Framsóknarflokknum þó ég kæmist ekki inn á þing ef flokkurinn væri að vinna að þeirri stefnu sem ætlar sér að gera eða segist ætla að gera," sagði Kristinn. Þannig að þú ert á leið út úr Framsóknarflokknum? "Ég vil ekki vinna með flokknum að framkvæma þá stefnu á næsta kjörtímabili sem hann hefur verið að framkvæma á þessu kjörtímabili.Það er alveg ljóst." Kristinn sagði flokkinn hafa gengið of langt í einkavæðingarmálum og þá hefði flokkurinn beinlínis svikið fyrirliggjandi stefnu sína varðandi Ríkisútvarpið. "Nú tekur flokkurinn U beygju og framkvæmir niðurstöðu eða stefnu sem er þvert á móti því sem flokkurinn hafði kynnt sig fyrir og sagt kjósendum að hann stæði fyrir. Ég get ekki tekið þátt í svona U beygju," sagði Kristinn. Stærsta málið segir Kristinn hins vegar vera það kosningaloforð flokksins að tryggja það í stjórnarskrá að auðlyndir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Þetta atriði hafi verið sett í stjórnarsáttmála en þegar stjórnarskrárnefnd skilaði af sér hafi þetta mál ekki verið inni vegna ágreinings í nefndinni. "Og hver gerir þann ágreining? Það getur varla verið Framsóknarflokkurinn. Og ég spyr, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera þennan ágreining? Og ef Sjálfstæðisflokkurinn er að neita að standa við stjórnarsáttmálann, ef Sjálfstæðismenn vilja ekki standa við stjórnarsáttmálann, þá á Framsóknarflokkurinn að slíta þessari ríkisstjórn," sagði Kristinn. Á þessu, núna? "Á þessu máli núna að sjálfsögðu. Vegna þess að þetta er eitt stærsta málið sem um verður tekist næstu árin; það er eignin á auðlindunum," sagði Kristinn H Gunnarsson.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira