Fleiri fréttir

Ríkisstjórnin vissi af svartri skýrslu um Byrgið

Ríkisstjórnin vissi af svartri skýrslu um fjármál Byrgisins fyrir röskum fjórum árum. Þetta fullyrðir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar. Minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn um málið árið 2002 og síðan hafi ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd ákveðið framlög til Byrgisins.

Aðildarviðræður frestist nema Mladic verði framseldur

Yfirsaksóknari glæpamannadómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsglæpa í fyrrum Júgóslavíu skoraði á Evrópusambandið í dag að fresta aðildarviðræðum við Serbíu þar til eftirlýstir stríðsglæpamenn hafa verið framseldir.

Um helmingur fangavarða í landinu hefur sagt upp

Rétt um helmingur allra fangavarða í landinu hefur skilað inn uppsagnarbréfi til Fangelsismálastofnunar vegna mikillar ónægju með kjör sín. Fangaverðir eru ósáttir við að þeir hafi dregist aftur úr lögreglumönnum í launum en laun þessara tveggja stétta héldust lengi vel í hendur.

Nekt danska umferðarráðsins mest skoðuð á netinu

Nekt selur og netið er öflugur miðill. Þessar staðreyndir sönnuðust enn á ný í herferð danska umferðaröryggisráðsins (RFFS) í nóvember sl, þar sem notast var við nútímalegar en jafnframt djarfar aðferðir til að ná niður ökuhraða á dönskum vegum. Markmiðið var að ná til þeirra ökumanna sem mestum skaða valda með hraðakstri: ungra karlkyns bílstjóra. Útbúið var myndskeið með berbrjósta hraðaeftirlitsmönnum og sett í sjálfvirka dreifingu á netinu.

Milljónum dollara sóað í Írak

Milljónir dollara sem bandaríkjamenn veittu til enduruppbyggingar í Írak hefur verið sóað, segja bandarískir endurskoðendur í skýrslu til Bandaríkjaþings sem varar við spillingu. Ónotaðar æfingabúðir fyrir lögreglumenn í Baghdad með risasundlaug er eitt af mannvirkjunum sem endurskoðendurnir benda á máli sínu til stuðnings. Milljarður íslenskra króna sem veittur hefur verið til uppbyggingar er enn ónotaður af íröskum stjórnvöldum.

Ísraelskur ráðherra sakfelldur

Ísraelskur dómstóll sakfelldi í dag dómsmálaráðherrann fyrrverandi Haim Ramon fyrir kynferðislega áreitni við konu í ísraelska hernum. Ramon sagði af sér í ágúst eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. Sakir hans voru að hafa þröngvað konu í hernum til að kyssa sig eftir að hún bað hann um að mynd af þeim saman.

Staða einstakra smásölufyrirtækja metin

Samkeppniseftirlitið er nú að athuga stöðu einstakra smásölufyrirtækja varðandi markaðsráðandi stöðu og hvort skaðleg undirverðlagning á tilteknum sviðum hafi átt sér stað. Upplýsinga hefur verið aflað frá smásöluverslunum um samningsskilmála við birgja. Niðurstöður athugunarinnar liggja ekki fyrir enn sem komið er, en aflað hefur verið umfangsmikilla gagna vegna greiningarinnar og er hún vel á veg komin.

Ísraelar ráðast gegn Heilögu stríði

Ísraelsher ætlar að ráðast gegn palestínsku andspyrnu og hryðjuverkasamtökunum Heilögu stríði, eða Islamic Jihad. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir samráðsfund forsætis- og varnarmálaráðherra landsins með yfirmönnum hersins.

Bíll fór út í Ölfusá

Flytja þurfti ungan karlmann á slysadeild eftir að bíll hans fór út í Ölfusá á ellefta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn einn í bílnum, sem fór út í ána við Árveg rétt ofan við Ölfusárbrú. Ekki er vitað um líðan hans á þessari stundu.

Fótbrotnaði þegar hann féll af hestbaki

Karlmaður á sextugsaldri fótbrotnaði þegar hann féll af hestbaki í kvöld. Maðurinn var við hesthúsahverfið Heimsenda í Kópavogi. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús þar sem búið var um brotið.

Kona féll í gjótu

Flytja þurfti konu á slysadeild með meiðsl á fæti eftir að hún datt ofan í gjótu á golfvelli í kvöld. Konan var á gangi á golfvellinum á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði, á níunda tímanum í kvöld, þegar hún varð fyrir því óláni að falla í gjótuna. Hún var flutt á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús þar sem gert var að fæti hennar en að sögn vakthafandi læknis var hún óbrotin.

Struku úr fangelsi og náðust á stolnum bíl

Þrjú ungmenni struku úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en náðust skömmu síðar á stolnum bíl í Varmahlíð. Ungmennin, sem eru öll um tvítugt, voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Ólýsanlega sárt

Guðmundur Guðmundsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins var að vonum bragðdaufur eftir tapið gegn Dönum í kvöld og sagði það ólýsanlega sárt. Hann sagðist þó mjög stoltur af íslenska liðinu fyrir frammistöðu þess í kvöld.

Akureyri vill komast í hóp rólegra bæja

Akureyri stefnir að því að komast í hóp rólegra bæja um allan heim þar sem boðuð er andstaða við hraða. Það þýðir þó ekki að bærinn verði vinstri-grænn, segir bæjarstjóri.

Danir sigruðu með marki á lokasekúndu

Danir sigruðu með marki á lokasekúndu framlengingar í átta liða úrslitum á HM í handbolta, lokastaðan 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar voru með pálmann í höndunum þegar um hálf mínúta var eftir, staðan jöfn og Íslendingar með boltann en glopruðu tækifærinu og því fór sem fór. Íslendingar leika því um 5-8 sætið á HM.

Framlengt í leik Íslendinga og Dana

Íslendingar jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins gegn Dönum og leikurinn verður framlengdur. Snorri Steinn Guðjónsson reyndist þyngdar sinnar virði í gulli á síðustu mínútum venjulegs leiktíma, en hann hefur skorað alls 12 mörk í leiknum.

Bankarnir högnuðust um 208 milljarða króna

Viðskiptabankarnir þrír og fjárfestingabankinn Straumur Burðarás högnuðust um 208 milljarða króna á síðasta ári. Þetta jafngildir ríflega tveimur komma sjö milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu.

Danir með yfirhöndina

Danir eru að síga framúr en þegar seinni hálfleikur er hálfnaður er staðan 25-22 fyrir Dönum. Íslendingar áttu slæman leikkafla á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins á meðan dönsku skytturnar fóru á kostum.

Vilja þjónustusamning milli SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að ríkið geti þurft að greiða SÁÁ tvöhundruð og sextíu milljónir vegna hallareksturs á sjúkrastofnunum félagsins árin 2006 og 2007. Ríkisendurskoðun hefur vakið athygli á því að enginn þjónustusamningur sé í gildi við samtökin og mæltist til þess í mars í fyrra að frá því yrði gengið sem allra fyrst.

Bill Gates tók vel í boð um að sækja Ísland heim

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur áhuga á að kynna sér möguleika á tilraunum á sviði hugbúnaðar á Íslandi. Gates fundaði í dag með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og tók hann vel í boð Ólafs um að sækja Ísland heim.

Íslendingar yfir í hálfleik

Íslendingar leiða með 17 mörkum gegn 16 mörkum Dana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Íslendingar náðu mest þriggja marka forystu en Danir náðu að jafna rétt fyrir hálfleikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hinsvegar á lokasekúndum hálfleiksins og Íslendingar því með forystu sem fyrr segir.

Kjúklingur með andarfit

Kólumbískur bóndi keypti sér egg á dögunum, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kjúklingurinn sem kom úr egginu skartar sundfitjum að hætti anda. Líklega er að um stökkbreytingu sé að ræða.

Allt í járnum gegn Dönum

Það er enn allt í járnum í leik Íslendinga og Dana þegar fyrri hálfleikur er rétt hálfnaður. Danir haf þó forystu 10-9. Liðin fóru bæði rólega af stað en hefur vaxið ásmeign í sóknarleiknum eftir því sem á hefur liðið.

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun.

Vilja að 4.500 manna íbúðabyggð rísi við Ánanaust

Tillaga um að 4.500 manna íbúðabyggð rísi á 25 hektara landfyllingu við Ánanaust liggur nú fyrir. Þróunarfélagið Þyrping hf. vill standa að framkvæmdunum og vonast til að geta hafið gerð landfyllingarinnar innan tveggja ára.

Forseti Íslands taki ekki að sér opinber trúnaðarstörf fyrir önnur ríki

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Halldór Blöndal, segir að forseti Íslands eigi ekki að taka að sér opinber trúnaðarstörf fyrir önnur ríki og eigi að gæta hófs í metnaði sínum. Hann telur koma til greina að utanríkismálanefnd Alþingis ræði setu forsetans í þróunarráði Indlands.

Krónan rýrir traust á Kaupþingi

Íslenska krónan er Kaupþingi fjötur um fót og hefur að sumu leyti rýrt traust á bankanum, segir Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri bankans. Það sé skylda að skoða alvarlega að taka upp evru í rekstri bankans og sé tíðinda að vænta um þá ákvörðun á aðalfundi í mars.

Airbus A-380 æfir erfiðar lendingar í Keflavík

Komið var með hina glænýju risaþotu Airbus til Íslands í dag í annað sinn á skömmum tíma til að prófa hvernig þessi stærsta farþegaþota heims reynist í erfiðum hliðarvindslendingum.

Vopnahléið að mestu virt

Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta.

Margrét reiknar með að Ólafur fylgi á eftir

Borgarstjórnarflokkur frjálslyndra verður að öllum líkindum óháður eftir að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og varaborgarfulltrúi, gekk úr flokknum í gær.

Greiðslubyrði heimilanna eykst

Greiðslubyrði heimilanna í landinu hefur vaxið um tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur á ári, miðað við árið í fyrra. Formaður Samfylkingarinnar segir heimilin bera kostnaðinn af mistökum ríkisstjórnarinnar í hagstjórn. Bankarnir græði hinsvegar sem aldrei fyrr.

Á fimmta tug pílagríma liggur í valnum

Á fimmta tug pílagríma lét lífið í fjölmörgum árásum í nágrenni Bagdad í dag, um það leyti sem Ashura-trúarhátíð sjía stóð sem hæst. Þar af voru sjö skotnir til bana þegar þeir voru á leið með rútu frá hinni helgu borg Karbala.

Upphitun hjá Íslendingum

Íslenska landsliðið í handknattleik er nú að hita upp fyrir leikinn gegn Dönum sem hefst klukkan sjö. Leik Pólverja og Rússa lauk fyrir stuttu í íþróttahöllinni í Hamborg með sigri Pólverja 28-27.

Kjálkabrotnaði í vinnuslysi

Karlmaður kjálkabrotnaði og hlaut skurði á andliti í vinnuslysi á Akureyri í dag. Maðurinn, sem er starfsmaður gámafyrirtækis, klemmdist á milli gámabíls og jarðýtu á öskuhaugunum á Akureyri þegar hann var að reyna að losa annað tækið.

Stærsta farþegaþota heims aftur á Íslandi

Hin glænýja risaþota Airbus A380 kom til Íslands í dag í annað sinn á skömmum tíma til að prófa hvernig þessi stærsta farþegaþota heims reynist í erfiðum hliðarvindslendingum. Tekið var á loft og vélinni lent nokkrum sinnum og tók æfingin alls um eina og hálfa klukkustund.

55 nunnur á flótta undan löggunni

Fimmtíu og fimm grískar nunnur, úr tveimur klaustrum, eru farnar í felur eftir að prjónaverksmiðja sem þær stofnuðu, fór á hausinn. Klaustur þeirra, eru nú auð og yfirgefin og enginn veit hvar hinar skuldugu þernur Krists eru niðurkomnar.

Þungatakmarkanir og frost töfðu framkvæmdir á Eyrarbakka

Framkvæmda- og veitusvið og Fjölskyldumiðstöð Árborgar kenna þungatakmörkunum á vegum og frosti í jörðu um að ekki hafi verið hægt að ljúka framkvæmdum á skólalóð barnaskólans á Eyrarbakka í tæka tíð. Eins og greint var frá í gær sendu kennarar nemendur í 6.-10. bekk heim úr skólanum í gærmorgun til þess að mótmæla seinagangi við verkið.

Þrennt í gæsluvarðhaldi vegna ýmissa brota

Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í dag þrjú ungmenni í gæsluvarðhald til föstudagsins 2. febrúar en þau voru handtekin á Akureyri í gær ásamt tveimur öðrum grunuðum um bílþjófnaði, innbrot og fjársvik með greiðslukortum.

DNA til að finna skellinöðruþjóf

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum liggur undir ámæli fyrir það að lögreglan notaði bæði DNA prufur og fingraför til þess að hafa hendur í hári þjófa sem stálu skellinöðru frá einum sona hans. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og lögreglan heyrir undir hann.

Grænlendingar vilja eiga olíuna einir

Grænlendingar vilja eiga sína olíu óskipt, þegar og ef hún byrjar að streyma. Þeir telja ekki Dani eiga neitt tilkall til tekna af henni. Danir og Grænlendingar funda nú í hinni svokölluðu heimastjórnarnefnd, þar sem meðal annars er fjallað um efnahagsmál. Talið er að mikla olíu og önnur auðævi sé að finna á grænlenska landgrunninu.

Eina örvhenta skytta Dana sögð hafa veikst

Danska landsliðið sem mætir því íslenska í kvöld varð fyrir töluverðu áfalli í dag þegar ljóst varð að eina örvhenta skytta liðsins, Per Leegård, gæti ekki verið með vegna veikinda. Þetta þýðir hins vegar að Íslendingurinn í danska landsliðinu, Hans Óttar Lindberg, kemur inn í hópinn en hann spilar í hægra horninu.

Kviknaði í bát í Slippnum í Reykjavíkurhöfn

Einn bíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var sendur að Slippnum við Reykjavíkurhöfn nú á þriðja tímanum eftir að tilkynnt var um að eldur hefði komið upp í skipi sem þar er í viðgerð.

Vill girða Egyptaland af

Varnarmálaráðherra Ísraels vill reisa girðingu á landamærunum við Egyptaland, til þess að koma í veg fyrir að palestinskir hryðjuverkamenn komist til Ísraels yfir Sínaí eyðimörkina. Aðstoðarmaður Amirs Peretz segir að hann hafi vakið máls á þessu eftir að þrír Gyðingar fórust í sprengjutilræði í hafnarborginni Eilat.

Sjá næstu 50 fréttir