Innlent

Úrsögnum úr Frjálslynda flokknum fjölgar

Guðjón segir ekkert óeðlilegt við kosningu á landsfundi flokksins um helgina.
Guðjón segir ekkert óeðlilegt við kosningu á landsfundi flokksins um helgina. MYND/Stefán

Enn fjölgar úrsögnum úr Frjálslynda flokknum en nokkuð hefur verið um úrsagnir eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði sig úr flokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segir ekki við öðru að búast þar sem mikil smölun hafi verið fyrir landsfund flokksins um síðust helgi. Því var fyrirfram ljóst að margir hafi fyrst og fremst ætlað að taka þátt í kosningunni.

Miðstjórnarfundur flokksins hófst klukkan hálf sex og segir Guðjón vel hafa verið farið yfir kosningu um helgina. Ljóst sé að eðlilega hafi verið að henni staðið og kassi sem rætt var um að hefði týnst, hefði ekki týnst, heldur orðið eftir inni í einu talningarherbergi.

Guðjón segir tvær sterkar fylkingar hafa tekist á um stjórn flokksins en á endanum hafi fólkið á landsbyggðinni ráðið úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×