Fleiri fréttir Taprekstur eykst ár frá ári Ríkisútvarpið eyddi tæpum hálfum milljarði umfram heimildir á hálfs árs tímabili í fyrra. Taprekstur stofnunarinnar hefur margfaldast á tveimur árum. Þingmenn spurðu í dag hvað hefði verið að gerast í útvarpinu. Menntamálaráðherra var gagnrýndur fyrir að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar í dag. 23.1.2007 18:31 Telur þörf á lagabreytingum vegna barnaníðinga Forstjóri Barnaverndarstofu telur þörf á að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast betur með barnaníðingum sem líklegir eru til að brjóta af sér á ný. Lögreglan rannsakar játningar Ágústs Magnússonar í Kompás þar sem hann sagðist hafa framið fleiri brot en hann hefur verið dæmdur fyrir. 23.1.2007 18:30 Lýst eftir karlmanni á fimmtugsaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni. Sigurður er 43 ára, grannvaxinn og stuttklipptur. Hann er 184 cm á hæð. 23.1.2007 17:59 Norðurskautsverkefni styrkt Samstarfsnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur samþykkt að styrkja 22 Norðurskautsverkefni. Í fréttum Norrænu ráðherranefndarinnar segir að styrkirnir nemi liðlega 80 milljónum íslenskra króna. 23.1.2007 17:48 Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. 23.1.2007 17:45 Þjófar mikið á ferðinni Nokkuð hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag og í nótt. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ og þaðan stolið tölvum, tölvuskjáum, fartölvu og myndavél. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri þjófar hafi þar verið á ferð en talið er að þeir hafi farið inn um glugga. 23.1.2007 17:36 Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. 23.1.2007 17:05 Haraldur Johannessen þarf að víkja sæti Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, skuli víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum Baugsmanna. 23.1.2007 16:46 Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. 23.1.2007 16:36 Í hár saman út af tölvuleikjum Óhófleg tölvunotkun hefur valdið vandræðum á heimilum í höfuðborginni. Á vef lögreglunnar er sagt frá heimsókn lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu að ónefndu húsi í gær þar sem fjölskyldan var komin í hár saman vegna tölvunotkunar unglingspilta á heimilinu. 23.1.2007 16:32 Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður Evrópu Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á Alþingi. Garðurinn verður stærsti þjóðgarður Evrópu ef frumvarpið nær fram að ganga. 23.1.2007 16:21 Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. 23.1.2007 15:51 Þrjátíu og níu vilja forstjórastólinn hjá Umhverfisstofnun Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar en umsóknarfresturinn rann út í gær. Davíð Egilsson er núverandi forstjóri stofnunarinnar. 23.1.2007 15:38 Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. 23.1.2007 15:36 Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. 23.1.2007 15:35 RÚV-frumvarpið samþykkt á Alþingi Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf var samþykkt á Alþingi laust eftir klukkan þrjú með 29 atkvæðum stjórnarliða gegn 21 atkvæðum stjórnarandstöðu í kjölfar háværra umræðna um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. 23.1.2007 15:01 Miðstöð munnlegrar sögu komið á fót Miðstöð munnlegrar sögu verður opnuð við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á föstudaginn kemur. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu mun miðstöðin beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á munnlegum heimildum, það er hinu talaða máli, sem snerta sögu lands og þjóðar. 23.1.2007 14:42 Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. 23.1.2007 14:36 Fáir ungar komust á legg Fáir ungar fuglanna á Tjörninni í Reykjavík komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu upp ungum sínum affallalítið. 23.1.2007 14:22 Rafmagn komið aftur á Snæfellsnesi Viðgerð á háspennulínu er lokið og er rafmagn komið aftur á Arnarstapa og Hellnum á Snæfellsnesi. Rafmagn fór af svæðinu snemma í morgun og hefur viðgerð staðið yfir frá því á ellefta tímanum. 23.1.2007 14:19 Tap RÚV um 420 milljónir á fyrri helmingi ársins 2006 Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. 23.1.2007 13:48 Draumastúlkurnar fengu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Draumastúlkurnar eða Dreamgirls hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár eða átta. Tilnefningarnar voru kynntar í Beverly Hills í Bandaríkjunum í dag. Kvikmyndin Babel hlaut sjö tilnefningar. 23.1.2007 13:47 Ólafur Ragnar þiggur sæti í Þróunarráði Indlands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið sæti í Þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um hvernig Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða að gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. 23.1.2007 13:32 Vantrú á Bandaríkin vex um allan heim 23.1.2007 13:30 Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. 23.1.2007 13:30 Hrant Dink borinn til grafar í Istanbúl Mikill viðbúnaður var í Istanbúl í dag þegar tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum úti til að berja augum kistu blaðamannsins Hrants Dink sem borinn var til grafar í dag. Dink var skotinn til bana á föstudaginn. 23.1.2007 13:23 Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. 23.1.2007 13:15 Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. 23.1.2007 13:09 Beita þveröfugri aðferð við Akureyringa Borgaryfirvöld í Reykjavík ætla að beita þveröfugri hagfræði við bæjaryfirvöld á Akureyri til að lokka fleiri farþega upp í strætisvagna sína. Með fjölgun farþega að markmiði hafa Akureyringar fellt fargjöldin niður en til að ná sama markmiði ætla Reykvíkingar að hækka sín fargjöld til muna. 23.1.2007 12:45 Snjóflóðahætta utan þéttbýlis Snjóflóðahætta getur verið utan þéttbýlis víða á landinu og féll eitt á Súðavíkurveg um miðnætti, skammt frá gamla þorpinu, sem eyddist í snjóflóðinu mikla fyrir rúmum áratug. 23.1.2007 12:30 Hvalkjöt í hundamat Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. 23.1.2007 12:17 Játningar kynferðisbrotamanns rannsakaðar Játning Ágústs Magnússonar í Kompási á sunnudag, þar sem hann segir fórnarlömb sín hafa verið fleiri en hann var dæmdur fyrir, verður tekin til rannsóknar að sögn lögreglu. Ritstjóri Kompáss mætir í skýrslutöku hjá lögreglu eftir hádegi vegna þáttarins. 23.1.2007 12:12 Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur Guðrún Hannesdóttir bar sigur úr bítum í hinni árlegu Ljóðasamkeppni Jóns úr Vör 2007, en úrslitin voru kunngjörð Salnum í Kópavogi í fyrradag. 23.1.2007 12:10 Fyrirtæki undir smásjá Neytendasamtakanna til 1. mars Dæmi eru um matvörur sem hafa hækkað um þrjátíu og fimm prósent í janúar samkvæmt nýrri verðlagsvakt sem Neytendasamtökin settu upp á heimasíðu sína í gær. Fyrirtæki verða undir smásjá samtakanna segir formaðurinn sem hefur fulla trú á að lækkun virðisaukaskatts fyrsta mars skili sér til fólksins í landinu. 23.1.2007 12:08 Álit umheimsins á Bandaríkjunum minnkar Álit bæði innanlands og utan á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna fer þverrandi samkvæmt skoðanakönnun sem breska ríkisúrvarpið hefur látið gera. Leitað var svara hjá 25 þjóðum og voru þrír fjórðu aðspurðra óánægðir með hvernig Bandaríkjamenn tækju á ástandinu í Írak. 23.1.2007 12:02 Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu Eþíópískir hermenn eru byrjaðir að yfirgefa Sómalíu fjórum vikum eftir að þeir komu inn í landið til að hjálpa stjórnarhernum að hrekja burt uppreisnarhreyfinguna Íslamska dómstólaráðið. Eþíópískur hershöfðingi tilkynnti þetta í dag við athöfn þar sem stríðsherrar skiluðu vopnum sínum. 23.1.2007 11:33 GSM-samband komið í lag á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Ekki eiga lengur að vera truflanir a GSM-símasambandi hjá Vodafone á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en enn eru truflanir á Suðurlandi. Truflananna varð vart í morgun en einnig voru truflanir á fastlínusambandi hjá nokkrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða bilunarinnar var slitinn ljósleiðari. 23.1.2007 11:32 Frakkar sagðir of sigurvissir Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 11:24 Sálfræðingur skoðar frumskógarkonuna Spænskur sálfræðingur er á leið til Kambódíu til að skoða konu sem margir telja að hafi gengið sjálfala í frumskóginum í tæpa tvo áratugi. Fjölskyldan segist þekkja aftur stúlku sem hvarf fyrir 19 árum. Efasemdarmenn segja hins vegar að stúlkan hafi líklega ekki dvalist í frumskóginum svo lengi og sé hugsanlega geðsjúk. 23.1.2007 10:56 Deilur um ísbjarnaveiðar á Grænlandi Gert Ignatiussen, sem á sæti í bæjarstjórnin Tasiilaq á Grænlandi, hefur gagnrýnt opinberlega kvóta til ísbjarnaveiða fyrir Austur-Grænland. Álítur hann að kvótinn, sem telur 50 dýr á ári, sé full rýr fyrir byggðarlög þessa svæðis þar sem tekjumöguleikar séu færri en sunnar á landinu. 23.1.2007 10:48 Fallið frá gæsluvarðhaldskröfu yfir manni vegna bruna Lögreglan á Selfossi féll í gær frá kröfu sinni um að þriðji maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðahald í tengslum við eldsvoða í parhúsi í Þorlákshöfn um helgina. Að sögn lögreglu þróaðist málið á þann veg í dag að ekki þurfti að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum. 22.1.2007 22:30 Fangar dvöldu í Byrginu Fangar dvöldu í Byrginu á meðan það starfaði og gátu þeir valsað þar inn og út eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Erlend Baldursson hjá Fangelsismálastofnun sem sagði að um 30 fangar hefðu fengið að afplána þar hluta dóms síns. 22.1.2007 22:13 Byssum stolið úr sumarbústað í Meðalfellslandi Lögreglan á Selfoss leitar nú þjófs eða þjófa sem brutust inn í sumarbústað í Meðalfellslandi við Þingvallavatn og höfðu á brott með sér eitthvað af þýfi, þar á meðal tvö skotvopn. 22.1.2007 21:59 Sprenging á skrifstofum Al Arabiya á Gasa Sprenging varð á skrifstofum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya á Gasaströndinnni í gær. Töluvert tjón varð á innanstokksmunum en enginn var í húsinu þegar sprengingin varð. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en aðalfréttastjóri stöðvarinnar í Dubai greindi frá því að stöðin hefði áður fengið hótanir. 22.1.2007 21:47 Paris Hilton fær skilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur Dekurdrósin Paris Hilton, einn af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar, var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hún viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún var jafnframt sektuð um 390 dollara, rúmlega 27 þúsund krónur fyrir athæfið. 22.1.2007 21:32 Sjá næstu 50 fréttir
Taprekstur eykst ár frá ári Ríkisútvarpið eyddi tæpum hálfum milljarði umfram heimildir á hálfs árs tímabili í fyrra. Taprekstur stofnunarinnar hefur margfaldast á tveimur árum. Þingmenn spurðu í dag hvað hefði verið að gerast í útvarpinu. Menntamálaráðherra var gagnrýndur fyrir að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar í dag. 23.1.2007 18:31
Telur þörf á lagabreytingum vegna barnaníðinga Forstjóri Barnaverndarstofu telur þörf á að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast betur með barnaníðingum sem líklegir eru til að brjóta af sér á ný. Lögreglan rannsakar játningar Ágústs Magnússonar í Kompás þar sem hann sagðist hafa framið fleiri brot en hann hefur verið dæmdur fyrir. 23.1.2007 18:30
Lýst eftir karlmanni á fimmtugsaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni. Sigurður er 43 ára, grannvaxinn og stuttklipptur. Hann er 184 cm á hæð. 23.1.2007 17:59
Norðurskautsverkefni styrkt Samstarfsnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur samþykkt að styrkja 22 Norðurskautsverkefni. Í fréttum Norrænu ráðherranefndarinnar segir að styrkirnir nemi liðlega 80 milljónum íslenskra króna. 23.1.2007 17:48
Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. 23.1.2007 17:45
Þjófar mikið á ferðinni Nokkuð hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag og í nótt. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ og þaðan stolið tölvum, tölvuskjáum, fartölvu og myndavél. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri þjófar hafi þar verið á ferð en talið er að þeir hafi farið inn um glugga. 23.1.2007 17:36
Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. 23.1.2007 17:05
Haraldur Johannessen þarf að víkja sæti Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, skuli víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum Baugsmanna. 23.1.2007 16:46
Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. 23.1.2007 16:36
Í hár saman út af tölvuleikjum Óhófleg tölvunotkun hefur valdið vandræðum á heimilum í höfuðborginni. Á vef lögreglunnar er sagt frá heimsókn lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu að ónefndu húsi í gær þar sem fjölskyldan var komin í hár saman vegna tölvunotkunar unglingspilta á heimilinu. 23.1.2007 16:32
Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður Evrópu Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á Alþingi. Garðurinn verður stærsti þjóðgarður Evrópu ef frumvarpið nær fram að ganga. 23.1.2007 16:21
Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. 23.1.2007 15:51
Þrjátíu og níu vilja forstjórastólinn hjá Umhverfisstofnun Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar en umsóknarfresturinn rann út í gær. Davíð Egilsson er núverandi forstjóri stofnunarinnar. 23.1.2007 15:38
Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. 23.1.2007 15:36
Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. 23.1.2007 15:35
RÚV-frumvarpið samþykkt á Alþingi Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf var samþykkt á Alþingi laust eftir klukkan þrjú með 29 atkvæðum stjórnarliða gegn 21 atkvæðum stjórnarandstöðu í kjölfar háværra umræðna um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. 23.1.2007 15:01
Miðstöð munnlegrar sögu komið á fót Miðstöð munnlegrar sögu verður opnuð við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á föstudaginn kemur. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu mun miðstöðin beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á munnlegum heimildum, það er hinu talaða máli, sem snerta sögu lands og þjóðar. 23.1.2007 14:42
Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. 23.1.2007 14:36
Fáir ungar komust á legg Fáir ungar fuglanna á Tjörninni í Reykjavík komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu upp ungum sínum affallalítið. 23.1.2007 14:22
Rafmagn komið aftur á Snæfellsnesi Viðgerð á háspennulínu er lokið og er rafmagn komið aftur á Arnarstapa og Hellnum á Snæfellsnesi. Rafmagn fór af svæðinu snemma í morgun og hefur viðgerð staðið yfir frá því á ellefta tímanum. 23.1.2007 14:19
Tap RÚV um 420 milljónir á fyrri helmingi ársins 2006 Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. 23.1.2007 13:48
Draumastúlkurnar fengu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Draumastúlkurnar eða Dreamgirls hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár eða átta. Tilnefningarnar voru kynntar í Beverly Hills í Bandaríkjunum í dag. Kvikmyndin Babel hlaut sjö tilnefningar. 23.1.2007 13:47
Ólafur Ragnar þiggur sæti í Þróunarráði Indlands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið sæti í Þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um hvernig Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða að gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. 23.1.2007 13:32
Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. 23.1.2007 13:30
Hrant Dink borinn til grafar í Istanbúl Mikill viðbúnaður var í Istanbúl í dag þegar tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum úti til að berja augum kistu blaðamannsins Hrants Dink sem borinn var til grafar í dag. Dink var skotinn til bana á föstudaginn. 23.1.2007 13:23
Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. 23.1.2007 13:15
Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. 23.1.2007 13:09
Beita þveröfugri aðferð við Akureyringa Borgaryfirvöld í Reykjavík ætla að beita þveröfugri hagfræði við bæjaryfirvöld á Akureyri til að lokka fleiri farþega upp í strætisvagna sína. Með fjölgun farþega að markmiði hafa Akureyringar fellt fargjöldin niður en til að ná sama markmiði ætla Reykvíkingar að hækka sín fargjöld til muna. 23.1.2007 12:45
Snjóflóðahætta utan þéttbýlis Snjóflóðahætta getur verið utan þéttbýlis víða á landinu og féll eitt á Súðavíkurveg um miðnætti, skammt frá gamla þorpinu, sem eyddist í snjóflóðinu mikla fyrir rúmum áratug. 23.1.2007 12:30
Hvalkjöt í hundamat Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. 23.1.2007 12:17
Játningar kynferðisbrotamanns rannsakaðar Játning Ágústs Magnússonar í Kompási á sunnudag, þar sem hann segir fórnarlömb sín hafa verið fleiri en hann var dæmdur fyrir, verður tekin til rannsóknar að sögn lögreglu. Ritstjóri Kompáss mætir í skýrslutöku hjá lögreglu eftir hádegi vegna þáttarins. 23.1.2007 12:12
Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur Guðrún Hannesdóttir bar sigur úr bítum í hinni árlegu Ljóðasamkeppni Jóns úr Vör 2007, en úrslitin voru kunngjörð Salnum í Kópavogi í fyrradag. 23.1.2007 12:10
Fyrirtæki undir smásjá Neytendasamtakanna til 1. mars Dæmi eru um matvörur sem hafa hækkað um þrjátíu og fimm prósent í janúar samkvæmt nýrri verðlagsvakt sem Neytendasamtökin settu upp á heimasíðu sína í gær. Fyrirtæki verða undir smásjá samtakanna segir formaðurinn sem hefur fulla trú á að lækkun virðisaukaskatts fyrsta mars skili sér til fólksins í landinu. 23.1.2007 12:08
Álit umheimsins á Bandaríkjunum minnkar Álit bæði innanlands og utan á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna fer þverrandi samkvæmt skoðanakönnun sem breska ríkisúrvarpið hefur látið gera. Leitað var svara hjá 25 þjóðum og voru þrír fjórðu aðspurðra óánægðir með hvernig Bandaríkjamenn tækju á ástandinu í Írak. 23.1.2007 12:02
Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu Eþíópískir hermenn eru byrjaðir að yfirgefa Sómalíu fjórum vikum eftir að þeir komu inn í landið til að hjálpa stjórnarhernum að hrekja burt uppreisnarhreyfinguna Íslamska dómstólaráðið. Eþíópískur hershöfðingi tilkynnti þetta í dag við athöfn þar sem stríðsherrar skiluðu vopnum sínum. 23.1.2007 11:33
GSM-samband komið í lag á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Ekki eiga lengur að vera truflanir a GSM-símasambandi hjá Vodafone á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en enn eru truflanir á Suðurlandi. Truflananna varð vart í morgun en einnig voru truflanir á fastlínusambandi hjá nokkrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða bilunarinnar var slitinn ljósleiðari. 23.1.2007 11:32
Frakkar sagðir of sigurvissir Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 11:24
Sálfræðingur skoðar frumskógarkonuna Spænskur sálfræðingur er á leið til Kambódíu til að skoða konu sem margir telja að hafi gengið sjálfala í frumskóginum í tæpa tvo áratugi. Fjölskyldan segist þekkja aftur stúlku sem hvarf fyrir 19 árum. Efasemdarmenn segja hins vegar að stúlkan hafi líklega ekki dvalist í frumskóginum svo lengi og sé hugsanlega geðsjúk. 23.1.2007 10:56
Deilur um ísbjarnaveiðar á Grænlandi Gert Ignatiussen, sem á sæti í bæjarstjórnin Tasiilaq á Grænlandi, hefur gagnrýnt opinberlega kvóta til ísbjarnaveiða fyrir Austur-Grænland. Álítur hann að kvótinn, sem telur 50 dýr á ári, sé full rýr fyrir byggðarlög þessa svæðis þar sem tekjumöguleikar séu færri en sunnar á landinu. 23.1.2007 10:48
Fallið frá gæsluvarðhaldskröfu yfir manni vegna bruna Lögreglan á Selfossi féll í gær frá kröfu sinni um að þriðji maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðahald í tengslum við eldsvoða í parhúsi í Þorlákshöfn um helgina. Að sögn lögreglu þróaðist málið á þann veg í dag að ekki þurfti að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum. 22.1.2007 22:30
Fangar dvöldu í Byrginu Fangar dvöldu í Byrginu á meðan það starfaði og gátu þeir valsað þar inn og út eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Erlend Baldursson hjá Fangelsismálastofnun sem sagði að um 30 fangar hefðu fengið að afplána þar hluta dóms síns. 22.1.2007 22:13
Byssum stolið úr sumarbústað í Meðalfellslandi Lögreglan á Selfoss leitar nú þjófs eða þjófa sem brutust inn í sumarbústað í Meðalfellslandi við Þingvallavatn og höfðu á brott með sér eitthvað af þýfi, þar á meðal tvö skotvopn. 22.1.2007 21:59
Sprenging á skrifstofum Al Arabiya á Gasa Sprenging varð á skrifstofum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya á Gasaströndinnni í gær. Töluvert tjón varð á innanstokksmunum en enginn var í húsinu þegar sprengingin varð. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en aðalfréttastjóri stöðvarinnar í Dubai greindi frá því að stöðin hefði áður fengið hótanir. 22.1.2007 21:47
Paris Hilton fær skilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur Dekurdrósin Paris Hilton, einn af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar, var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hún viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún var jafnframt sektuð um 390 dollara, rúmlega 27 þúsund krónur fyrir athæfið. 22.1.2007 21:32