Fleiri fréttir

Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000.

Edmund Hillary gegn hvalveiðum

Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum.

Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum

Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá.

Innbrot hluti af grófu einelti

Fjórir þrettán ára drengir í Laugalækjarskóla stálu lyklum af skólabróður sínum og notuðu þá til þess að brjótast inn heima hjá honum. Talið er að þjófnaðurinn sé hluti af grófu einelti.

Stórsigur Vinstri grænna

Vinstri grænir verða í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum, verði úrslit þeirra eins og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna. Samfylkingin bíður afhroð samkvæmt könnuninni en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins er sannfærð um að þetta verði ekki úrslit kosninga.

Munu fella lögin um RÚV úr gildi

Stjórnarandstaðan gafst upp í óvinsælu andófi sínu gegn frumvarpi um Ríkisútvarpið, að mati menntamálaráðherra, en stjórnarandstaðan hætti óvænt umræðum um frumvarpið í morgun. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hana einhuga um að standa vörð um Ríkisútvarpið og að hún muni fella lögin úr gildi, fái hún til þess meirihluta á Alþingi að loknum kosningum í vor.

Hjálmar vill Suðurnesjakonu í þriðja sætið

Hjálmar Árnason, sem tapaði fyrir Guðna Ágústssyni í baráttu um fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um helgina, og sagði sig í framhaldinu af listanum, vill að kona af Suðurnesjum skipi þriðja sæti listans í hans stað. Formaður flokksins hefur skilning á þessu sjónarmiði en segir það í verkahring flokksins í kjördæminu að raða fólki á listann.

Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás

Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.

Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur

Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.

Þið eruð reknir -allir 400 þúsund

Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu. Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki.

Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum

Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinni að minnsta kosti 10 kaþólikka.

Mótmæla harðlega hækkun á strætófargjöldum

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra í umhverfisráði mótmæla harðlega hækkunum á fargjöldum Strætós um allt að 33 prósent og segja þær ganga í berhögg við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla almenningssamgöngur með það markmið að bæta umhverfi, heilsu og borgarbrag.

Lygavefur á netinu endaði með morði

Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar.

Fóðraði svínin með 30 vændiskonum

Kanadiskur svínabóndi hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur, og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að hann hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Það komst upp um hann fyrir algera tilviljun.

Danir ekki búnir undir veturinn

Hraðbrautinni við Köge á Sjálandi, sem er suður af Kaupmannahöfn, var lokað í dag vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust í kringum 50 bílar saman í röð óhappa og var fjöldi sjúkrabíla sendur á vettvang.

Um hundrað látnir í Írak í dag

Hundrað manns hið minnsta hafa fallið í bílsprengju- og eldflaugaárásum í Bagdad í dag og er dagurinn því einn sá blóðugasti frá upphafi árs. 88 létust og 160 særðust snemma í morgun þegar tvær bílsprengjur sprungu á markaði með notuð föt sem fátækir íbúar Bagdad-borgar sækja mikið.

Rán og gripdeildir á strandstað í Devon

Lögregla fer nú um strendur við Devon í Suðvestur-Englandi til þess að reyna að koma í veg fyrir að almenningur ræni varningi sem rekið hefur á land eftir strand flutningaskipsins Napólí í gær. Hundruð manna hafa streymt niður á strönd í von um að finna eitthvað sem nothæft er en talið er að hátt í tvö hundruð gámar af skipinu hafi farið í sjóinn.

Býst við hörðum bardögum við talibana

Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan segir að búist sé við hörðum bardögum við Talibana á þessu ári. Ríkisstjórn landsins sé hinsvegar að styrkjast í sessi og því sé hann bjartsýnn um framtíðina. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001.

Nemendum MÍ fækkar um 32%

Frá því árið 2004 hefur nemendum við Menntaskólann á Ísafirði fækkað um 32%. Nemendur voru 438 árið 2004 til móts við 298 skráða nemendur síðastliðið haust. Fækkun frá árinu 2005 þegar 342 nemendur voru við skólann, nemur tæplega 13%. Á vestfirska fréttavefnum bb.is kemur fram að tölurnar segi þó ekki alla söguna, því stærstan hluta fækkunarinnar megi rekja til kvöldskólans, þó einnig sé fækkun í dagskóla.

Enn varað við grýlukertum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar enn við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Bent er á í tilkynningu frá lögreglu að nú þegar hitinn er kominn yfir frostmark fari grýlukertin að hrynja af húsum eins og þegar sé orðin raunin.

Páfi íhugaði afsögn vegna heilsubrests

Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér árið 2000, af heilsufarsástæðum. Hann íhugaði einnig að breyta kirkjulögum þannig að páfar segðu af sér þegar þeir yrðu áttræðir.

Fjöldaárekstur á hraðbraut í Danmörku

Hraðbrautinni við Köge, sem er suður af Kaupmannahöfn, hefur verið lokað vegna fjöldaáreksturs á veginum. Eftir því sem danskir vefmiðlar greina frá rákust á bilinu 50 til 100 bílar saman í röð óhappa og hefur fjöldi sjúkrabíla verið sendur á vettvang.

Palestínumenn hatast enn

Tveim æðstu leiðtogum Palestínumanna tókst ekki að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, á fundi sínum í Sýrlandi um helgina. Á þeim fundi voru Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah hreyfingarinnar og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas samtakanna.

Atkvæði líklega greidd um RÚV-frumvarpið á morgun

Atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið ohf. verður að líkindum ekki í dag heldur á þingfundi á morgun. Þriðja umræða um frumvarpið hófst fyrir viku og stóð með látum fram á föstudag þar sem stjórn og stjórnarandstaða deildu hart og stjórnarandstöðuþingmenn töluðu lengi.

Glaðnar yfir Norður-Kóreu

Aðalsamningamaður Rússa í málefnum Norður-Kóreu sagði í dag að sex landa viðræður um kjarnorkuáætlun landsins gætu hafist í næsta mánuði. Alexander Losyukov sagði að undirbúningsfundir sem haldnir hafi verið í Berlín hafi aukið bjartsýni manna.

Sakfelldir fyrir þjófnað á Laugarvatni

Tveir 15 og 16 ára unglingar hafa verið sakfelldir fyrir þjófnað í Héraðsdómi Suðurlands en dómurinn hefur ákveðið að fresta ákvörðun refsingar yfir þeim þannig að hún falli niður einu ári frá dómsuppsögu haldi þeir skilorð.

Dæmdur fyrir þjófnað í starfi sem öryggisvörður

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið meðal annars peningum, tölvu og flatskjá í húsnæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi þegar hann starfaði sem öryggisvörður Securitas.

Sló samfanga sinn í höfuðið með súpudunki

Fangi á Litla-Hrauni kærði í síðustu viku samfanga sinn fyrir líkamsárás og eignaspjöll en sá síðarnefndi sló þann fyrrnefnda í höfuðið með plastdunk sem var fullur af súpu án þess þó að hann hlyti alvarleg meiðsl. Um leið skemmdi hann fartölvu kærandans.

Ný áætlun um friðarferli í Ísrael

Varnarmálaráðherra Ísraels hefur lagt fram áætlun í þrem liðum um að koma friðarferlinu við Palestínumenn aftur í gang. Í því felst meðal annars að Mahmoud Abbas, forseti, fái lengri tíma til þess að afvopna öfgahópa, og Ísraelar loki ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum.

Viðgerð á CANTAT-3 frestast vegna óveðurs

Viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem gera átti við nú seinni hluta mánaðarins hefur verið frestað og er viðgerðarskipið Pacific Guardian á leið til heimahafnar í Bermúda. Fram kemur í tilkynningu að skipið hafi komið á bilunarstað fyrir viku en að vegna slæms veðurs og sjólags hefur ekki gefist tækifæri til að hefja viðgerð á strengnum.

Ölvunarakstur endaði í snjóskafli

Lögreglan á Selfossi handtók tvo menn í nótt vegna gruns um ölvunarakstur eftir að bifreið þeirra fór út af Gaulverjabæjarvegi á móts við Glóru og endaði í snjóskafli.

Ætla að dæla olíu úr flutningaskipi í dag

Björgunarfólk í Devon í Englandi hefur í alla nótt og fram eftir morgni reynt að hreinsa upp varning og brak frá flutningaskipinu Napolí sem var siglt upp í fjöru í gær. Skipið laskaðist töluvert í óveðri í síðustu viku.

Hillary vinsælust meðal demókrata

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata á næsta ári samkvæmt skoðanakönnun sem bandaríska blaðið Washington Post birti í gær. Samkvæmt henni vilja 39% flokksmanna að hún hljóti útnefndinguna. Næstir koma öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama, með 17%, og John Edwards með 12%. Edwards var varaforsetaefni Johns Kerry í kosningunum 2004.

Samstarfsfólk Margrétar í borgarstjórn styður hana til forystustarfa

Samstarfsfólk Magrétar Sverrisdóttur, ritara Frjálslynda flokksins, í borgarstjórn styður hana heils hugar til forystustarfa flokknum. Fram kemur í tilkynningu frá hópnum að verka Margrétar beri vott um víðsýni og þau stefnumál sem Margrét hafi staðið vörð um séu mikilvægt innlegg í landsmálin.

Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn

Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi.

„Búum við heimsmet í okri," segir lektor við Hí og Bifröst

"Við búum við hæsta verðlag í heiminum og heimsmet í okri" segir lektor við Bifröst og HÍ. Þar á hann við verð á matvöru sem hann segir skýrast meðal annars af hækkun á álagningu í verslun, lítilli samkepni og alltof háum tollum og vörugjöldum.

Kaldrifjað glæpaverk í Þorlákshöfn

Flest bendir til að eldsvoði í parhúsi í Þorlákshöfn á laugardagsmorgun hafi verið liður í kaldrifjuðu glæpaverki. Tvennt hefur verið úrskurðað í gærluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær eftir að hann var handtekinn í Reykjavík þar sem hann var að nota greiðslukort eiganda hússins.

Hald lagt á tölvur barnaníðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur í eigu Ágústs Magnússonar eftir ábendingar frá fréttaskýringaþættinum Kompás. Grunur er um að þar finnist ólöglegt efni en farið verður yfir allt sem á tölvunum er. Um það sér sérstök tölvubrotadeild en að hennar störfum loknum tekur kynferðisbrotdeild lögreglunnar við.

70 látnir og 90 slasaðir í tveimur sprengjum í Bagdad

Fleiri en 70 manns eru taldir af eftir tvær öflugar sprengjur í Bagdad. 90 til viðbótar eru særðir eftir sprengjurnar, sem sprungu samtímis í hverfi sem er aðallega byggt sjíamúslimum. Önnur sprengjan var í bíl en hin var skilin eftir í poka á milli markaðsbása sem selja DVD-diska og notuð föt, svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá næstu 50 fréttir