Fleiri fréttir Innbrot í Keflavík og ölvun á flugvellinum Brotist var inn í íbúðarhús í Keflavík í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa muni. Síðar í dag voru menn handteknir í Reykjavík sem höfðu undir höndum hluta af þýfinu. Þjófarnir unnu spjöll á húsi og eignum í innbrotinu. Þá fékk maður sem kom ofurölvi til landsins í flugvél að sofa úr sér í fangageymslu í Keflavík. 17.1.2007 18:15 Stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu verður til Slagnum um ferðamennina er lokið við Reykjavíkurhöfn. Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö sem hafa verið starfrækt við Ægisgarð undanfarin ár hafa verið sameinuð. Nýja hvalaskoðunarfyrirtækið verður það stærsta á landinu þar sem samanlagður farþegafjöldi fyrirtækjanna var um 50 þúsund á síðasta ári. 17.1.2007 17:36 21 umferðaróhapp í dag 21 árekstur hefur orðið í höfuðborginni í dag, þó enginn harður. Flestir urðu vegna hálku í íbúðarhverfum. Engin slys hafa orðið á fólki. 17.1.2007 17:22 Valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögmönnum í Bretlandi Breska vikuritið The Lawyer hefur valið Guðmund J. Oddsson, forstöðumann lögfræðiskrifstofu Logos í Lundúnum, einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi. 17.1.2007 17:16 Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. 17.1.2007 17:06 Eldur í bílskúr í Breiðholti Eldur kviknaði í bílskúr í Breiðholti síðdegis í gær en þar var 18 ára piltur að setja bensín á fjórhjól um leið og hann reykti sígarettu. Að sögn lögreglu fór eitthvað af eldsneytinu á gólfið og þegar á það féll glóð úr sígarettunni kviknaði eldur. 17.1.2007 16:45 Þykjast ekki vera opinber vefsíða Fyrirtækið USAFIS sem birti auglýsingu á Vísi segist ekki vera að svindla á fólki. Auglýsingin var hlekkur á heimasíðuna usafis.org. Þar er fólki boðið að sækja um Græna kortið til Bandaríkjanna. 17.1.2007 16:30 Halldór Björn nýr forstöðumaður Listasafns Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi. 17.1.2007 16:28 Meirihluti dagforeldra ætlar að lækka gjaldskrá 84 prósent dagforeldra í Reykjavík ætla að lækka gjaldskrá sína í kjölfar aukinna niðurgreiðslna frá borginni. Þetta kemur fram í könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu meðal dagforeldra í janúarbyrjun og kynnt var í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í dag. 17.1.2007 16:15 Samgönguverðlaun veitt í vor Samgönguráðherra hefur komið á fót sérstökum samgönguverðlaunum sem ætlunin er að veita árlega einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa lagt fram verðmætan skerf á einhverju sviði samgöngumála. Um er að ræða peningaverðlaun auk verðlaunagrips. 17.1.2007 16:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítuga konu í fögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Þrír karlmenn voru jafnframt dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir smyglið. Fólkið smyglaði inn tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem fundust við tollleit á Keflavíkurflugvelli í ágúst á síðasta ári. 17.1.2007 15:54 Kristinn tekur ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Fréttavefur Bæjarins besta segir að Kristinn hafi tilkynnt formanni kjördæmasambands Framsóknarflokksins í kjördæminu um ákvörðun sína í dag. 17.1.2007 15:47 Margrét íhugar að bjóða sig fram til formanns í stað varaformanns Margrét Sverrisdóttir íhugar nú að draga framboð sitt til varaformanns Frjálslynda flokksins til baka og bjóða sig fram til formanns í staðinn. Þetta gerir hún vegna afdráttarlauss stuðnings Guðjóns Arnar Kristjánsssonar, formanns flokksins, við Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformann flokksins. 17.1.2007 15:41 Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. 17.1.2007 15:25 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að geta ekki borgað fyrir mat Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað og neytt veitinga að upphæð ríflega 10 þúsund krónur á veitingastað í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. 17.1.2007 15:15 Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ganga frá lista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á sunnudaginn kemur. Prófkjör flokksins í kjördæminu fór fram í nóvember síðastliðnum. Þeir sem urðu í sex efstu sætunum þar fengu allir bindandi kosningu nema Kjartan Ólafsson. 17.1.2007 14:57 Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. 17.1.2007 14:45 Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. 17.1.2007 14:44 Síldarviðræður standa enn yfir Viðræður standa enn yfir í Osló milli íslenskra og norskra stjórnvalda um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir engan niðurstöðu komna en meðan menn séu að ræðast við séu möguleiki á að ná saman. 17.1.2007 14:30 Litlar breytingar á stjórn úrvinnslusjóðs Umhverfisráðherra hefur skipað í stjórn Úrvinnslusjóðs til næstu fjögurra ára. Fyrir henni fer Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur en auk hans sitja Guðfinnur G. Johnsen, Bryndís Skúladóttir, Sigurður Jónsson og Sigurður Óli Kolbeinsson í stjórninni. 17.1.2007 14:25 Páfagaukur flúði frostið inn á veitingahús Viðskiptavinur á veitingahúsinu Tívolí í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir nokkuð óvenjulegri reynslu í dag. Þegar hann var að ganga inn um dyr veitingastaðarins settist páfagaukur á öxl hans. Fuglinn er hinn sprækasti þrátt fyrir að hafa verið flögrandi um í frostinu. 17.1.2007 14:05 Stjórnarandstaðan undrast orð Sólveigar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna.. 17.1.2007 13:43 Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. 17.1.2007 13:40 Grunaður um fjölda innbrota og þjófnaði Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um innbrot og þjófnaði. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa brotist inn á hárgreiðslustofu í Hlíðarsmára og stolið sjóðsvél. Maðurinn hefur játað brot sín. 17.1.2007 13:30 Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. 17.1.2007 13:30 ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. 17.1.2007 13:00 Ríkisendurskoðandi fékk ekki trúnaðarskýrslu um Byrgið Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir fjárlaganefnd Alþingis á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til aðila utan velferðarkerfisins. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins sem gerð var af fulltrúum þriggja ráðuneyta. 17.1.2007 13:00 10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. 17.1.2007 12:45 Tíu teknir fyrir hraðaakstur í vetrarfærðinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í vetrarfærðinni í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Langflestir mældust á yfir eitt hundrað kílómetra hraða. 17.1.2007 12:45 Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. 17.1.2007 12:30 Vill takmarka ræðutíma alþingismanna Forseti Alþingis vill að takmarkanir verði settar á ræðutíma alþingismanna. Sólveig Pétursdóttir segir að ótakmarkaður ræðutími þekkist almennt ekki í þjóðþingum nágrannalanda. 17.1.2007 12:30 Guðjón styður Magnús Þór Formaður Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við sitjandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, bauð sig fram til varaformanns í gærkvöldi. 17.1.2007 12:15 Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. 17.1.2007 12:00 Rannsakað hvort fimm ára telpu hafi verið nauðgað Sérstaklega er nú rannsakað hvort maðurinn, sem handtekinn var í Reykjavík í gær eftir að hafa áreitt fjórar ungar stúlkur kynferðislega, hafi komið fram vilja sínum við fimm ára stúlku úr hópnum. 17.1.2007 11:56 Þriðja umræða um RÚV-frumvarp heldur áfram Þriðja umræða um frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins hélt áfram nú fyrir stundu eftir umræður um störf þingsins og fundarstjórn forseta sem stóðu í rúman klukkutíma. 17.1.2007 11:47 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk Sjálfsmorðsárásarmaður ók vörubíl hlöðnum sprengiefni inn í lögreglustöð í borginni Kirkuk í Írak í morgun og segja sjónarvottar að töluvert mannfall hafi orðið. 17.1.2007 11:38 Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. 17.1.2007 11:38 Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. 17.1.2007 11:01 Stál í stál á Alþingi Íslendinga Deilur héldu áfram á Alþingi í dag þegar það kom saman klukkan hálfellefu. Þar var forseti þingsins sakaður um að virða ekki lög og hefðir þingsins til þess eins að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. í gengum þingið. 17.1.2007 10:58 Yfir 50 látnir í vetrarhörkum í Bandaríkjunum Ríflega 50 manns eru látnir og hundruð þúsunda eru án rafmagns í níu ríkjum Bandaríkjanna eftir miklar vetrarhörkur undanfarna daga. Flestir hafa látist í Oklahoma, eða 20, en níu í Missouri og átta í Iowa. 17.1.2007 10:47 12 metrar horfnir af fjörunni Eyrarsund ýfðist svo mikið upp í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð og Danmörku um helgina að öldurnar brutu marga metra af strandlengju Skáns í Suður-Svíþjóð. Við Ysted í Suður-Svíþjóð eru að meðaltali níu metrar horfnir af fjörunni. Einn sumarbústaður er nú þremur metrum frá öldunum en stóð áður 15 metrum frá sjónum. 16.1.2007 22:58 Yfirmaður Ísraelshers segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna herrannsóknar á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Dan Halutz greindi forsætisráðherranum Ehud Olmert og varnarmálaráðherranum Amir Peretz frá ákvörðun sinni fyrr í kvöld. 16.1.2007 22:27 Margrét Sverris vill verða varaformaður Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Kosið verður í forystusveit flokksins á landsþingi 27. janúar næstkomandi. Einnig sækist hún eftir því að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 16.1.2007 22:08 Sérsveit yfirbugaði vopnaðan mann á Dalvík Sérsveitarmenn náðu að yfirbuga vopnaðan mann sem hafði í hótunum á Dalvík í kvöld. Hættuástandi hefur verið aflétt. Íbúar í nálægum húsum voru varaðir við að fara úr húsi meðan lögreglan reyndi að ná sambandi við manninn. 16.1.2007 21:30 Rice kannski kölluð til vitnis Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður hugsanlega kölluð til að bera vitni við réttarhöldin yfir fyrrverandi aðstoðarmanni varaforsetans Dicks Cheneys. Rice, forveri hennar Colin Powell, varaforsetinn Dick Cheney voru á löngum lista yfir hugsanleg vitni í málinu gegn Lewis "Scooter" Libby. 16.1.2007 21:05 Sjá næstu 50 fréttir
Innbrot í Keflavík og ölvun á flugvellinum Brotist var inn í íbúðarhús í Keflavík í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa muni. Síðar í dag voru menn handteknir í Reykjavík sem höfðu undir höndum hluta af þýfinu. Þjófarnir unnu spjöll á húsi og eignum í innbrotinu. Þá fékk maður sem kom ofurölvi til landsins í flugvél að sofa úr sér í fangageymslu í Keflavík. 17.1.2007 18:15
Stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu verður til Slagnum um ferðamennina er lokið við Reykjavíkurhöfn. Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö sem hafa verið starfrækt við Ægisgarð undanfarin ár hafa verið sameinuð. Nýja hvalaskoðunarfyrirtækið verður það stærsta á landinu þar sem samanlagður farþegafjöldi fyrirtækjanna var um 50 þúsund á síðasta ári. 17.1.2007 17:36
21 umferðaróhapp í dag 21 árekstur hefur orðið í höfuðborginni í dag, þó enginn harður. Flestir urðu vegna hálku í íbúðarhverfum. Engin slys hafa orðið á fólki. 17.1.2007 17:22
Valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögmönnum í Bretlandi Breska vikuritið The Lawyer hefur valið Guðmund J. Oddsson, forstöðumann lögfræðiskrifstofu Logos í Lundúnum, einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi. 17.1.2007 17:16
Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. 17.1.2007 17:06
Eldur í bílskúr í Breiðholti Eldur kviknaði í bílskúr í Breiðholti síðdegis í gær en þar var 18 ára piltur að setja bensín á fjórhjól um leið og hann reykti sígarettu. Að sögn lögreglu fór eitthvað af eldsneytinu á gólfið og þegar á það féll glóð úr sígarettunni kviknaði eldur. 17.1.2007 16:45
Þykjast ekki vera opinber vefsíða Fyrirtækið USAFIS sem birti auglýsingu á Vísi segist ekki vera að svindla á fólki. Auglýsingin var hlekkur á heimasíðuna usafis.org. Þar er fólki boðið að sækja um Græna kortið til Bandaríkjanna. 17.1.2007 16:30
Halldór Björn nýr forstöðumaður Listasafns Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað dr. Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2007 næstkomandi. 17.1.2007 16:28
Meirihluti dagforeldra ætlar að lækka gjaldskrá 84 prósent dagforeldra í Reykjavík ætla að lækka gjaldskrá sína í kjölfar aukinna niðurgreiðslna frá borginni. Þetta kemur fram í könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu meðal dagforeldra í janúarbyrjun og kynnt var í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í dag. 17.1.2007 16:15
Samgönguverðlaun veitt í vor Samgönguráðherra hefur komið á fót sérstökum samgönguverðlaunum sem ætlunin er að veita árlega einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa lagt fram verðmætan skerf á einhverju sviði samgöngumála. Um er að ræða peningaverðlaun auk verðlaunagrips. 17.1.2007 16:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítuga konu í fögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Þrír karlmenn voru jafnframt dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir smyglið. Fólkið smyglaði inn tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem fundust við tollleit á Keflavíkurflugvelli í ágúst á síðasta ári. 17.1.2007 15:54
Kristinn tekur ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Fréttavefur Bæjarins besta segir að Kristinn hafi tilkynnt formanni kjördæmasambands Framsóknarflokksins í kjördæminu um ákvörðun sína í dag. 17.1.2007 15:47
Margrét íhugar að bjóða sig fram til formanns í stað varaformanns Margrét Sverrisdóttir íhugar nú að draga framboð sitt til varaformanns Frjálslynda flokksins til baka og bjóða sig fram til formanns í staðinn. Þetta gerir hún vegna afdráttarlauss stuðnings Guðjóns Arnar Kristjánsssonar, formanns flokksins, við Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformann flokksins. 17.1.2007 15:41
Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. 17.1.2007 15:25
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að geta ekki borgað fyrir mat Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað og neytt veitinga að upphæð ríflega 10 þúsund krónur á veitingastað í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. 17.1.2007 15:15
Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ganga frá lista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á sunnudaginn kemur. Prófkjör flokksins í kjördæminu fór fram í nóvember síðastliðnum. Þeir sem urðu í sex efstu sætunum þar fengu allir bindandi kosningu nema Kjartan Ólafsson. 17.1.2007 14:57
Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. 17.1.2007 14:45
Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. 17.1.2007 14:44
Síldarviðræður standa enn yfir Viðræður standa enn yfir í Osló milli íslenskra og norskra stjórnvalda um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir engan niðurstöðu komna en meðan menn séu að ræðast við séu möguleiki á að ná saman. 17.1.2007 14:30
Litlar breytingar á stjórn úrvinnslusjóðs Umhverfisráðherra hefur skipað í stjórn Úrvinnslusjóðs til næstu fjögurra ára. Fyrir henni fer Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur en auk hans sitja Guðfinnur G. Johnsen, Bryndís Skúladóttir, Sigurður Jónsson og Sigurður Óli Kolbeinsson í stjórninni. 17.1.2007 14:25
Páfagaukur flúði frostið inn á veitingahús Viðskiptavinur á veitingahúsinu Tívolí í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir nokkuð óvenjulegri reynslu í dag. Þegar hann var að ganga inn um dyr veitingastaðarins settist páfagaukur á öxl hans. Fuglinn er hinn sprækasti þrátt fyrir að hafa verið flögrandi um í frostinu. 17.1.2007 14:05
Stjórnarandstaðan undrast orð Sólveigar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu í dag yfir undrun sinni yfir orðum Sólveigar Pétursdóttur, forseta þingsins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Þar sagðist Sólveig vilja breyta þingsköpum á þann hátt að takmarkanir yrðu settar á ræðutíma alþingismanna.. 17.1.2007 13:43
Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. 17.1.2007 13:40
Grunaður um fjölda innbrota og þjófnaði Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um innbrot og þjófnaði. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa brotist inn á hárgreiðslustofu í Hlíðarsmára og stolið sjóðsvél. Maðurinn hefur játað brot sín. 17.1.2007 13:30
Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. 17.1.2007 13:30
ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. 17.1.2007 13:00
Ríkisendurskoðandi fékk ekki trúnaðarskýrslu um Byrgið Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir fjárlaganefnd Alþingis á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til aðila utan velferðarkerfisins. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins sem gerð var af fulltrúum þriggja ráðuneyta. 17.1.2007 13:00
10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. 17.1.2007 12:45
Tíu teknir fyrir hraðaakstur í vetrarfærðinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í vetrarfærðinni í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Langflestir mældust á yfir eitt hundrað kílómetra hraða. 17.1.2007 12:45
Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. 17.1.2007 12:30
Vill takmarka ræðutíma alþingismanna Forseti Alþingis vill að takmarkanir verði settar á ræðutíma alþingismanna. Sólveig Pétursdóttir segir að ótakmarkaður ræðutími þekkist almennt ekki í þjóðþingum nágrannalanda. 17.1.2007 12:30
Guðjón styður Magnús Þór Formaður Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við sitjandi varaformann, Magnús Þór Hafsteinsson. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, bauð sig fram til varaformanns í gærkvöldi. 17.1.2007 12:15
Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. 17.1.2007 12:00
Rannsakað hvort fimm ára telpu hafi verið nauðgað Sérstaklega er nú rannsakað hvort maðurinn, sem handtekinn var í Reykjavík í gær eftir að hafa áreitt fjórar ungar stúlkur kynferðislega, hafi komið fram vilja sínum við fimm ára stúlku úr hópnum. 17.1.2007 11:56
Þriðja umræða um RÚV-frumvarp heldur áfram Þriðja umræða um frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins hélt áfram nú fyrir stundu eftir umræður um störf þingsins og fundarstjórn forseta sem stóðu í rúman klukkutíma. 17.1.2007 11:47
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk Sjálfsmorðsárásarmaður ók vörubíl hlöðnum sprengiefni inn í lögreglustöð í borginni Kirkuk í Írak í morgun og segja sjónarvottar að töluvert mannfall hafi orðið. 17.1.2007 11:38
Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. 17.1.2007 11:38
Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. 17.1.2007 11:01
Stál í stál á Alþingi Íslendinga Deilur héldu áfram á Alþingi í dag þegar það kom saman klukkan hálfellefu. Þar var forseti þingsins sakaður um að virða ekki lög og hefðir þingsins til þess eins að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. í gengum þingið. 17.1.2007 10:58
Yfir 50 látnir í vetrarhörkum í Bandaríkjunum Ríflega 50 manns eru látnir og hundruð þúsunda eru án rafmagns í níu ríkjum Bandaríkjanna eftir miklar vetrarhörkur undanfarna daga. Flestir hafa látist í Oklahoma, eða 20, en níu í Missouri og átta í Iowa. 17.1.2007 10:47
12 metrar horfnir af fjörunni Eyrarsund ýfðist svo mikið upp í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð og Danmörku um helgina að öldurnar brutu marga metra af strandlengju Skáns í Suður-Svíþjóð. Við Ysted í Suður-Svíþjóð eru að meðaltali níu metrar horfnir af fjörunni. Einn sumarbústaður er nú þremur metrum frá öldunum en stóð áður 15 metrum frá sjónum. 16.1.2007 22:58
Yfirmaður Ísraelshers segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna herrannsóknar á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Dan Halutz greindi forsætisráðherranum Ehud Olmert og varnarmálaráðherranum Amir Peretz frá ákvörðun sinni fyrr í kvöld. 16.1.2007 22:27
Margrét Sverris vill verða varaformaður Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Kosið verður í forystusveit flokksins á landsþingi 27. janúar næstkomandi. Einnig sækist hún eftir því að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 16.1.2007 22:08
Sérsveit yfirbugaði vopnaðan mann á Dalvík Sérsveitarmenn náðu að yfirbuga vopnaðan mann sem hafði í hótunum á Dalvík í kvöld. Hættuástandi hefur verið aflétt. Íbúar í nálægum húsum voru varaðir við að fara úr húsi meðan lögreglan reyndi að ná sambandi við manninn. 16.1.2007 21:30
Rice kannski kölluð til vitnis Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður hugsanlega kölluð til að bera vitni við réttarhöldin yfir fyrrverandi aðstoðarmanni varaforsetans Dicks Cheneys. Rice, forveri hennar Colin Powell, varaforsetinn Dick Cheney voru á löngum lista yfir hugsanleg vitni í málinu gegn Lewis "Scooter" Libby. 16.1.2007 21:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent