Innlent

Afsláttarkort verða sjálfvirk frá áramótum

Tryggingastofnun ætlar að hefja sjálfvirka útgáfu á afsláttarkortum fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu um næstu áramót. Nýja kortið er liður í viðleitni Tryggingastofnunar til að auðvelda sjúkratryggðu fólki að nálgast rétt sinn, segir í frétt frá stofnuninni.

Þegar hámarksgreiðslum er náð vegna heilbrigðisþjónustu á fólk rétt á afsláttarkorti. Hingað til hefur þurft að safna greiðslukvittunum og framvísa þeim hjá Tryggingastofnunar til að fá afsláttarkortið. Frá áramótum verður sú breyting á að afsláttarkortið verður sent sjálfkrafa heim til þeirra sem ná hámarksgreiðslum ef upplýsingar um það eru til hjá Tryggingastofnun. Endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikninga einstaklinga.

Tryggingastofnun berast upplýsingar frá flestum sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem eru með samning við Tryggingastofnun um greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×