Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. 5.12.2006 10:51 Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. 5.12.2006 10:33 Höggva sitt eigið jólatré Sífellt fleiri höggva sitt eigið jólatré hér á landi. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í ár líkt og fyrri ár fólki að koma í Heiðmörk fyrir jólin og höggva jólatré gegn hóflegu gjaldi. 5.12.2006 10:32 Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. 5.12.2006 10:27 Segja vinnubrögð ekki hafa verið óeðlileg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafna þeim fullyrðingum tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarfélaginu að óeðlileg vinnubrögð hafi átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum í kjölfar fréttar á Stöð 2 í gærkvöld. 5.12.2006 10:27 Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. 5.12.2006 10:18 180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. 5.12.2006 10:17 Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L 5.12.2006 10:06 Klessti á ljósastaur grunaður um ölvun Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum og klessti á ljósastaur. Hann er grunaður um ölvun við akstur en enginn slasaðist. Engin hálka var á veginum en malbikið var blautt að sögn lögreglu. 4.12.2006 23:36 Hrósar Venesúela en minnist ekki einu orði á Chavez Fulltrúi Hvíta hússins hrósaði í dag venesúelsku þjóðinni fyrir að taka þátt í lýðræðislegum forsetakosningum en minntist ekki einu orði á Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Chavez er svarinn óvinur Bandaríkjamanna og líkti Bush Bandaríkjaforseta við djöfulinn í frægri ræðu í fyrra. 4.12.2006 22:58 Pólonrannsóknir í breska sendiráðinu í Moskvu Breskir geislunarsérfræðingar munu rannsaka hvort einhver merki um geislavirka efnið pólon 210 finnist í sendiráði Breta í Moskvu á næstu dögum. Þetta er hluti af rannsókn bresku leyniþjónustunnar á morðinu á Alexander Litvinenko sem eitrað var fyrir með geislavirku póloni. 4.12.2006 22:41 NASA byggir á tunglinu Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins. 4.12.2006 22:36 Rússneskur templaraprestur brenndur inni Rússneskur rétttrúnaðarprestur var brenndur inni ásamt þremur börnum sínum á laugardag og telja rússneskir fjölmiðlar að íkveikjan hafi verið skipulögð til að þagga niður í prestinum, sem barðist ötullega gegn ofdrykkju áfengis. Nokkrir íbúar þorpsins þar sem presturinn bjó sögðu alkóhólista hafa stolið íkonum og öðrum gripum úr kirkjunni til að eiga fyrir næsta sopa. 4.12.2006 22:31 Flutningaskipin seglum búin Vindknúin flutningaskip verða tíð sjón í framtíðinni samkvæmt framtíðarsýn fallhlífaframleiðandans Skysails. Þar á bæ segja menn að segl með formi fallhlífar geti sparað flutningaskipum allt að 70 þúsund krónur á dag ef vindáttin er hagstæð. Seglin eru allt að 320 fermetrar að stærð og verða sett í sölu á næsta ári. 4.12.2006 21:56 Atvinnuauglýsingu dansks klámframleiðanda hafnað Atvinnumiðlun danska ríkisins ákvað í dag að klámmyndaframleiðanda væri ekki heimilt að auglýsa eftir starfskröftum á netinu, jafnvel þó að vefstjórastaðan sem fyrirtækið vildi auglýsa feldi ekki í sér neinn hlut í klámmyndatökum. Vinnumálastofnun Dana sagði að auglýsingin gæti virkað stuðandi á vinnuleitendur. 4.12.2006 21:05 43% segjast ekki hafa fengið lögbundnar launahækkanir Stór hluti verkafólks, 43%, segist svikinn um lögbundnar launahækkanir sem samið var um og áttu að ganga í gegn þann 1. júlí síðastliðinn, samkvæmt nýrri könnun. Atvinnurekendur draga niðurstöðurnar í efa 4.12.2006 20:49 Ekvador hallast til vinstri með nýjum forseta Ekvador bættist í fylkingu vinstrisinnaðra Suður-Ameríkuríkja í dag þegar talningu lauk upp úr kjörkössum forsetakosninganna. Hagfræðingurinn Rafael Correa, vinur hins alræmda Hugo Chavez, forseta Venesúela, hlaut tæp 56,7% gildra atkvæða og vann óvéfengjanlegan sigur á bananakónginum hægrisinnaða Alvaro Noboa. 4.12.2006 20:01 Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. 4.12.2006 19:45 Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. 4.12.2006 19:30 Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. 4.12.2006 19:15 Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. 4.12.2006 19:00 Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. 4.12.2006 18:27 16 þúsund erlendir ríkisborgarar í starfi hérlendis Um 16 þúsund erlendir ríkisborgarar starfa hér á landi um þessar mundir, eftir því sem fram kemur í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslyndra. Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi þeirra sem komið hafa til landsins á þessu ári og meirihluti þeirra atvinnuleyfa sem veitt voru í ár voru vegna byggingariðnaðar. 4.12.2006 18:23 Gegn anda samkeppnislaga Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins, segir að þær breytingar sem hafi verið gerðar á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, breyti engu um að það stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. 4.12.2006 18:22 Bretar endurnýja kjarnavopnabúr sitt Bretar ætla að endurnýja allt kjarnavopnabúr sitt á næstunni, þar á meðal allan kjarnorkukafbátaflotann. Tony Blair, forsætisráðherra, sagði í dag að hinir bandarísku Trident kjarnaoddar verði áfram í vopnabúrinu en hins vegar verði kjarnaoddum fækkað um 20% og verði færri en 160 talsins og hugsanlega verði ekki keyptir nema þrír kafbátar í stað fjögurra. 4.12.2006 17:59 Ekki öruggara að nota handfrjálsan búnað Hættan á umferðarslysum eykst þegar fólk talar í farsíma við akstur, óháð því hvort notaður er handfrjáls búnaður eða ekki. Þetta leiðir ný rannsókn á vegum rannsóknarseturs Danmerkur í samgöngumálum í ljós en greint er frá henni á vef Jótlandspóstsins. 4.12.2006 17:05 Dýrt spaug að kasta tertu í ráðherra Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Osló í dag fyrir að kasta rjómatertu í Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í október í fyrra þar sem hún var að ganga inn í ráðuneyti sitt. 4.12.2006 16:44 Einkaframkvæmd komi til greina ef hún flýti fyrir framkvæmdum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi koma til greina að fela einkaaðilum að tvöfalda Suðurlandsveg ef það yrði til að flýta framkvæmdum við hann. Þetta kom fram í svari hans til Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurðist fyrir um stefnu stjórnvalda í málefnum Suðurlandsvegar. 4.12.2006 16:25 Íslendingur fer til Filippseyja vegna hamfara Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember. 4.12.2006 16:12 Heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að betra og heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak árið 2003 en hins vegar telur hann að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma. 4.12.2006 15:52 Dæmdir fyrir peningafölsun Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs. 4.12.2006 15:46 Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. 4.12.2006 15:45 Bónus styrkir Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Bónus færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Þessar tvær stofnanir taka sameinast um að veita jólaaðstoð nú í desember. Aðstoðin er veitt bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni þeim sem búa við bág kjör. 4.12.2006 15:33 Þungatakmarkanir á fjórum vegum frá og með morgundeginum Vegagerðin bendir á að vegna hættu á slitlagaskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum frá og með kl. 8 í fyrramálið, 5. desember: 4.12.2006 15:30 Sífellt færri bækur prentaðar hér á landi Hlutfall þeirra bóka sem er að finna í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár og prentaður er hér á landi hefur dregist verulega saman frá fyrra ári samkvæmt könnun Bókasambands Íslands. 4.12.2006 15:15 Nöfn þeirra sem létust í slysinu á Sandskeiði Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík. Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus. 4.12.2006 15:12 Bolton hættir sem sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ John Bolton, sendiherrra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt af sér og hættir á næstu dögum. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í dag. 4.12.2006 15:06 Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4.12.2006 14:30 Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 4.12.2006 14:26 Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. 4.12.2006 14:16 Pinochet látinn laus gegn tryggingu Dómstóll í Chile hefur úrskurða að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, verði látinn laus gegn tryggingu en hann var handtekinn í síðustu viku í tengslum við morð á tveimur andstæðingum hans í valdatíð Pinochets. Ákvörðun dómstólsins kemur degi eftir að Pinochet hlaut alvarlegt hjartaáfall. 4.12.2006 14:06 Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. 4.12.2006 13:45 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. 4.12.2006 13:45 Fiðla verður ekki í eigu RÚV Tæplega 280 ára gömul fiðla og önnur hljóðfæri sem Ríkisútvarpið hélt eftir við rekstarlegan aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki hluti af eignum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveitina. 4.12.2006 13:37 Tveir karlmenn enn á gjörgæsludeild eftir slys Karlmaður sem slasaðist við æfingu með svokölluðu dráttarsegli fyrir rúmri viku liggur enn á gjörgæsludeild. Þá er maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka í nóvember enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. 4.12.2006 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. 5.12.2006 10:51
Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. 5.12.2006 10:33
Höggva sitt eigið jólatré Sífellt fleiri höggva sitt eigið jólatré hér á landi. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í ár líkt og fyrri ár fólki að koma í Heiðmörk fyrir jólin og höggva jólatré gegn hóflegu gjaldi. 5.12.2006 10:32
Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. 5.12.2006 10:27
Segja vinnubrögð ekki hafa verið óeðlileg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafna þeim fullyrðingum tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarfélaginu að óeðlileg vinnubrögð hafi átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum í kjölfar fréttar á Stöð 2 í gærkvöld. 5.12.2006 10:27
Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. 5.12.2006 10:18
180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. 5.12.2006 10:17
Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L 5.12.2006 10:06
Klessti á ljósastaur grunaður um ölvun Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum og klessti á ljósastaur. Hann er grunaður um ölvun við akstur en enginn slasaðist. Engin hálka var á veginum en malbikið var blautt að sögn lögreglu. 4.12.2006 23:36
Hrósar Venesúela en minnist ekki einu orði á Chavez Fulltrúi Hvíta hússins hrósaði í dag venesúelsku þjóðinni fyrir að taka þátt í lýðræðislegum forsetakosningum en minntist ekki einu orði á Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Chavez er svarinn óvinur Bandaríkjamanna og líkti Bush Bandaríkjaforseta við djöfulinn í frægri ræðu í fyrra. 4.12.2006 22:58
Pólonrannsóknir í breska sendiráðinu í Moskvu Breskir geislunarsérfræðingar munu rannsaka hvort einhver merki um geislavirka efnið pólon 210 finnist í sendiráði Breta í Moskvu á næstu dögum. Þetta er hluti af rannsókn bresku leyniþjónustunnar á morðinu á Alexander Litvinenko sem eitrað var fyrir með geislavirku póloni. 4.12.2006 22:41
NASA byggir á tunglinu Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins. 4.12.2006 22:36
Rússneskur templaraprestur brenndur inni Rússneskur rétttrúnaðarprestur var brenndur inni ásamt þremur börnum sínum á laugardag og telja rússneskir fjölmiðlar að íkveikjan hafi verið skipulögð til að þagga niður í prestinum, sem barðist ötullega gegn ofdrykkju áfengis. Nokkrir íbúar þorpsins þar sem presturinn bjó sögðu alkóhólista hafa stolið íkonum og öðrum gripum úr kirkjunni til að eiga fyrir næsta sopa. 4.12.2006 22:31
Flutningaskipin seglum búin Vindknúin flutningaskip verða tíð sjón í framtíðinni samkvæmt framtíðarsýn fallhlífaframleiðandans Skysails. Þar á bæ segja menn að segl með formi fallhlífar geti sparað flutningaskipum allt að 70 þúsund krónur á dag ef vindáttin er hagstæð. Seglin eru allt að 320 fermetrar að stærð og verða sett í sölu á næsta ári. 4.12.2006 21:56
Atvinnuauglýsingu dansks klámframleiðanda hafnað Atvinnumiðlun danska ríkisins ákvað í dag að klámmyndaframleiðanda væri ekki heimilt að auglýsa eftir starfskröftum á netinu, jafnvel þó að vefstjórastaðan sem fyrirtækið vildi auglýsa feldi ekki í sér neinn hlut í klámmyndatökum. Vinnumálastofnun Dana sagði að auglýsingin gæti virkað stuðandi á vinnuleitendur. 4.12.2006 21:05
43% segjast ekki hafa fengið lögbundnar launahækkanir Stór hluti verkafólks, 43%, segist svikinn um lögbundnar launahækkanir sem samið var um og áttu að ganga í gegn þann 1. júlí síðastliðinn, samkvæmt nýrri könnun. Atvinnurekendur draga niðurstöðurnar í efa 4.12.2006 20:49
Ekvador hallast til vinstri með nýjum forseta Ekvador bættist í fylkingu vinstrisinnaðra Suður-Ameríkuríkja í dag þegar talningu lauk upp úr kjörkössum forsetakosninganna. Hagfræðingurinn Rafael Correa, vinur hins alræmda Hugo Chavez, forseta Venesúela, hlaut tæp 56,7% gildra atkvæða og vann óvéfengjanlegan sigur á bananakónginum hægrisinnaða Alvaro Noboa. 4.12.2006 20:01
Sprenging í flugeldaverksmiðju kostar tvo lífið Tveir slökkviliðsmenn týndu lífi og 12 brenndust illa þegar eldur kviknaði í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Englands í gærkvöldi. 4.12.2006 19:45
Valdarán virðist í uppsiglingu Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. 4.12.2006 19:30
Fríverslunarviðræður eftir áramótin Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. 4.12.2006 19:15
Verra en borgarastyrjöld í Írak Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. 4.12.2006 19:00
Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. 4.12.2006 18:27
16 þúsund erlendir ríkisborgarar í starfi hérlendis Um 16 þúsund erlendir ríkisborgarar starfa hér á landi um þessar mundir, eftir því sem fram kemur í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslyndra. Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi þeirra sem komið hafa til landsins á þessu ári og meirihluti þeirra atvinnuleyfa sem veitt voru í ár voru vegna byggingariðnaðar. 4.12.2006 18:23
Gegn anda samkeppnislaga Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins, segir að þær breytingar sem hafi verið gerðar á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, breyti engu um að það stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. 4.12.2006 18:22
Bretar endurnýja kjarnavopnabúr sitt Bretar ætla að endurnýja allt kjarnavopnabúr sitt á næstunni, þar á meðal allan kjarnorkukafbátaflotann. Tony Blair, forsætisráðherra, sagði í dag að hinir bandarísku Trident kjarnaoddar verði áfram í vopnabúrinu en hins vegar verði kjarnaoddum fækkað um 20% og verði færri en 160 talsins og hugsanlega verði ekki keyptir nema þrír kafbátar í stað fjögurra. 4.12.2006 17:59
Ekki öruggara að nota handfrjálsan búnað Hættan á umferðarslysum eykst þegar fólk talar í farsíma við akstur, óháð því hvort notaður er handfrjáls búnaður eða ekki. Þetta leiðir ný rannsókn á vegum rannsóknarseturs Danmerkur í samgöngumálum í ljós en greint er frá henni á vef Jótlandspóstsins. 4.12.2006 17:05
Dýrt spaug að kasta tertu í ráðherra Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Osló í dag fyrir að kasta rjómatertu í Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í október í fyrra þar sem hún var að ganga inn í ráðuneyti sitt. 4.12.2006 16:44
Einkaframkvæmd komi til greina ef hún flýti fyrir framkvæmdum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi koma til greina að fela einkaaðilum að tvöfalda Suðurlandsveg ef það yrði til að flýta framkvæmdum við hann. Þetta kom fram í svari hans til Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurðist fyrir um stefnu stjórnvalda í málefnum Suðurlandsvegar. 4.12.2006 16:25
Íslendingur fer til Filippseyja vegna hamfara Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember. 4.12.2006 16:12
Heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að betra og heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak árið 2003 en hins vegar telur hann að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma. 4.12.2006 15:52
Dæmdir fyrir peningafölsun Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs. 4.12.2006 15:46
Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. 4.12.2006 15:45
Bónus styrkir Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Bónus færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Þessar tvær stofnanir taka sameinast um að veita jólaaðstoð nú í desember. Aðstoðin er veitt bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni þeim sem búa við bág kjör. 4.12.2006 15:33
Þungatakmarkanir á fjórum vegum frá og með morgundeginum Vegagerðin bendir á að vegna hættu á slitlagaskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum frá og með kl. 8 í fyrramálið, 5. desember: 4.12.2006 15:30
Sífellt færri bækur prentaðar hér á landi Hlutfall þeirra bóka sem er að finna í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár og prentaður er hér á landi hefur dregist verulega saman frá fyrra ári samkvæmt könnun Bókasambands Íslands. 4.12.2006 15:15
Nöfn þeirra sem létust í slysinu á Sandskeiði Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík. Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus. 4.12.2006 15:12
Bolton hættir sem sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ John Bolton, sendiherrra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt af sér og hættir á næstu dögum. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í dag. 4.12.2006 15:06
Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4.12.2006 14:30
Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 4.12.2006 14:26
Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. 4.12.2006 14:16
Pinochet látinn laus gegn tryggingu Dómstóll í Chile hefur úrskurða að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, verði látinn laus gegn tryggingu en hann var handtekinn í síðustu viku í tengslum við morð á tveimur andstæðingum hans í valdatíð Pinochets. Ákvörðun dómstólsins kemur degi eftir að Pinochet hlaut alvarlegt hjartaáfall. 4.12.2006 14:06
Verra en borgarastyrjöld Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu. 4.12.2006 13:45
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. 4.12.2006 13:45
Fiðla verður ekki í eigu RÚV Tæplega 280 ára gömul fiðla og önnur hljóðfæri sem Ríkisútvarpið hélt eftir við rekstarlegan aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki hluti af eignum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveitina. 4.12.2006 13:37
Tveir karlmenn enn á gjörgæsludeild eftir slys Karlmaður sem slasaðist við æfingu með svokölluðu dráttarsegli fyrir rúmri viku liggur enn á gjörgæsludeild. Þá er maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka í nóvember enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. 4.12.2006 13:30