Innlent

Laun hækka um 2,9 prósent um áramót

MYND/Hari

Allir almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög innan ASÍ og fleiri hækka um 2,9 prósent um áramótin í stað 2,25 prósenta samkvæmt kjarasamningum. Er þetta í samræmi við samkomulag forsendunefndar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem gert var í fyrra á grundvelli verðlagsþróunar.

Fram kemur á vef fjármálaráðuneytinsins að kjarasamningar ríkisstarfsmanna séu tengdir þessari ákvörðun og samkomulög voru gerð við bandalög og einstök félög í kjölfar ákvörðunarinnar um sömu hækkanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×