Fleiri fréttir Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010. 13.11.2006 16:09 Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði. 13.11.2006 15:56 Dagur Kári Awarded 13.11.2006 15:46 Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra. 13.11.2006 15:41 Bárujárnsplötur fjúka Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði. 13.11.2006 15:29 Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. 13.11.2006 15:26 Palestinskur sáttmáli undirritaður í Kaíró 13.11.2006 15:25 Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu. 13.11.2006 14:51 Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. 13.11.2006 14:36 Biður Saddam griða 13.11.2006 14:31 Pólverjar beittu Rússa neitunarvaldi hjá ESB Pólverjar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hæfi viðræður við Rússa um breiðari samvinnu, sérstaklega í orkumálum. Vonast var til að viðræðurnar gætu hafist á fundi í Helsinki hinn 24. þessa mánaðar. 13.11.2006 14:19 Dagur Kári verðlaunaður Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy. 13.11.2006 14:00 Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum. 13.11.2006 13:43 Yfir 8000 ólöglegir innflytjendur stöðvaðir 13.11.2006 13:40 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi. 13.11.2006 13:02 Síðasti bóndinn á leið af þingi Síðasti starfandi bóndinn er á leið af þingi ef bændur fá ekki ekki fulltrúa í þeim prófkjörum sem eftir eru eða í flokksvali. 13.11.2006 12:53 Áströlsk plastglös ónýt sem vopn Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði. 13.11.2006 12:52 Líbanonsstjórn samþykkti tillögu að Hariri-dómstól Ríkisstjórn Líbanons, - það sem er eftir af henni, samþykkti í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna að uppsetningu dómstóls til að rétta yfir mönnunum sem grunað er að hafi myrt Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir einu og hálfu ári. Sex ráðherrar hliðhollir eru Sýrlandi og mótfallnir dómstólnum hafa sagt af sér embætti síðan á laugardaginn. 13.11.2006 12:47 Irwing-feðgar reyna að komast inn á olíumarkað hérlendis Irwing-feðgarnir, sem á sínum tíma höfðu áhuga á að stofna olíufélag á Íslandi til að keppa við olíurisana þrjá: Olís, Essó og Skeljung, hafa ekki gleymt Íslandi því nú auglýsa þeir eftir umboðsaðila fyrir smurolíur sínar á höfuðborgarsvæðinu. 13.11.2006 12:45 Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. 13.11.2006 12:45 Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra. 13.11.2006 12:31 Suðurnesjamönnum gengur illa í prófkjörum Flokksmenn í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins hafa hafnað Suðurnesjamönnum í prófkjörum í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðismenn höfnuðu Kristjáni Pálssyni úr Keflavík og þingmanninum Gunnari Erni Örlygssyni af Suðurnesjum. Þar eru nú Árnesingar og Vestmannaeyingar í toppsætum. 13.11.2006 12:30 Stjórnarkreppa í Líbanon Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing. Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun. 13.11.2006 12:30 Húsnæðisverð hækkar hraðar nú en undanfarna mánuði Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, og hækkar nú hraðar en undanfarna mánuði. Á einum mánuði hefur það hækkað um 0,7%,sem er mikil hækkun ef litið er til þess að að á síðustu 6 mánuðum nemur hækkunin saman lagt innan við þremur prósentum. Mesta hreyfingin virðist vera á ódýrari eignum. 13.11.2006 12:15 Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. 13.11.2006 12:15 Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi. 13.11.2006 12:08 Víða stórhríð og ófærð Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð. 13.11.2006 11:52 Undanúrslit Skrekksins hefjast í kvöld Skrekkurinn hefst í kvöld, þetta þarfnast ekki nánari útskýringa fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir hina sem ekki eru farnir að hlakka til er Skrekkurinn hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Allir skólarnir í Reykjavík munu mæta til leiks og er búist við geysiharðri keppni í Borgarleikhúsinu þrjú komandi kvöld. 13.11.2006 11:48 Árni nýtur fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Johnsen njóti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Árni hlaut annað sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Geir sagði í Ríkisútvarpinu í morgun, að Árni nyti trausts þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum. 13.11.2006 11:46 Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra. 13.11.2006 11:45 Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. 13.11.2006 11:38 Náði athygli krókódílsins Belgiskur maður hefur verið útnefndur heimskasti túristi vikunnar, eftir að hann reyndi að taka mynd af krókódíl í Cape Tribulation, í Ástralíu. 13.11.2006 11:26 Winter 13.11.2006 11:24 Leiðtogar arabaríkja vilja friðarráðstefnu Utanríkisráðherra aðildarríkja Arababandalagsins samþykktu á neyðarfundi sínum í dag að kalla eftir friðarráðstefnu vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem að kæmu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Palestínu og Ísraels. 12.11.2006 21:04 Um 20 hermenn létust í umferðarslysi í Chile Að minnsta kosti 20 chileskir hermenn létust í dag þegar rúta sem þeir voru farþegar í steyptist fram af brú og ofan í á. Slysið átti sér stað í suðurhluta Chile. Ekki liggur fyrri hvernig það bar að en miklar rigningar höfðu verið á svæðinu. 12.11.2006 20:22 Páfi segir hungursneyðina í heiminum hneyksli Benedikt sextándi páfi sagði í dag að það væri hneyksli að fólk í heiminu sylti og kallaði eftir róttækum breytingum á efnahagskerfi heimsins til þess að binda enda á hungursneyð hundraða milljóna manna. 12.11.2006 20:15 Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. 12.11.2006 19:46 Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan 3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. 12.11.2006 19:40 Vilja segja sig úr lögum við Georgíu Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna 12.11.2006 19:30 Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. 12.11.2006 19:29 Maliki boðar uppstokkun á stjórninni Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. 12.11.2006 19:00 Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. 12.11.2006 18:56 Rekstur peningaspila innan þess ramma sem Háskóli Íslands setur sér Rektor Háskóla Íslands segir að rekstur peningaspila sé innan þess ramma sem skólinn setji sér. íbúasamtök Breiðholts hafa sakað Háskólann um siðleysi fyrir að gera út á spilafíkn fólks. 12.11.2006 18:55 Á leið inn á Alþingi á ný þremur árum eftir fangelsisvist Þremur árum eftir að Árni Johnsen losnaði úr fangelsi fyrir fjárdrátt og mútuþægni er hann á leið inn á Alþingi á ný. Árni kvaðst í dag kjósa að gleyma því sem liðið er en sækjast í það sem er fram undan. 12.11.2006 18:50 Egeland fundaði með umdeildum uppreisnarleiðtoga Jan Egeland, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, átti stuttan fund með Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarhers Drottins í Úganda, í frumskógi í Suður-Súdan fyrr í dag. Þar hugðist Egeland reyna að fá Kony til þess að sleppa börnum, konum og særðum sem uppreisnarher hans hefur rænt en Kony sagði herinn aðeins halda hermönnum föngnum. 12.11.2006 18:38 Sjá næstu 50 fréttir
Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010. 13.11.2006 16:09
Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði. 13.11.2006 15:56
Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra. 13.11.2006 15:41
Bárujárnsplötur fjúka Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði. 13.11.2006 15:29
Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. 13.11.2006 15:26
Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu. 13.11.2006 14:51
Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. 13.11.2006 14:36
Pólverjar beittu Rússa neitunarvaldi hjá ESB Pólverjar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hæfi viðræður við Rússa um breiðari samvinnu, sérstaklega í orkumálum. Vonast var til að viðræðurnar gætu hafist á fundi í Helsinki hinn 24. þessa mánaðar. 13.11.2006 14:19
Dagur Kári verðlaunaður Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy. 13.11.2006 14:00
Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum. 13.11.2006 13:43
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi. 13.11.2006 13:02
Síðasti bóndinn á leið af þingi Síðasti starfandi bóndinn er á leið af þingi ef bændur fá ekki ekki fulltrúa í þeim prófkjörum sem eftir eru eða í flokksvali. 13.11.2006 12:53
Áströlsk plastglös ónýt sem vopn Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði. 13.11.2006 12:52
Líbanonsstjórn samþykkti tillögu að Hariri-dómstól Ríkisstjórn Líbanons, - það sem er eftir af henni, samþykkti í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna að uppsetningu dómstóls til að rétta yfir mönnunum sem grunað er að hafi myrt Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir einu og hálfu ári. Sex ráðherrar hliðhollir eru Sýrlandi og mótfallnir dómstólnum hafa sagt af sér embætti síðan á laugardaginn. 13.11.2006 12:47
Irwing-feðgar reyna að komast inn á olíumarkað hérlendis Irwing-feðgarnir, sem á sínum tíma höfðu áhuga á að stofna olíufélag á Íslandi til að keppa við olíurisana þrjá: Olís, Essó og Skeljung, hafa ekki gleymt Íslandi því nú auglýsa þeir eftir umboðsaðila fyrir smurolíur sínar á höfuðborgarsvæðinu. 13.11.2006 12:45
Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. 13.11.2006 12:45
Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra. 13.11.2006 12:31
Suðurnesjamönnum gengur illa í prófkjörum Flokksmenn í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins hafa hafnað Suðurnesjamönnum í prófkjörum í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðismenn höfnuðu Kristjáni Pálssyni úr Keflavík og þingmanninum Gunnari Erni Örlygssyni af Suðurnesjum. Þar eru nú Árnesingar og Vestmannaeyingar í toppsætum. 13.11.2006 12:30
Stjórnarkreppa í Líbanon Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing. Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun. 13.11.2006 12:30
Húsnæðisverð hækkar hraðar nú en undanfarna mánuði Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, og hækkar nú hraðar en undanfarna mánuði. Á einum mánuði hefur það hækkað um 0,7%,sem er mikil hækkun ef litið er til þess að að á síðustu 6 mánuðum nemur hækkunin saman lagt innan við þremur prósentum. Mesta hreyfingin virðist vera á ódýrari eignum. 13.11.2006 12:15
Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. 13.11.2006 12:15
Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi. 13.11.2006 12:08
Víða stórhríð og ófærð Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð. 13.11.2006 11:52
Undanúrslit Skrekksins hefjast í kvöld Skrekkurinn hefst í kvöld, þetta þarfnast ekki nánari útskýringa fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir hina sem ekki eru farnir að hlakka til er Skrekkurinn hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Allir skólarnir í Reykjavík munu mæta til leiks og er búist við geysiharðri keppni í Borgarleikhúsinu þrjú komandi kvöld. 13.11.2006 11:48
Árni nýtur fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Johnsen njóti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Árni hlaut annað sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Geir sagði í Ríkisútvarpinu í morgun, að Árni nyti trausts þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum. 13.11.2006 11:46
Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra. 13.11.2006 11:45
Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. 13.11.2006 11:38
Náði athygli krókódílsins Belgiskur maður hefur verið útnefndur heimskasti túristi vikunnar, eftir að hann reyndi að taka mynd af krókódíl í Cape Tribulation, í Ástralíu. 13.11.2006 11:26
Leiðtogar arabaríkja vilja friðarráðstefnu Utanríkisráðherra aðildarríkja Arababandalagsins samþykktu á neyðarfundi sínum í dag að kalla eftir friðarráðstefnu vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem að kæmu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Palestínu og Ísraels. 12.11.2006 21:04
Um 20 hermenn létust í umferðarslysi í Chile Að minnsta kosti 20 chileskir hermenn létust í dag þegar rúta sem þeir voru farþegar í steyptist fram af brú og ofan í á. Slysið átti sér stað í suðurhluta Chile. Ekki liggur fyrri hvernig það bar að en miklar rigningar höfðu verið á svæðinu. 12.11.2006 20:22
Páfi segir hungursneyðina í heiminum hneyksli Benedikt sextándi páfi sagði í dag að það væri hneyksli að fólk í heiminu sylti og kallaði eftir róttækum breytingum á efnahagskerfi heimsins til þess að binda enda á hungursneyð hundraða milljóna manna. 12.11.2006 20:15
Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum. 12.11.2006 19:46
Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan 3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. 12.11.2006 19:40
Vilja segja sig úr lögum við Georgíu Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna 12.11.2006 19:30
Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin. 12.11.2006 19:29
Maliki boðar uppstokkun á stjórninni Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. 12.11.2006 19:00
Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. 12.11.2006 18:56
Rekstur peningaspila innan þess ramma sem Háskóli Íslands setur sér Rektor Háskóla Íslands segir að rekstur peningaspila sé innan þess ramma sem skólinn setji sér. íbúasamtök Breiðholts hafa sakað Háskólann um siðleysi fyrir að gera út á spilafíkn fólks. 12.11.2006 18:55
Á leið inn á Alþingi á ný þremur árum eftir fangelsisvist Þremur árum eftir að Árni Johnsen losnaði úr fangelsi fyrir fjárdrátt og mútuþægni er hann á leið inn á Alþingi á ný. Árni kvaðst í dag kjósa að gleyma því sem liðið er en sækjast í það sem er fram undan. 12.11.2006 18:50
Egeland fundaði með umdeildum uppreisnarleiðtoga Jan Egeland, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, átti stuttan fund með Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarhers Drottins í Úganda, í frumskógi í Suður-Súdan fyrr í dag. Þar hugðist Egeland reyna að fá Kony til þess að sleppa börnum, konum og særðum sem uppreisnarher hans hefur rænt en Kony sagði herinn aðeins halda hermönnum föngnum. 12.11.2006 18:38