Innlent

Húsnæðisverð hækkar hraðar nú en undanfarna mánuði

Byggingarkranar í höfuðborginni.
Byggingarkranar í höfuðborginni. MYND/Gunnar V. Andrésson

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, og hækkar nú hraðar en undanfarna mánuði. Á einum mánuði hefur það hækkað um 0,7%,sem er mikil hækkun ef litið er til þess að að á síðustu 6 mánuðum nemur hækkunin saman lagt innan við þremur prósentum.

Veltan á markaðnum hefur heldur aukist, en athygli vekur að meðalupphæð á hverjum samningi í síðustu viku var rúmar 17 milljónir á móti 19,5 milljónum í vikunni þar á undan, sem gefur vísbendingu um að mesta hreyfingin sé á ódýrustu eignunum.

Þetta er að gerast þrátt fyrir að sérfræðingar á fjármálamarkaðnum séu almennt sammála um að markaðurinn sé of mettaður um þessar mundir, þannig að framboð sé meira en eftirspurn, en við slíkar aðstæður fer verð á öðrum hlutum að minnsta kosti, nær undantekningarlaust lækkandi.

Þrátt fyrir þetta hefur minnkandi eftirspurn áhrif, því hægt hefur verið á framkvæmdum við nokkur stór íbúðabyggingaverkefni á höfuðborgarsvæðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×