Innlent

Suðurnesjamönnum gengur illa í prófkjörum

Frá prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um síðustu helgi.
Frá prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um síðustu helgi. MYND/NFS

Flokksmenn í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins hafa hafnað Suðurnesjamönnum í prófkjörum í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðismenn höfnuðu Kristjáni Pálssyni úr Keflavík og þingmanninum Gunnari Erni Örlygssyni af Suðurnesjum. Þar eru nú Árnesingar og Vestmannaeyingar í toppsætum.

Efsti maður listans, Árni M. Mathiesen er úr Hafnarfirði og getur því ekki greitt flokki sínum atkvæði í kjördæmi sínu. Samfylkingarmenn höfnuðu Jóni Gunnarssyni alþingismanni og Suðurnesjamanni, en þar eru þrír Eyjamenn og einn Árnesingur í fimm efstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×