Innlent

Síðasti bóndinn á leið af þingi

Síðasti starfandi bóndinn er á leið af þingi ef bændur fá ekki ekki fulltrúa í þeim prófkjörum sem eftir eru eða í flokksvali.

Störf Alþingis hafa að miklu leyti miðast við bústörf þó bændum á þingi hafi farið fækkandi síðustu ár. Drífa Hjartardóttir, þingmaður og bóndi á Keldum, náði ekki öruggu þingsæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurland og er því á leið af þingi. En hún er síðasti starfandi bóndinn á þingi ef frá er talin Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sem gefur upp á vef þingsins að hún sé bóndi. Ætla má þó að erfitt sé fyrir hana að sinna búskap samhliða þingmennsku og ráðherraembætti. Spuning er hvort ekki sé kominn til að breyta sumarfríi þingsins sem miðast við sauðburð og heyskap.

Áður fyrr bjuggu þingmenn í sínum kjördæmum og dvöldu á hóteli eða í leigðu sér herbergi á meðan þeir sinntu þingstörfum. Það gera fæstir þingmenn í dag þó þeir eigi annað heimili í kjördæmum sínum enda er þingmennska fullt starf í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×