Innlent

Undanúrslit Skrekksins hefjast í kvöld

Mörg atriði Skrekksins eru þaulæfð og mikið lagt í undirbúning.
Mörg atriði Skrekksins eru þaulæfð og mikið lagt í undirbúning. MYND/ÍTR

Skrekkurinn hefst í kvöld, þetta þarfnast ekki nánari útskýringa fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir hina sem ekki eru farnir að hlakka til er Skrekkurinn hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Allir skólarnir í Reykjavík munu mæta til leiks og er búist við geysiharðri keppni í Borgarleikhúsinu þrjú komandi kvöld.

Undanúrslitakvöldin eru þrjú, hið fyrsta er í kvöld og svo koll af kolli. Upplýsingar um hvaða skólar keppa hvaða kvöld má finna hér á síðu ÍTR. Búist er við feikna keppni þar sem æfingar hafa staðið yfir í grunnskólunum og jafnvel undankeppnir innan skólanna um hvaða atriði tekur þátt.

Borgarleikhúsið tekur takmarkaðan fjölda gesta og verður miðasala alfarið í höndum félagsmiðstöðva ÍTR. Úrslitakvöldið verður síðan í Borgarleikhúsinu 21. nóvember og verður það sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Þar fá sigurvegarar keppninnar afhentar Skrekksstytturnar eftirsóttu. Þetta er í 16. sinn sem keppnin er haldin og má því segja að þetta sé orðinn fastur liður í skólastarfi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×