Fleiri fréttir Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43 Hamas verði ekki bolað út Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sagði í dag að flokkur hans Hamas, myndi koma í veg fyrir tilraunir Abbas forseta og Fatah-hreyfingar hans til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eða fella ríkisstjórn Hamas til þess að binda enda á stjórnmálakrísu í Palestínu. 20.10.2006 10:27 Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09 Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00 Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00 Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum. 20.10.2006 10:00 Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. 20.10.2006 09:50 Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. 19.10.2006 23:43 Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. 19.10.2006 23:32 Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. 19.10.2006 23:02 Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. 19.10.2006 22:47 Reyndu að flýja úr fangelsi í Egyptalandi Þrír menn sem eru í haldi yfirvalda í Kaíró í Egyptalandi, grunaðir um aðild að sprengjuárásum á þrjá ferðamannastaði við Rauðahafið í október 2004, reyndu að flýja úr fangelsi í dag. Það tókst ekki og slasaðist einn þremenninganna. Mennirnir höfðu bundið saman föt og reyndu að klifra yfir fangelsisveggina. 19.10.2006 22:05 Grípa þurfi til valdbeitingar til að stöðva Ísraela Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon segir að svo geti farið að grípa verði til valdbeitinga til að koma í veg fyrir innrásir Ísraela inn í lofthelgi Líbana. Alain Pellegrini, yfirmaður friðargæslusveitanna, sagði þetta á blaðamannafundi í dag og bætti því við að til þess að það yrði hægt þyrfti að breyta umboði hersveita SÞ í landinu. Talsmenn SÞ sögðu eftir fundinn að ekki væri verið að undirbúa það. Sendifulltrúi Ísraela hjá SÞ segir það koma sér á óvart að Pellegrini hafi látið þessi orð falla. 19.10.2006 21:50 Mýrin fær 4 stjörnur Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu. 19.10.2006 21:26 Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum. 19.10.2006 21:04 Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði. 19.10.2006 20:42 Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. 19.10.2006 20:18 Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. 19.10.2006 20:04 8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. 19.10.2006 19:44 Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30 Mýkri friðargæsla Ásýnd íslensku friðargæslunnar verður mýkt og lögð verður áhersla á borgaraleg svið í verkefnavali hennar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti þessar hugmyndir á fundi utanríkismálanefndar í morgun. 19.10.2006 19:00 Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. 19.10.2006 18:45 Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30 Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. 19.10.2006 18:30 Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. 19.10.2006 18:15 Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06 Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00 ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50 Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45 Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45 Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37 Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. 19.10.2006 17:30 Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19 Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17 Just Out: Lab of Love 19.10.2006 17:13 Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. 19.10.2006 17:11 Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57 Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50 Life Full of Random Adventures 19.10.2006 16:43 Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32 Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25 Airwaves time! 19.10.2006 16:02 Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. 19.10.2006 16:00 Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48 Airwaves news of the day 19.10.2006 15:26 Sjá næstu 50 fréttir
Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43
Hamas verði ekki bolað út Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sagði í dag að flokkur hans Hamas, myndi koma í veg fyrir tilraunir Abbas forseta og Fatah-hreyfingar hans til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eða fella ríkisstjórn Hamas til þess að binda enda á stjórnmálakrísu í Palestínu. 20.10.2006 10:27
Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09
Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00
Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00
Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum. 20.10.2006 10:00
Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. 20.10.2006 09:50
Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. 19.10.2006 23:43
Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. 19.10.2006 23:32
Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. 19.10.2006 23:02
Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. 19.10.2006 22:47
Reyndu að flýja úr fangelsi í Egyptalandi Þrír menn sem eru í haldi yfirvalda í Kaíró í Egyptalandi, grunaðir um aðild að sprengjuárásum á þrjá ferðamannastaði við Rauðahafið í október 2004, reyndu að flýja úr fangelsi í dag. Það tókst ekki og slasaðist einn þremenninganna. Mennirnir höfðu bundið saman föt og reyndu að klifra yfir fangelsisveggina. 19.10.2006 22:05
Grípa þurfi til valdbeitingar til að stöðva Ísraela Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon segir að svo geti farið að grípa verði til valdbeitinga til að koma í veg fyrir innrásir Ísraela inn í lofthelgi Líbana. Alain Pellegrini, yfirmaður friðargæslusveitanna, sagði þetta á blaðamannafundi í dag og bætti því við að til þess að það yrði hægt þyrfti að breyta umboði hersveita SÞ í landinu. Talsmenn SÞ sögðu eftir fundinn að ekki væri verið að undirbúa það. Sendifulltrúi Ísraela hjá SÞ segir það koma sér á óvart að Pellegrini hafi látið þessi orð falla. 19.10.2006 21:50
Mýrin fær 4 stjörnur Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu. 19.10.2006 21:26
Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum. 19.10.2006 21:04
Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði. 19.10.2006 20:42
Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. 19.10.2006 20:18
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. 19.10.2006 20:04
8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. 19.10.2006 19:44
Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30
Mýkri friðargæsla Ásýnd íslensku friðargæslunnar verður mýkt og lögð verður áhersla á borgaraleg svið í verkefnavali hennar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti þessar hugmyndir á fundi utanríkismálanefndar í morgun. 19.10.2006 19:00
Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. 19.10.2006 18:45
Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30
Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. 19.10.2006 18:30
Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. 19.10.2006 18:15
Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06
Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00
ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50
Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45
Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45
Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37
Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. 19.10.2006 17:30
Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19
Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17
Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. 19.10.2006 17:11
Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57
Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50
Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32
Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25
Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. 19.10.2006 16:00
Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48