Fleiri fréttir

Fjöldi fólks mættur til að fylgjast með Iceland Airwaves

Bandaríski stórleikarinn Harrison Ford er meðal þeirra sem er mættir eru til landsins til að fylgjast með Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hófst í gær. Nánast er uppselt á hátíðina en aðeins eru sextíu miðar eftir.

Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu.

Varað við óveðri í Öræfasveit

Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu.

Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World.

Fullskipuð keppnin um hin nýju 7 undur veraldar

Mayaborgin forna Chichen Itza í Mexíkó er síðasti staðurinn sem fær að taka þátt í keppninni um hin nýju sjö undur veraldar. Vinningshafar verða tilkynntir í Lissabon þann sjöunda júlí 2007 en auk Chichen Itza taka þekktar byggingar og minnismerki þátt í keppninni, þeirra á meðal eru Taj Mahal í Indlandi, Effelturninn, Stonehenge, stytturnar á Páskaeyjunni og óperuhúsið í Sydney.

Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd.

Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni

Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta.

Vopnahlé samþykkt í Balad í Írak

Héraðshöfðingjar í Balad-héraði, norður af Bagdad í Írak, féllust í gær á 20 daga vopnahlé í borginni sem hefur logað í átökum milli sjía og súnnímúslima. Röð hefndarárása milli sjía og súnnímúslima hafa kostað 95 manns lífið á fimm dögum í borginni Balad. Borgin er að mestu byggð sjíamúslimum en héraðið í kring tilheyrir súnnimúslimum.

Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis.

Iceland Express eykur umsvif sín

Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður.

Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Hafa enn ekki veitt hval

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hafði ekki veitt hval nú rétt fyrir hádegið, eftir því sem Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, best vissi. Skipið er djúpt vestur af landinu, þar sem það lét fyrir berast í nótt, en ekki er hægt að stunda veiðarnar nema í björtu, þegar sést til hvala með berum augum. Kristján sagðist ekki vita betur en að öll vinnsluleyfi lægju nú fyrir.

Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli

Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands.

Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði

Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða.

Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru.

Ræddu frið og öryggi á Kóreuskaganum

Friður og öryggi á Kóreuskaganum voru aðalumræðuefni á fundi Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreumanna og sérstaks sendiboða Hu Jintaos, forseta Kína. Embættismaðurinn færði Kim Jong-il bestu óskir frá Hu Jintao og þar að auki persónulega gjöf sem forsetinn hafði sjálfur búið til. Viðræðurnar voru allar á friðsamlegum nótum.

600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000

Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005.

Hlutverk friðargæslunnar víkkað og fjölgað í liðinu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti á fundi með utanríkismálanefnd í dag að hlutverk íslensku friðargæslunnar verði víkkað auk þess sem fjölgað verði í liðinu. Friðargæslan mun nú auk flugvallargæslu, í auknum mæli taka að sér verkefni á sviði heilsugæslu. Heildarfjöldi friðargæsluliða hefur ekki verið ákveðinn og kostnaðurinn við breytingarnar liggur ekki fyrir.

Kertin lýsa upp Veturnætur á Ísafirði

Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að kveikja á kertum við heimili sín klukkan sjö í kvöld þegar lista- og menningarhátíðin Veturnætur gengur í garð. Verslunareigendur í miðbænum munu kveikja á kertum við dyr verslana sinna í dag þegar hátíðin verður sett. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Varað við hálkublettum víða um land

Vegagerðin varar við hálkulettum víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og éljagangur og snjóþekja er á Lágheiði.

Leitað að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum

Bandaríkjamenn leita nú logandi ljósi að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum sem fæddist á þriðjudaginn. Fjölmiðlar strandanna á milli keppast við að stinga upp á nýfæddum börnum sem fæddust nærri örlagastundinni 7:46 á þriðjudagsmorgun að austurstrandartíma. Í húfi eru lífstíðarbirgðir af Pampers-bleyjum og heiðurinn, vitaskuld.

Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

Tæpur þriðjungur á heimsvísu hlynntur pyntingum

Í könnun sem BBC lét gera í 25 löndum kemur fram að á heimsvísu er tæpur þriðjungur, eða 29%, hlynntur pyntingum. Mestur stuðningur við pyntingar er í Ísrael, þar sem 43% telja pyntingar réttlætanlegar í vissum tilvikum. Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna er hlynntur pyntingum að einhverju marki ef með því má bjarga mannslífum.

Mótmælt í Santiago

Til átaka kom milli lögreglu í Chile og námsmanna sem voru að mótmæla breytingum á löggjöf um menntamál í höfuðborginni, Santiago, í dag. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir eftir að grjóthnullungum rigndi yfir lögreglumenn sem svöruðu með því að sprauta vatni á mótmælendur.

Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku.

Alvarlegar afleiðingar ef Norður-Kóreumenn selji kjarnorkuvopn

George Bush, Bandaríkjaforseti, varaði Norður-Kóreumenn í dag við að þeir yrðu að taka afleiðingunum ef þeir yrðu uppvísir að því að selja Írönum eða al-Qaeda liðum kjarnorkuvopn. Bush sagði að stjórnvöld í Pyongyang yrðu þegar látin sæta ábyrgð ef það kæmi í ljós.

Stone ætlar að fjalla um bin Laden

Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone ætlar næst að beina linsunni að stríðinu í Afganistan og leitinni að Osama bin Laden. Nýjasta mynd leikstjórans heitir World Trade Center og fjallar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Mikil mengun í Rússlandi og Sambíu

Rússnesk borg þar sem efnavopn voru eitt sinn framleidd og þorp í Sambíu þar sem koparnámur er að finna eru meðal 10 menguðustu staða á jarðkringrunni, að mati bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Blacksmith Institute. Að mati samtakanna er mengun um allan heima að valda sjúkdómum og kvillum hjá einum milljarði manna.

Bifreið borgarstjóra stolið

Bifreið Michaels Bloomberg, borgarstjóra í New York, var stolið í dag. Aðstoðarmaður borgarstjórans var laminn í andlitið og hann dreginn út úr bílnum sem síðan var ekið á brott. Bíllinn er Lexus, ágerð 2001. Bloomberg var sjálfur ekki í bílnum þegar honum var stolið. Aðstoðarmaður hans var þá að erinda fyrir hann í Hackensack í New Jersey.

Sendiherra Íslands kallaður til fundar við sjávarútvegsráðherra Breta

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, hefur kallað Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, á sinn fund. Þar verður honum gert að skýra forsendur þær sem liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra

Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið.

4 bandarískir hermenn í Írak til viðbótar dregnir fyrir herrétt

Fjórir Bandarískir hermenn í Írak verða dregnir fyrir herrétt, ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem grunaðir voru um að taka þátt í andspyrnu gegn fjölþjóðlegu herliði í landinu. Hermennirnir réðust á búðir andspyrnumanna nærri Thar Thar fljoti suð-vestur af borginni Tíkrit í maí á þessu ári. Þar voru mennirnir handteknir og síðan myrtir. Hermennirnir eiga ekki yfir höfði sér dauðadóm verði þeir sakfelldir.

Getgátur um hver hafi verið 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn

Fjölmiðlar frá Atlanta til San Francisco kepptust við að birta fréttir í dag þar sem greint var frá því hvar fæðingarstað 300 milljónasta Bandaríkjamannsins væri að finna. Þær fréttir stönguðust þó á. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum viðurkenna að erfitt verið að skera úr um svo óyggjandi sé hver hafi verið sá 300 milljónasti.

Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti

Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi.

Vill fá full laun

Cecilia Stegö Chilò, fyrrverandi menningarmálaráðherra Svíþjóðar, ætlar að krefjast ráðherralauna í að minnsta kosti eitt ár, þrátt fyrir að hafa aðeins gegnt embættinu í tíu daga.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil.

Gerði gat á Picassoverkið

Eitt verðmætasta málverk í heimi, Draumurinn eftir Pablo Picasso, er stórskemmt eftir að eigandi þess rak í það olnbogann af miklum krafti.

Rice róar Japana

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Japana í dag um að þeir nytu herverndar Bandaríkjanna ef til átaka kæmi í Austur-Asíu. Vonast er til að þetta dragi úr líkum á vígbúnaðarkapphlaupi á svæðinu.

Hvalveiðarnar vekja heimsathygli

Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við og fjölmiðlar í öllum heimsálfum greina frá málinu, ýmist með skömmum eða lofi. Tölvupóstur með mótmælum streymir nú til íslenskra sendiráða erlendis en um formleg mótmæli hefur ekki verið að ræða.

Bandaríkjamenn ætluðu að loka tveimur ratsjárstöðvum

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra telur sig ekki geta komið í veg fyrir flutning starfa á vegum Ratsjárstofnunar frá landsbyggðinni á Keflavíkurflugvöll. Ráðherrann vonast þó til að allar fjórar núverandi ratsjárstöðvar verði áfram starfræktar, þrátt fyrir brottför hersins.

Skrifræði að opna veitingahús

Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti.

Gæti rannsakað án gruns

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir