Fleiri fréttir

25 uppreisnarmenn í Afganistan drepnir

Afgangskar öryggissveitir skutu 25 uppreisnarmenn til bana í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Uppreisnarmennirnir gerðu áhlaup á lögreglustöð í héraðinu en öryggissveitum tókst að hrinda því og felldu 25 menn.

Telja veru erlends herliðs ógna öryggi sínu

Stærstur hluti Íraka telur að vera erlendra hermanna í landinu dragi úr öryggi í stað þess að auka það. Þetta sýna skoðanakannanir sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar hafa gert og greint er frá í bandaríska stórblaðinu Washington Post.

Íhuga skattlagningu til að hvetja til meiri barneigna

Rússnesk yfirvöld íhuga að leggja aukaskatt á barnlaust fólk til þess að hvetja til meiri barneigna í landinu. Vladímír Pútín forseti sagði í síðustu stefnuræðu sinni að lág fæðingartíðni væri eitt alvarlegasta vandamál sem þjóðin ætti við að stríða.

Segir ekki tekið tillit til afsláttarkjara

Síminn segir Póst- og fjarskiptastofnun ekki taka tillit til þeirra afsláttarkjara sem fyrirtækið veiti GSM-notendum sínum í samanburði á verði á GSM-símtölum á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Höfðar mál á hendur ÍE vegna meiðyrða

Jesus Sainz, einn fimmmenninganna sem Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn vegna meints stuldar á viðskiptarleyndarmálum, hyggst höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir útbreiðslu rangra saka og meiðyrði.

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Forvarnadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun

Forvarnadagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Vigdís mótmælti

Í broddi fylkingar mótmælagöngunnar í gærkvöld fór fyrrverandi forseti lýðveldisins, arm í arm við Ómar Ragnarsson. Vigdís Finnbogadóttir segir þetta hugsanlega munu vekja einhver viðbrögð en segir þetta vera í samræmi við afstöðu sína sem hún hafi áður lýst yfir.

Tvær bækur hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin

Bækurnar Sagan af undirfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum eftir Margréti Tryggvadóttur og Halldór Baldursson og Háski og hundakjöt eftir Héðinn Svarfdal Björnsson fengu í morgun Íslensku barnabókaverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla.

Hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða

Póst- og fjarskiptastofnun hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða til þess að bregðast við þeim tíðindum að GSM-þjónusta hafi hækkað hér á landi frá árinu 2002 en hins vegar lækkað í hinum norrænu ríkjunum. Ný skýrsla sem stofnunin vann ásamt systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum sýnir þetta. Þar segir einnig að íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni. Forstjórar systurstofnanna Póst- og fjarskiptastofnunar á Norðurlöndunum ákváðu í fyrra að setja á fót vinnuhóp til þess að bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Meginverkefnið var að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og hversu mikil samkeppni væri í löndumum. Fram kemur í skýrslunni að norræni farsímamarkaðurinn velti um 7,7 milljörðum evra, eða nærri 700 milljörðum íslenskra króna og eru áskrifendur GSM-þjónustu um 25 milljónir. Veltan á íslenskum farsímamarkaði er aðeins lítill hluti af þessu eða um fjórtán milljarðar og áskrirfendur um 300 þúsund. En á meðan fimm til sex fyrirtæki eru á fjarskiptamarkaði í hinum norrænu ríkjunum eru aðeins tvö hér á landi sem skipta farsímamarkaðnum á milli sín. Það eru Síminn með 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone með 35 prósenta markaðshlutdeild. hvergi á Norðulöndunum hefur eitt fyrirtæki jafnmikla markaðshlutdeild og Síminn. Segir í skýrslunni að niðurstaðan sé áhyggjuefni. Póst- og fjarskiptastofnunar hefur þegar brugðist við og hefur hlutast til um lækkun lúkningargjalds hjá bæði Símanum og Og Vodafone. Með lúkningargjaldi er átt við gjald sem fólk greiðir til að komast inn á annað kerfi en það sem það er sjálft í. Lúkningargjald Og Vodafone er nú 12,10 krónur á mínútu og Símans 8,92 krónur en Póst- og fjarskiptastofnun vill lækka það og jafna. Þá ákvörðun hafa fyrirtækin bæði kært til áfrýjunarnefndar. Þá vill stofnunin leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn. Nýir aðilar geti þannig keypt mínútur á kerfi Símans á tilteknu verði í heildsölu og selt í smásölu.

Fjölmennustu mótmæli síðan 1973

Jökulsárgangan niður Laugaveg og fjöldafundurinn á Austurvelli eru meðal fjölmennustu mótmælafunda sem haldnir hafa verið á Íslandi. Lögreglan bókaði ekki tölu mótmælendanna en skipuleggjendur hafa giskað á tölur allt upp í 15 þúsund manns.

Skráningarnúmer klippt af ógrynni ökutækja

Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð.

Kærir lausagöngu fola í Laxárdal

Bæjarstjórn Blönduóss hefur kært lausagöngu þriggja vetra graðfola vegna ósæmilegs framferðis hans þegar hann gekk laus í merastóði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu í allt sumar.

Gengið á þremur öðrum stöðum en í Reykjavík

Það var ekki aðeins í Reykjavík sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar efndu til mótmælagöngu í gærkvöld. Þónokkur fjöldi fólks fór um götur Egilsstaða þessara sömu erindagjörða í gær sem út af fyrir sig vekur athygli þar eð efnahagslegur ávinningur virkjanaframkvæmdanna er mestur á Austurlandi.

Síðasti dagur óbeislaðrar Jöklu

Í dag er síðasti dagurinn sem Jökla rennur óbeisluð um sinn forna farveg um Jökuldal og meðfram Jökulsárhlíð. Í fyrramálið er stefnt að því að tappinn verði settur í og lokað fyrir rennsli hennar við Kárahnjúka.

Bush afléttir leyndinni

Bush Bandaríkjaforseti hefur aflétt leynd af skýrslu leyniþjónustunnar um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi en niðurstaða hennar er að íslamskir öfgahópar hafi eflst vegna Íraksstríðsins. Þrátt fyrir þetta segir hann þá sem gagnrýna stríðsreksturinn hegða sér barnalega. Skýrslan um stöðu og horfur í hryðjuverkastarfsemi heimsins er runnin undan rifjum sextán leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna en hluta hennar var lekið til dagblaðsins New York Times um helgina.

Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum

Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík.

Íslendingar eignast sína fyrstu herþotu

Íslendingar hafa eignast sína fyrstu herþotu og það gerist við brotthvarf Varnarliðsins. Þotan er þó ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Samfylkingin fundar með bændaforystunni

Þingflokkur Samfylkingarinnar situr nú á fundi með fulltrúum úr stjórn Bændasamtaka Íslands þar sem flokkurinn kynnir þeim tillögur sínar að lækkun matarverðs.

Rafmagnsleysi í Fossvogshverfi í nótt

Hluti Fossvogshverfa, þar á meðal Landspítalinn í Fossvogi, varð rafmagnslaus laust eftir klukkan þrjú í nótt vegna bilunar í jarðstreng. Rafmagn komst á að hluta klukkan fjögur og var að fullu komið inn um tuttugu mínútum síðar. Vararafstöð er á Landspítalanum og starfaði hún hnökralaust á meðan á rafmagnsleysinu stóð

Kristján sækist eftir sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum

Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Álftaness, gefur kost á sér í eitt af efstu sætum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Fram kemur í tilkynningu frá honum að hann hafi lengi starfað að sveitarstjórnarmálum á Álftanesi en áður í Kópavogi.

Sigríður stefnir aftur á þing fyrir Samfylkinguna

Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Prófkjörið fer fram þann 4. nóvember.

Verð hækkar hér á landi en lækkar annars staðar á Norðurlöndum

Íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni og þá hefur verð til til neytenda hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er meðal meginniðurstaðna skýrslu þar sem bornir voru saman farsímamarkaðir á Norðurlöndum.

Vilja breytingar á tollum, sköttum og vörugjöldum sem allra fyrst

Stjórn Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst.

Skjálftahrina undan Reykjanesi

Vel á þriðja tug jarðskjálfta hafa orðið undan Reykjanesi í nótt og í morgun. Allir voru þeir minni en 3 á Richter. Hrinan kemur í framhaldi af talsverðri hrinu nærri Bárðarbungu í gær og fyrradag, þar sem öflugasti skjálftinn mældist 3,8 á Richter á sunnudagskvöld. Að sögn veðurstofunnar bendir þó ekkert til þess að eldgos sé hafið eða að hefjast á Vatnajökli.

Tvíburamæður hærri í loftinu

Ný bandarísk rannsókn sýnir að hávaxnar mæður eignist frekar tvíbura en þær sem lægri eru í loftinu. Vísindamenn sem söfnuðu upplýsingum um hæð tvíburamæðra og báru saman við meðalhæð í Bandaríkjunum komust að því að tvíburamæður reyndust um 4-5 sentimetrum yfir meðalhæð að meðaltali.

Hundarnir þefa uppi sjóræningjadiska

Nýjasta vopn Samtaka kvikmyndaframleiðenda í Ameríku gegn sjóræningjaútgáfu á DVD diskum var kynnt í gær. Nú hafa hundar verið þjálfaðir til að greina lykt af afrituðum DVD diskum og skiptir þá ekki máli hvort það er einn diskur eða hundruð. Hundar hafa margfalt sterkara þefskyn en mannfólkið.

Krani féll á blokk í Battersea í London

Mildi þykir að ekki fór verr þegar 50 metra hár byggingarkrani hrundi á íbúðarblokk í suðvesturhluta Lundúna í gær. Kraninn var við störf nærri Battersea rafstöðinni, á bökkum Thames-árinnar. Tveir menn létust, stjórnandi kranans og annar, sem ekki er talinn hafa verið starfsmaður við bygginguna.

15 ára féll af torfæruhjóli

15 ára piltur slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli skammt frá Flúðum, og var hann fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landssítalans, þar sem gert var að sárum hans. Hann tognaði, marðist og handleggsbrotnaði. Lögregla þakkar það mjög góðum hlífðarbúnaði piltsins að ekki fór verr, en hann hefur réttindi til að aka hjólinu utan vega á æfingasvæðum.

Hvetja Evrópubúa til að borða minna af fiski

Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru nú að hefja herferð þar sem Evrópubúar verða hvattir til að borða minni fisk. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum. Samtökin segja að of mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða eða sé landað fram hjá vigt.

Byggð á landfyllingu hafnað á Seltjarnarnesi

Skipulagsnefnd Seltjarnarness hafnaði hugmyndum fasteignafélagsins Klasa um hátt í fjögur þúsund manna byggð á landfyllingu, sem gerð yrði við sunnanvert Nesið, og NFS greindi frá á sunnudag.

Kólumbískir glæpabræður í fangelsi

Tveir kólumbískir bræður sem stýrðu hinum alræmda Cali-glæpahring játuðu í gær að hafa smyglað eiturlyfjum og þvegið peninga í tímamótasamkomulagi að mati bandarískra yfirmanna í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þeir segja Cali-glæpahringinn, undir stjórn Orejuela-bræðranna, hafa haldið í Kólumbíu heljargreipum á sínum tíma og ráðið kókaínmarkaðnum í Bandaríkjunum.

Fjórtán ára stúlka lést í árásum á Gaza

Palestínsk unglingsstúlka lést í loftárásum Ísraelsmanna á Gazasvæðið í kvöld. Kona og drengur særðust einnig í árásinni. Stúlkan sem var fjórtán ára lést þegar að bygging féll saman í ársáum Ísraelsmanna. Ísraelski herinn segir árásirnar í kvöld hafa verið gerðar á göng sem notuð hafa verið til að smygla vopnum.

Heilsufarsupplýsingar áfram á Íslandi

Bandaríski herinn hefur ekki á brott með sér þær heilsufarsupplýsingar sem safnað hefur verið í herstöðinni, meðal íslenskra starfsmanna, síðustu ár og áratugi. Vefur Víkurfrétta hefur þetta hefur traustum heimildum.

Um eitt hundrað starfsmenn Varnarliðsins án vinnu

Eitt hundrað og fimm starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem hætta stöfum á föstudaginn, eru ekki komnir með aðra vinnu. Fréttavefur Víkurfrétta greinir frá þessu en þar segir að um sé að ræða 61 karl og 44 konur. Stærsti hópurinn sé fólk á aldrinum 40 til 59 ára.

Riðusmit greindist í kind á bæ í Flóa

Riðusmit hefur verið staðfest í kind á bænum Syðri-Velli í Flóa. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sudurland.is. Riðusmit hefur aldrei fyrr komið upp í Flóa eða á Skeiðum. Á milli fimmtíu og sextíu kindur eru á bænum og verða þær allar felldar auk þess sem sýni verða tekin úr sláturfé á Skeiðum og í Flóa.

Sjá næstu 50 fréttir