Erlent

Tvíburamæður hærri í loftinu

Jón Oddur og Jón Bjarni eru líklega frægustu tvíburar Íslands. Ekki kemur fram í sögu Guðrúnar Helgadóttur hversu há mamma þeirra var í loftinu.
Jón Oddur og Jón Bjarni eru líklega frægustu tvíburar Íslands. Ekki kemur fram í sögu Guðrúnar Helgadóttur hversu há mamma þeirra var í loftinu. MYND/AP

Ný bandarísk rannsókn sýnir að hávaxnar mæður eignist frekar tvíbura en þær sem lægri eru í loftinu. Vísindamenn sem söfnuðu upplýsingum um hæð tvíburamæðra og báru saman við meðalhæð í Bandaríkjunum komust að því að tvíburamæður reyndust um 4-5 sentimetrum yfir meðalhæð að meðaltali.

Vísindamaðurinn getur sér þess til að vaxtarhormón sem hafa áhrif meðal annars á hæð konu, hárvöxt og fleira, hafi einnig áhrif á það magn eggja sem sleppt er úr eggjastokkum hverju sinni. Sem sagt meiri hormón þýði hærri konu og fleiri egg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×