Innlent

15 ára féll af torfæruhjóli

15 ára piltur slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli skammt frá Flúðum, og var hann fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landssítalans, þar sem gert var að sárum hans. Hann tognaði, marðist og handleggsbrotnaði. Lögregla þakkar það mjög góðum hlífðarbúnaði piltsins að ekki fór verr, en hann hefur réttindi til að aka hjólinu utan vega á æfingasvæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×