Innlent

Skjálftahrina undan Reykjanesi

Jarðskjálftamælir.
Jarðskjálftamælir. MYND/Stefán Karlsson
Vel á þriðja tug jarðskjálfta hafa orðið undan Reykjanesi í nótt og í morgun. Allir voru þeir minni en 3 á Richter. Hrinan kemur í framhaldi af talsverðri hrinu nærri Bárðarbungu í gær og fyrradag, þar sem öflugasti skjálftinn mældist 3,8 á Richter á sunnudagskvöld. Að sögn veðurstofunnar bendir þó ekkert til þess að eldgos sé hafið eða að hefjast á Vatnajökli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×