Fleiri fréttir

Í kapphlaup um gjafmildi

Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknar­mála af ýmsu tagi.

Kröfum Péturs Þórs hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum Péturs Þórs Gunnarssonar.

Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur.

Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu.

Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma.

Mengunarslys á Eskifirði

Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir mengunarslys í sundlauginni á Eskifirði í dag. Sex voru fluttir með sjúkraflugi, tveir til Akureyrar og fjórir til Reykjavíkur, en enginn er í lífshættu.

Réttað yfir Naomi Campbell

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell mætti fyrir rétt á Manhattan í New York í dag, vegna kæru eins aðstoðarmanna hennar á hendur henni. Fjöldi fjölmiðla beið fyrir utan en réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum.

Herferð gegn eyðni í höfuðborg Bandaríkjanna

Borgaryfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna hafa hrundið af stað herferð til greiningar eyðnismiti til þess að auka vitund almennings um sjúkdóminn. Nú getur fólk kannað hvort það sé smitað, með einföldu munnvatnsprófi sem upplýsir á 20 mínútum hvort fólk sé smitað eða ekki.

Áfram verður réttað yfir Saddam

Saddam fær að sitja áfram undir réttarhöldum út af ódæðisverkum í forsetatíð hans. Hæstiréttur í Bagdad tilkynnti í dag að réttarhöld yfir Saddam Hussein vegna helfarar gegn Kúrdum í Anfal-héraði muni hefjast í ágúst þegar áætlað er að réttarhöldunum vegna Dujail sem nú standa yfir verði lokið.

Rice í heimsókn í Pakistan

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, kom í dag í heimsókn til Pakistans, en hún mun funda með Musharraf, forseta Pakistans á morgun. Rice sagðist myndu ræða við Musharraf um það hvort hann ætlaði ekki örugglega að standa við loforð sitt um að halda lýðræðislegar kosningar á næsta ári.

Evrópuráðið gagnrýnir leynifangelsin

Evrópuráðið gagnrýndi harðlega í ályktun sinni í dag þau lönd sem rekið hafa leynifangelsi eða heimilað fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi sína.

Leyfilegur þorskafli 193 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Leyfilegt verður að veiða 193 þúsund tonn af þorski, sem er 6 þúsund tonnum umfram það sem aflareglan gerir ráð fyrir, en 5 þúsund tonnum minna en heildarveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs gera ráð fyrir.

Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni.

Hluti úrskurðar setts ráðherra felldur úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þann hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati.

Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði

Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 manns fengu eitrun af einhverju tagi. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Við það losnar klórgas sem er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert.

Þyrlan farin austur vegna klórgasmengunar

Samhæfingarstöðin í Reykjavík hefur verið virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf er á á Eskifirði vegna klórgasmengunar sem varð í sundlauginni þar fyrr í dag og hafa 10 slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu verið sendir austur með búnað eins og súrefni og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, hefur verið send austur.

15 - 20 urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði

15 til 20 manns urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið á Eskifirði og nágrenni hefur verið sent að sundlauginni vegna lekans. Mjög margt var í lauginni þegar lekans varð vart og voru þó nokkrir fluttir í sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og til Norðfjarðar.

Harma fyrirhugaðar breytingar á skattalögum

Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkisstjórn eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir. Félagið segir þá þingmenn sem sækja umboð sitt til kjósenda sem eru hlynntir lækkun tekjuskattsprósentunnar verða að hafa í huga fyrir hvern þeir sitja á þingi þegar þeir greiða atkvæði um hækkunartillöguna.

Hópeitrun í sundlaug á Eskifirði

Hópeitrun varð í sundlauginni á Eskifirði vegna klórleka. Fólk sem varð fyrir eitrun nýtur aðhlynningar á heilsugæslustöðinni.

Hamas viðurkenni Ísraelsríki óbeint

Hamas-samtökin, sem eru í forystu í heimastjórn Palestínumanna, hafa óbeint viðurkennt tilvist Ísraelsríkis. Forystusveit samtakanna hefur samþykkt lausn á deilum Ísraela sem felur í sér stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels.

Erfiðara að selja íbúðir í höfuðborginni

Lengri tíma tekur að selja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en áður og fleiri nýjar íbúðir standa auðar. Greiningadeild Glitnis spáir fimm til tíu prósenta lækkun að nafnvirði á húsnæðisverði á næstu tólf til tuttugu og fjórum mánuðinum.

Leiðréttingu á réttarstöðu samkynhneigðra loks náð

Hvergi í heiminum njóta samkynhneigðir eins mikilla lagalegra réttinda og verndar og á Íslandi. Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins taka gildi í dag. Af því tilefni efna Samtökin '78 til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur í dag.

Bush gagnrýnir New York Times

Bush Bandaríkjaforseti ganrýndi í gær dagblaðið New York Times harðlega fyrir að birta í síðustu viku frétt um að bandaríska leyniþjónsutan hefði fengið aðgang að alþjóðlegum gagnabanka um bankaviðskipti.

Uppsalir meðal jarða til leigu

Tólf umsækjendur voru um jarðir í Selárdal við Arnarfjörð sem landbúnaðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að um sé að ræða jarðirnar Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns og bæinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðarhúsi á Melstað og Selárdal. Jörðunum verður úthlutað í vor og er leigutíminn til fimmtíu ára. Íbúðarhúsin eru þó flesti í slæmu ásigkomulagi og þarfnast mikilla endurbóta.

Actavis varð af kaupum á Pliva

Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum.

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.

Systkini hlaupa nakin til stuðnings PETA

Íslensk systkini, Hanna og Tryggvi Guðmundsbörn, eru meðal þeirra mörghundruð stuðningsmanna dýraverndunarsamtaknna PETA sem hyggjast hlaupa nakin um götur Pamplona á Spáni 5. júlí til að mótmæla árlegu nautahlaupi í borginni.

Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu

Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Kókaínið fannst grafið í jörðu nærri bænum Necocli í norðurhluta Kólumbíu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er.

Forseti Austur-Tímor fundar með ráðherrum landsins

Gusmao, forseti Austur-Tímor, átt í morgun fund með helstu ráðherrum í ríkisstjórn landsins. Þar var rædd skipan bráðabirgðastjórnar en Alkatiri, forsætisráðherra, sagði af sér í gær.

Dæmd í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Konan hafði á sex ára tímabili tekið þrettán lán þar sem hún falsaði á bréfin nafn eiginmanns síns sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Konan var nýkomin úr sambúð þegar hún kynntist eiginmanni sínum og var með þunga skuldabirgði úr þeirri sambúð.

Krefjast þess að Guantanamo verði lokað

Hópur mótmælenda kom saman í gær fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York til að krefjast þess að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað.

Skæruliðar láta friðargæsluliða SÞ lausa

Skæruliðar í Afríkuríkinu Kongó létu í morgun lausa tvo nepalska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu haft í haldi í mánuð. Fimm friðargæsluliðar eru þó enn í haldi skæruliðanna. Mennirnir sem fengu frelsi í morgun eru við ágæta heilsu.

Bush eldri hyggst veiða lax á Íslandi

Íslenskir fluguhnýtarar sitja nú sveittir við að hnýta flugur handa George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem er væntanlegur til Íslands í júlí. Bush mun snæða með forseta Íslands og svo fer hann og kastar fyrir laxi í fylgd reyndra manna.

Ráðinn verkefnisstjóri Alcoa á Norðurlandi

Kristján Þ. Halldórsson rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri samfélagsmála fyrir Alcoa á Norðurlandi. Kristján mun starfa við undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Kristján mun sjá um að miðla upplýsingum um Alcoa og hugsanlegt álver til hagsmunaaðila á Norðausturlandi, svo sem sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og íbúa.

Ítalir hafna breytingu á stjórnskipan landsins

Ítalar hafa, með afgerandi hætti, hafnað breytingum á stjórnskipan landsins. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar sem hefðu aukið völd forsætisráðherrans og sjálfsstjórn héraða. Rúmlega 61% greiddu atkvæði gegn tillögunum.

Evrópublaðið fundar í dag vegna skýrslu um fangaflugs CIA

Evrópuráðið kemur saman til fundar í dag til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar ráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Þar verður meðal annars hlýtt á vitnisburð manna sem segjast hafa sætt pyntingum þegar þeir voru í haldi Bandaríkjamanna.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júlí

Fyrrverandi starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, sem er grunaður um tuga milljóna króna fjárdrátt af stofnuninni, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til sjöunda júlí. Ríkislögrelgustjóri rannsakar meðal annars hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn, en fyrir liggur að hann lagði fjárhæðir inn á reikninga all margra skjólstæðinga stofnunarinnar. Þá er verið að rannsaka hversu lengi misferli mannsins hefur staðið.

Actavis sækist eftir kaupum á Pliva

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum.

Sjá næstu 50 fréttir