Innlent

Bush eldri hyggst veiða lax á Íslandi

George Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna.
George Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna. Mynd/Reuters

Íslenskir fluguhnýtarar sitja nú sveittir við að hnýta flugur handa George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem er væntanlegur til Íslands í júlí. Bush mun snæða með forseta Íslands og svo fer hann og kastar fyrir laxi í fylgd reyndra manna.

George Bush eldri mun snæða kvöldverð með forseta Íslands á Bessastöðum þann 4. júlí þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna. Hann mun síðan halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar sem er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri ber forsetanum fyrrverandi góða söguna og segir íslenska laxveiðimenn bíða spennta eftir komu hans.

Orri Vigfússon vill ekki gefa upp í hvaða á Bush eldri muni renna fyrir íslenska laxinn. Hann eigi að njóta góðrar stundar í íslenskra náttúru í friði og ró. Orri segist ekki búast við miklu áreyti mótmælanda þó trúlega séu fáir séu umdeildari en einmitt Bush eldri og sonur hans sem nú situr í forsetastól.

Ljóst er að koma Bush eldri mun vekja athygli hér á Íslandi. Bill Clinton vann hug og hjörtu þjóðarinnar og gerði Bæjarins bestu pylsuna ódauðlega. Hvort Bush eldri muni landa þeim stóra á íslensku Bush flugunni á hins vegar eftir að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×