Innlent

Ítalir hafna breytingu á stjórnskipan landsins

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/AP

Ítalar hafa, með afgerandi hætti, hafnað breytingum á stjórnskipan landsins. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar sem hefðu aukið völd forsætisráðherrans og sjálfsstjórn héraða. Rúmlega 61% greiddu atkvæði gegn tillögunum. Kosningaþátttaka var um fimmtíu prósent. Breytingartillögurnar voru lagðar fram þegar mið- og hægri stjórn Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra, var við völd. Berlusconi sagði þetta gert til að auka stöðugleika í ítölskum stjórnmálum þar sem um sextíu ríkisstjórnir hafa verið við völd á jafn mörgum árum. Romano Prodi, núverandi forsætisráðherra, var andvígur tillögunum frá upphafi og það breyttist ekki þegar hann komst til valda. Stjórnmálaskýrendur segja niðurstöðuna sigur fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×