Erlent

Rice í heimsókn í Pakistan

MYND/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, kom í dag í heimsókn til Pakistans, en hún mun funda með Musharraf, forseta Pakistans á morgun. Rice sagðist myndu ræða við Musharraf um það hvort hann ætlaði ekki örugglega að standa við loforð sitt um að halda lýðræðislegar kosningar á næsta ári.

Einnig er fyrirhugað að hún fundi með Hamid Karzai, forseta Afganistans á morgun til þess að ræða við hann um pólitíska framþróun í Afganistan og aðgerðir til að hefta ofbeldi sem hefur geisað í Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×