Erlent

Herferð gegn eyðni í höfuðborg Bandaríkjanna

MYND/AP

Borgaryfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna hafa hrundið af stað herferð til greiningar eyðnismiti til þess að auka vitund almennings um sjúkdóminn. Nú getur fólk kannað hvort það sé smitað, með einföldu munnvatnsprófi sem upplýsir á 20 mínútum hvort fólk sé smitað eða ekki.

HIV-smit í höfuðborginni eru langtum algengari þar en annars staðar í Bandaríkjunum, allt að 4% íbúa í District of Columbia eru smitaðir af eyðni, eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×