Erlent

Japansforsætisráðherra heimsækir kónginn í Graceland

Myndin er framan af hátíðardisknum sem Koizumi valdi Elvislög á. Kapparnir eiga sama afmælisdag. Með samþykki BMG-útgáfunnar í Japan.
Myndin er framan af hátíðardisknum sem Koizumi valdi Elvislög á. Kapparnir eiga sama afmælisdag. Með samþykki BMG-útgáfunnar í Japan. MYND/AP

Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, er nú væntanlegur í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og Kanada. Hann mun ræða við fyrirmenn þar um Norður-Kóreu, öryggismál, efnahagsmál, - og um Elvis Presley.

Koizumi hyggst heimsækja Graceland, þar sem kóngurinn Presley bjó, en þar er nú minjasafn um ævi kappans. Koizumi heldur mikið upp á tónlist hans, enda eru þeir fæddir sama mánaðardag, 8. janúar, og fyrir fimm árum kom út í Japan 25 laga sérstakur Presley-diskur, sem Koizumi valdi lögin á. Hann var gefinn út í 200 þúsund eintökum sem seldust upp á svipstundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×